Pakistan, England og Nýja Sjáland
Það eru sigurvegarar dagsins á HM í krikket. Pakistanir rústuðu Namibíu og kom ekki mikið á óvart. Sá leikur var aðeins formsatriði. Akram og Akhtar voru massívir í vörpunum og börðu á afríkumönnunum.
Englendingar tóku Hollendinga auðveldlega. Þar voru Knight og Vaughan aðalmennirnir ásamt varparanum Anderson. Þetta telst líka skyldusigur og fátt fréttnæmt við hann.
Leikur Nýja Sjálands og Suður Afríku var hins vegar stórleikur. SA byrjaði svakalega vel og skoruðu alls 306/6 í sínum 50 overs. Var þar H. Gibbs í fantaformi með 143 stig. Staðan var því ansi vænleg fyrir SA á þessum tímapunkti. NS voru hins vegar ekkert á þeim brókunum að gefast upp og S. Fleming var í svipuðu formi og Gibbs og skoraði um 140 stig. Sökum rigningar varð að stytta leikinn og takmarkið sett á 239 úr 39 overs. Og því takmarki náðu NS og fóru því með sigur af hólmi í mögnuðum leik. SA er því búið að tapa tveimur leikjum á mótinu(sá fyrri gegn Windies) og gætu því verið í vondum málum. Þeir hreinlega verða að vinna Sri Lanka, annars er draumurinn úti að öllum líkindum. Ef SA dettur út þá munum við pokurinn glotta við vorar grænu tennur.
Óli Njáll 17:47| link
Sigur
Að sjálfsögðu var það Birgitta Haukdal sem vann Eurovision og er það af hinu góða. Það hefði fátt verið aulalegra en að senda hina örmu sveit Botnleðju út, ekki einu sinni Pokurinn er svo illur að óska evrópubúum þess. Ég kaus að sjálfsögðu Birgittu, 3 sinnum. Að sjálfsögðu mun Birgitta svo vinna keppnina úti og vandamál okkar því að ákveða hvar við ætlum að halda keppnina 2004
Óli Njáll 11:59| link
------------------