{ Óli Njáll - oli@verzzzzlo.is }

[ Naggur | ASAT | UVG | Múrinn | Praxiteles | Gamalt ]

[ Amper | Thors | Smurf | Sverrir | Gneistinn | Kolla ]

[ Nuda Veritas | Hr. Niels | Keflavík | Bendt | Steinunn | Greinar ]

14.2.03

Haha
Eitt það skemmtilegasta í kennarastarfinu er að tala í einum bekk um einhvern annan, síðarnefndi bekkurinn fréttir það að sjálfsögðu mjög fljótlega og fer alveg í panic. Og þá glottum við saman, ég og Pokurinn.
Gettu betur hófst í gær og mr-ingar mun verri en ég bjóst við. engu að síður mjög gott lið og Flensborg var sorp. Ánægjulegi hluti keppninnar var að ég skildi allt sem mr-ingarnir sögðu, slíkt var ekki algilt í fyrra, langt því frá.
En nú er tími...
Óli Njáll  12:26| 
link
------------------

13.2.03

Af skyrtum
Ekki skil ég nú vanda Kollu með skyrturnar og straujunina. Meira að segja ég get straujað skyrtur, þó sniðugir menn kaupi vissulega skyrtur sem hægt er að setja í þurrkara og þarfnast ekki straujunar:)
Óli Njáll  11:53| 
link

Orð dagsins
Það er orðið Pokur. Mér finnst það fallegt og gott orð. Mun ég því innleiða það í orðræðu mína og verða hin ýmsu fúlmenni fyrir barðinu á því.
Óli Njáll  10:45| 
link

Fimmtudagur
Í dag er fimmtudagur og aðeins einn leikur í hm í krikket á dagskrá í dag. Það er leikur Windies vs. New Zealand. Það er ómögulegt að segja nokkuð um stöðuna, NZ eru komnir með 153/6 sem gæti verið slæmt en það eru enn margir óvissuþættir eftir hvað það varðar. Wavell Hinds er að bowla stórvel og sömuleiðis Mervin Dillon. En ástæða þess að einungis einn leikur er á dagskrá eru stórpólitískar. Samkvæmt dagskránni áttu lið Englands og Zimbabve að mætast í Harare en Englendingar neituðu að mæta, skyllst mér að þeir sumsé tapi leiknum og staða þeirra því ekkert alltof góð. Zimbabve hins vegar komnir með 2 vinninga og Mugabe kætist eflaust yfir því. Annars er fáránlegt þessi pólitík í krikketinu, Nýja Sjáland neitar t.d. að keppa í Kenýa við Kenýa og sá leikur dettur því niður og Kenýa vinnur án fyrirhafnar. Það er án efa helsta böl krikketheimsins í dag hversu mikil pólitík og vesen fylgir þessum stjórnendum, fáir eru þó verri en djöfsinn í Indlandi sem er að hætta en sá (sem ég man ekki nafnið á í þessum töluðu orðum) hefur verið með óendanlegt vesen á síðustu árum. Vonandi eru bjartari tímar fram undan og minni pólitík. Það er allavega allveg ljóst að Íslenska landsliðið mun keppa í Zimbabve og Kenýa þegar það fær slíkt tilboð.
Áfram Kanada!!!
Óli Njáll  10:44| 
link
------------------

12.2.03

Papinos
Papinos sá okkur Strump fyrir fóðri nú áðan á góðu verði og maturinn var fínn. Hæfilega slepjulegar pizzurnar hjá þeim.
Ég framdi það stórvirki í dag að mæta í fýluna. Svakalega er ég sáttur við mig þó að ég hafi reyndar hlaupist á brott í hléi. Þetta fag er vægast sagt ógeðslegt. Ég mætti líka í IN3, það er miklu skemmtilegra. Í ljós kom að Jón M. hafði gift sig á 19. öld, það kom nú ekki mjög á óvart.
Ég mætti líka í Ræktina. Svakalega duglegur og hef því hreyft mig 3 sinnum í þessari viku, sumsé einu sinni á dag. Að sama skapi er vigtin farin að nálgast það að teljast í hópi vina og kunningja. Hún segir nú að ég sé 85,9 kíló. Það er ekki mikið ef miðað er við að í byrjun janúar sagði hún 89 kíló. Ef svona heldur áfram verð ég kominn í mín ástsælu 81 kíló fljótlega. Af hverju 81? bara það er meira kúl að stefna á 81 heldur en 80. Svo er bara að fara í ljós og þá verður maður svakalegur:)
Óli Njáll  19:45| 
link

Gibbs
Já, krikketið er sko engann veginn búið. S-Afríka er þó búin að vinna Kenýa og þar fór Herchelle Gibbs fremstur í flokki. Indverjar eru að slátra Hollendingum eftir að hafa battað illa sjálfir. Krikket er kúl.
Kjaftaskar virðast vera margir þessa dagana. Mér er meinilla við þann flokk manna.
Óli Njáll  14:18| 
link

Góðan dag
Kenýa er í vondum málum gegn Suður-Afríku, ekki kemur það nú mikið á óvart en ég syrgi þó hversu lélegur minn maður Tikolo var í morgunn. Hinn illi Jaques Kallis var heldur ekki að gera góða hluti. Mjög vont fyrir mig í fantasycricket. Treysti á að Gibbs skori miljón eða svo.
Hinn leikur dagsins er mun dramatískari í alla staði. Hollendingar eru að velgja Indlandi undir uggum í leik sem flestir bjuggust við einstefnu. Líkurnar á hollenskum sigri voru 33/1 hjá veðbönkum en Indverskum 1/500. Það væri svo sem eftir öllu að Indverjar töpuðu þessum leik en ég hef þó trú á að Zaheer Khan muni berja svoldið á Hollendingunum ásamt Singh vini mínum.
Í gær urðu svo svakaleg tíðindi er Canada vann sinn fyrsta "alvöru" ODI krikketleik og andstæðingarnir voru Bangladesh. Það er náttúrulega alveg magnað að Canada sé farið að gera góða hluti þó væntanlega geri þeir ekki mikið meira af sér í þessari keppni. Það vantar fleiri ameríkulið í krikketið, gaman ef Canada yrði annað liðið til að gera góða hluti frá þeirri álfu. Næsta stóra skref í krikketheiminum verður svo þegar Ísland mætir á HM 2010. Þá verðum við Káli á hátindi ferils okkar og tökum titilinn.
Shane Warne er fallinn á lyfjaprófi. Það er sárt að sjá á eftir slíku stórmenni en jafnframt gott að sigurlíkur Ástrala minnka örlítið og er þó enn 99%. Fyrir fáfróða dverga er Shane Warne ámóta stór í kriketheiminum og David Beckham í fótbolta nema hvað Warne er maður að meiri í kílóum talið.
Óli Njáll  10:59| 
link
------------------

11.2.03

Boring fundur
Fór í hádeginu á röskvufund með ungum frambjóðendum. Það var nú ekki mjög magnað, samfylkingarskúnkurinn og framsóknarbjálfinn voru augljóslega dreymandi um að komast í sæng saman í vor og var það bara asnalegt. Sigurður Kári var í minnihluta í salnum en allar tilraunir kratabjálfa til að skjóta hann í kaf voru aumar. Drífa átti ekki alveg nógu góðan dag úti á kanti með Margréti Sverrisdóttur. Ég hefði betur setið í makindum í Árnagarðinum en hlusta á þetta vesen.
Hins vegar hitti ég margt gott fólk á þessum fundi og sleppti dágóðri stund af aðferðatíma fyrir kaffidrykkju. Hverjir voru þar, kemur ykkur ekkert við!!!
Óli Njáll  15:06| 
link

Furðulegt
Nokkuð undarlegt að mæta í tíma í morgun hjá uppáhaldsbekknum mínum 4-E eftir ævintýri síðasta fimmtudags. Samt gaman. Jafnframt hef ég nú lokið excelkennslu í 3-G sem er leitt því það þýðir að word er að byrja. Jafnframt var dælt inn nýjum vélritunaræfingum. Jamm, þetta var annáll kennsludagsins.
Óli Njáll  11:15| 
link
------------------

10.2.03

meira óveður
Nú er aftur hótað óveðri í nótt. Ég skelf á beinunum.
Óli Njáll  22:36| 
link

Óveðursblogg
Í dag átti að vera hér óveður, ég hef ekki tekið eftir því á nokkurn hátt, smá stinningskola go súld eru einu ummerkin sem ég hef orðið var við. Greinilega er hér komin ný skilgreining á óveðri. Það er jákvæð þróun, einu sinni voru óveður vond en nú þarf maður ekki að óttast það framar.
Kennsla hófst í dag, fyrsti dagur eftir nemó. Dauði og djöfull í tölvutíma, allir inni á myndasíðum nfvi. En svo kláraðist sá tími sem betur fer og ég fór að fylgjast með krikketi. Mínir menn í Sri Lanka voru mættir til leiks og unnu sannfærandi sigur á Nýsjálendingum. Jayasuria bakaði þá eins og honum einum er lagið. Þetta er besti krikketmaður í heimi í dag. Nú detta hinir fúlu nýsjálendingar út því þeir neita að keppa við Kenýa, helvítis fíflin. Lélegt yfirskin yfir ótta þeirra við vini mína Tikolo og Suji. Krikket er kúl.
Ég ætla að skrifa framsöguna mína niður í dag sem skila á næsta fimmtudag. Það gengur þó alveg bölvanlega. Að þurfa að skila framsögum á prenti og láta dæma þær er gersamlega út í hróa hött enda eiga framsögur aldrei í lífinu að vera skrifaðar á blað nema í mesta lagi nokkur stikkorð. Fífl og fávitar hafa þó þann leiða ávana að halda framsögur ávallt með þeim ósköpum að lesa á mónótónískan hátt upp langar romsur og leiðinlegar. Ég óska slíku fólki dauða.
Óli Njáll  16:07| 
link
------------------

9.2.03

Jahá
Já, Lara og félagar tóku þetta í dramatískum leik þar sem allt var á suðupunkti í lokin. Glæsilegur árangur hjá hinu forna stórveldi sem kannski markar tímamót í krikketheiminum. Vonandi gera þeir góða hluti í framhaldinu og vonandi hrynja heimamenn í þunglyndi dauðans. En á morgun er stórleikur Sri Lanka og Nýja Sjálands, þetta er einn af þessum stóru leikjum enda stendur baráttan í B-riðli milli S-Afríku, V-Indía og þessara tveggja liða. Einungis 3 þeirra komast áfram. Ég spái Sri Lanka sigri, Murali og Jayasuria taka þetta vonandi. Í A-riðli mætast svo Zimbabve og Namibía. Ekki þarf að spyrja að leikslokum þar. Áfram Andy Flower.
Óli Njáll  22:53| 
link

Bull
Þetta er náttúrlega gersamlega út í hött þessi frammistaða hjá Vestur Indíum núna, þeir eru barakomnir í lykilstöðu í leiknum eftir fáránlega gott kombakk, 277/5. Jamm, HM byrjar svo sannarlega með miklum látum. Næsti mánuður verður æðislegur:)
Óli Njáll  16:17| 
link

HA!!!
þeir voru í þessum töluðu orðum að skora 23 hlaup í einu over gegn sjálfum Pollock, ég hélt að það væri ómögulegt!!!!!!!!!!!!!!!
Óli Njáll  16:06| 
link

Fljótfærni á fögrum febrúardegi
Já, ekki hafði ég fyrr slept orðinu áðan en Brian Lara trylltist og karabíahafsbúarnir gengu berserksgang. Lara skoraði 116 og er þeir nú kominir í 223/5 og 4 over eftir. Það er von en ég tel þó að Gibbs og Kallis eigi eftir að slökkva þá von. Já, krikketumfjöllun Njallans er engann veginn lokið....
Óli Njáll  16:04| 
link

Skollið á
Já, góðir lesendur, HM í krikket er hafið með leik Suður Afríku og Vestur Indía. Og afríkanarnir eru á svaðalegri siglingu. 30/2 eftir 15 over hjá Vestur Indíum og kallinn Pollock tók bæði wicketin. Þar með hef ég ástæðu til að syrgja mitt val á draumaliði. Langaði afskaplega mikið að hafa Pollock þar innanborðs en ákvað að hafa Gibbs og Kallis(má bara hafa 2 úr hverju landi). Kallis er reyndar að bowla vel, búinn með 2 over og bæði maiden. En sumsé, Windies í miklum vandræðum og ljóst að Suður Afríka vinnur þennan leik, Brian Lara er nú að batta með óheyrilega lágu runrate, Chanderpaul er skárri en þeir eru bara ekki að gera góða hluti. Já, hér verður sko fjallað um krikket næstu vikurnar:)
Óli Njáll  13:47| 
link
------------------




Powered by Blogger