{ Óli Njáll - oli@verzzzzlo.is }

[ Naggur | ASAT | UVG | Múrinn | Praxiteles | Gamalt ]

[ Amper | Thors | Smurf | Sverrir | Gneistinn | Kolla ]

[ Nuda Veritas | Hr. Niels | Keflavík | Bendt | Steinunn | Greinar ]

8.2.03

Krikketlið Njallans
Njallinn tekur þátt í fantasycrikketleik BBC sem hefst á morgun líkt og HM. Liðið er svo skipað (birt með fyrirvörum um breytingar á síðustu stundu):
Kylfumenn: Hayden, Gibbs, Vaughan, Sehwag
Hinn vondi vörður: Gilchirst
Allt í kringum menn: Tikolo, Jayasuria, Kallis
Varparar: Bond, Khan, Muralitharan

Svo er bara að sjá hvort eitthvað vit er í þessu liði, ég er efins um varparaskipun mína og sömuleiðis eru Tikolo og Sehwag óvissuþættir.
Óli Njáll  14:48| 
link

Rólegur
Svakalega var ég rólegur í gærkveldi, drakk bara einn bjór og hagaði mér með eindæmum vel. Byrjað var í mogganum þar sem gerð var hríð að erlendri fréttastjórn og var það nokkuð skemmtilegt. Jón Fulli hélt síðan nett partý í ógnarstórum húsakynnum sínum. Einnig kíkti ég á þunglyndan vélritunarkennara.
En lítið hef ég sagt frá nemó og skal hér úr því bætt. Njallinn var hófsemdarmaður og gekk hægt um gleðinnar dyr þrátt fyrir miklar tilraunir nemenda til að hella í hann áfengi. Sýndi í partýi mikla danshæfileika og skemmti sér vel. Á tímabili vöknuðu hjá honum grunsemdir að í drykk hans hefði verið blandað einhverjum ósóma þegar honum fannst meðalhæð partýgesta hafa minnkað til muna. Skýringin var þó sú að sms-álfurinn var mættur á svæðið. Hann var hinn fínasti gaur. En þetta var ný upplifun að djamma með nemendum og sjá á þeim algerlega nýjar hliðar, rólyndis menn reyndust hinir öflugustu drykkjumenn o.s.frv.
Á balli voru samankomnir margir menn, jafnt kennarar sem nemendur og einhverra hluta vegna þekkti ég flest alla gæslumennina. Athygli mína vakti að þrátt fyrir að ég hitti stærstan hluta nemenda minna þá virtist 4-X bara ekki vera á svæðinu, ég man einungis eftir 2 einstaklingum úr þeim bekk á ballinu. Spurningin er því: Eru stærðfræðibekkingar nördar sem fara ekki á ballið?????
Óli Njáll  14:43| 
link
------------------

7.2.03

Vaknaður
Nú er ég vaknaður, það er held ég gott. Ég skrifaði víst færslu áðan en þá var ég ekki vaknaður, og þynkan er einnig að hverfa. Og nú ætla ég að halda í Morgunblaðið í vísindaferð. Það verður eflaust stuð. æja, heyri í ykkur síðar.
Óli Njáll  16:26| 
link

Púritani
æja, siðapostullinn Ágúst Flygenring farinn að væla eina ferðina enn. Af hverju kemur það mér ekkert á óvart. En hvað með það ég skemmti mér ágætlega á nemó.
Óli Njáll  13:24| 
link
------------------

6.2.03

Búið
Þá er framsagan mín búin en ekki var hún sérlega glæsileg. Nú hef ég viku til að fínpússa þetta og koma á stafrænt form. Vonandi reddast þetta ágætlega.
Í kvöld er svo stefnan sett á nemódjamm, hið fyrsta síðan árið 2000. Nú verð ég í hlutverki kennarans sem allir reyna að hella fullan í partýi. Þetta verður svakalegt rokk.
Óli Njáll  08:44| 
link
------------------

5.2.03

Arbeit macht frei
Já, nú er ég í miklum ham að undirbúa framsögu mína á morgun um torfbæi á Íslandi. Þetta verður nú meira krappið:(
Af þessum sökum hef ég ekki mætt í einn einasta tíma í dag. Reyndar svaf ég til hádegis en það er aukaatriði. Hæfileg leti er bara góð. Svo er frí í vinnunni næstu tvo daga sökum nemendamótsins. Ég er í sjöunda himni yfir þessu öllu saman.
Hér í efri byggðum er reyndar fárviðri núna, ekki sést út um nokkurn glugga en mér sýnist að Jeti sé í garðinum hérna. Gæti reyndar líka verið Þórir en hver er svo sem munurinn.
Óli Njáll  14:54| 
link

múrleti
Af hverju var múrinn einungis uppfærður að hluta í gær? Ég sem bíð í ofvæni eftir fleiri nafnapistlum um norræna goðafræði er ekki sáttur.

ps. Þess má geta að Þórir er kaktus!!!
Óli Njáll  13:08| 
link
------------------

4.2.03

Nemó
Ég hélt áðan í Loftkastalann ásamt ýmsum góðum mönnum og sá þar verkið Made in USA. Ekki ætla ég að hafa mörg orð um verkið til að skemma ekki fyrir neinum en það er í stuttu máli sagt æðislegt og ég get alveg ímyndað mér hvílík ofurstemming verður á fimmtudaginn á sjálfri nemósýningunni. Úff hvað ég væri til í að vera aftur í Verzló í einn dag þá.
Óli Njáll  23:23| 
link

Meira ammæli
Hinn háæruverðugi menningarfulltrúi konungdæmisins, Óli Gneisti Sóleyjarson, til heimilis að Rauðhólum í Vopnafirði á afmæli í dag. Í dag er því áfram fimmtudagur enda eru það góðir dagar. Til hamingju, Óli!!!!!
Óli Njáll  23:21| 
link

Strumpadagur
Í dag er afmælisdagur Strumpsins. Hann fær hamingjuóskir frá mér. Í dag er því fimmtudagur.
Óli Njáll  16:07| 
link

Blandari
Hér á heimilið er kominn blandari í fyrsta skipti. Þetta opnar augljóslega fjölmarga möguleika á ýmis konar blöndunum. Næstu daga verður sko blandað. Blandið rokkar.
Óli Njáll  00:12| 
link
------------------

3.2.03

Enskusnillingur
Já, það er ég. Óumdeilanlega.
Óli Njáll  17:12| 
link

Flón
Merkileg sú staðreynd að nemendur í þriðja bekk eru bíræfnir við að koma sér undan verkefnum sem fyrir þau eru sett. Þeir virðast hins vegar oft gleyma þeirri staðreynd að vélritunarkennarar eru ósigrandi stétt manna.
Óli Njáll  09:34| 
link

Skera smjör með stálvír, mögnuð er tæknin.
Óli Njáll  00:24| 
link

Kristbjörn
...er kominn í tenglasafnið.
Óli Njáll  00:14| 
link
------------------

2.2.03

Bubbi
Já, Bubbi er einhver besti tónlistarmaður Íslands. Nú er ég að hlusta á sögur 80-90, frábær diskur. Er nauðsynlegt að skjóta þá? er bara gargandi snigld. Skapar fegurðin hamingjuna?
Ó já.
Óli Njáll  19:53| 
link

Rotnandi hræ
Nú held ég að alvörublogg sé dáið. Eins og sjá má var ég að taka til í tenglunum mínum og komst að því að þar voru nokkrir fallnir bloggarar en mér datt bara ekki neitt í hug hverjir ættu að koma í staðinn. Augljóslega er þetta vandamál, þeir sem vilja fá tengil geta sent mér póst og rökstutt hvers vegna þeir ættu að fá hann.
Þeir einu sem koma inn að þessu sinni eru spánarrafturinn og bróðir hins fallna stallara. Þetta er aumt ástand.
Óli Njáll  19:51| 
link

Sprungin
Já, Columbia er sprungin. Þar með hafa 2 af 6 geimskutlum Bandaríkjanna sprungið. RIP.
Nú hyggst ég efna það loforð mitt að setja tengil yfir á x-bekkjarpimpið
Steinar Huga. Endilega kíkið á drenginn.
Annars horfði ég á myndina New Guy í gærkveldi. Svakalega góð vond mynd.
Óli Njáll  14:13| link
------------------




Powered by Blogger