Skilað
Senjorítan hefur augljóslega iðrast sinna gjörða og hætt misnotkun á síðukóða mínum. Ég skil svo sem vel að henni leiðist á Spáni og þrái mína athygli. Að vera hálfum hnetti í burtu frá mér hlýtur að vera skelfileg aðstaða.
Óli Njáll 13:11| link
Strumpakvöld
Já, eins og áður hefur komið fram var gærkveldinu eytt í bæli Þorgeirsbola með þeim Agnesi og Halldóri. Þar stóð ég í heljarinnar matseld og bauð upp á pulsur. Síðan horfði ég á þrjár strumpaspólur, á þeim voru m.a. sögurnar um lifandi piparkökurnar, geimstrumpinn, káplaí-töfraorðið og nokkrar í viðbót. Engin spurning um það að strumparnir eru eitthvað það skemmtilegasta sem til er. Ég skemmti mér allavega mjög vel.
Þegar rafturinn og frú hans skiluðu sér svo heim var haldið í grenið:) þar hafði Anton heillast af þeirri hugmynd að horfa á strumpana allt kvöldið og plantaði því stigastrumpi í stofuna hjá sér. Þar var steikt andrúmsloft. Hápunktur kvöldsins var setningin "þá fór bátur". (einhverra hluta vegna þótti það mjög fyndið).
Óli Njáll 13:04| link
------------------