{ Óli Njáll - oli@verzzzzlo.is }

[ Naggur | ASAT | UVG | Múrinn | Praxiteles | Gamalt ]

[ Alfreð | Thors | Stigastrumpur | Stallari | Gneistinn | Hilma ]

[ Danton | Munnharpa | Keflavík | Bendt | Steinunn | Greinar ]

25.1.03

Njallinn á ferð og flugi
Nú er annað kvöldið í röð sem Njallinn eyðir úti í óbyggðum, nánar tiltekið er ég nú í bæli Þorgeirsbolans í Grafarholtinu en gærkveldinu var eytt í Laufrima 35 hjá Páli nokkrum Guðmundssyni í hópi góðra manna og Þóris. Þar var mikið stuð og stemming og heljarmikil drykkja. Mikið rokk þar á ferðinni.
Reyndar var fyrst litið við í Efstaleitinu þar sem horft var á nokkrar keppnir og útdrátt. MR-ingar eru með gott lið en engann veginn ósigrandi. Reyndar hafa þeir oft verið hálf afslappaðir í útvarpi og tryllst svo þegar í sjónvarpið kemur. Líkurnar á þeirra sigri eru því ansi miklar. En ég leyfi mér að lifa í voninni. Flensborgarar gátu ekki rassgat í sinni keppni eftir góða frammistöðu í fyrstu umferð. Mjög fyndið í ljósi þess að þeir hófu kvöldið á yfirlýsingunni "við erum bara svo ógeðslega góðir", þeir verða leiddir til slátrunar gegn MR. Leitt þykir mér að sjá Stefán Geirsson eigi komast í sjónvarpið að þessu sinni, hann átti það skilið. Ef við rýnum svo í 8-liða úrslitin er nokkuð ljóst að MR og MS sigla lygnan sjó gegn örmum andstæðingum. MA og FÁ er alger aumingjakeppni og sorglegt að annaðhvort þessara liða fari í undanúrslit. Líklegast verða það þó norðanmenn. Verzló vs. MH verður hörkukeppni enda hatast þessir skólar, þ.e.a.s. spurningaliðsmafíur þeirra. Sú keppni ræðst af dagsforminu enda getumunur ekki mikill, held þó að Verzlingarnir séu betur lesnir. En við sjáum hvað setur.
Skapar fegurðin hamingjuna? jamm.
Óli Njáll  22:42| 
link
------------------

24.1.03

Endalaus gleði
Listamaðurinn sem áður var þekktur undir nafninu bloggari dauðans rokkar feitast á Múrnum í dag. Eftir gríðarlega magra skelfingarmánuði menningardálks Múrsins ritar hann pistil um nöfn í norrænni goðafræði. Ég fagna gríðarlega og er þegar búinn að lesa þetta tvisvar. Ekki kæmi mér á óvart þó að ég ætti eftir að gluggi í þetta aftur. Goðafræði er yndisleg. Þess má geta að líkurnar á að ég kaupi bókina Staður í nýjum heimi aukast líkt og lógaritmískt fall við hvern birtan pistil í þessum nýja greinabálki.
Óli Njáll  17:35| 
link

Af þrjótum og þjófum
Einhver stúlkukind virðist hafa rænt síðunni minni, alveg blygðunarlaust. Sjá
hér. En ungfrúin má svo sem alveg fá þetta fagra síðuútlit lánað enda gæðablóð þar á ferð, sótsvartur skríll skal hins vegar láta síðuna mína í friði. Ég mun gelda annað fólk með garðklippum sem reynir að stela mínum kóða.
Kvöldið í kvöld verður massíft, fyrst verður kíkt á Gettu Betur og síðan í partý hjá honum Palla. Palli er því öðlingur dagsins. Annars var dagurinn í dag ágætur, eftir rækileg samtöl við nemendur er ljóst að ekki verður þverfótað fyrir þeim í bænum í kvöld, ég er enn að venjast þeim kúltúr að hitta nemendur á djamminu, það er nokkuð skrítin tilfinning. Í dag reyndi líka pimpinn Steinar Hugi að bjóða mér kvenfólk í skiptum fyrir hækkaða kennaraeinkunn, var tilboðið farið að hljóða upp á 3 dömur og einn dreng þegar hann gafst að lokum upp. Já, nemendur reyna ýmislegt til að hækka einkunnir sínar. Ég mæli með því að lesa heima, það virkar.
Í dag fór ég líka í klippingu og er því voða sætur (eins og ég sé það ekki alltaf) ef ég raka mig núna verð ég eiginlega alveg guðdómlega fagur. Ég fór líka í Ræktina. Við Káli verðum hrikalegir eftir nokkra mánuði!!!
Óli Njáll  17:22| link

Aukning í afköstum
Í gærkvöldi drakk ég aðeins einn bjór á Ara, slíkt þykir nú slæleg frammistaða. Úr því verður bætt stórlega í kvöld þar sem ég hyggst drekka marga.
Óli Njáll  11:42| 
link

Lenti í hrakningum
Kennarinn þjáðist af óstjórnlegri leti í fyrsta tíma dagsins hjá 4-E. Ljóst er að slíkt gengur ekki til lengdar heldur munu síðari bekkir dagsins fá að kenna á því. Það mun að sjálfsögðu sérstaklega lenda á 4-X enda þarf venjulega miklu meira að tjónka við þau en 3-G. En efni dagsins er það skemmtilegt að ef þau fíla það ekki fá þau öll núll í geðþóttastuðul. Já, eins gott að þau hafi sömu áhugamál og ég:)
Óli Njáll  08:47| 
link
------------------

23.1.03

Mestu umhverfisspjöll sögunnar
Njallinn veltir fyrir sér hvort gosið í Lakagígum 1783 eigi ekki heiðurinn af því, hvort sem Kárahnúkavirkjun kemur eður ei.
Óli Njáll  13:05| 
link

Pammbarammbapamm
Þetta orð hljómaði vel þegar ég skrifaði það, það gerir það eigi meir.
Spurning dagsins: Hvar eru Svoldur?
Óli Njáll  12:55| 
link

90's
90's böll hljóma vel. Take That, Blur og Pulp. Jafnvel Haddaway. Hvað getur maður viljað betra en þetta????
Óli Njáll  10:59| 
link

Íhaldssamur, ég!!!
Já, ekki get ég nú mótmælt því að á sumum sviðum get ég verið svakalega íhaldssamur, jafnvel afturhaldssamur. HIns vegar er ég róttækur á öðrum sviðum. Mig má því flokka sem geðklofa mikinn.
Læðan hefur því rétt fyrir sér í þeim efnum þótt okkur greini á um starfslýsingu hennar. En er Laxá í Aðaldal fallegasta á landsins? Tja, fyrir svona sveitarómanspælingar hentar hún mjög vel en annars fynnst mér jökulár ansi kúl líka. Jökulsá á Fjöllum er náttúrulega toppurinn.
Illt er það ef Ármann ætlar að sitja fast við sinn keip og hætta bloggi. Þá hlýtur Sverrir að erfa hans blogglegu skyldur og þarf því að blogga tvöfallt. Samþykkt?
Gettu betur er ekki fyrr en á morgun, djöfulsins bömmer er það. Það þýðir að ég fer ekki á fyllerí fyrr en eftir klukkan 22 þegar síðasta keppni klárast og drátturinn sömuleiðis. ég heiti nú á Strandakirkju 100 krónum ef Verzló fær Suðurnesin. Það væri grand. Ef Andrés eða dómarinn lesa þetta þá væri fínt að þið redduðuð þessu, jafnvel spurning hvort ég gefi ykkur ekki bara 100 krónur líka (þetta eru ekki mútur enda hef ég engra hagsmuna að gæta). Þar sem hefð er fyrir því að stigavörður dragi líka þá fær hún vitanlega 100 kall einnig.
Jæja, nóg komið í bili. Yfir og út.
Óli Njáll  10:22| link
------------------

22.1.03

Krítarpenni
Sverrir er eitthvað að vandræðast með nafn á þessu tæki sem lærifeður nota til að höndla krítar. Mér lýst langsamlega best á orðið krítarpenni yfir þennan hlut enda ekki ólík pæling frá blekpenna. Blekpenni er jú vissulega hólkur sem blekhylki er komið fyrir í. Að sama skapi er krítarpenni hólkur sem krít er komið fyrir í, sumsé mjög svo hliðstætt fyrirbæri. Sjálfur þarfnast ég þó ekki slíkra tækja í kennslunni enda hefur Verzlunarskólinn tekið upp svona tússtöflur sem eru hreinlegra og skemmtilegra fyrirbæri en gömlu krítartöflurnar með tilheyrandi riki og drullu.
Öðlingur dagsins er tvímælalaust sagnfræðistúdentinn Lambkáli sem kynnti mig fyrir BBC fantasy cricket sem er sumsé leikur um hm í krikket, maður velur lið og fær svo stig miðað við frammistöðu leikmanna. Allir sannir krikketaðdáendur ættu að skrá sig.
Óli Njáll  17:33| link

Im memorian
deyr fé
deyja frændur
og nú er bloggari dauðans líka dauður. Hann er þó ekki minn frændi.
Óli Njáll  13:21| 
link

Viva Verzló
Verzló komið í sjónvarpið og fátt sem kemur á óvart við það. Nokkuð sáttur er ég við þeirra frammistöðu, sérstaklega ef tekið er mið af því að þessi keppni hitti engan veginn á þeirra betri hliðar(já, ég þykist vita ýmislegt um þeirra styrk og veikleika). Gaman væri nú að keppa við suðurnes í næstu umferð, þeir voru lélegir. Mhingar eru líka aular, þekktu ekki laxá í kjós, herre gud!!! Ég hata mh-inga. Annars virðist eitthvað hafa misskilist við hlutverk stigaverðar, stigavörður á að vera sæt, brosa og telja stig. Stigavörður á ekkert að segja mikið meira í þáttunum, er ég að móðga stigavörðinn með þessu? Skiptir ekki máli, þetta er málefnaleg gagnrýni, hefðin segir til um hvernig stigavörður á að vera.
Óli Njáll  10:41| 
link

Jamm
Svakalega gott framtak hjá læðunni að minna fólk á klúður mh-inga með Tom Jones og Shirley Bassey. Helvítis mh-ingar.
Óli Njáll  10:36| 
link
------------------

21.1.03

Feitur grennist
Jæja, úr 89 kílóum niður í 86,4 segir viktin á einungis 18 dögum. Það er ásættanlegt:)
Óli Njáll  19:02| 
link

GB
Gettu betur í kvöld.Verzló vinnur svo einfalt er það. Ég spái að keppnin fari ca. 37-14.
Óli Njáll  13:14| 
link

ósigur
Sri Lanka klúðraði, bömmer.
Óli Njáll  13:13| 
link
------------------

20.1.03

neibbs
Það gat enginn svarað spurningu dagsins. En vitanlega er það HM í krikket sem hefst 9. febrúar. Þið sorglega fólk.

Ég er nú ofsóttur af brjáluðum bóksala. Hann er kræfur sá þrjótur.
Óli Njáll  22:43| 
link

Flaugíhring
Ágúst er í algerri hringavitleysu á sinni síðu núna. Slappaðu af, vertu ekki stíf og stirð og þver ágúst minn!!!
Óli Njáll  22:41| 
link

já, hann er alveg obboðslega frægur
Mér finnst það alveg merkilegt að maður sem ég þekki er greinilega orðinn það þjóðþekktur að orðspor hans er farið að ná inn í sagnfræðiskor Háskóla Íslands. Ekki skal þó látið uppi hvort það orðspor sé jákvætt eða neikvætt né heldur hver maðurinn er, en ljóst er að hann er umdeildur.
Óli Njáll  15:19| 
link

Fullt af fólki í Arnagarði
Já, hér í tölvuverinu er örtröð mikil og líkar mér það ósköp illa. Á göngunum hefur verið fullt af fólki í morgun, meira að segja fúlir og armir viðskiptafræðinemar. Í þeim hópi mágkona mín Kristín og kunningi minn Þórhallur. Ég ítreka fyrri kröfur mínar um að Árnagarði verði lokað fyrir þess háttar skríl. Hér á að vera aðsetur virtra fræða engra popúlistagreina:)
Óli Njáll  11:55| 
link

Leiðrétting
Stefán fjallar um mikilmennið Sæmund sem burðarás í hinu fornfræga Borgóliði. Það er ekki rétt. Sæmundur var enginn burðarás, hann var liðið í heild sinni. Á því leikur enginn vafi.
Óli Njáll  11:52| 
link

Í dag
Í dag er heldur betur margt á dagskrá. Ég þarf að spjalla við fullt af kennurum og skrá á mig verkefni og drasl. Áætlaður er fótbolti í kvöld og einnig handboltagláp seinni partinn. Ég ætla jafnvel að gerast svo kræfur að hefja nam vorannar af alvöru í dag. HAHAHA.
4. bekkingar kunna ekki að vélrita, það er af sem áður var.
Óli Njáll  08:59| 
link
------------------

19.1.03

Spurning dagsins
Hvers vegna er 9. febrúar einn af merkisdögum ársins í ár? Vegleg verðlaun í boði.
Óli Njáll  23:12| 
link

HM
já, það er að bresta á núna á morgun á móti stórliði Ástralíu eða eitthvað ámóta. Mikil spenna og dramatík í gangi. Ég spái okkur sigri.
Óli Njáll  23:03| 
link

Samsæri
Þeir sem eru að leita að samsæriskenningunni minni er bent á að fletta aðeins neðar á síðuna, undir fyrirsögninni fixað.
Svona er ég nú gestrisinn:)
Óli Njáll  16:26| 
link

Hjálp
Hvernig verður heimurinn án banana? Þeir ku vera í útrýmingarhættu. Þarna er alvöru verkefni fyrir umhverfisverndarsinna. Glaður fórna ég Kárahnjúkum ef hægt er að bjarga banönunum.
Óli Njáll  16:20| 
link

Hmmm
Þökk sé öðlingunum á
tilverunni rignir nú yfir mig heimsóknum. Það hvarflaði því að mér í smástund hvort það þýddi að ég ætti að fara að skrifa eitthvað skemmtilegt hérna, að vandlega athuguðu máli hef ég þó ákveðið að halda mig við þá gömlu góðu stefnu að skrifa helst bara um óáhugaverða hluti sem bara ég hef gaman að og síðan verður því jafn leiðinleg og áður.
Og leiðilegi hluti dagsins í dag er leikur Arsenal og West Ham. Maður bjóst svo sem ekki við öðru en að langbesta lið deildarinnar færi með sigur af hólmi en dómarinn hefði alveg getað sleppt því að hjálpa þeim. Það gerði leikinn alveg hrútleiðinlegan. Gærdagurinn var þeim mun ánægjulegri í boltanum þar sem hið ótrúlega gerðist, Heskey skoraði og Liverpool vann. Jamm, ævintýrin enn gerast.
Óli Njáll  16:18| link
------------------




Powered by Blogger