Hjálp
Hvernig verður heimurinn án banana? Þeir ku vera í útrýmingarhættu. Þarna er alvöru verkefni fyrir umhverfisverndarsinna. Glaður fórna ég Kárahnjúkum ef hægt er að bjarga banönunum.
Óli Njáll 16:20| link
Hmmm
Þökk sé öðlingunum á tilverunni rignir nú yfir mig heimsóknum. Það hvarflaði því að mér í smástund hvort það þýddi að ég ætti að fara að skrifa eitthvað skemmtilegt hérna, að vandlega athuguðu máli hef ég þó ákveðið að halda mig við þá gömlu góðu stefnu að skrifa helst bara um óáhugaverða hluti sem bara ég hef gaman að og síðan verður því jafn leiðinleg og áður.
Og leiðilegi hluti dagsins í dag er leikur Arsenal og West Ham. Maður bjóst svo sem ekki við öðru en að langbesta lið deildarinnar færi með sigur af hólmi en dómarinn hefði alveg getað sleppt því að hjálpa þeim. Það gerði leikinn alveg hrútleiðinlegan. Gærdagurinn var þeim mun ánægjulegri í boltanum þar sem hið ótrúlega gerðist, Heskey skoraði og Liverpool vann. Jamm, ævintýrin enn gerast.
Óli Njáll 16:18| link
------------------