Strumpaábending
Góð leið fyrir strumpa til að eyða peningum er að borga skuldir sínar!!!!!!
Óli Njáll 22:52| link
Tilraun til endurkomu
Já, nú skal bloggað. Hvað er hægt að blogga um núna, jú augljóslega margt og mikið. Byrjum á jólunum, þau voru fín. Ég át og át, fitnaði og fitnaði, las jólabók en því miður ekki bækur, var sífullur og hafði það gott. Bókin var Post Office eftir Charles Bukowski sem hinn ágæti Ágúst Flygenring gaf mér í jólagjöf og kann ég honum miklar þakkir fyrir.
Einnig er hægt að blogga um próf, þau gengu mjög vel, ein einkunn kominn í hús, M4=9,0. Já, ég er nokkuð sáttur við það. M1 er eflaust ekki síðri en vitanlega er ekki kominn einkunn í hagsögu þar sem sumir eru ekki búnir að skila ritgerðinni sinni ennþá:(
Einnig er vinnan hafin á nýjan leik, ósköp kósý svona fyrstu tímarnir þar sem ég nenni ekki að byrja kennslu og því verður miklum tíma eytt í jólaprófayfirferð og ámóta vitleysu. Það er samt ágætt að byrja aftur, maður var farinn að breytast í aumingja eftir allt þetta letilíf. Og talandi um aumingja, Njallinn steig á vikt og reyndist vera 89 kíló. Hóf hann því átakið Massi 2003 í samstarfi við líkamsræktarfrömuðinn Lambkála. Nú skulu ca. 5 kíló fjúka og það með hraði. Ekkert stuð í því að vera feitur til lengdar. Ókostir við þetta er aðhald í matarhræði sem er eitur í mínum beinum en ég reyni þó að haga mér vel, svo er mér boðið í kökuboð bæði á miðvikudag og sunnudag, ó mig auman.
Ég get líka bloggað um LOTR2, ég fór nefnilega á hana á laugardaginn, góð mynd 3 og hálf stjarna. Þeir eru samt helvíti mikið að labba líkt og í fyrri myndinni. Ég geri fólki þó ekki þann óleik að segja meira frá henni.
Pólitík er hægt að blogga um. Stórgóð könnun fréttablaðsins segir frá stórsigri Samfylkingarinnar, stórt og gott úrtak á eflaust sinn þátt í því. 600 manns á landinu öllu, um 70% svörun sumsé 420 manns taka þátt. Af þeim vilja 35% ekki svara spurningunni og því ljóst að ca. 270 manns eru á bak við þessar tölur. Gríðarleg vísindi.
VG gat loksins komið frá sér öðrum framboðslista og vekur það jafnvel vonir svartsýnustu manna um að flokkurinn muni bjóða fram á öllu landinu í vor. 6. sætið í NA vekur tvímælalaust mesta athygli en þar er engin önnur en Jóhanna Gísladóttir, betur þekkt sem frú Jóhanna. Að hætti heimskra manna(lesist samfylkingarinnar) lýsi ég því yfir að hún verði þungaviktarmaður í komandi baráttu enda baráttusætið í þessu kjördæmi. Í alvöru talað tökum við 3 menn í þessu kjördæmi.
Hvað á ég að blogga meira, kannski eitthvað seinna bara, þetta er nóg í bili.
Óli Njáll 22:50| link
------------------
5.1.03
Ætti maður að endurskoða fyrri ákvörðun?
Óli Njáll 17:26| link
------------------