{ Óli Njáll - oli@verzzzzlo.is }

[ Naggur | ASAT | UVG | Múrinn | Praxiteles | Gamalt ]

[ Alfreð | Thors | Stigastrumpur | Stallari | Gneistinn | Hilma ]

[ Danton | Munnharpa | Keflavík | Bendt | Steinunn | Greinar ]

11.1.03

Spakmæli dagsins
Sjaldan geta lið botnað málshætti í Gettu betur.
Óli Njáll  17:50| 
link

Íþróttablogg
Fótbolti er leiðinleg íþrótt, um það deilir enginn. Yahoo-liðið mitt hefur þó sennilega fengið nokkur stig þar sem nýja ofurhetjan mín James Beattie skoraði tvö mörk í dag og Joe Cole 1 stykki. Liverpool er sorplið.
Krikket er miklu skemmtilegri íþrótt og göfugri. Þar unnu Indverjar góðan sigur á Nýja Sjálandi og minkuðu þar með muninn í 4-2. Það var vinur minn Sehwag sem skoraði öld og rúmlega það. Og Englendingar lágu fyrir Áströlum. Það er ágætt, þá er hægt að skjóta á Lambkála.
Skíði eru ekki skemmtileg íþrótt enda hef ég ekkert að segja um það. Allir vita þó að Kostelic rúlar.
Óli Njáll  17:48| 
link

GB
Verzlingar voru drullugóðir í gærkveldi og lánlausir sveitamenn áttu þar engann möguleika. Hafsteinn kom skemmtilega sterkur inn og langt er síðan verzló liðið gat síðast svarað íþróttaspurningu skammarlaust. Borgarholt var með ágætis lið sem átti skilið að fara mun lengra, allavega í sjónvarpskeppnina. MA og FÁ eru lið sem ekki verða fyrirstaða í keppninni.
Uppstillingafréttir sem nú berast frá VG í Reykjavík eru vægast sagt vondar. Við skulum bara skýra flokkinn VG68 og banna fólki af öðrum kynslóðum að kjósa hann. Leggjum hann svo niður eftir eitt til tvö kjörtímabil.
Óli Njáll  12:25| 
link
------------------

10.1.03

Spenna
Ármann mælir með kynnum við húna, ég mæli fremur með háspennulínum. Ég held að þær slái húnana út.
Verðlaun dagsins fær 4-X sem var einkar þægur í dag ef frá eru taldir nokkrir óæðri einstaklingar. Sumir virtust telja LOTR meira spennandi en miðaldamunkareglur. Er ekki allt í lagi með fólk????
Gettu betur er í kvöld. Ég boðaði alla mína nemendur þangað og lofaði því að fólk sem mætti fengi stóran plús í kladdann(og við það mun ég standa). Hvernig fer keppnin? Það veit ekki ég en ég er bjartsýnn. Ekki skil ég þó bullræðu Stefáns Pálssonar um kvöldið þar sem hann virðist telja kvennaskólann alvöru lið. Kvennaskólinn hefur tvívegis komist í fjórðungsúrslit. Fyrra skiptið var fyrir allmörgum árum þegar þá Hjörtur Smárason leiddi liðið í sjónvarpið, það síðara var í hitteðfyrra þegar þeir komust áfram sem næst stigahæsta taplið 2. umferðar, höfðu þá beðið lægri hlut fyrir Verzlunarskóla Íslands 28-14 og útkoma þeirra í sjónvarpinu var ekki glæsileg. Aftur á móti minnist hann ekki á VMA sem eitt sinn átti stórlið. Staðan er þó sú að þarna eru enginn stórveldi á ferð lengur, MA mun þó vinna Kvennó nokkuð létt, FÁ-VMA verður sennilega reykjavíkursigur og sömuleiðis verður reykjavíkursigur í þriðju viðureigninni. Ég verð þar og styð mína menn.
Óli Njáll  14:05| 
link

Scatter
Næstum því jafn óspennandi og þjóðflutningar. Og svo er ekkert krikket í dag. Þessi dagur er að verða martröð hjá mér. Aumingja þeir nemendur sem eiga hjá mér tíma eftir hádegi.
Óli Njáll  09:28| 
link

Þjóðflutningar
Já, það er alveg afskaplega óspennandi fyrirbæri. Getur fólk ekki bara verið heima hjá sér?
Óli Njáll  08:03| 
link
------------------

9.1.03

Krikket er kúl
Já, krikket er aftur orðið flottasta sport í geimi eftir smá lægð að undanförnu. Mínir menn í Sri Lanka voru að baka Ástrali í dag og það er nú ekki lítið afrek enda á lesendum þessarar síðu að vera fullljóst að Ástralir eru nær ósigrandi andskotar í þessum hæstvirta leik allra leikja. Atapattu og Jayasuria voru mennirnir í dag og skoruðu bæðir á annað hundrað stiga. Það er bara kúl. Einnig er kúl að Indverjar unnu loks Nýja Sjáland eftir 6 tapleiki í röð. Heimur batnandi fer.
Svo virðist sem Vg hafi ákveðið að bjóða fram í Reykjavík ef marka má fundarboð þeirra. Gott hjá þeim.
Óli Njáll  23:32| 
link

Laufblað í vindi
Ég er stefnulaus einstaklingur sem fýk eftir stefnu vindátta hvern dag. Skiptir þar engu máli þótt ég hafi þyngst ótæpilega undanfarna mánuði.
Óli Njáll  08:01| 
link
------------------

8.1.03

Döpur framtíð
Ísland mun aldrei verða gott land meðan fólk heldur að samfylkingin sé lykill að einhverjum breytingum. Nær væri að tala um rammgerðan hengilás á hið núverandi ástand.
Óli Njáll  19:07| 
link

Kaffi
Áðan fór hinn þunglyndi vélritunarkennari í kaffiboð hjá með góðu fólki, var það skemmtun hin besta. Takk fyrir mig. Mikið hefur því verið drukkið af kaffi og kaloríur étnar í dag. Slíkt er vont þó í eðli sínu sé það mjög gott.
Óli Njáll  19:01| 
link

Sigur
Þetta var svakalegur bardagi en ég hafði sigur. Varadekkið er komið á bílinn.
Óli Njáll  12:19| 
link

Felgulykill
Núna verður gerð önnur tilraun við að skipta um dekk enda hef ég fengið annan felgulykil sem ætti að vera betri en draslið sem notað var í gær. Svo er bara að taka á þessu. Ef það tekst ekki þá fer ég bara að gráta.
Óli Njáll  11:23| 
link
------------------

7.1.03

GB
Það var víst dregið í Gettu Betur nú áðan og að vanda keppa Verzlingar erfiða viðureign í fyrstu umferð, Borgarholt er andstæðingurinn núna. Ég verð að játa að mér finnst mjög þægilegt að vera utan við þetta og sleppa við það stress sem lið og þjálfarar kljást nú við. En eflaust mun maður þó mæta á föstudaginn og fylgjast með strákunum, sjá hvort þeir hafi þetta ekki. Reynslan hefur þó kennt manni að hjá Verzlunarskóla Íslands getur allt gerst og sérstaklega það sem ekki á að geta gerst.
Áðan fór ég á handboltaleik, Ísland-Slóvenía. Svakalega leiðinlegur leikur þar sem "strákarnir okkar" voru kjöldregnir. Það stóð bara ekki steinn yfir steini. Það sem fór hins vegar mest í taugarnar á mér var helvítis kynnirinn á leiknum sem var hrútleiðinlegur og uppáþrengjandi. Hann gersamlega eyðilagði stemminguna í húsinu. Heimska fífl.
Óli Njáll  23:54| 
link

Dekkjavandræði
Áðan lenti ég í óskemmtilegri lífreynslu. Éitt af mínum ágætu dekkjum reyndist sprungið. Vitanlega reyndu menn að bjarga sér með tjakkinn í annari og felgulykil í hinni. Hins vegar vildi dekkið með engu móti losna og er því enn á sínum stað. Er þetta til marks um endalausan aumingjaskap minn? Eða kannski til marks um hversu heimskuleg þessi rafmagnstæki eru á hjólbarðaverkstæðum sem fara langt með að forskrúfa dekkin mín? Ég vel það síðara. Sökum þessara leiðinda sit ég heima og geri ekki neitt.
Óli Njáll  17:29| 
link

Kos ví rílí dónt gif a dem
Já, svona er réttur texti.
Óli Njáll  17:23| 
link

Bloggedíblogg
Þunglyndi vélritunarkennarinn stóð fyrir vorhreingerningum í morgun er nemendum 3-G var sópað út úr stofunni, alls 6 stykki sem allir voru sekir um versta glæp allra glæpa, excelglæpinn. Ekki þarf að taka fram að fáar leiðir eru betri til að rífa niður kennaraeinkunn sína en þetta. Eftirlit með excelglæpum er strangt og starfsmenn eftirlitsins taka KGB sér til fyrirmyndar. Það var góð stofnun.
Nú rignir skoðanakönnunum, þær eru allar jafnasnalegar. Augljóslega verður þingmannaskipting í Reykjavík norður ekki 7-4-0-0-0 það sér hver heilvita maður, en DV hefur svo sem aldrei haft heilvita menn á sínum snærum. Enginn ærlegur maður leggur lag sitt við þann snepil.
Óli Njáll  14:40| 
link
------------------

6.1.03

Strumpaábending
Góð leið fyrir strumpa til að eyða peningum er að borga skuldir sínar!!!!!!
Óli Njáll  22:52| 
link

Tilraun til endurkomu
Já, nú skal bloggað. Hvað er hægt að blogga um núna, jú augljóslega margt og mikið. Byrjum á jólunum, þau voru fín. Ég át og át, fitnaði og fitnaði, las jólabók en því miður ekki bækur, var sífullur og hafði það gott. Bókin var Post Office eftir Charles Bukowski sem hinn ágæti Ágúst Flygenring gaf mér í jólagjöf og kann ég honum miklar þakkir fyrir.
Einnig er hægt að blogga um próf, þau gengu mjög vel, ein einkunn kominn í hús, M4=9,0. Já, ég er nokkuð sáttur við það. M1 er eflaust ekki síðri en vitanlega er ekki kominn einkunn í hagsögu þar sem sumir eru ekki búnir að skila ritgerðinni sinni ennþá:(
Einnig er vinnan hafin á nýjan leik, ósköp kósý svona fyrstu tímarnir þar sem ég nenni ekki að byrja kennslu og því verður miklum tíma eytt í jólaprófayfirferð og ámóta vitleysu. Það er samt ágætt að byrja aftur, maður var farinn að breytast í aumingja eftir allt þetta letilíf. Og talandi um aumingja, Njallinn steig á vikt og reyndist vera 89 kíló. Hóf hann því átakið Massi 2003 í samstarfi við líkamsræktarfrömuðinn Lambkála. Nú skulu ca. 5 kíló fjúka og það með hraði. Ekkert stuð í því að vera feitur til lengdar. Ókostir við þetta er aðhald í matarhræði sem er eitur í mínum beinum en ég reyni þó að haga mér vel, svo er mér boðið í kökuboð bæði á miðvikudag og sunnudag, ó mig auman.
Ég get líka bloggað um LOTR2, ég fór nefnilega á hana á laugardaginn, góð mynd 3 og hálf stjarna. Þeir eru samt helvíti mikið að labba líkt og í fyrri myndinni. Ég geri fólki þó ekki þann óleik að segja meira frá henni.
Pólitík er hægt að blogga um. Stórgóð könnun fréttablaðsins segir frá stórsigri Samfylkingarinnar, stórt og gott úrtak á eflaust sinn þátt í því. 600 manns á landinu öllu, um 70% svörun sumsé 420 manns taka þátt. Af þeim vilja 35% ekki svara spurningunni og því ljóst að ca. 270 manns eru á bak við þessar tölur. Gríðarleg vísindi.
VG gat loksins komið frá sér öðrum framboðslista og vekur það jafnvel vonir svartsýnustu manna um að flokkurinn muni bjóða fram á öllu landinu í vor. 6. sætið í NA vekur tvímælalaust mesta athygli en þar er engin önnur en Jóhanna Gísladóttir, betur þekkt sem frú Jóhanna. Að hætti heimskra manna(lesist samfylkingarinnar) lýsi ég því yfir að hún verði þungaviktarmaður í komandi baráttu enda baráttusætið í þessu kjördæmi. Í alvöru talað tökum við 3 menn í þessu kjördæmi.
Hvað á ég að blogga meira, kannski eitthvað seinna bara, þetta er nóg í bili.
Óli Njáll  22:50| 
link
------------------

5.1.03

Ætti maður að endurskoða fyrri ákvörðun?
Óli Njáll  17:26| 
link
------------------




Powered by Blogger