Lamb
Sárt er það nú ef bændur fá ekkert greitt fyrir jólasteikina, kanski það bendi til að stokka þurfi upp landbúnaðarkerfið. Engu að síður var lambasteik kvöldsins mjög góð og rann ljúflega niður þrátt fyrir að einhverjir bændadurgar séu vælandi yfir sínum kjörum.
Í kvöld eru svo aðventuskemmtanir í öllum kirkjum, slíkar samkomur eru ógn og skelfing í mínum huga. Ég fór síðast fyrir mörgum árum og það var allt fullt af leiðindakrökkum og trúarbulli, jólalög voru reyndar skemmtilegi hlutur dagskrárinnar. Það minnir mig á það að ég er að eignast nýjan prest, þar sem Hreinn gamli er hættur. Ég get vart hulið yfirnáttúrulega gleði mína yfir þessu enda er ég dyggur kirkjugestur.
Óli Njáll 19:57| link
Fall
Jæja, þá er Liverpool að falla í aðra deild. Og eiga það bara skilið eftir að hafa tapað fyrir Diego Forlan. Ég verð geðstirður í dag, önugur og úrillur. En jæja, best að kíkja niður í Verzló og skoða Gorba.
Óli Njáll 14:36| link
------------------