Líf mitt næstu vikurnar verður leiðinlegt, ég ætla þó ekki að leggjast í jafn mikið bölsýnisblogg og sveppurinn ástundar nú af miklum móð. Það eru takmörk fyrir öllu þótt vissulega komi það oft fyrir að maður sé umkringdur hálvitum.
Óli Njáll 20:23| link
Sunnudagur
Ég er á bókhlöðunni. Hér hyggst ég finna mér heimildir um Gorba. Veit ekki hvað ég nenni að hanga lengi hérna. Ég þarf nefnilega líka að vinna svoldið. En ég á eflaust eftir að gramsa svoldið hér fram eftir degi.
Í gær áskotanist mér diskur með Bob Dylan er ég renndi við hjá ljónsmakkanum í hafnarfirðinum sem var önnum kafinn við að dansa trylltan sigurdans sökum árangurs Péturs Blöndals þegar mig bar að garði. Ágætt að taka kvöldið rólega og eiginlega bara alla helgina rólega.
Annars held ég að prófkjör íhaldsins sé þeim ekki mjög til framdráttar. Sérstaklega er áhugavert kjördæmið þar sem 5 karlmenn raðast í efstu sætin. Jafnrétti er augljóslega orð dagsins hjá sjallanum. Sólveig geit fær háðuglega útreið og sömuleiðis hinar óbreyttu þingkonur flokksins. Fyrirfram var augljóst að nýju konurnar myndu ekki gera baun í bala í þessu kjördæmi. Ég held líka að það verði flokknum ekki til góðs að tefla fram Sigurði Kára og hvað þá Guðlaugi Þór. Að lokum verð ég að játa að ég kaus ekki í prófkjörinu þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar um að það hyggðist ég gera.
Óli Njáll 12:31| link
------------------