Enn er beðið eftir tölum af suðurlandi hjá kratadjöflunum. Tölum sem munu segja að listinn þar verði eins og í síðustu kosningum líkt og í öllum öðrum kjördæmum. Spennan magnast.
West Ham getur ekki rassgat.
Óli Njáll 15:32| link
Eins og allir vita eru prófkjör afskaplega lýðræðisleg leið til að velja fólk á lista sem einnig hefur þann kost að tryggja nauðsynlega endurnýjun þingmanna og þar með gefur nýju fólki kost á að komast að. Samfylkingin hefur nú sannað þetta svo um munar. Allir nýliðarnir bara tóku þetta með trompi. Hvenær fær maður svo úrslit hjá sjallanum? Ég lifi í voninni um að Sturlu verði slátrað.
Ég var edrú í gær, hvers vegna veit ég ekki en ég er sáttur við það núna. Gvendur og frú stóðu sig vel sem gestgjafar og át ég því fullt af einhverju grænmeti og snakki. Grænmeti er hollt og gott.
Englendingar skitu á sig gegn Ástralíu eins og vera ber. 79/all out í seinna innings er náttúrulega stórgóður árangur. Glenn fjandinn McGrath stendur við orð sín um að leggja Vaughan í einelti og gaf honum önd.
ps. Mér fannst spaugstofan fyndin í gær. Samson bræður eru flottir.
Óli Njáll 11:23| link
------------------