Þá er Sverrir farinn að heimsækja fiðurfénað. Það er nú jákvætt að hann skemmti sér.
Í dag er enn einn letidagurinn hjá mér. Ljóst að ég er búinn að skapa mér hið prýðilegasta sjálfskaparvíti sem leiðir yfir mig nóvembermánuð dauðans. Ekki gott.
Fantasyfootball gengur illa og bróðir minn siglir nú hratt framúr mér eftir að ég hafði byrjað betur. En lið næstu viku er algert dúndur...
Óli Njáll 17:43| link
Meiðsladjöfull
Meistari Sachin var hvergi nærri hættur eftir að hafa skorað 114 í gær heldur bætti hann 62 hlaupum við í dago og endaði í 176. VVS Laxman var einnig í fantaformi og setti 150 og var ósigraður þegar leik lauk. Indverjar tryggðu því jafnteflið á mjög sannfærandi hátt eftir arma byrjun. Vondu fréttir dagsins eru þó þær að Tendulkar meiddist og gæti verið frá keppni næstu vikurnar. Ekki þarf að fjölyrða um hversu slæmt það er skömmu fyrir HM að missa hann í meiðsli. En jafntefli var sumsé raunin á Eden Gardens í Calcutta, þeim sögufræga velli. Og spurning dagsins er: hvaða maður skoraði 281 hlaup í einu innings gegn Ástralíu á þessum sama velli fyrir ca. 2 árum?
Óli Njáll 12:12| link
------------------