Æja, í dag verður vandræðamóment, það ætti þó ekki að vera mjög alvarlegt. Allavega verður maður ekki jafn vandræðalegur og Ingi Sigurðsson á góðum degi. Annars var ég á föstudaginn að fá nýnema til að skrá sig í M3 eftir áramót enda tvímælalaust flottasti kúrs vorannar. Einhverra hluta vegna trúðu mér fáir þegar ég sagði að Ingi væri mesti töffarinn í kennaraliðinu. Þeir um það, ég fer þangað og skemmti mér eflaust konunglega.
Óli Njáll 10:13| link
Jamm, að undanförnu hefur stóraukist umferð hér frá minni örmu háskólaheimasíðu. Nú veit ég hvers vegna. Allt er það Má Jónssyni, helsta handrita og saurlífisfræðimanni Íslands að þakka en hann er víst byrjaður á vefhluta aðferða og sýnir öllum gríslingunum mína síðu og sérstaklega myndina frægu sem þar er að finna. Hann er alveg heillaður af mér kallinn. Skil hann svo sem alveg, hver er það ekki?
Ég er nú kominn vel áleiðis með að lesa bókina Ham on Rye sem mér áskotnaðist í gær. Bukowski er alveg gersamlega geðveikur og sennilega fíla ég hann þess vegna, allavega fíla ég bókina mjög vel.(Nú kunna einhverjir að glotta við græna tönn þegar þeir lesa þessa færslu um bókalestur minn. Við þá hef ég bara eitt að segja: "Ágúst, þegiðu!!!)
Óli Njáll 08:40| link
------------------
27.10.02
Megastuð
Að vanda var ammælisveisla mín mögnuð. Ég hlýt að fá verðlaun fyrir að vera fyrirtaksgestgjafi enda veitingar glæsilegar með góðri hjálp minnar yndislegu móður. En þarna voru saman komnir ýmsir góðir menn. Blanda af Verzlingum og sagnfræðinemum. Hvað sem geirvörtustrumpur vælir þá eru þeir laga- og verkfræðinemar sem þarna mættu allir saman ágætis manneskjur.
Mitt markmið að safna sem flestum pökkum, stórum, hörðum og dýrum, gekk alveg ágætlega eftir. Margar voru gjafirnar þó nokkuð undarlegar. Ég eignaðist t.d. mína fyrstu kaffikönnu og irishcoffiebolla með henni. Sumir virtust haldnir þeirri ranghugmynd að ég hafi annaðhvort græna fingur eða sé pandabjörn og gáfu mér því bambus. Geirvörtustrumpurinn gaf mér hins vegar kúbverska fánann og fær hann mikið hrós fyrir. Einnig áskotnuðst mér geisladiskur, axlabönd, klámspóla með m.a. Ron Jeremy, rauðvínsflaska og einhver undarleg bók á útlensku.
En í stuttu máli var þetta stórgott partý, skemmtilegt fólk og skemmtileg stemming. Þeir fáu boðsgestir sem ekki mættu mega éta það sem úti frýs og eru gengisfelldir úr hópi góðra manna.
Og að lokum, íslensku vefverðlaunin. Ég tel það skandal að þessi síða hafi ekki unnið. Frumleg og góð hönnun, skemmtileg litasamsetning, áhugavert innihald. Tær snigld.
Óli Njáll 18:27| link
------------------