Ekki gaman
Ekki fynnst mér nú gaman að fá hótunarbréf frá hatursfólki í tölvupósti. Vaknar þá spurningin hvað á ég að gera í því máli? tja, sennilega er þetta nú bara einhver bjálfi að reyna að vera fyndinn, mun ósennilegri möguleiki er að um geðsjúkan einstakling sé að ræða en það er jafnframt þeim mun verra. Ég ætla að bíða í nokkra daga og hugsa málið og leyfa þeim seka að gefa sig fram. Ef ekki þá fer ég beint til lögreglunnar en þeir hafa eflaust mun minni húmor fyrir þessu en ég.
Óli Njáll 21:20| link
Ferðasagan
Jahá, bara kominn heim og kominn í tölvuna. Eftir góðan túr um landið er nú ágætt að koma heim og sjá gamla settið aftur og svo vonandi Bergný í kvöld. En ferðasagan er skrautleg. Hér kemur stutta útgáfan(sú lengri kemur sennilega á sama tíma og ferðasagan mín frá London)
Miðvikudagur: Þórir strýkur mælaborðið
Fimmtudagur: Óveður á Akureyri
Föstudagur: Húsavík sýgur feitann
Laugardagur: Seyðisfjörður og Sálin rokka feitt
Sunnudagur: Á slóð Ringo
Mánudagur: Helvítis andskotans malarvegir
Þriðjudagur: Beljur á veginum
Svo mörg voru þau orð, kærar þakkir til allra sem hýstu mig í ferðinni og lifið heil.
Óli Njáll 19:06| link
------------------