Og eitt að lokum
Ég er ekki langrækinn maður, ég geri mín mistök og biðst afsökunar á þeim telji ég þess þurfa. Ef fólk sættir sig ekki við það má það éta það sem úti frýs. Ég geng ekki á eftir fólki til að sleikja úr því fýlu og það angrar mig lítið þótt einhver vilji vera lengi í fýlu. Kanski er það merki um kaldlyndi mitt, hver veit. En það er alltaf nóg til af skemmtilegu fólki til að umgangast og hinir mega eiga sig mín vegna. Ég er nefnilega ekki masókisti.
Óli Njáll 16:41| link
Frídagur
Frídagur verzlunarmanna í dag. Gaman að því. Gáfumennið ég svaf með linsurnar í augunum í nótt og er því að drepast í augunum mínum, æææ.
Gústi hefur uppgötvað Íris Ellenberger sem ku vera dóttir fyndins kalls í álverinu. Íris Ellenberger er dularfull manneskja í sagnfræði sem ég botna hvorki upp né niður í.
Myndin Ali er langdreginn mynd og fátt sem kemur þar á óvart. Ekki gef ég henni marga Guðjóna, kanski svona tvö stykki.
Mjög virðast skoðanir misjafnar um Munk 2002. Ég ætla að vera í liði með Helgu beib og gef Munknum þó nokkrar stjörnur. Og mikið verður gaman að tala við Karen á þriðjudaginn í vinnunni, hahaha. Við suma verður held ég ekki jafnskemmtilegt að tala við.
Er það ekki dauði og djöfull þegar maður getur ekki notað orðið mh-ingur sem skammaryrði? Ég verð augljóslega að fara að taka það skammaryrði út úr minni orðnotkun, annað gæti haft slæmar afleiðingar í för með sér.
Óli Njáll 16:36| link
------------------
4.8.02
Breytingar
Hátíðin Hvalur 2002 varð Munkur 2002 og var haldinn í Klaustri. Eins og allir vita lifa hvalir í vatni og þessi var enginn undantekning, miklu,miklu,miklu vatni. En á Munknum skiptust á skin og skúrir, (þó ekki í veðrinu bara rigning þar sko) sumt var jákvætt annað neikvætt. Ég var fullur líkt og fleiri góðir menn og konur. Bjór ásamt Heitu og sætu er ávísun á gott geim. Líka ávísun á góða þynku en það er ekki aðalatriði. Að keyra í klaustur og til baka á innan við sólarhring er náttúrulega gersamlega út í hött. Það verður ekki gert aftur nema brýna nauðsyn krefji.
Ég var eins og áður sagði mjög fullur og biðst afsökunar hafi ég trampað illilega á fótum saklausra manneskja. Sumir hafa þó ekki rétt á að vera fúlir þar sem þjófnaður á Wolksvagen merki vegur upp á móti öllu. Sem betur fer fékk ég það þó aftur. En aðgát skal höfð í nærveru sálar, ég skal reyna að muna það næst.
Annars þakka ég Hagkaupsfólki og fylgdarliði fyrir gott djamm, sennilega mitt síðasta Hagkaupsdjamm en hver veit, framtíðin er sko óskrifað blað.
Ég ætla að fara í símann.
Óli Njáll 20:49| link
------------------