Bolti Hebba
Nei, sko fyrst var bolti með nokkrum góðum mönnum í kópavogi þar sem mæting var þrusugóð eða alls 12 menn þrátt fyrir að tesvelgurinn ógurlegi hafi boðað forföll. Ég var lélegur í dag og gott ef mér tókst ekki að rífa upp gömlu góðu meiðslin mín:(
Síðan var kíkt á Hebba í Stikkfrí. Ís er almennt góður og ísinn hjá Hebba er góður. Hann er líka á fínu verði. Mér fannst samt alveg vanta að spiluð væri tónlist eftir meistarann í búðinni.
Nú eru kótilettur og svo Fróðafundur í kvöld. Rokk.
Óli Njáll 19:40| link
Sunnudagur
Jæja, gærkveldið var mjög fínt í góðum félagsskap heima hjá þeim Ívari og Klöru en þar voru samankomnir ýmsir andans menn og eðla. Úff, hvað eðlur eru viðurstyggð. En við fengum líka köku sem er alltaf gaman. Verð að segja að íbúðin þeirra er bara alveg helvíti flott. Meðan á þessu partýi stóð ákvað mágkona mín sem var víst rónadrukkinn í bænum að fara að ofsækja mig gegnum síma. Á meðan hringdi bara fræga fólkið í Lambkála.
Í bæinn ég fór og um bæinn ég gekk. Raðir, raðir og fleiri raðir. Ekki var samt reynt að halda á bestu staði borgarinnar enda félagsskapurinn hægrisinnaður. Kíktum líka á Emil Óðalsbónda. Hann var hress. Fórum heim.
Í dag er víst fótbolti og einhver sauðskur maður ákvað að færa hann af fyrirhuguðum velli í Grafarvogi og upp í Kópavog. Ekki veit ég hver en sauðskur er hann og geitarlegur. Í Kópavog á aldrei að fara ótilneyddur. Í Kópavogi býr Satan sjálfur.
Er ég Ru Paul? Tja, svo segja sögur en mér fynnst trúverðugleiki þeirra ekki mikill.
Helga gelgja er byrjuð að blogga. Já, hún er nú kassagelgja af verstu gerð.
Óli Njáll 14:15| link
------------------