Sören nálgast
Sören Hansen stóð sig vel á opna breska um helgina. Ætli hann sé síðan á leiðinni í Þistilfjörðinn? Nógu lengi hefur hann nú verið á leiðinni.
Óli Njáll 18:49| link
Þreyta dauðans
Í dag er ég svo þreyttur. Það er ekki gott.
Mér fynnst skondið að Ármann skuli ætla að kenna stundakennslu í torfkofanum við tjörnina. Miðað við að þar með verðum við kollegar(ég reyndar hjá mun virtari stofnun) sýnir þetta fram á gagnsleysi langskólagöngu.
Óli Njáll 13:51| link
------------------
21.7.02
Helgin
Jæja, í gær var farið í Syðra Langholt, einnig nefnt Álfaskeið. Hafði ég lofað vinnufélögum mínum að þar yrði fámennt og næði mikið til að stunda þar drykkjuólæti. Ekki gekk það eftir enda hafði jeppaklúbbur 4*4 komið sér þar fyrir. Það var samt nóg pláss fyrir okkur. Drukkið var mikið og sungið undir fögrum hammond leik Hvanndalsins. Og nú hefst upptalning á skandölum Óla Hvanndals: Nei kanski ekki, best að leyfa honum að halda mannorðinu.
Niðurstöður útliegurnar: Menn sem heita Lúffi geta ekki verið magnaðir gítaristar, taltjöld hafa ekkert skánað, Kentucky er góður á Selfossi, Eden er dýrt.
Og talandi um Eden. Þar keypti ég mér happaþrennu og græddi þar 500 krónur.Þann vinning fékk ég borgaðann í klinki. Sagði ég þá einhvern lélegan brandara við afgreiðslumanninn að í þéttbýli notuðu menn pappírspeninga. Brást hann ókvæða við og lét mig sko vita það að happaþrennuvinningar væru ávallt greiddir út í klinki. Ef ég mun einhvern tímann vinna miljón á happaþrennu þá hlakkar mig til að sjá hann telja tíkalla í langan, langan tíma.
Ég fór svo beina leið í boltann og var þar í fanta formi. Ágúst fær samt tilþrifaverðlaun fyrir eggjandi dans við girðingu.
Nú er ég þreyttur og farinn að sofa.
Óli Njáll 23:15| link
------------------