{ Óli Njáll - keikodude@hotmail.com }

[ Naggur | ASAT | UVG | Múrinn | Praxiteles | Gamalt ]

[ Húgó | Thors | Fimmtudagur | Ármann | Sverrir | Hilma ]

[ Kolla | Sigfús | Jóhann | Bendt | Steinunn | Linkur vikunnar ]

20.7.02

Svalur já
Strumpur er sannfærður um eigið ágæti og telur sig ætíð svalann. Ef um er að ræða greiningu á skalanum Heitt-kalt þá skal ég glaður samþykkja að strumpurinn sé svalur, jafnvel gaddfreðinn.
Óli Njáll  19:02| 
link


verður haldið út í sveit. Allt er tilbúið og nú er bara að bíða eftir bílstjóra mínum, hinum víðfræga hammondleikara Ólafi Hvanndal. Drykkur dagsins er Newcastle Brown Ale.
NBA var líka drykkur gærkvöldsins en þó í hófi. Gærkvöldið var fínt, þar voru saman komin ég, Lambkáli, Le Strump, Flugan, Siggabeib og Hjalti Snær. Hjalta var ég þarna að tala við í fyrsta skipti þótt reyndar hefðum við hisst áður. Mér líkaði óneitanlega mun betur við hann í gær en þá:) Í gær fékk ég svo Kálann til að skutla mér heim því það var í leiðinni fyrir hann og á hann þakkir skildar fyrir það.
Óli Njáll  19:00| 
link

Bjór
Í gær var bjór, í kvöld verður meiri bjór. Bjór í sveit. Það er gott.
Óli Njáll  09:18| 
link
------------------

19.7.02

fhfghf
Óli Njáll  19:11| 
link

jú víst
Sillý er beib, og þokkalega sú flottasta í hagkaupsbransanum. Sillý rúlar.
Óli Njáll  19:11| 
link

Bið
Ég bíð enn spenntur eftir Sören sem ku vera að nálgast.
Óli Njáll  19:04| 
link

Í dag varð ég hundur
Núna er ég ekki lengur einn heldur hluti af stórri kindahjörð, eins og brjáluð hundstík í stórri kindahjörð. Egill rúlar.
Óli Njáll  19:01| 
link

Djamm
Mér skilst að ég verði fullur í kvöld. Gott mál.
Óli Njáll  18:13| 
link
------------------

18.7.02

Viðvörun
Ég held út á land á laugardaginn. Ekki er vitað hvenær snúið verður aftur. Það er því hætta á að ég missi af knattspyrnunni á sunnudaginn sem er slæmt enda er ég konungur boltans.
Óli Njáll  23:36| 
link

Af hverju
notaði ég orðið óbjóðir hér fyrir neðan. Er ég að breytast í Þóri? Guð forði mér frá því.
Óli Njáll  23:27| 
link

Samlokubrauð
Að búa einn hefur ókost. Það er að maður kaupir hálf brauð, þeas svona frá Myllunni. Þau brauð eru náttúrulega viðurstyggð og einungis nýtanleg til samlokugerðar. Einungis ómenni og óbjóðir reyna að smyrja þennan fjanda. Í hálfu brauði eru 9 brauðsneiðar og 1 endi, maður borðar ekki endann sko. Þetta þýðir að ein brauðsneið verður afgangs og verður að henda. Það er óhagkvæmt. Ég skora á Mylluna að bæta úr þessu hið snarasta og lengja brauðið þannig að 10 brauðsneiðar +endi verði í hvorum helming. Þá er ég ekki að leggja til að brauðsneiðarnar verði þynntar heldur að brauðið verði lengt. Takk fyrir.
Óli Njáll  23:26| 
link

Keikodude
er eitt orð, ekki tvö. Og ég stend enn við það álit mitt að túrverkir séu bannorð í bloggi.
Óli Njáll  23:22| 
link

bömmer
Í fyrsta skipti er álitleg bók í verðlaun í getraun á bloggsíðu þar sem Saga Rafmagnsveitunnar er(já, ég gef ekki mikið fyrir barnasálfræði og frímerkjabækur) stóra vandamálið að ekki hef ég svörin við þessum spurningum.
Óli Njáll  22:20| 
link

Sól
Sól skín í heiði og verður vonandi áfram fram yfir helgi. Hábölvað að síðustu tvo daga var búið að boða krikket en báða daga rigndi. Hvíla ill örlög á Kylfunni?
Óli Njáll  18:39| 
link

Til hamingju...
..með daginn, gettubeturtvibbar
Óli Njáll  18:37| 
link
------------------

17.7.02

Fiffað en flott
Find your inner Smurf!

Óli Njáll  20:43| link

Bólginn blaðlaukur
Ég held að einn af mínum bragðlaukum sé bólginn, allavega er tungan á mér afskaplega furðuleg eitthvað um þessar mundir.
Óli Njáll  20:34| 
link

Hvur í fjandanum...
...er frambjóðandinn sem allir eru að tala um í suburbiu?
Óli Njáll  18:55| 
link

Á morgun
er fimmtudagur. Ekki nóg með að það sé fimmtudagur heldur er það fimmtudagurinn 18. júlí. ASAT samtökin halda þann dag hátíðlegan.
Óli Njáll  14:43| 
link

Take no prisoners
Það verður sko ekki gefinn eftir tomma af landi í þessu stríði. Efnavopn og önnur gereiðingarvopn notuð til hins ítrasta. Niður með auðvaldið.
Óli Njáll  14:38| 
link

ööö
Nú er úti veður vott
verður allt að klessu
ekki á hann grímur gott
að krikketast í þessu<

Já, ekki lítur vel út með krikketið í kvöld enda spila menn það sport einungis í þurru. Kanski ég nenni í Ræktina í staðinn, eða skoði kökuuppskriftir.
Óli Njáll  14:23| 
link

Krikkari
Í kvöld verður víst krikket. Það er snigld. Og ég er að blogga núna. Það er ráðgáta.
Óli Njáll  11:22| 
link

Afsakið
Þór hefur borið af sér sakir og tek ég það að sjálfsögðu trúanlegt enda er Þór vandaður og góður maður. Bið ég hann hér með afsökunar á að þeim illa gjörning að bera á hann slíkar sakir.
Óli Njáll  01:01| 
link
------------------

16.7.02

Mexíkani
Tvímælalaust er ég sammála
kettinum um að nota orðið Mexíkani. Rök mín fyrir því eru "Lítill mexíkani með somsombreró"
Óli Njáll  22:00| link

Smá upplýsingar
Túrverkir eru ekki áhugavert bloggefni. Þess vegna þegi ég yfir mínum.
Óli Njáll  21:55| 
link

Reiður
Jæja, hver skráði mig á einkamal.is og lætur nú rigna yfir mig hommapóstum? Ef enginn gefur sig fram innan sólarhrings fer ég að hefna mín smátt og smátt á öllum sem ég þekki og byrja á þeim sem eru efstir á lista grunaðra 1. Anton, 2. Flugenrung 3. Þór. Játið eða deyið ella.
Óli Njáll  21:51| 
link

Léleg útlistun
Afskaplega eru stjórnmálaskýringar Ólafs Teits á DV vondar. Í dag var það suburbia sem var kynnt en þar eru vg menn í vondu skapi með 7% fylgi. Alveg fannst mér vanta í þessa opnugrein betri greiningu á þeim tölum t.d. Augljóslega er fylgi vg í þessu kjördæmi lægra en raunin er sökum þess að flokkurinn á þar engann frægan málsvara, eða sveitarstjórnarkosningarnar sitja greinilega enn í fólki og vg geldur fyrir það. Einnig vantar að nefna einhver sniðug nöfn sem tekið gætu slaginn. Ég mæli með
þessum.
Óli Njáll  18:59| link

The Order
The Order er snilldarmynd. Nei, ok ég lýg því bigtime en sem gamall Van Damme aðdáandi verð ég að halda þessu fram þó það sé erfitt. Van Damme er hetja.
Óli Njáll  18:55| 
link

Misskilningur
Í dag sýndist mér ég sjá
Þóri í Kringlunni. Við nánari athugun reyndist þetta þó vera óskaplega ófrýnilegur kvenmaður á gamalsaldri með furðulegan hárvöxt í andliti:(
Óli Njáll  18:54| link

Yes
Hlynur Snitzel er snillingur dagsins.
Óli Njáll  18:53| link
------------------

15.7.02

allt að koma
Leiknir sigraði Víði með 1 marki gegn engu nú rétt áðan og var ég á vellinum og fraus í hel. Í stuttu máli þá voru leiknismenn miklu betri og markmaðurinn helmingi stærri en síðast. Markið kom svo úr vítaspyrnu undir lokin. Með þessu komust strákarnir upp úr fallsæti og er það vel. Lengi lifi Leiknir.
Óli Njáll  23:06| 
link

Jájájá
Indverjar sigruðu Natwest mótið í Krikket með því að sigra Englendinga í úrslitum í hörkuspennandi leik. Ég fagna þeim úrslitum enda er Indland mitt lið nr. 2 í bransanum og Sachin Tendulkar er magnaður battari, sá besti í geymi.
Óli Njáll  19:28| 
link

Meira tilgangslaust test

Which Kiss are You?
Which Kiss Are You?


Óli Njáll  19:04| link

Fjandakornið
Ég er....
~Find Your Inner Supermodel~


Djö, ég vildi vera Ian Sommerhalder:)
Óli Njáll  19:00| link

Hoppandi grálúður #2
Nú er búið að kötta á internetaðganginn í vinnunni og er það enn ein fasíska aðgerð þessara stjórnenda búðarinnar sem ekki eru beint að baka sér vinsældir meðal starfsfólks. Á ekki fólk með háskólagráðu að fatta það að fasískir stjórnunarhættir gera ekkert annað en að draga úr vinnugleði og afköstum starfsfólks? Sumir virðast ekki fatta það en það er kanski af sömu ástæðu og þeir eru ekki í betra starfi en sem deildarstjóri í Hagkaup, þ
Óli Njáll  18:58| 
link

Sem betur fer


How Gay Are YOU?
[?]


Óli Njáll  18:55| link

Hoppandi grálúður
Annasamur dagur í dag. Nóg að gera í vinnunni og líka þarf ég að kíkja í skattinn í hádeginu. En núna er kaffi.
Óli Njáll  10:37| 
link
------------------

14.7.02

Flokksfélagi ársins
Eitt sinn var það sagt um Guðmund góða að hann væri óþarfasti maður Íslandssögunnar. Einhvern veginn datt mér hann í hug þegar ég sá mynd af Valgerði Bjarnadóttur jafnréttisstjóra í nokkra daga gömlu dagblaði. Ég ætla nefnilega að útnefna hana óþarfasta mann(já konur eru líka menn)
VG-sögunnar. Það að takast að klúðra fylgi flokksins á Akureyri og brjóta í kjölfarið jafnréttislögin á nokkrum vikum hlýtur að vera nóg til að ná þeim titli úr höndum Kolbrúnar Halldórsdóttur.
Óli Njáll  23:55| link

Rannsóknir
Ég ákvað að athuga málið með þessar breytingar á camel sem svipt hafa
Palla geðheilsunni. Ég er sammála, þessi er ljótari en þessi. Annars hefur mér alltaf líkað vel við Camel. Halli frændi reykti Camel. Hann var reyndar ekki frændi minn heldur maður frænku minnar. Þau voru uppáhalds frændi og frænka hjá mér. A heimili þeirra var alltaf sterk og góð reykingarlykt(í minningunni) og camel oftast í augsýn. Einhverra hluta vegna dó Halli fyrir aldur fram.
Óli Njáll  21:52| link

Skrítið
Áðan geyspaði ég og fannst mér hljóðið einna helst minna á flugvél í lendingu.
Óli Njáll  21:38| 
link

Brabra
Nei, ekki önd heldur kjúlli. Kjúllanum mínum líður ekki vel núna. Hann fékk heldur illa meðferð og liggur nú á líkbörum þar sem hræætur hafa nagað af honum ýmsa líkamsparta. Hræætunum líður þó mjög vel enda var kjúllinn afbragðs góður. Planið klikkaði reyndar aðeins þar sem ekki var til Köd og grill en í staðinn var arabískt kjúklingakrydd og creole notað í staðinn. Mjög gott. Á morgun hef ég svo tortillas með kjúllaafgöngum í matinn.
Óli Njáll  21:31| 
link

H
Það vita það allir viti bornir menn að ekki treður maður stórum stöfum í url. Það veit Ólafur Hvanndal hins vegar ekki. Slóðin kemur þó rétt
hérna. Gunnar Jökull rokkar.
Óli Njáll  21:22| link

Skilningarvit
Setningin "finn að opnast nýtt skilningarvit" úr lagi með
Írafár er að valda mér heilabrotum. Þetta er eflaust djúphugsaður texti hjá mannvitsbrekkunum sem hafa fingur sem vilja snerta. Er það lögmál að sveitaballahljómsveitir nútímans séu gersamlega hæfileikalausar? Já.

Ég bíð enn spenntur eftir að sjá heimasíðu Hvanndalsins.
Óli Njáll  19:34| link

Sunnudagur
Eg vaknaði seint í dag, fór í fótbolta. Fótbolti var ágætur en full fámennur. Næst verðum við að smala 10 manna hóp.
Nú er ég svo að fara að skella kjúlla í ofninn. Þann fagra fugl hyggst ég fyrst baða í season all, köd og grill, og einhverju fleiri kryddum sem hér finnast. Með þessu verða franskar og hvítlauksbrauð. Pepsi max með enda drekka hetjur ekkert annað. Þetta verður mikil veisla hjá mér einum.
Nunnurnar hafa ekkert látið sjá sig í marga daga. Kanski þær hafi haldið niður í bæ að kveða niður púka.
Óli Njáll  19:32| 
link

ha, ég jamm
Jæja, hvað gerði ég í gær? Jú ég vann fram að kvöldmat. Alltaf gaman í vinnunni. Í vinnunni hitti ég Huginn og fjölskyldu, fyllti á appelsínur, fór í kaffi, fékk uppgefna heimasíðu hjá Óla Hvanndal sem ekki virkar og sitt lítið af hverju. Í kvöldmat eldaði ég svo tortillas ef eldamennsku skyldi kalla. Í gærkvöldi og fram á nótt var svo spilakvöld hér í Hvítu fjöllum þar sem saman voru komnir margir góðir menn og Ágúst. Færði ég Þóri sigurinn í Matador og sýndi þannig fram á að samvinna kommúnista er sterkari en kapítalistarnir.
Er ég sauður? Nei. Þór mun iðrast sinna orða eftir rúman klukkutíma.
Stefnan í dag er svo fótbolti og síðar að slæpast. Að slæpast er góð hugmynd á sunnudögum.
Óli Njáll  15:29| 
link
------------------




Powered by Blogger