Sunnudagur
Eg vaknaði seint í dag, fór í fótbolta. Fótbolti var ágætur en full fámennur. Næst verðum við að smala 10 manna hóp.
Nú er ég svo að fara að skella kjúlla í ofninn. Þann fagra fugl hyggst ég fyrst baða í season all, köd og grill, og einhverju fleiri kryddum sem hér finnast. Með þessu verða franskar og hvítlauksbrauð. Pepsi max með enda drekka hetjur ekkert annað. Þetta verður mikil veisla hjá mér einum.
Nunnurnar hafa ekkert látið sjá sig í marga daga. Kanski þær hafi haldið niður í bæ að kveða niður púka.
Óli Njáll 19:32| link
ha, ég jamm
Jæja, hvað gerði ég í gær? Jú ég vann fram að kvöldmat. Alltaf gaman í vinnunni. Í vinnunni hitti ég Huginn og fjölskyldu, fyllti á appelsínur, fór í kaffi, fékk uppgefna heimasíðu hjá Óla Hvanndal sem ekki virkar og sitt lítið af hverju. Í kvöldmat eldaði ég svo tortillas ef eldamennsku skyldi kalla. Í gærkvöldi og fram á nótt var svo spilakvöld hér í Hvítu fjöllum þar sem saman voru komnir margir góðir menn og Ágúst. Færði ég Þóri sigurinn í Matador og sýndi þannig fram á að samvinna kommúnista er sterkari en kapítalistarnir.
Er ég sauður? Nei. Þór mun iðrast sinna orða eftir rúman klukkutíma.
Stefnan í dag er svo fótbolti og síðar að slæpast. Að slæpast er góð hugmynd á sunnudögum.
Óli Njáll 15:29| link
------------------