Flottastir
Ámi kobb birtir langan lista um uppáhalds Tyrkina sína. Hér er minn:
1. Hasan Sas. Hann er hetja.
2. Rustu Recber. Lítur út eins og hermaður í Jihad og er langflottastur.
3. Umit Davala. Með skunk á hausnum sem er gersamlega út úr kú en engu að síður er hann töffari.
Óli Njáll 19:17| link
útskýring
Mér finnst ég knúinn til að kynna betur vef vikunnar. Þetta er hinn stórhættulegi Hjalti Hreinn Sigmarsson sem ég eyddi með 4 góðum árum í marmarahöllinni við Ofanleitið. Drengurinn er víst byrjaður að blogga fyrir tilstilli rauðhærða risans. Ein gullin regla við það að umgangast Hjaltann er að spila undir engum kringumstæðum við hann knattspyrnu enda hefur hann slasað fleiri menn en hægt er að telja á fingrum og tám(þetta er dagsatt). Hjalti verður vonandi nothæfur bloggari enda er hausinn á honum alger steik.
Óli Njáll 19:12| link
------------------