Speki dagsins
"Fjallkonan les upp ljóð eftir löngu dauðan kall." Þetta er góð speki, gleðilegan jónsdag.
"Vi er fir og flamme, vi kommer med det samme" þetta er engin speki en góð setning úr góðri bíómynd. Með allt á Hreinu er án efa ein flottasta íslenska bíómynd fyrr og síðar. Er það lögmál að allar góðar íslenskar bíómyndir skarta Eggerti Þorleifs í stóru hlutverki? Já, ætli það ekki bara. Ég skila kveðju til Skúla Pálssonar.
Óli Njáll 18:39| link
Jón og femínisminn
Mér finnst öfgafemínismi alveg óheyrilega fyndið fyrirbæri. T.d. fyrirhuguð mótmæli í fyrramálið þar sem einhverjum datt í hug að nota hin fleygu orð "Vér mótmælum allir" en einhver femínistinn hefur ekki verið sáttur og bætt við "Vér mótmælum öll". Það sér hver heilvita maður að það er alveg út í hött þar sem þá hverfur kúlið algerega. Þarna er femínisminn nefnilega kominn á villigötur að blandast í hluti sem eru alls ekkert kynjatengdir. Það að nota fræg fleyg orð í mótmæla skyni hefur ekkert að gera með það hvort viðstaddir eru konur eða karlar. Þeir(mótmælendurnir) eru allir að mótmæla því sama og á sömu forsendum. Femínistar þurfa sumir hverjir að læra hvar mörkin eru milli jafnréttisbaráttu og tilgangslauss sýndarmenskufemínisma því það síðarnefnda gerir ekkert annað en að skemma fyrir því fyrrnefnda.
Þetta var minn boðskapur í kvöld. Ég er farinn að lúlla.
Óli Njáll 01:31| link
------------------
16.6.02
Bömmi
Lilja sæta var ekki í Ræktinni í dag, það er bömmer. Eiginlega bara engin sæt kona. Það er ekki uppörvandi þótt vissulega sé Lambkáli soldið kvenlegur sko.
Óli Njáll 18:26| link
------------------