{ Óli Njáll - keikodude@hotmail.com }

[ Naggur | ASAT | UVG | Múrinn | Praxiteles | Gamalt ]

[ Húgó | Thors | Fimmtudagur | Ármann | Sverrir | Hilma ]

[ Kolla | Sigfús | Jóhann | Bendt | Steinunn | Linkur vikunnar ]

22.6.02

Sigurdagur
Sökum vinnu náði ég ekki að horfa á Tyrkina mína í morgun, aftur á móti þegar ljóst var að stefndi í framlengingu brunaði ég heim og var mættur við imbann þegar hún hófst. Ekki var dvöl mín við leikinn löng enda virtust Tyrkirnir bara hafa verið að bíða eftir mér og kláruðu dæmið strax. Tyrkir rúla.
Við pabbi röltum svo út á Leiknisvöll að fylgjast með hverfisliðinu okkar taka á móti KS. Leiknismenn hafa vægast sagt verið afleitir í upphafi tímabils en réttu úr kútnum og unnu 4-1 sigur í dag. Ég missti að vísu af fyrsta markinu sem kom snemma leiks og var nú farinn að óttast um mína menn þar sem þeir gátu ekki skít í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði svo voðalega þegar KS jafnaði með ljótu bogaskoti úr miðjum vítateig, að það skyldi fara inn tengist sennilega því að annars ágætur markmaður Leiknis er einhver sá minnsti sem ég hef nokkru sinni séð í boltanum. Eftir þetta virtust Leiknismenn fatta að sniðugt er að láta boltann ganga upp kantana og fá fyrirgjafir inn í teiginn. Það virkaði og 3 mörk komu eftir fyrirgjafir og hornspyrnur. Annars fannst mér merkilegt við leikinn allur útlendingaskarinn hjá KS. Ég held að þeir hafi verið í meirihluta, spurning hvort það voru atvinnumenn eða fiskvinnslumenn. Ég veðja á það síðara miðað við getuna. En leiknismenn sumsé vonandi komnir í gang í 2. deildinni. Ég vil sjá Leikni aftur í 1. deild.
Óli Njáll  20:53| 
link

Ó mig auman
Jæja, á fimmtudaginn var ég víst útnefndur varamaður fyrir r-listann í eitthvað batterí sem nefnist hverfisráð Breiðholts og ég veit í raun afskaplega lítið um. Fyrir einskæra rælni ákvað ég nú áðan að kíkja á hverjir verða væntanlegir samstarfsaðilar mínir þarna. Og hver skyldi vera formaður? Það skyldi þó aldrei vera að ég sé að fara að sitja fundi með ALFREÐ ÞORSTEINSSYNI. Úff, segi ég nú bara.
Óli Njáll  12:47| 
link

MÖT
Kallinn hennar Hilmu bara í mogganum í dag í tilefni útskriftarinnar. Ég óska Hilmu og herra til hamingju með daginn.
Óli Njáll  12:32| 
link

Neeeeeeeeiiiiiiiiiii
S-Kórea komin í undanúrslit. Það er vægast sagt skelfileg staðreynd og ljóst að knattspyrna er á beinni leið til andskotans. En þarna kom enn og aftur í ljós bölvun Spánverja að geta ekki skít á stórmótum. En í dag hljóta Þjóðverjar að gleðjast enda leið þeirra greið í úrslitin þar sem þeir mæta að öllum líkindum Brössum. Það verður flotti leikurinn.
Óli Njáll  10:39| 
link

Morgunsvæfni
Vaknaði ekki fyrr en 7:50 í morgun eða tíu mínútum áður en ég á að mæta í vinnuna. Það reddaðist þó. Samt óvenjulegt að ég sofi svona mikið. En gaman að vera í vinnunni.
Óli Njáll  09:28| 
link
------------------

21.6.02

Sigur
Fótboltaleikurinn áðan endaði 3-0 fyrir Hagkaup Reykjavík gegn Vífilfelli. HR sumsé sigraði þrjá síðustu leiki sína í mótinu og endaði með 6 sigra og 8 töp. 3-0, hljómar þetta kanski kunnugleg tala fyrir einhverjum sem kunna reglur knattspyrnunnar. Undir venjulegum kringumstæðum eftir svona sigurleik væri ég nú þegar búinn að dásama eigin frammistöðu(verðskuldað að sjálfsögðu) í hástert en ekki geri ég það nú. Hvers vegna ekki? Ég veit bara að vinstri löppin mín er þakklát en sjálfur er ég fúll út í Vífilfell.
Hver er fjórði maður í bolta? Við hljótum svo að geta reddað 2 í viðbót hið minnsta. Hægt er að sækja um með tölvupósti t.d. til mín. Skilyrðin eru: Verður að teljast í hópi góðra manna, má ekki vera kapítalisti(sem eiginlega fellur undir fyrsta skilyrðið), má ekki vera góður í knattspyrnu(en þó ekki vera jafnslæmur og B. Flygen) og í fjórða lagi má umsækjandi undir engum kringumstæðum styðja S-Kóreu eða USA nema að hann vilji eiga það á hættu að ég skriðtækli hann á malbiki.
Óli Njáll  22:20| 
link

Veðurblíða
Í dag er briliant veður hér í rokborg dauðans. Augljóst að veðurguðirnir fagna fráfalli kanans og tjallans úr hm. Þetta veður er líka frábært til að spila fótbolta og það ætla ég að fara að gera núna. Efast reyndar um að ég endist heilan leik enda mín vinstri löpp enn að drepast eftir gærdaginn. En svona jaxl eins og ég læt það ekki stöðva mig og reyni að harka. Parkódín er vinur minn.
Óli Njáll  19:41| 
link

jgkj
Óli Njáll  14:27| 
link

Grænmeti
Lífsins Lind var heldur betur tekin í gegn af mogganum í gær þar sem gulrótaverðið mitt var sagt vera 856 kr/kg. Ég sem lífræni djöfull fyrirtækisins harma þessi vinnubrögð morgunblaðsins þar sem gulræturnar mínar kostuðu ekki 856 heldur 999kr/kg. Í morgun var svo mesta verðhrun sögunnar þegar ég lækkaði verð á gulrótum um 650kr/kg eða niður í 349kr/kg. Jafnframt var verðhrun á appelsínum, eplum og kiwi. Nú býst ég við gríðarlegri sölu sem þýðir að á eftir ætla ég að pakka fullt af ávöxtum og gulrótum í poka. Gleði, gleði, gleði.
Óli Njáll  14:24| 
link

Jájá
Að sjálfsögðu sigruðu nazistarnir kanana að þessu sinni og það 1-0. Það er gott mál og fagna því allir góðir menn. Enga kana í boltanum, takk fyrir. Óhjákvæmileg aukaverkun er sú að Þjóðverjar halda áfram keppni og þarf maður því að sjá 2 leiki með þeim til viðbótar. Það er ekki jafn mikið gleðiefni.
Óli Njáll  14:22| 
link

Ekki leiðinlegt
Brassar komnir í undanúrslit eftir góðan 2-1 sigur á tjöllunum. Brassarnir einfaldlega miklu betri og áttu sigurinn skilinn þrátt fyrir auma tilraun mexíkanska dómarans til að hjálpa Englendingum með því að reka Ronaldinho út af fyrir engar sakir. Jafnframt átti viðbjóðurinn nr. 7 hjá tjöllunum að fara út af fyrir endurtekinn leikaraskap inn í teig. Gott mál að tjallarnir fari heim enda endalaus heimska sem umlykur liðið. Sænski sauðurinn skiptir tveimur framherjum inn á en skilur Fowler eftir á bekknum, er ekki allt í lagi? En sumsé, þessi leikur var góð skemmtun og markið hjá Ronaldinho var magnað, segi og skrifa m-a-g-a-ð. En jafnframt verður það að skrifast á gaurinn með hommalega taglið í markinu sem stóð eins og álfur út úr hól og vissi ekkert hvað hann var að gera.
Nú er best að fara í vinnuna, taka svo mat klukkan hálf eitt og horfa á leiðinlegan síðari hálfleik þar sem vonandi detta usa menn út. Áfram Hamann.
Óli Njáll  09:38| 
link
------------------

20.6.02

Sigur
Já, nú var sko tekið á því og uppskorið eftir því. 5-2 var staðan þegar flautað var til leiksloka, Hagkaup Reykjavík í vil. Hinir aumu starfsmenn Ávaxtahússins lutu í gras og urðu margir hverjir ansi ósáttir við niðurstöðuna. Ég er að sjálfsögðu hæstánægður með þetta enda var þetta sigur liðsheildarinnar og gríðarlegrar baráttu. Svanson og Óli vinur hans voru hvorugur með þannig að ekki var útlitið gæfulegt í byrjun en við mössuðum þetta. Hinn kolóði Þorgeirsboli stóð á milli stanganna og fór hamförum, svo miklum hamförum að hann ákvað að leikurinn væri of ójafn og ákvað því að gefa eitt mark undir lok leiksins. Honum er þó fyrirgefið því hann var vægast sagt magnaður í kvöld. Í vörninni var svo jaxl með hina ljótu tölu 7 á bakinu sem barðist um alla bolta og getur nú eftir leikinn vart stigið í lappirnar eftir að hafa fengið fjölmörg spörk og tæklingar í sig. Þess má jafnframt geta að þessi óheyrilegi varnarjaxl laumaði sér fram á völlinn eina sóknina og skoraði glæsilegt mark eftir að létt þríhyrningaspil hafði tætt vörn andstæðinganna í sundur. Jaxlinn, það er ég(ef einhver skyldi ekki vera búinn að átta sig á því á þessum tímapunkti, döh).
Sumsé, frábær skemmtun í kvöld og vonandi að við náum upp annarri eins stemmingu á morgun, en eins og áður segir er það síðasti leikur tímabilsins og eftir það sárvantar mig bolta. Spurning hvort maður eigi svo að hafa samband við fótboltagúrúinn
Sveppa sem vantar nú fótboltafélaga einnig. Fréttir herma að leikstíll okkar sé mjög áþekkur, eða ekki.
Óli Njáll  22:23| link

Jamm, þú sniðuga fólk
Ef ég í mínum vinnugalla, merktur hagkaup í bak og fyrir og þar að auki með nafnspjald, sést draga bretti af kókópuffs um búðina, hversu vitlaust þarf fólk þá að vera til að sjá ekki að ég er augljólslega að vinna á staðnum? Sennilega frekar mikið vitlaust en samt sem áður tókst þremur konum að spyrja mig "ert þú að vinna hér?". arg,arg,arg.
Smá pæling í framhaldi af þessu: Af hverju eldist ég en kassastelpur í Hagkaup ekki? Þegar ég var 17 ára voru allar kassagellurnar líka 17. Nú er ég að verða 22 en kassastelpurnar eru enn 17. Það er bömmer:(
Óli Njáll  20:05| 
link

Næstsíðasti
Í kvöld er næst síðasta umferð Hagkaupsdeildarinnar í knattspyrnu. Þetta tímabil hefur vægast sagt verið afleitt þar sem útkoma Hagkaups Reykjavíkur er 4-0-8(12 stig) og markatalan eftir því. Það er nauðsyn að bæta úr þessu á lokasprettinum og vonandi að Svansson verði með. Lokaumferðin verður svo á morgun og þá er fótboltatímabilinu lokið hjá mér. Það er leitt því bolti er skemmtilegur.
Óli Njáll  13:41| 
link

Lausnin
Lausnin á atvinnuhugleiðingum Ármanns er nokkuð augljós enda var heilt tímarit stofnað um hana fyrir hátt í tveimur öldum síðan. Já, þeir Baldvin og Þorgeir voru framsýnir menn.
Óli Njáll  13:39| 
link

Kobe
Jæja, í fyrsta skipti í langan tíma þá spilaði ég körfubolta áðan. Var það með þeim heiðursmönnum
Brynjólfi Ingólfssyni, Jóhannesi Runólfssyni og Kristófer(sem ég augljóslega veit ekki fullt nafn á enda væri það annars skrifað hér). Þarna var ég nokkuð sterkur og þá sérstaklega þegar ég og Jói vorum saman. Þetta var svona Kobe-Shaq dæmi. Ég gat hlaupið með boltann og Jói er helmingi meiri að ummáli en allir aðrir og því óviðráðanlegur. Að spila á móti Jóa er aftur á móti ansi krefjandi, maður fær svona Íslands-Grænlandsfíling, Jói er nefnilega fyrir austan, vestan, norðan og sunnan við mann, allt á sama tíma. ÞEssi bolti var fínn, ágætis tilbreyting að spila körfubolta við einhvern annan en Lambkála sem rústar mér gersamlega í hvert skipti, en í staðinn reyni ég að lemja hann duglega þannig að hann fái að hafa fyrir þessu. Jæja, nóg um það.
Ég ætla bara snemma í háttinn í kvöld, ætla að leggjast upp í rúm og skella Automatic for the people í spilarann en sá diskur er síðasti diskur fyrir svefninn þessa dagana. Hvílíkt meistaraverk. Ég er örugglega löngu búinn að segja mína löngu raunasögu um þennan disk en ég er svo ánægður að hafa eiganst hann aftur að ég brosi út að eyrum. Annars nokkuð merkilegt að í upphafi fýlaði ég líkt og allir aðrir mest lögin sidewinder sleeps tonight og man on the moon en núna er Nightswimming í hávegum haft. Þetta lag er svo þægilegt en jafnframt flott.
Hvernig er staðan með þessa Travis tónleika, er uppselt? Ef ekki, ætti maður að skella sér? Ég er ekki maður sem fer á tónleika en ætti maður að gera undantekningu, þetta er náttúrulega magnað band. Mig vantar ráðleggingar.
Óli Njáll  00:20| link
------------------

19.6.02

Bara snigld
Smjattpattar þeir byggðu bú og búa þar víst ennþá nú. Alveg er ég sammála
pálssyni um snigld smjattpattana. Lengi lifi Lúlli laukur.
Óli Njáll  19:45| link

...
Ætli ég þurfi að fara að koma mér upp öryggissveitum til að halda heimskum könum í burtu frá síðunni minni? pæling!
Óli Njáll  13:53| 
link

framhald
Ég þarf varla að taka fram að fulltrúar bandarískra stjórnvalda eru jafn óvelkomnir hingað og fulltrúar hersins. Snautiði burt.
Óli Njáll  13:52| 
link

Heimsku hermenn
Hvað eru kanakuntur í hernum að þvælast hingað á þessa virtu síðu. Ykkur er ekki boðið!!!!!
Allah is great. Kill USA.
Óli Njáll  00:53| 
link
------------------

18.6.02

Boltinn
Bolti kvöldsins var góður, við unnum stórsigur 6-2 eða 7-2 ég man það ekki alveg. Algerir yfirburðir enda Pétur Svans með að þessu sinni en sá maður er bara skuggalega góður, framtíðar stórstjarna í boltanum. Einhverra hluta vegna var ég í vörninni og var svo sem ekkert að spila sérstaklega vel. Ljóst að ég þarf að vinna meira í snerpunni. Á eftir er ferðinni svo heitið með familíunni út í kirkjugarð.

Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír deyr aldregi
hveim er sér
góðan getur.
Óli Njáll  23:05| 
link

Textinn
Hér kemur textinn sem ég gróf upp

Blómin springa út og þau svelgja í sig sól
sumarið í algleymi og hálft ár enn í jól.
Í hjarta sínu fólkið gleðst og syngur lítið lag
því lýðveldið Ísland á afmæli í dag.

Hæ hó jibbijei og jibbijei
það er kominn 17. júní.

Jóni heitnum Sigurðssyni færir forsetinn
firnamikinn árvissan og stóran blómsveiginn.
Fjallkonan í múnderingu prílar upp á pall
með prjáli les upp ljóð eftir löngu dauðan kall.

Skrúðgöngurnar þramma nundir lúðrasveitarleik
lítil börn með blöðrur, hin eldri snafs og reyk.
Síðan líður dagurinn við hátíðanna höld
heitar étnar pylsurnar við fjölmörg sölutjöld.

Um kvöldið eru alstaðar útidansleikir
að sunnan koma rándýrir skemmtikraftarnir
en rigning bindur enda á þetta gleðigeim
því gáttir opnast og allir fara heim.

Hæ hó jibbijei og jibbijei
það er kominn 17. júní.
Óli Njáll  21:29| 
link

TV
Æ hvað ég var þreyttur eftir athöfnina í dag sem þó var mjög falleg og góð í alla staði. Kom heim og svaf í þrjá tíma eftir hana. Maður er hálf dofinn eftir þetta allt saman. En þegar ég vaknaði var sá mæti maður
Sverrir Jakobsson að góla í sjónvarpinu mínu. Sverrir virkaði í upphafi þáttarins í ógurlegri fýlu en var þó ansi sterkur eftir því sem á leið þáttinn. Reyndar var pressubjálfinn þarna við hliðina á honum sem á náttúrulega að banna. Ég held að sá maður sé litblindari en strumpurinn ef miðað er við klæðnaðinn á manninum.

Hvað varðar fjallkonuna og ljóðið sem Ármann minnist á þá játa ég alveg að ég kann ekki textann og vel gæti verið villa í minni tilvitnun. Þetta góða lag(hæhójibbíjey) heyrir maður því alltof sjaldan og hef ég því ekki textann á hreinu. Þeir sem umgangast Egga Be mikið á fylleríum ættu þó að hafa viðlagið á hreinu þar sem Eggi virðist hafa ógurlega þörf fyrir að syngja það fyrir mann í hvert skipti sem hann er fullur. Eggi Be er stórskemmtilegur fullur.
Óli Njáll  21:17| link

Aumu 8 liða úrslit
Jæja, ekki var ég neinn svakalegur spámaður í 16 liða úrslitunum og er þar í flokki með Stefáni og fleirum. Því er nauðsyn að endurskoða spána fyrir 8 liða úrslitin þar sem fæstir leikirnir eru eins og ég bjóst við.
1. Þýskaland vs. USA: Ég hélt að þetta ætti seint eftir að gerast en áfram Þýskaland. Hið illa heimsveldi í vestri á ekkert erindi í 8 liða úrslitin og eru hrútleiðinlegir. Ég get huggað mig við það að Dietmar Hamann er Þjóðverji. Þjóðverjar vinna 1-0 og það verður einmitt títtnefndur Hamann sem skorar með þrusulangskoti.
2. Tyrkland vs. Senegal: Tyrkir eru flottir, um það eru allir góðir menn sammála. Senegalar eru líka flottir með tvo poolara í sínum röðum. Ég held þó að púðrið sé að klárast hjá Diouf og félögum og Tyrkirnir munu taka þetta.
3. England vs. Brasilía: Brassar spila nú mun skemmtilegri bolta en England en einnig hef ég taugar til tjallana og sérstaklega ef leikmaður að nafni Robert Bernard fær að spila. Ég ætla þó að veðja á sigur Brasilíu sem jafnframt er þá sigur skemmtilegrar knattspyrnu.
4. Spánn vs. S-Kórea: Nei sko nú er grínið búið. Kóreubúar fá nú að fara heim til sín tveimur umferðum of seint. Spánverjar hljóta að taka sig á eftir ömurlegan leik um daginn. Ekki hef ég áhyggjur af að Ahn Jun Hwan(hitti ég einhvern á götu mun ég að sjálfsögðu harðneita að þekkja nafnið á þessum manni) og félagar fari lengra í þessari keppni enda komnir mun lengra en geta þeirra leyfir.

Já undanúrslit verða sumsé: Tyrkland vs. Brasilía og Spánn vs. Þýskaland. Ég ætla að bíða með spádóma í þeim efnum. Annars er þetta án efa ein aumasta hmkeppni allra tíma og sést það vel á þeim þjóðum sem eru enn að þvælast í keppninni. Sem betur fer eru hvorki kanar né kóreumenn í krikketheiminum. Krikket er kúl.
Óli Njáll  17:51| 
link

Gangandi hænur
Í gærkvöldi horfði ég á Dalalíf sem er besta kvikmynd allra tíma. Já, ekki besta íslenska heldur einfaldlega besta mynd allra tíma hvar sem er í geymi. Annars datt mér kjúklingaatriðið í hug í morgun þar sem ég var að vinna og sá eggjategund sem ku vera frá hænum sem ganga lausar. Greinilegt að einhver hænsnabóndinn hefur tekið myndina of alvarlega. Þetta gæti verið verðugt sagnfræðilegt rannsóknarefni: "Áhrif Dalalífs á íslenskan landbúnað".
Óli Njáll  12:35| 
link
------------------

17.6.02

Fálkinn
Ármann hefur ekkert bloggað í dag og tengist það eflaust því að Haraldur Örn Ólafsson fékk fálkaorðuna í dag. Fréttir herma að Ármann ráði sér ekki fyrir kæti og hafi ákveðið að mála full size mynd af Haraldi á stofuvegginn hjá sér. Keikodude óskar Ármanni til hamingju með daginn.
Óli Njáll  19:54| link

Speki dagsins
"Fjallkonan les upp ljóð eftir löngu dauðan kall." Þetta er góð speki, gleðilegan jónsdag.

"Vi er fir og flamme, vi kommer med det samme" þetta er engin speki en góð setning úr góðri bíómynd. Með allt á Hreinu er án efa ein flottasta íslenska bíómynd fyrr og síðar. Er það lögmál að allar góðar íslenskar bíómyndir skarta Eggerti Þorleifs í stóru hlutverki? Já, ætli það ekki bara. Ég skila kveðju til Skúla Pálssonar.
Óli Njáll  18:39| 
link

Jón og femínisminn
Mér finnst öfgafemínismi alveg óheyrilega fyndið fyrirbæri. T.d. fyrirhuguð mótmæli í fyrramálið þar sem einhverjum datt í hug að nota hin fleygu orð "Vér mótmælum allir" en einhver femínistinn hefur ekki verið sáttur og bætt við "Vér mótmælum öll". Það sér hver heilvita maður að það er alveg út í hött þar sem þá hverfur kúlið algerega. Þarna er femínisminn nefnilega kominn á villigötur að blandast í hluti sem eru alls ekkert kynjatengdir. Það að nota fræg fleyg orð í mótmæla skyni hefur ekkert að gera með það hvort viðstaddir eru konur eða karlar. Þeir(mótmælendurnir) eru allir að mótmæla því sama og á sömu forsendum. Femínistar þurfa sumir hverjir að læra hvar mörkin eru milli jafnréttisbaráttu og tilgangslauss sýndarmenskufemínisma því það síðarnefnda gerir ekkert annað en að skemma fyrir því fyrrnefnda.
Þetta var minn boðskapur í kvöld. Ég er farinn að lúlla.
Óli Njáll  01:31| 
link
------------------

16.6.02

Bömmi
Lilja sæta var ekki í Ræktinni í dag, það er bömmer. Eiginlega bara engin sæt kona. Það er ekki uppörvandi þótt vissulega sé Lambkáli soldið kvenlegur sko.
Óli Njáll  18:26| 
link
------------------




Powered by Blogger