Af hverju eyði ég tíma mínum..
...í að ræða um fótbolta við mann sem augljóslega hefur ekkert vit á honum? Góð spurning en eins og áður segir þá hef ég ekkert við tíma minn að gera.
1. Tilgangur með lið númer eitt var að benda á það að hrokafullu þjóðirnar hafa efni á því enda eru þeir bestir. Ég styð hroka en menn verða þó að passa sig á hrokanum því menn geta brennt sig. Og ef menn ætla í aumingjalegt röfl um Scum Utd. þá bara minni ég á 18 titla Liverpool móti 13 hjá þeim(man nú ekki nákvæmlega töluna, gæti skeikað 1-2) og í öðru lagi hverjir enduðu ofar í deildinni síðast og í þriðja lagi hvernig hafa síðustu 5 viðureignir liðanna endað. Og ef við höldum áfram 4 evrópumeistaratitlar móti 1. Já, það ætti sagnfræðingurinn að vita að sagan nær lengra aftur í tímann en 10 ár, scumurum til mikillar armæðu
2. "Aldrei að láta stjórnarfar í viðkomandi landi hafa áhrif á sig, enda mundi maður þá bara halda með Norðurlöndunum." Þetta er nú bara orðrétt tekið frá Sverri. Úr þessu er ekki annað hægt að lesa en dálæti Sverris á dönskum fasistum. Kanski var hann bara búinn að gleyma fasistastjórn Danmerkur þegar hann reit þessi orð en yfirklór hans er svo máttlaust að farlama geðveikur köttur gæti klórað betur yfir eigin skít.
3. Pele, Romario, Socrates, Jariziniho, Garincha og svo nokkrir nýjir t.d. Ronaldo, Rivaldo, Ronaldinho, Roberto Carlos, Cafú. Þetta er minn rökstuðningur fyrir því að Brassar spili skemmtilegan bolta. Þarf ég líka að telja upp Argentínumenn? Vissulega er þetta þó smekksatriði, til eru menn sem eru á móti tæklingum í fótbolta og hafa því væntanlega annað fegurðarmat á knattspyrnu en ég. Mexíkó 86 voru á heimavelli og þá staðreynd þarf augljóslega að reikna inn í dæmið, svipað og Suður-Kórea og Japan núna, en þau lið geta ekki skít en njóta heimavallarins. Hvað varðar Paraguay, eitt af mínum uppáhaldsliðum sökum Chilaverts, þá spiluðu þeir afskaplega skynsamlega á hm í Frakklandi. Þeir þekktu sína veikleika og styrkleika og spiluðu eftir því. Fótbolti snýst nefnilega ekki alltaf um að hafa bestu mennina heldur um það að nýta það sem menn hafa og spila eins og lið. Og að lokum hafa Brassar skorað 6 mörk í 2 leikjum núna sem hlýtur að teljast ásættanlegt sóknarlega séð, þeir spila þó aðvitað vörn líka enda aðhyllast þeir ekki tæklingalausan fótbolta fremur en nokkrir aðrir knattspyrnuunnendur.
4. "Alltof margir hafa farið flatt á því að veðja á Nígeríu eða Suður-Afríku sem komandi heimsmeistara." Enn vitna ég beint í Sverri. Nú ætti íslenskufræðingurinn bróðir hans að geta bent honum á merkingu orðtaksins "að fara flatt á einhverju". Enn hefur enginn farið flatt á því að veðja á Suður-Afríku enda liðið enn með í keppnini og á mjög góða möguleika á ´sæti í 16 liða úrslitum, ekki geta þeir að því gert móti hverjum þeir lenda í riðlakeppninni. Einnig má benda á það að sárafáir knattspyrnuspekingar hafa veðjað á S-Afríku eða Nígeríu í þessari keppni nema Sverrir geti sýnt mér einhvern fjölda þeirra(þeir knattspyrnuspekingar eru væntanlega líka á móti tæklingum). Og hvað meinar maðurinn með stórþjóðir, ef um fólksfjölda er að ræða þá ættu menn líka að hafa óbilandi trú á Kína, Indlandi og Indónesíu. Sorry, Sveppi. Íbúafjöldi landa er ekki ráðandi þáttur hvað varðar knattspyrnugetu og það vita allir sem vit hafa á knattspyrnu. Hvað Senegal varðar þá þarf góður árangur þeirra núna ekki að koma á óvart(þótt sigur á Frökkum hafi vissulega verið framar vonum) gott gengi senegalskra knattspyrnumanna í frönsku fyrstu deildinni hefur leitt til þess að fjölmargir knattspyrnuspekingar(þ.e. spekingar sem líta á tæklingar sem hluta af leiknum) höfðu spáð hröðum uppgangi senegalska landsliðsins.
5. Jæja, er Portúgal smáþjóð í knattspyrnuheiminum? Svona ummæli eru ekki svaraverð enda verður þeim ekki svarað hér.
6. Hvað meinar maðurinn með það að Hollendingar hafi haft besta liðið en samt ekki sigrað. Það er nú frekar erfitt að halda því fram að eitthvert eitt lið sé það besta í heiminum hverju sinni. Hvernig ætlar Sverrir að færa rök fyrir því að þeir hafi verið bestir? Þunnildi og röfl segi ég nú bara.
7. Í tölfræði er augljóst að Sverrir hefur numið sín fræði hjá Dananum Lomborg(tengist kanski dálæti hans á dönskum fasistum). Af hverju síðustu 10, af hverju ekki tólf, þá ríkur hlutfallið upp í 5/12 úr 3/10. En þar sem stökin eru svona fá, einungis 16 talsins þá er aumkunarvert að reyna að sleppa þeim sem ekki henta manni. 7/16 er staðreyndin.
8. Umfjöllunin um hið forna ríki var nú einungis hliðarspor en í upplýsingum frá FIFA eru heimsmeistarar 1954, 1974 og 1990 skráðir West Germany. Í keppnum eftir það er talað um Germany. En þetta er þó tilgangslaus útúrdúr.
9. Og bara til að mótmæla síðasta liðnum. Víst, á móti skítlegum frökkum og ítölum má halda mað Þjóðverjum. Hamann er kúl og krikket líka.
Óli Njáll 17:20| link
Boltabull
Á fáum hef ég minna álit á þegar kemur að knattspyrnu en Sverri Jakobssyni og eru fyrir því tvær ástæður. 1. Hann er Frammari og 2. hann vill ekki hafa tæklingar í fótbolta sem er jafngáfulegt og að spila fótbolta án bolta. Að sama skapi gef ég lítið fyrir umfjöllun hans um hm. Og nú verða liðir raktir í sömu röð og hjá sveppnum:
1. Hrokafullir evrópumenn eru í flestum tilvikum bestir í boltanum.
2. Hvað getur talist jákvætt við fasíska ríkisstjórn Danmerkur er mér gersamlega hulin ráðgáta.
3. Argentína og Brasílía eru ævinlega með góð lið og spila skemmtilegan bolta, önnur ameríkulið valda iðulega vonbrigðum, dæmi Kólumbía 94. Að tala um óverðskuldaðan árangur annara ameríkuþjóða er augljóst bull.
4. ok, sammála.
5. Suður-Afríka er í góðum málum og taplausir enn á hm með 4 stig. Hvernig einhver hefur farið flatt að veðja á þá skil ég ekki alveg. Senegal er annað dæmi um afríkulið sem stendur sig vel(enda með 2 liverpool menn innanborðs), þeir hljóta landfræðilega að vera flokkaðir líkt og Nígería enda liggja löndin ca. á sömu breiddargráðu.
6. Í knattspyrnuheiminum er Portúgal ekki smáþjóð og það kæmi ekki nokkrum manni með vit á knattspyrnu á óvart þótt þeir kæmust í undanúrslit.(þótt þeir séu að gera sitt besta við að klúðra sínum málum)
7. Hollendingar eru ekki með en stóðu sig alveg fantavel á síðasta hm.
8. í 7 af 16 skiptum sem hm hefur verið haldin hefur þjóð unnið sem ekki hefur unnið áður. Þetta gerðist síðast árið 1998. Það er nærri því annað hvert skipti. Þess má jafnframt geta að Þýskaland hefur aldrei orðið heimsmeistari, einungis hið forna ríki V-Þýskaland.
9. Gegn skítaliðum líkt og Frökkum og Ítölum má halda með hverjum sem er, jafnvel Þjóðverjum. Hamann er kúl.
jæja, þá er ég búinn að blaðra um gersamlega tilgangslausa hluti sem benda til að ég viti ekkert hvað ég á af mér að gera. Best að halda áfram að horfa á Pólverjana tapa.
Óli Njáll 12:57| link
------------------
9.6.02
Svona fór um sjóferð þá.
Óli Njáll 23:34| link
Ble
Undarlegir dagar líða hjá en lífið heldur víst áfram. Hvað ég hef gert af mér undanfarin kvöld hefur fólk getað lesið á hinum ýmsu bloggsíðum og óþarfi að bæta einhverju við hér. Nema ef kanski væru stórgóð ummæli Stefáns í gærkvöldi: "Við eigum ekki að hleypa Falun Gong inn í landið. Þeir geta bara mótmælt heima hjá sér."
Óli Njáll 15:15| link
------------------