{ Óli Njáll - keikodude@hotmail.com }

[ Naggur | ASAT | UVG | Múrinn | Praxiteles | Gamalt ]

[ Húgó | Thors | Fimmtudagur | Ármann | Sverrir | Hilma ]

[ Kolla | Sigfús | Jóhann | Bendt | Steinunn | Linkur vikunnar ]

6.6.02

Jæja
Lífið er steikt þessa dagana. Aðstæður sem ég ræð ekki við virðast stjórna ferðinni og ég er alveg utan við mig. Næstu dagar verða eflaust ekki skemmtilegir, þar sem lífið mun snúast um óvissu og bið eftir atburðum sem maður veit að munu gerast en vildi samt glaður vera án. Maður reynir þó að dreifa huganum og hugsa eitthvað jákvætt en það er bara ekki að virka. Reyndi t.d. fótbolta áðan en var kolómögulegur, kolbrjálaður í skapinu og endaði með rautt spjald eftir að hafa jarðað einn andstæðinginn. Tókst einnig að klessa bílinn minn í dag í 163 skipti á ævinni. Sem betur fer verður viðgerðin ekki dýr enda myndi andlegt ástand mitt ekki taka því vel. En hve dagarnir voru skemmtilegri þegar gulur ópall, hraun, smarties, kókapuffs eða lítil kók í gleri, bréfbátar og rommýspil gátu gert kraftaverk og allt lék í lyndi. En sennilega verður hér lítið um uppfærslur næstu dagana ef þá nokkrar. Á meðan, lifið heil.
Óli Njáll  22:08| 
link

Bjartasta vonin
Það er ljóst að Þór Steinarsson á bjarta framtíð í krikket enda rústaði hann mér í fyrsta over og negldi tvisvar í stumpsið hjá mér. Ég náði þó að klóra í bakkann eftir því sem á leið, ég var nefnilega alls ekki að finna mig í byrjun í þessu outfitti. mjög svo fyndin tilfinning. En krikket var ofurkúl og aumingja þeir sem fórnuðu krikketi fyrir óæðri viðfangsefni. Ég stefni á hm 2003
Óli Njáll  00:45| 
link
------------------

5.6.02

Ó jú
Maður verður nú að skella inn einum link á hetjuna
Kollu sem bloggar nú sem óð sé.
Óli Njáll  19:58| link

8,5
jæja, loksins kom einkuninn í M2 og var það 8,5. Alveg ásættanlegt en því miður voru tveir með 9 þannig að 3 sætið er mitt hlutskipti. Meðaleinkunn mín helst því 8,5.
Óli Njáll  19:54| 
link

Krikkari
jæja, það er krikkari á eftir. Veðrið er reyndar fremur hvasst en svo lengi sem ekki rignir er allt í góðum gír. Núna er ég samt hálf þreyttur eitthvað. Best að éta eitthvað kjarngott í kvöldmat. Og nú sagðist mútta ætla að elda hamborgara. Nammi, namm.
Óli Njáll  19:41| 
link

Skítlegt eðli
Menn sem fórna krikketi fyrir auman innanhúsfótbolta hljóta að liggja undir grun um skítlegt eðli.
Óli Njáll  14:23| 
link

Jæja
Ef einhver bloggari spyr mann hvert passwordið sitt sé á blogger, hversu mikið segir það um þann bloggara??? Hér verða sko engin nöfn nefnd.
Óli Njáll  14:16| 
link

Detti mér allar
Jæja, kanski er von að einhvern tímann verði fánapistlar Stefáns Pálssonar góðir. Sá nýjasti er allavega mjög í áttina þó auðvitað leiðist drengurinn út í bloggstílinn á köflum og þá sérstaklega í endanum sem er óttalegt bull. Bloggið á að skilja eftir á hinni rómuðu bloggsíðu "um tilgangsleysi allra hluta" en ekki draga það inn á Múrinn þar sem byltingin er engann veginn tilgangslaus og á því ekkert skylt við bloggið hans Stefáns. Ég ætla þó að gefa Stefáni prik(jafnvel 3 prik með 2 snúðum) fyrir framfarir í fánapistlum. Batnandi mönnum er best að lifa.

En fótboltinn var hressandi áðan. Að venju töpuðum við, að þessu sinni 4-2. Það tengist sennilega því að við spilum í Laugardalnum þar sem andi Framara svífur yfir vötnum og virðist hafa áhrif á getu okkar. Ég tel mig hafa átt ágætan leik, var í marki í fyrri hálfleik og fékk á mig tvö mörk, gat lítið gert við þeim báðum en ég er samt altaf fúll þegar ég missi boltann inn í maður á móti manni stöðu enda er ég nokkuð sleipur í því að hirða þannig bolta. Í síðari hálfleik fór ég svo á kantinn og átti þar nokkra spretti, meðal annars skot sem var bjargað á línu og einn magnaðan sprett upp kantinn þar sem andstæðingarnir sáu sér ekki annað fært en að brjóta á mér eftir að ég fíflaði 2 vesalinga í vörninni. Já, ég er nokkuð seigur.
Óli Njáll  00:11| 
link
------------------

4.6.02

Hrista af sér slenið
Nú liggur einhver doði yfir manni. Best að kíkja í fótbolta til að hrista af sér slenið og fá smá útrás. Þessi dagur hefði þótt mátt vera mun skemmtilegri.
Óli Njáll  20:56| 
link
------------------

3.6.02

Dagur
Jæja, eftir strangan en ekki langan vinnudag(8 tímar, það er yfirvinnubann í Hagkaup) og kvöldmat skrapp ég í Ræktina. Ákvað að fara einn í fyrsta skipti í marga mánuði áður en ég legg í Lambkálann sem hefur víst hamast eins og geit að undanförnu. Og djö hvað ég er orðinn feitur og slappur. Ég er búinn að þyngjast um 2 kíló, arg. Þar sem ekki kemur til greina að minnka þyngdir í neinum æfingum þá er ég alveg að drepast núna. Kraftur minn hefur hrunið síðan ég mætti síðast,(sem var einhvern tímann fyrir brunann mikla). Það er ljóst að það verður að gera eitthvað í þessu. Spurning um að bryðja afganginn sem ég á af kreatíninu. Það var aftur á móti fámennt í Ræktinni. Þó var Ómar Ragnarsson á svæðinu og Þórdís handboltagella. Úff, hvað hún er sæt. Einbeitingarskortur háir manni í návist þeirrar gyðju. Á morgun er planið svo fótbolti. Á miðvikudaginn er svo stefnan að fara í Ræktina aftur, jafnvel með stórmenninu. Svo er vonandi krikket í vikunni. Krikket er kúl.
Maður dagsins hlýtur svo að vera hann Marínó sem gaf Hilmu sinni uppskriftabók. Ég trúi ekki öðru en að það þýði að Hilma bjóði manni í kaffi og köku á næstunni. Annars verð ég nú mjög svo móðgaður.
Óli Njáll  23:58| 
link

Netvæddir útkjálkar
Jæja, þá hefur
Comrad Sigfús afsannað þá kenningu að internetið nái ekki til útkjálka staða eins og Þistilfjarðar(þaðan sem góðir húsgangar koma). Hlýtur þá eðlilega að vakna spurningar um netvæðingu annara afkima landsins t.d. þessa staðar hér. En fyrst að þessi staður hefur heimasíðu þá er hann væntanlega netvæddur. Það á þó augljóslega ekki við um suma íbúana.
Óli Njáll  19:52| link

ó jú
Tengill vikunnar virkar ágætlega hjá mér.
Núna er hádegismatur. Eftir að hafa fengið vondan Euro reikning fer ég nú heim í hádeginu til að sleppa við að kaupa mér að borða. Horfði aðeins á Ítalíu Ekvador í leiðinni. Ekki var það mikil gleði enda vantar eina skemmtilega ítalann í hópinn. Já, ég er að tala um meistara Baggio.(Roberto ekki Dino). Ítölum óska ég alls hins versta enda eru þeir fúlmenni hin mestu. Brassar unnu víst Tyrki í morgun. Það eru blendnar tilfinningar. Alltaf hefur mér líkað ágætlega við Brassana en sem formaður ASAT held ég líka svoldið með Tyrkjum.
Í dag ætla ég svo að kaupa mér linsuvökva.
Óli Njáll  14:25| 
link

Sól
sól,sól, skín á mig. Ekki sniðugt þegar maður þarf að fara í vinnuna. Eiginlega bara mjög vont mál. Annars verður eflaust ekki gaman í vinnunni í dag. Eftir 4 daga frí mitt er mitt svæði eflaust í rúst.
Óli Njáll  09:44| 
link

Bjánar
Nóg er til af þeim og þeir eru ekki kúl.
Óli Njáll  00:47| 
link
------------------

2.6.02

Linkur vikunnar
Það er að sjálfsögðu flottasta íþróttafélag landsins, Krikketklúbburin Kylfan. Því krikket er kúl!!!!!!!!!!
Óli Njáll  22:46| 
link

Boltaleti
Það er merkilegt hvað ég er eitthvað áhugalaus fyrir HM núna. Kanski er fótboltaáhugi minn að minnka, ég hef tekið eftir nokkuð sterkri þróun í þá átt að undanförnu, t.d. horfi ég nær einungis á Liverpool leiki sama hvort um er að ræða enska boltann eða evrópukeppnina. Kanski er maður að eldast og þroskast, hver veit? Nei, sennilega ekki, eflaust bara tímabundið ástand. Ég á eflaust eftir að glápa aðeins á HM en hingað til hef ég aðeins horft á einn leik(England-Svíþjóð) og mér eiginlega hálfleiddist og lagði mig í hálfleik og missti svo af fyrsta korterinu í seinni hálfleik. Sé eiginlega ekkert eftir því. Ég er ekki að átta mig á þessu.
Í fyrsta skipti í langan tíma fór ég með nýkrýndum ellilífeyrisþeganum Brynjólfi í bíltúr. Að sjálfsögðu stoppuðum við á Bæjarins beztu og fengum okkur pulsu. Pulsur eru góðar. Í tilefni sjómannadagsins var einnig kíkt niður á höfn og keyrður þar einn hringur. Það er eitthvað heillandi við togara, ég væri alveg til í að kíkja eins og einn túr á togara. Alvöru vinna og masse penge. Eflaust þó leiðinlegt til lengdar, ekki skemmtileg tilhugsun að hafa það að ævistarfi.
Óli Njáll  22:44| 
link

1-1
Englendingar gerðu bara jafntefli við Svía og mega bara teljast sáttir við það enda voru þeir grútlélegir í seinni hálfleik. Ég hafði mig í það að vakna til að horfa á leikinn en sé eiginlega eftir því. Endalaus leiðindi og miklu sniðugra hefði verið að sofa lengur.
Í dag er ég ekkert þunnur, sennilega því ég drakk ekkert mikið. Drakk bara 2 bjóra, sex on the beach og rauðvín. Það er ekki mikið, samt alveg mátulegt. Að skemmta sér vel og sleppa við timburmennina er mjög góð blanda. En bíllinn minn er víst enn á Grand hótel. Hef áhyggjur af því seinna. Honum lýður eflaust vel þar. Verst að þar á ég pepsi flösku sem nú fúlnar í fjarveru minni.
Hvað skal gera í dag, liggja í leti hljómar mjög vel. Þeir sem hafa sniðugar tillögur geta þó haft samband í síma 8994979. Æ ég hef ekkert að segja fleira held ég.Nema það að Sri Lanka eru í vondum málum. Best að leggjast á bæn og vonadst eftir kraftaverki.
Óli Njáll  13:19| 
link

Ó, þið aumu íslensku netmiðlar!!!
Vísir fjallar um Travis í gær, sjá
hér. Hvílíkir bjálfar, lagið why does it always rain on me er að sjálfsögðu af plötunni the man who sem út kom árið 1999 en ekki af the invisible band. Það breytir þó ekki því að maður getur vel hugsað sér að skella sér á tónleikana 4. júlí. Travis eru snigld.
Óli Njáll  04:26| link

Blogg
Ha, nokkuð magnaður titill á bloggi:) já ég er fullur það er rétt til getið. Nú er söguþingið búið og ég er kominn heim og blogga. Það er búið að vera mikið stuð undanfarna daga, t.d. var kvöldið í kvöld mjög jákvætt og maður kvöldsins tvímælalaust Helgi Þodláksson sem var magnaður sem veislustjóri og sýndi tilþrif á dansgólfinu í beinu framhaldi. Húsgangur kvöldsins er að sjálfsögðu húsgangur úr Þistilfirði. Hann verður þó að sjálfsögðu ekki birtur hér og verða lesendur bara að velkjast í vafa um innihald hans. Ha ha, hí á ykkur. Annars átti
Steppi(rímar við Sveppi) mjög góða ræðu og gamli grunnskólakennarinn minn Guðmundur Jón Guðmundsson átti góða spretti sem Jón Sigurðsson. Hann gengur víst undir nafninu Gvendur litli Jaki hjá sagnfræðingum. Hversu heimskulegt er það þegar maðurinn er þekktur af fleiri þúsund manns undir nafninu Gummi Brjál sem tvímælalaust er miklu flottara?
Jamm, á morgun spila Englendingar, ég ætla að vakna og horfa á Owen sigra svía 2-0, setur sko bæði mörkin kallinn.
Kolla er víst bara kominn úr Hellisfirðinum. Hann er sko við Norðfjarðarflóa en það er nú almennur fróðleikur.
Óli Njáll  04:19| link
------------------




Powered by Blogger