{ Óli Njáll - keikodude@hotmail.com }

[ Naggur | ASAT | UVG | Múrinn | Praxiteles | Gamalt ]

[ Húgó | Thors | Fimmtudagur | Ármann | Sverrir | Hilma ]

[ Kolla | Sigfús | Jóhann | Bendt | Steinunn | Linkur vikunnar ]

31.5.02

Blómabull
Hinn 64 ára gamli Brynjólfur Fulgenrung getur nú engann veginn talist vera í blóma lífsins þótt að félagsstarf eldri borgara sé eflaust skemmtilegt:)
Óli Njáll  19:19| 
link

Murali
Sri Lanka er að skíttapa móti Englendingum. Þótt aðeins tveir dagar séu búnir af testinu þá er það augljóst mál, kraftaverk þarf til að þeir nái jafntefli. Eitt ljós er þó í myrkrinu, sjálfur Muttiah Muralitharan er kominn aftur og er sá eini sem bowlar af viti hjá Sri Lanka 44 over fyrir 105 og auk þess 4 wicket fallin. Aðrir eru að klúðra. Þeir eru ansi aumir, restin af bowlerum Sri Lanka. En hvað með það, krikket er kúl.
Óli Njáll  19:14| 
link

Þing
Í dag er söguþing og nú stendur yfir hátíðarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar sem að þessu sinni er haldinn af Jurgen Kocka. Hmmm, og á sama tíma er ég að blogga. Eitthvað gruggugt við það. Já, ég flúði sökum leiðinda. Annars er þingið búið að vera hið ágætasta og þá sérstaklega tæknisögumálstofan. Á eftir eru svo einhverjar móttökur þar sem maður fær vín. Gott mál.
Óli Njáll  17:04| 
link

Kúl
Huginn er ekki að ná þessu þannig að ég segi þetta einu sinni enn. Krikket er kúl!!!!!!
Óli Njáll  17:02| 
link
------------------

30.5.02

Af aumingjabloggurum
Nýjustu fréttir herma að mh-ballið hjá
Sigfúsi hafi fallið niður og Kolmunninn sé kominn úr Hellisfirðinum. Altaf gott að fá nýjustu fréttir beint í æð.
Óli Njáll  19:05| link

Svar
Huginn er alveg laus við að vera kúl.
Óli Njáll  19:03| link

Matur
Þá er maður kominn af setningu söguþingsins. Hvað skyldi hafa borið hæst þar? Jú, forsetinn drap meirihluta gestanna úr leiðindum, Gvendur Jóns var ofvirkur í ræðustól og virtist hafa það eina markmið að koma ræðunni út úr sér á sem stystum tíma, erlendu gestirnir voru lítt áhugaverðir eða öllu heldur sögðu fátt áhugavert, maturinn var góður og maður fékk bók. Semsagt gott mál, í kvöld ætla ég svo að vera latur, fara í fótbolta kanski.
Óli Njáll  18:54| 
link

Þing
Brátt hefst söguþingið ógurlega og þangað liggur leið mín núna. Þarna verður eflaust mikið stuð og stemming og margt skemmtilegra viðburða. Mér hlakkar til.(þetta er viljandi til að Ármann geti bölsótast yfir málfræðivankunnáttu minni).
Óli Njáll  14:51| 
link

Erfitt
Það er erfitt að vakna, ég gerði tilraun til að vakna hálf sjö i morgun til að fara í ræktina með Lambkála en sofnaði mjög svo auðveldlega aftur og vaknaði korter í níu. Jæja, engin rækt sumsé í dag en samt er fótbolti í kvöld þannig að einhverja hreyfingu fær maður.
Óli Njáll  12:00| 
link

LBW
Í ljós hefur komið að ég er náttúrutalent í krikket. Ég var ekki búinn með mitt fyrsta over sem bowler þegar ég náði mínu fyrsta wicketi á lbw.(legged before wicket) og var það eina wicketið sem náðist á krikketæfingunni í kvöld. Reyndar rakst ég sjálfur í stumpsið þegar ég var að batta síðar og voru það einu stumpsarnir sem féllu. Eg fékk þó séns enda nýgræðingur. En minn frami verður sem bowler held ég. Ég þarf núna bara að verða mér úti um vídeó af Murali og læra að spinna eins og brjálæðingur. Annars er krikket erfiðara en það lítur út fyrir. Þessi bolti er skuggalega lítill og erfiður til grips. Þó vorum við bara með einhvern softball en ekki alvöru djöful sem er harður fjandi og brýtur hendur og putta á mönnum. Jæja, krikket er kúl.
Óli Njáll  00:46| 
link
------------------

29.5.02

sdfsdfs
Óli Njáll  19:13| 
link

Jæja
ætli bloggar publishi núna. spurning?
Óli Njáll  19:12| 
link

helvítis drasl
Óli Njáll  13:48| 
link

Blogger djöfull
Blogger er eilíflega með vesen, birtir bara færslur þegar honum sýnist. Hann mun sko falla í byltingunni!
Óli Njáll  11:17| 
link

Bruni
Ég er með fjandans brunasár á vinstri hné og hægri olnboga eftir fótboltann í gær. Það er ekki gott mál.
Óli Njáll  11:12| 
link
------------------

28.5.02

Bað
Fór í bað áðan í fyrsta skipti í langan tíma. Þessi setning hljómar kanski ekkert voðalega vel en ég er sturtumaður vanalega og fer því aldrei í bað, svona ámóta og ég er ekkert voðalega hrifinn af sundlaugum. Fiskar synda í vatni, ekki menn. Annars var baðið afskaplega afslappandi, ég var nefnilega alveg búinn og lurkum laminn eftir hagkaupsboltann áðan. Var í marki og hafði heldur betur nóg að gera enda töpuðum við 4-1. Samt sem áður get ég fyllilega sagt að ég hafi verið besti maður liðsins ásamt gamla vinnufélaga mínum honum Ólafi Ólafssyni. Tók ca. 20 færi maður á móti manni auk þess að æði oft út úr teignum og stöðva sóknir. Jamm, ég er nokkuð lunkinn í markinu. Reyndar átti ég líka nokkur skrautleg tilþrif eins og t.d. úthlaupið þar sem ég hitti ekki boltann og senterinn hjá hinum var næstum búinn að ná honum fyrir opnu marki. Reddaði því þó með skriðtæklingu.
Á morgun er svo stór dagur í íslenskri íþróttasögu, dagurinn þar sem ég tek í krikketkylfu í fyrsta skipti. Það verður eflaust ofurmikið stuð. Ég er held ég sé næsti Sachin Tendulkar. Nei, ég sennilega meira svona Sangakarra, ég held ég verði góður wicketkeeper.
Senn líður að söguþingi, það verður rokk.
Óli Njáll  23:54| 
link

8,0
Jæja, þar kom að því að Helgi skilaði af sér. 8,0 er mín einkunn í Íslandssögu 1 og er það allt í lagi miðað við að ég gerði ekkert í þessum tímum, lærði ekki, mætti allslaus í tíma, svaf í tímum, eyddi 3 dögum í lestur og vann ritgerðina mína hroðvirknislega. Þá á maður bara eftir að fá frá Önnu og Gvendi í M2, ég vonast eftir 8,5 þar.
Óli Njáll  19:18| 
link

Amnesty röflar
Á leiðinni heim úr vinnunni hlustaði ég á viðtal við framkvæmdastjóra Amnesty á Íslandi. Þetta var nú meiri bjálfinn sem hefur hlustað of mikið á amerískan fréttafluttning enda hélt blessuð konan því fram að baráttan fyrir mannréttindum væri enn mikilvægari eftir 11. september. Er ekki allt í lagi í kolli sumra? Hvers vegna er mannréttindabarátta mikilvægari eftir 11. september. Mannréttindabarátta var mikilvæg fyrir og er jafn mikilvæg eftir. Þann 11. september voru vissulega framdir skelfilegir glæpir en mannréttindi og baráttan fyrir þeim breyttust ekkert þennan dag. Fólk sem heldur slíku bulli fram fellur fyllilega undir þá góðu skilgreiningu "Fólk er fífl"(gæti verið skammstafað FEF og er kanski náskild FOF stefnunni)
Óli Njáll  19:12| 
link

Haha
Stebbi fær stóran plús fyrir að ná að móðga Katrínu með hreinskilni. Merkilegt samt hvað daman er hörundssár, að væla yfir þessu gerir þetta bara allt enn fyndnara.
En hvað á ég að bralla í dag, 3 klukkutímar eftir af vinnu og svo er ég að hugsa um að skella mér í ræktina og síðan í fótbolta með Hagkaup. Reyndar er Hagkaupsliðið alveg arfaaumt þessa dagana enda hef ég aðeins spilað einn leik með liðinu, þann leik gáfu andstæðingarnir þegar fréttist af komu minni. En í hreinskilni talað vantar aðalmanninn Pétur nokkurn Svansson sem einnig leikur með Leikni, sá drengur er bara allt of góður fyrir svona fyrirtækjabolta. Samt gaman þegar þannig gaurar eru með manni í liði.
Ég á enn eftir að koma með ferðasöguna frá London:(
Óli Njáll  15:10| link

Vinstri menn rúla í bloggheimum
Já, ekki datt mér í hug að fara að bera á móti þeirri speki í morgunútvarpinu. Reyndar væri réttara að segja að allir góðir bloggarar eru vinstrimenn heldur en að vinstrimenn séu fjölmennari. Nóg er til af aumingjabloggurum.
Óli Njáll  11:27| 
link

Fyrirsjáanlegasta færsla dauðans
Já, ég var uppi í útvarpi í morgun að fjalla um bloggið, nánar tiltekið hjá þeim Svanhildi og Magnúsi á Rás 2 ásamt
bleikum ketti. Held ég hafi alveg komist skammlaust frá þessu þó að vissulega finni ég mig betur þegar lyklaborðið skýlir mér. Tókst að sjálfsögðu að koma inn plöggi fyrir uvg síðuna á mjög augljósan og áberandi hátt, gott mál það.
En djöfull á maður ekki að vakna klukkan 6:30 á morgnanna, það er bara banvænt. Ég á eftir að falla niður dauður í vinnunni í dag. En koma tímar koma ráð, nokkrir bollar af kaffi ættu nú að geta reddað málunum.
Óli Njáll  09:16| link
------------------

27.5.02

Enn fyndnara
"Björn Bjarnason oddviti minnihlutans í borgarstjórn". Ég held áfram að hlægja mig máttlausan.
Svo er ég að fara upp í Rás 2 í fyrramálið, allir að stilla á 90,9 klukkan 7:30. Hvurn fjárann er ég að álpast í útvarpið og röfla um blogg? Ekki hugmynd, ég hef í raun ekkert að segja, ég er blaðrarabloggari. Blaðra mikið um ekki neitt og af einhverjum óskiljanlegum ástæðum nennir fólk að lesa þetta. En hvað með það, ég þarf sumsé að vakna ofursnemma í fyrramálið. Það er ekki nógu jákvætt mál. En þetta verður eflaust ágætt. Þarna verða víst einnig Siggabeib og Viðar Pálsson sem af einhverjum ástæðum vill kalla sig kött. Óskiljanlegt þar sem kettir eru skaðræðis skepnur og einungis nýtanlegir til átu. Jæja, best að fara gera ekkert af viti og fara svo snemma að sofa. Ég svaf ekki mikið síðustu nótt, gæti tengst því að ég vaknaði klukkan 17 í gær.
Óli Njáll  23:57| 
link

Fyndið
Hversu fyndið er það að heyra fréttamenn tala um: "Björn Bjarnason borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins"?
Óli Njáll  19:47| 
link

Vinnuvæl
Ég er búinn að sjá það að ég hef verið of lengi í búðabransanum. Ég er engann veginn að nenna þessu lengur. Eftir 8 ár hef ég ákveðið að snúa mér að öðrum verkefnum. Næsta vetur verður sko enginn ég í Hagkaup(sem er augljóslega mjög slæmt fyrir þá). Ég er þó að fara í nokkuð skondið verkefni núna í vinnunni en ég á að sjá um Lífsins Lind sem er svona heilsukjaftæðisdót. Ég er í þjálfun núna og Erna sem er að hætta þarna reynir öðru hverju að fræða mig um hollustu hinna ýmsu undarlegu efna(sem augljóslega er allt bara bull), sá fróðleikur fer inn um annað og út um hitt. Ég hef ekki minnsta áhuga á svona lífrænum heilsuvörum, þetta er allt saman krapp. Máli mínu til stuðnings bendi ég á afa gamla sem hefur náð háum aldri, 95 ára í ár, og ennþá alveg skýr. Hann álítur sko að smjör eigi að vera uppistaðan í heilbrigðu matarræði og neftóbak sé allra meina bót. Já, við Njallarnir blásum á lífrænu geitarplebbana enda eru það allt saman lúðar.
Óli Njáll  19:34| 
link

Matur
jæja, þá er hádegismatur hjá mér. Hvað á ég að bralla núna? hef ekki hugmynd. Kanski fá sér að borða. Það gæti verið sniðugt. Já, ætl það sé ekki bara ágætt.
Óli Njáll  14:11| 
link

G
Fór á Ali G áðan. Tóm þvæla frá upphafi til enda en á marga mjög góða spretti og ég hló mjög mikið. Semsagt, gott mál. Annars kíktum við Þórir í miðbæinn áðan. Augljóst er að r-listinn er nú þegar að gera góða hluti enda var hvorki rusl né skítafýla í bænum(eins og d-listinn vældi svo mikið yfir). Ætli þetta hafi allt breyst á einum degi eða voru d-listamenn bara að væla tóma vitleysu? Ætli það ekki bara, ámóta og "umhverfisslysið" á Geldingarnesinu.
Óli Njáll  01:37| 
link
------------------

26.5.02

Bloggari dauðans
Já, Ármann hefur ekkert bloggað í dag. Ætli það tengist ekki því að hann er búinn að vera í fagnaðarvímu með Haraldi Erni í allan dag? Ármann hlýtur að hafa fagnað sinni hetju í dag.
Óli Njáll  20:33| 
link

Vefur vikunnar
Það er r-listavefurinn sem varð fyrir valinu. Af hverju? Jú, hann sýndi ásamt restinni af kosningabaráttu r-listans að sama hversu aumir vinstri menn eru í borginni þá er íhaldið enn aumara.
Óli Njáll  18:43| 
link

Daginn eftir
Það er náttúrulega deginum ljósara að kosningarnar í gær voru ömurlegar, já virkilega misheppnaðar. Vg var ömurlegt á öllum stöðum nema Skagafirði þar sem árangurinn var mjög svo fínn. Akureyri slefaði inn manni en það var samt ömurlegt hvernig fylgið hrundi af flokknum eftir því sem á leið baráttuna. Einnig er sorglegt á hversu mörgum stöðum okkur vantar bara ca. 2% til að slefa inn manni. Hafnarfjörðurinn er náttúrulega ekki eðlilegt ástand enda myndaðist einhvers konar múgsefjun í kringum samfylkinguna og jafnvel Brynjólfur Flygenring kaus Lúlla Geirs. En það gengur bara betur næst.
Í gær var ég svo alveg haugafullur enda tók ég þann pól í hæðina strax og fyrstu tölur tóku að berast að mikil þörf væri á víni í miklu magni. Ég held samt að ég hafi hagað mér ágætlega, fyrir utan það að ég tók upp á því að hringja í eitthvað fólk og röfla í símann eintóma vitleysu, ég bið þá alla afsökunar. Einnig átti ég í mjög áhugaverðum samræðum við Jónsson og frú Pálsson um það hvort byltingin þyrfti að vera blóðug eða með blómum. Ég studdi að sjálfsögðu blóðugu byltinguna enda eru sumir bara ekki hæfir til að lifa í réttlátu samfélagi. En eftir partý í Hafnarfirði og hjá Janusi var farið á 22 þar sem leiðindaframsóknarmenn eiðilögðu djammið. Seint um kvöld ákvað ég svo að labba heim í góða veðrinu og stúdera hvað hefði farið úrskeiðis í kosningunum, það var langur göngutúr.
Ég vaknaði klukkan hálf fimm, ég á ekki eftir að sofna í kvöld:(
Óli Njáll  18:27| 
link
------------------




Powered by Blogger