Vefur vikunnar
Það er r-listavefurinn sem varð fyrir valinu. Af hverju? Jú, hann sýndi ásamt restinni af kosningabaráttu r-listans að sama hversu aumir vinstri menn eru í borginni þá er íhaldið enn aumara.
Óli Njáll 18:43| link
Daginn eftir
Það er náttúrulega deginum ljósara að kosningarnar í gær voru ömurlegar, já virkilega misheppnaðar. Vg var ömurlegt á öllum stöðum nema Skagafirði þar sem árangurinn var mjög svo fínn. Akureyri slefaði inn manni en það var samt ömurlegt hvernig fylgið hrundi af flokknum eftir því sem á leið baráttuna. Einnig er sorglegt á hversu mörgum stöðum okkur vantar bara ca. 2% til að slefa inn manni. Hafnarfjörðurinn er náttúrulega ekki eðlilegt ástand enda myndaðist einhvers konar múgsefjun í kringum samfylkinguna og jafnvel Brynjólfur Flygenring kaus Lúlla Geirs. En það gengur bara betur næst.
Í gær var ég svo alveg haugafullur enda tók ég þann pól í hæðina strax og fyrstu tölur tóku að berast að mikil þörf væri á víni í miklu magni. Ég held samt að ég hafi hagað mér ágætlega, fyrir utan það að ég tók upp á því að hringja í eitthvað fólk og röfla í símann eintóma vitleysu, ég bið þá alla afsökunar. Einnig átti ég í mjög áhugaverðum samræðum við Jónsson og frú Pálsson um það hvort byltingin þyrfti að vera blóðug eða með blómum. Ég studdi að sjálfsögðu blóðugu byltinguna enda eru sumir bara ekki hæfir til að lifa í réttlátu samfélagi. En eftir partý í Hafnarfirði og hjá Janusi var farið á 22 þar sem leiðindaframsóknarmenn eiðilögðu djammið. Seint um kvöld ákvað ég svo að labba heim í góða veðrinu og stúdera hvað hefði farið úrskeiðis í kosningunum, það var langur göngutúr.
Ég vaknaði klukkan hálf fimm, ég á ekki eftir að sofna í kvöld:(
Óli Njáll 18:27| link
------------------