Ferðasagan...
...kemur síðar. Það verður sennilegast nokkuð langt blogg og ég nenni ekki að skrifa hana núna. Ég get þó stolltur sagt frá því að ég hélt upp á heimkomuna með því að gera nákvæmlega ekki neitt í dag.
Annars er jákvætt að koma heim og sjá að Vg er að sópa að sér fylginu í Kópavoginum, ég spái að HafnarfjarðarHúgó nái samt enn betri árangri í könnuninni sem mér skilst að komi á morgun. R-listinn er með skitu og ekki ætla ég að skeina honum. Ef þeir geta ekki hagað sér eins og menn þá mega þeir bara tapa mín vegna. Pólitíkin er skemmtileg.
Ýmsir bloggarar hafa verið latir meðan ég var úti. Svo virðist sem ég þurfi að hafa svipuna á fólki. Nenni því samt ekki og letibloggarar verða bara að vera það í friði.
Ekki get ég látið það liggja milli hluta að skella inn link á Kollu sem ku vera að búa til nýja heimasíðu. Ég stend að sjálfsögðu við mína spá um að sú síða muni ekki klárast í sumar og heiti veglegum verðlaunum ef henni tekst að brjóta bölvun mína á bak aftur. (þessi partur af færslunni er einungis fyrir þá fjölmörgu sem hafa undrað sig á óheyrilegum fjölda linka á Kollu undanfarnar vikur, já ekki bregast ég aðdáendum mínum)
Jamm, talandi um vegleg verðlaun. GDR svaraði getrauninni hér um daginn rétt. Þetta var að sjálfsögðu úr kvikmyndinni The last Boyscout. Í verðlaun fær hann tóma beyglaða 2lítra pepsi max flösku og getur hann vitjað vinningsins heima hjá mér. Ég skal jafnvel hella upp á kaffi.
Nú ætla ég að kíkja á Þóri. Þórir fær engann link núna.
Óli Njáll 23:39| link
I'm back
Fréttir herma að ég sé snúinn aftur á frónið. Slíkt hlýtur að teljast mikið gleðiefni fyrir land og þjóð en kanski minni gleði fyrir mig sjálfan þar sem ég gæti alveg verið lengur í London. Nánar um það síðar.
Óli Njáll 02:05| link
------------------