haha
Hver vann formúluna????? Annars var þetta svakalegur árekstur hjá Heidfeld og Sato. Ég er með þá kenningu að greyið Sato sé bara dauður. Það var allavega lítið eftir af bílnum. Annars ótrúleg heppni hjá Montoya að sleppa við þetta. En best að fara að rúlla af stað, hirða plaggöt hjá Hugni og rúnta með Jónssyni einhvert að líma. Gaman að því.
Óli Njáll 16:31| link
Sunnudagur
Sunnudagurinn í dag er góður dagur. Vaknaði sprækur klukkan 6 þegar að bróðurafstyrmið mitt hringdi í mig ofurmorgunglaður og skipaði mér að hundskast á fætur. Síðan var unnið til hádegis og nú er það formúlan, Schumacher mun taka þetta. Á eftir þarf ég svo að fara að plana Englandsferð og einnig ætla ég að lesa smá. Umfram allt ætla ég þó að njóta þess að vera í fríi og hafa það gott.
Gærkveldið var hið ágætasta, ýmsir góðir sagnfræðinemar komu saman og komust að því að stúdentakjallarinn var lokaður. Ekki létu menn það aftra sér og 22 var málið og í kjölfarið var haldið á Ara í Ögri þar sem hin ýmsu eðalmenni voru samankominn, nú gæti ég linkað á nokkra tugi bloggara en guð hvað ég nenni ekki að standa í því. Reyndar gerði ég þau afdrifaríku mistök að vera næstum edrú og í þokkabót á bíl. Það er náttúrulega lögmál að það er níðst á þeim sem er á bíl og heimferðin tekur mann óratíma með fullan bíl af skríl. (hey, þetta rímar)
jamm, nóg í bili. Best að fylgjast með Schumacher, hann er hetja.
Óli Njáll 13:09| link
------------------