{ Óli Njáll - keikodude@hotmail.com }

[ Naggur | ASAT | UVG | Múrinn | Praxiteles | Gamalt ]

[ Húgó | Thors | Fimmtudagur | Ármann | Sverrir | Hilma ]

[ Kolla | Sigfús | Jóhann | Bendt | Steinunn | Linkur vikunnar ]

16.5.02

Turisti daudans
Jamm, i dag er madur buinn ad vera heldur betur duglegur. Vid Lambkali vorum vaknadir klukkan half sjo i morgun og skelltum okkur i risaskodunarferd um London. Tad kostadi nu sitt, 55 pund a manninn med mat en tad var tess virdi. Westminster Abbey, Buckingham, sigling um Thames er allt saman snilld og Tower of London er enn meiri snilld. Eg gaeti eitt nokkrum dogum tar ad skoda, yndislegur stadur. Annars er London alveg yndisleg borg og eg er ad fila mig alveg i taetlur herna. Hingad mun eg flytjast sidar meir. Af krikketinu er tad ad fretta ad Sri Lanka hof leikinn med tvi ad batta og eru a godri siglingu, 289-3. Tad eru tvi likur a ad Englendingarnir verdi ad batta tegar vid forum a vollinn a laugardaginn, jafnvel sjaum vid baedi lidin batta, sem er natturulega ennta betra. Vedrid i London er magnad, 27 stiga hiti, blankalogn og glampandi solskin. London er nu tegar kominn med 4 Gudjona i einkunn og likleg til ad sprengja skalann a naestu dogum. London rokkar
Er eg netfikill er spurningin? Jamm, eg blogga her augljoslega a hverjum degi a einhverjum internetcafe sem nog er af i London. Tetta er stud!!!!!
Óli Njáll  17:50| 
link
------------------

15.5.02

London
Jaeja, ta er eg og hallur i london staddir nanar tiltekid a virgin netkaffinu. Buid ad vera mikid stud i dag en hapunktur dagsins er an efa oheyrilega langur gongutur okkar i gegnum london sem endadi a Lords cricket ground tar sem vid nadum okkur i mida a England vs. Sri Lanka. Tad er laugardagurinn sem verdur krikketdagur,eda 3 dagur testsins. Erum a besta stad i stukunni og fengum lika ad borga fyrir tad. En tetta verdur ofurstud. vedrid i london er sol og hiti, hotelid virkar mjog fint tott ad madurinn i upplysingunum se afskaplega furdulegur og viti ekkert i sinn haus. jamm, studid er i london. 'Afram Sri Lanka!
Óli Njáll  18:32| 
link

Bless
Jæja, síðasta blogg fyrir brottför. Ég er á leið í háttinn og búinn að pakka með dyggri aðstoð mömmu gömlu. Þarf að vakna klukkan 5 og halda svo út á völl. Tónleikarnir áðan voru fínir, tdh flutti splunkunýtt og gott efni en Heiða og heiðingjarnir voru krapp. Reyndar held ég að ég hafi móðgað Þór þegar ég yfirgaf svæðið og neitaði að kyssa hann bless. Ég stend þó fastur á þeim rökum sem ég notaði fyrir því. Ég vona þó að hann sé ekki sár.
Að lokum kemur hér játning fyrir Sverri og Ármann: Jóhann Þórsson er að sjálfsögðu ekki til. Hann er hugarburður brjálaðra manna innan uvg sem bjuggu til þennan karakter og skrifa greinar í hans nafni og halda úti bloggsíðu. Maðurinn sem þið hittuð í kvöld heitir í rauninni Eiríkur Pálsson og er leikari að mennt. En þar sem þið voruð farnir að trúa þessu eftir að hann sýndi ykkur fölsuðu skilríkin þá leyfi ég mér að hlægja að ykkur: hahaha:)
Nóg komið af röfli. Ég held til Lundúna og ætla að hafa gaman af. Hafið það gott á meðan. Kanski verður bloggað af einhverju netkaffi í london, það kemur bara allt í ljós.
Óli Njáll  01:32| 
link
------------------

14.5.02


Jæja, þá er bloggað á Hjarðarhaganum frá heimili Jóhanns Þórssonar þess þekkta byltingarseggs sem barðist víst hetjulega gegn ofurefli lögreglu í dag á leið sinni heim frá mótmælunum frægu við Hagatorgið. Hef ég eitthvað að segja? Nei, reyndar ekki. Ég var á myndlistarsýningu, listunnandin sjálfur. En nú er það byltingin.
Óli Njáll  22:25| 
link

Mótmæli á framandi tungu
Jæja, þá er búið að mótmæla nató. Ég mótmælti á tyrknesku með spjaldi sem Sveppi Kobb reddaði mér. Það er náttúrulega hámark snilldarinnar. Þarna gerðist samt fátt markvert, sömu mótmælahundarnir og venjulega mættir og allt fór fram eins og venjulega. Þarna hitti ég reyndar í fyrsta skipti Eyjólf Þorkelsson, þann gamla spurningajöfur úr FSU. Mikill snillingur þar á ferðinni. En nú þarf ég að kíkja á myndlistarsýningu, kíkja á tónleika(sem mér er skipað að mæta á og að sjálfsögðu hlýði ég) og pakka í töskur. jamm, nóg að gera.
Óli Njáll  19:47| 
link

Skjótt skipast
veður í lofti. Áðan sagði ég að morgundagurinn væri óráðinn. Hann er það nú heldur betur ekki. Klukkan 7:45 mun ég yfirgefa þennan klaka og halda til Lundúna, þeirrar miklu menningarborgar. Þið hin megið hírast hér í kulda trekki og ég skal ekki hugsa til ykkar á meðan. Rokk!
Óli Njáll  17:17| 
link

Kúnígúnd!
Jæja, Birtingur búinn og Kúnígúnd var bara ekkert dáin. Þetta var annars svo mikil snigldarbók að ég gat ekki hætt að lesa sama þótt ég væri orðinn sársvangur. Einnig tók fjandans síminn upp á því að hringja í tíma og ótíma þegar farið var að síga á seinni hlutann. Og nú hringir hann enn. Það er kanski spurning með að athuga hver er að reyna að ná í mig, mér datt ekki í hug að svara. En í stuttu máli frábær bók, stórskemmtileg frá upphafi til enda, þótt reyndar hafi ég verið hundfúll þegar ég hélt að Kúnígúnd væri dauð. Nú langar mig að halda áfram að lesa, spurning hvað verður næst. Reyndar eru mótmæli, myndlist og tónleikar á dagskránni á eftir en morgundagurinn er alveg óráðinn.
En sumsé er nú þegar búið að hnekkja hluta af álögum hinnar illu galdrakerlingar Hilmu og er það mikil gleði. Kanski bölvun hennar drífi ekki alla leið frá aðaldalnum til Breiðholtsins. Það er nú reyndar auma bölvunin.
Óli Njáll  15:48| 
link

Hringavitleysa
Nú er ég alveg hættur að skilja hann Ármann. Er það eitthvað stefnumál að tengla ekki á mig? Jæja, ég er áður búinn að fjalla um hvernig fór fyrir annari manneskju með þá stefnu og Ármann á greinilega í stríði við sömu lögmál.
Óli Njáll  12:41| 
link

Arg
Kúnígúnd dó! Ég er ekkert að sætta mig við þetta.
Óli Njáll  12:38| 
link

Burðarbiti
Jæja, þá er búið að dreifa vg pésanum í Hafnarfirði um allan bæ. Það heppnaðist vel enda hafði hinn mikli byltingarleiðtogi
Ché Hugó safnað að sér vaskri herdeild reykvískra málaliða sem þóttu ganga hart fram ásamt innfæddum fjarðarbúum. Annars ættu þeir sem skoruðust undan að styrkja þessa baráttu að skammast sín og þá sérstaklega ÁBF sem neitaði meira að segja að svara í símann sinn. Eftir burðinn voru svo kapítalískar veigar á borðum og fá Hafnfirðingarnir mikið hrós fyrir þær.
Nú stefnir allt í það að ég yfirgefi klakann á fimmtudaginn snemma morguns og haldi á Lord's cricket ground í London ásamt því að skoða allt flotta stöffið í þeirri borg í fylgd hins mikla öðlings, Lambkála Jónssonar. Ég hlakka nokkuð til þess. Þetta verður mikið stuð. Annars virðist bara vera mikill flótti frá Reykjavík þessa dagana, Hilma bara farinn í sauðburðinn, Kolla kolmunni á leið í kolmunnavinsluna, leynibloggarinn Steinþór að undirbúa flótta á Tjörnesið og svona mætti lengi telja. Það verður ekki mikið eftir af skemmtilegu fólki hér í bænum fljótlega. Sérstaklega ekki eftir að Sarúman og Lambkáli yfirgefa pleisið. Þetta er guðs volað pleis.
Í ljósi nýjustu ummæla Manna þá hlýtur maður einfaldlega að draga þá ályktun að hann fari aldrei í bað. Ég ætla þó að upplýsa að ég hyggst fara í sturtu á morgun, jafnvel í kjölfarið á miklum lyftingum í ræktinni. Verið þið sæl, ég er farinn að fræðast um Kúnígúnd.
Óli Njáll  00:45| link
------------------

13.5.02

Smjattpatt
Jæja, í dag gerði ég ekkert af viti nema smyrja bílinn minn. duglegur strákur, Óli Njáll. Annars keypti ég mér tvo geisladiska, bæði safndiskar. Annar með Dr. Hook og hinn með Spandau ballet. Núna rúllar Dr. Hook og inniheldur nokkra góða smelli og fullt af rusli í bland. Í kvöld er svo bylting í Hafnarfirði. Verið viðbúin.
Óli Njáll  19:21| 
link

spakmæli dagsins
"sky is blue, water is wet, women have secrets, who gives a fuck?"

Björn Bjarnason ætti að vita hver mælti þessi fleygu orð og í hvaða kvikmynd. Það er alveg andskoti góð kvikmynd. Þeir sem hafa einhverja hugmynd sendið svar á keikodude@hotmail.com og í boði eru að venju vegleg verðlaun.
Þá er ég farinn í sturtu. Þetta eru tilgangslausu upplýsingar dagsins.
Óli Njáll  13:53| 
link

Árborg
Vg rokkar í Árborg eins og alls staðar annars staðar. Þetta er reyndar bæjarfélag þar sem Diskólistinn á mann í bæjarstjórn þannig að spurning hvort maður taki þetta fólk alvarlega.
Óli Njáll  11:49| 
link

Köngulógarmaðurinn
Þótt ekki toppi hann krókódílamanninn þá er Köngulóarmaðurinn alltaf nokkuð flottur. Ég er nokkuð sáttur við þessa mynd, hún er nákvæmlega það sem hún gefur sig út fyrir að vera. Reyndar alveg skelfilega illa skrifaðar rómó senur en það er bara fyndið. Þetta var nokkuð gaman.
Á morgun ætla ég að sofa út enda er frídagur hjá mér. Eftir hádegi væri svo kanski sniðugt að kíkja í klippingu, smyrja bílinn og skipta um dekk. Eða kanski bara eitthvað af þessu og nota tímann til að liggja í leti með Birting í hönd. En hafi ég verið ákveðinn í að lesa Birting þá varð ég ennþá ákveðnari í gærkveldi þegar Hilma ákvað að leggja á mig þá bölvun að ég myndi aldrei geta klárað þessa bók. Ég skal sko sýna sveitalýðnum að svona lagað virkar ekki á Keikodude, því Keikodude er sjálfhverfur sniglingur!
Óli Njáll  02:29| 
link
------------------

12.5.02

Dugnaður
Jæja, í dag var ég duglegur og boðaði byltinguna. Byrjaði á því að kíkja til
Hugins þar sem ég hræddi líftóruna úr Bolla syni hans, krakkinn hefur augljóslega skynjað minn innri mann og leist ekkert á blikuna. Hjá Hugni(er ég að beygja þetta rétt?) hirti ég nokkur plaggöt fyrir tónleikana "Friðsæl framtíð" sem verða á Gauknum á þriðjudaginn. Stefnan var að fá félaga Jónsson með sér á rúntinn en sá fúli þrjótur lét ekki ná í sig og þá voru góð ráð dýr, áróðursmálaráðherra Seyðisfjarðar hljóp þó í skarðið og örkuðum við um laugarveginn í nístingskulda og gaddi og hentum upp plaggötum á hin ýmsu kaffihús og skemmtistaði. Eftir þennan kuldagang dauðans var náttúrulega ekki annað hægt en að fá sér kaffi á hinu ágæta Svarta Kaffi. Kaffihús eru alltaf nokkuð þægileg og sviss mocca er gott. I kvöld er svo pælingin að hitta Þóri og bralla eitthvað. Síðan er bara rétt að minna á að þeir sem ekki láta sjá sig á tónleikunum verða allir teknir af lífi í byltingunni. Minni á það að Tvö dónaleg haust verða á staðnum(ásamt m.a. einhverjum hundum, naglbítum o.fl) og ætti það að vera næg ástæða fyrir alla til að mæta. Og eitt að lokum, kíkið á Praxíteles og takið þátt í könnuninni. Praxíteles, þar sem rokkið rúlar!!!
Óli Njáll  20:59| link

haha
Hver vann formúluna????? Annars var þetta svakalegur árekstur hjá Heidfeld og Sato. Ég er með þá kenningu að greyið Sato sé bara dauður. Það var allavega lítið eftir af bílnum. Annars ótrúleg heppni hjá Montoya að sleppa við þetta. En best að fara að rúlla af stað, hirða plaggöt hjá Hugni og rúnta með Jónssyni einhvert að líma. Gaman að því.
Óli Njáll  16:31| 
link

Sunnudagur
Sunnudagurinn í dag er góður dagur. Vaknaði sprækur klukkan 6 þegar að bróðurafstyrmið mitt hringdi í mig ofurmorgunglaður og skipaði mér að hundskast á fætur. Síðan var unnið til hádegis og nú er það formúlan, Schumacher mun taka þetta. Á eftir þarf ég svo að fara að plana Englandsferð og einnig ætla ég að lesa smá. Umfram allt ætla ég þó að njóta þess að vera í fríi og hafa það gott.
Gærkveldið var hið ágætasta, ýmsir góðir sagnfræðinemar komu saman og komust að því að stúdentakjallarinn var lokaður. Ekki létu menn það aftra sér og 22 var málið og í kjölfarið var haldið á Ara í Ögri þar sem hin ýmsu eðalmenni voru samankominn, nú gæti ég linkað á nokkra tugi bloggara en guð hvað ég nenni ekki að standa í því. Reyndar gerði ég þau afdrifaríku mistök að vera næstum edrú og í þokkabót á bíl. Það er náttúrulega lögmál að það er níðst á þeim sem er á bíl og heimferðin tekur mann óratíma með fullan bíl af skríl. (hey, þetta rímar)
jamm, nóg í bili. Best að fylgjast með Schumacher, hann er hetja.
Óli Njáll  13:09| 
link
------------------




Powered by Blogger