{ Óli Njáll - keikodude@hotmail.com }

[ Naggur | ASAT | UVG | Múrinn | Praxiteles | Gamalt ]

[ Húgó | Thors | Fimmtudagur | Ármann | Sverrir | Hilma ]

[ Kolla | Sigfús | Jóhann | Bendt | Steinunn | Linkur vikunnar ]

11.5.02

Hamborgari og franskar
Jamm það var kvöldmaturinn minn, og Pepsi Max með því. Æi, ég hef ekkert markvert að segja núna. Svaf fram að kvöldmat og hef því ekki enn byrjað á Birting, það kemur þó að því. Nú er ég að hugsa um að raka af mér prófaskeggið. Ég snyrti það aðeins fyrir síðasta prófið og var eftir það ásakður um það að vera að reyna að líkjast Jóhanni Ársælssyni og Abraham Lincoln. Það er ekki góður samanburður og skef ég því allt af í kvöld. Svo er það bara rokkið.
Óli Njáll  20:28| 
link

framhaldið
jæja, nú ætla ég að fara að leggja mig, mígrenikastið mitt í gærkveldi gerði það að verkum að ég svaf með eindæmum illa í nótt og þar sem ég mætti í vinnuna klukkan 5 þá er ég ansi þreyttur. Annars er ljóst að þetta er í síðasta skipti sem ég píni mig uppdópaður og með hausverk í vinnuna þar sem vanþakklátir einstaklingar væla bara yfir því að ég vinni hægt. Næst mun ég bara hringja mig veikan inn og leyfa þessu öllu saman að fara fjandans til.
Já, ætli ég sofi ekki til ca. 5 þá verður nú fínt að vakna og jafnvel glugga aðeins í Birting sem hinn ágæti
Strumpur lánaði mér. Annars held ég að strumpurinn sé enn í hræðslukasti eftir bílferðina í gær. Ég fékk nefnilega smá ljóstruflanir fyrir augun og sá varla neitt um stundarsakir og eðlilega negldi ég niður þar sem ég vildi ekki keyra á staur eða eitthvað ámóta. Þórir hristist allur og skalf þangað til hann komst heim til sín. Ég vona þó að hann nái sér.
Í kvöld segja svo litlir fuglar að mig verði að finna á Stúdentakjallaranum, þeim arma stað. Þar munu einhverjir sagnfræðinemar ætla að djamma saman skilst mér. Sagnfræðinemar eru flestallir skemmtilegt fólk nema maðurinn sem labbar upp að mér á hverju filleríi og segist ekki heita Sigfús heldur Hákon. Maðurinn er nefnilega haldinn þeirri þráhyggju að allir haldi að hann sé Sigfús Ólafsson,(Þetta er ekki djók). Og þar sem sagnfræðinemar eru flestir skemmtilegir þá ætla ég að skella mér. Lengi lifi sagnfræðin.
Óli Njáll  16:14| link

Vefur vikunnar
Já, mér tekst að sýna ótrúlega staðfestu í að uppfæra link vikunnar hjá mér. Að þessu sinni var valið auðvelt. Það er að sjálfsögðu hinn magnaði
Seyðisfjarðarvefur þar sem finna má ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt um þennan magnaða kaupstað sem ku vera sá fámennasti á landinu. Hafi einhver ekki verið búinn að ná því að Seyðisfjörður sé magnaðasti staður landsins eftir stanslausan áróður Kolbrúnar Jóhönnu þá er um að gera að kíkja á Seyðisfjarðarvefinn og þá mun sá hinn sami sjá ljósið. Seyðisfjörður rokkar.
Óli Njáll  15:39| link

Laugardagur
Jæja, ekki kom dollan í gær og geta valsarar sjálfum sér um kennt. Lið sem fer á taugum og getur ekki spilað sóknarleik á ekki skilið titilinn. En kamönnum óska ég til hamingju með titilinn.
En núna er Gaui kóngur á leiðinni í fyrstu deild. Stoke rúlar og þó sérstaklega Gaui Þórðar. Alger snillingur.
Óli Njáll  15:30| 
link
------------------

10.5.02

Abú
jæja, þá er skólanum lokið í bili og ég því skælbrosandi út að eyrum og hoppandi af gleði. Aumingja þeir sem ekki eru búnir, ég vorkenni ykkur svakalega mikið:) Prófið áðan gekk ágætlega, sérstaklega miðað við hrútlélega lestrartilburði mína síðustu daga. Gott mál það.
Í dag komst ég svo að því að kunningi minn úr sagnfræðinni, hann Hjalti, er æskuvinur hans Bendts. Svona er heimurinn lítill. Síðan er það leikurinn á eftir. Þangað mæta allir þeir aumingjar sem ekki eru á friðarráðstefnu, þ.á.m. ég. Allt alvöru fólk er að sjálfsögðu á ráðstefnu SHA en ég er löglega afsakaður þar sem ég er að vinna á morgun og því fer ég ekki á ráðstefnuna. En nú munu Valsmenn salta þetta. Fúsi mun fara eins og brjálæðingur fyrir sínum mönnum og lemja kamenn hægri vinstri. Fúsi rokkar feitt.
Nú er svo bara að spísa eitthvað fljótlegt og svo verður maður mættur ofursnemma á Hlíðarendann. Svo fær maður sér einn bjór ef sigur vinnst, er það ekki nauðsyn????
Óli Njáll  18:54| 
link

Próf
Jæja, ein og hálf klukkustund í próf. Þetta verður skelfing. Reyndar er það jákvætt að ég þarf bara að ná 17 stigum af 50 og þá hef ég náð faginu. Ég ætla þó ekki að vera svo svartsýnn að halda að ég verði svo slappur. Nú þarf ég svo að gera lokatrilraun til að fá stórvin minn Woody Jones í Kringlunni til að redda fyrir mér lagernum. Ef það tekst ekki þarf ég að mæta í vinnuna klukkan 4 í fyrramálið sem er engann veginn jákvætt, eða fórna leiknum. Nei, aldrei skal svo verða. Áfram Valur. Hér verður svo næst bloggað um 5 leytið þegar ég er búinn í prófi. Sennilega verður það grátur og gnístann tanna. Jamm, jafnvel guðlegir menn verða stressaðir.
Óli Njáll  12:59| 
link

Ljóð dagsins
Í tilefni þess að þetta er minn síðasti prófdagur á þessu misseri þá ætla ég ekki að yrkja sjálfur heldur er ljóðabútur dagsins fenginn frá stórskáldinu Einari Ben:

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti,sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka

Einar er tvímælalaust eitt af mínum uppáhaldsskáldum og þetta ljóð er alger perla, bæði er það svakalega fallegt og jafnframt svo innihaldsríkt af lífsspeki. Njótið heil.
Óli Njáll  11:19| 
link

dabadú
Nú snýst ég í hringi og velti fyrir mér hvurs vegna í andskotanum ég er svona latur að læra. Fékk þá hugmynd að sniðugt væri að sofa í 6 og 1/2 klukkustund í nótt en við nánari athugun var það ekki mjög sniðugt. Nú ætla ég þó að nota morguninn til að renna yfir fyrirlestraglósurnar mínar(tölvugerðar sko, voða cool) og renna aðeins yfir highlites úr Colton og Palmer. Þeir rúla óendanlega.
Óli Njáll  09:01| 
link

Þú baðst um það
Þar sem það er augljóslega verið að biðja um að ég toppi sjálfan mig í sjálfhverfu þá er það minnsta mál í heimi að gleðja þannig fólk. Það er nefnilega skemmtileg staðreynd að ég er nafli alheimsins, guðdómurinn í sinni fegurstu mynd og í kringum mig snúast himintunglin. Enda sést það greinilega að það hefur verið mikil þraut fyrir
suma að linka ekki á mig í heila viku samfleytt. Augljóst þó að hún heldur betra bókhald yfir þetta en ég. Það hlaut þó að koma að því að hún gæfist upp enda ætti verkfræðingurinn að vita það að náttúrulögmálunum verður ekki haggað. Einnig er það deginum ljósara að sami einstaklingur er greinilega desperat að fá okkur Strump til Seyðisfjarðar í sumar enda heilu myndaalbúmin verið sett á síðuna til að heilla okkur af fegurð austurlands. Samt spurning hvort það segir meira um okkur eða Seyðisfjörðinn? Nei, Seyðisfjörðurinn er tvímælalaust magnaður þannig að við hljótum að vera enn magnaðri.

Jæja, ætli þetta sé ekki nóg af sjálfhverfu dauðans? Jú, fjandinn sjálfur, þetta jaðrar við geðveilu.
Óli Njáll  00:48| link

Upprisinn
Jæja, þá er ég orðinn aftur ferskur eftir tímabundna niðursveiflu. Nú smæla ég framan í heiminn og horfi bjötum augum á prófið sem ég er að fara að klúðra með bravör á morgun. Á morgun verð ég svo voðaglaður yfir því að vera búinn í prófum. Ef mér tekst svo að sníkja frí í vinnunni þá verður haldið á Hlíðarenda þar sem dollan mun koma heim. Eflaust verður þó ekkert fillerí um kvöldið þar sem vinnan kallar á laugardagsmorgninum. Um helgina ætla ég svo að standa við gamalt heit um að fá lánaðan Birting hjá Strump og lesa hann. Þá mun ég kanski skilja hvers vegna Strumpur kallar alltaf upp úr þurru "Kúnígúnd" þegar farið er framhjá samnefndri verslun. Síðan er það bara rokkið sem blívar.
Óli Njáll  00:39| 
link
------------------

9.5.02

Ljóti dagurinn
Þetta er ljótur og leiðinlegur dagur. Um það mál hef ég ekkert meira að segja nema ég skil vel að kristur skyldi forða sér. Þetta er síðasta bloggfærsla dagsins.
Óli Njáll  11:00| 
link

Sauðskur maður
Þórir sem er sauðskur maður virðist ekki skilja hina einföldu setningu sem hér var birt um að hér skildu einungis birtast léleg ljóð. Og þegiðu svo!
Óli Njáll  10:58| 
link

Ljóð
Í ísbúð ég fór með Tóta
því fúla illmenni og ljóta
hann keyrir um allt á skóda
nei, annars Tóti er ekki með bílpróf

Já, í kvöld er dýrt kveðið.
Óli Njáll  01:28| 
link
------------------

8.5.02

Sármóðgaður
"Fyrst fór ég í morgunkaffi með Ásdísi Sveins , sem var gaman því Ásdís er skemmtileg. Eftir hádegi fór ég svo á kaffihúsi með Óla Njáli sem var ágætt"

Já, það er ekkert minna, hvernig á ég að taka þessum samanburði. Ég ætla að verða móðgaður, já alveg sármóðgaður.
Óli Njáll  23:03| 
link

Guð minn góður
Þetta var nú alveg kostulegur leikur sem var að ljúka milli Ka og Vals. Ég hef sjaldan séð jafn arfaslaka dómgæslu og þarna. Jafnvel örgustu ka menn geta ekki annað en viðurkennt það að þennan sigur eiga þeir alfarið að þakka þeim Antoni og Hlyni dómaraaulum. Í alvöru talað þá gengur svona lagað ekki. Þetta eyðilagði alveg leikinn og ég skil Geir svo vel, en þeir sem ekki sáu viðtalið við Geir þá var hann næstum því grenjandi af reiði.
Óli Njáll  23:00| 
link

Páll
Páll Hilmarsson á afmæli í dag skilst mér. Til hamingju með það Palli.
Óli Njáll  20:34| link

Í boði Menningarsjóðs
Kvikindislegur l. 1 skriðdýrslegur. 2 nízkur, sínkur. 3 rætinn, meinfýsinn.

Þetta er að sjálfsögðu í boði Menningarsjóðs sem gefur út hina skemmtilegu orðabók. Tekið skal fram að engin tengsl eru milli þeirra orða sem ég tek upp úr bókinni. Hér er því engann veginn verið að gefa í skyn að Ármann sé nízkt, rætið, meinfýsið og sínkt skriðdýr.
Óli Njáll  18:23| 
link

Auli
Ég er svo mikill auli að það er ekki fyndið. Eftir hálfletilegan lestur morgunsins þá ákvað ég að skella mér á kaffihús niðri í bæ og fara svo upp í skóla að lesa þar sem einbeitingin var ekki að virka hér heima. Dró því
Kollu með mér á Súfistann. Svo þegar ég kom að bílnum mínum aftur eftir kaffið þá keyrði ég beinustu leið heim til mín í staðinn fyrir að hendast í háskólann. Stórundarlegt. Ég sit því heima hjá mér jafn latur og fyrr.
Annars sá ég frú Jóhönnu í bænum. Hún þekkti mig skiljanlega ekki í sjón en stal af mér félagsskapnum upp í bílinn hjá sér. Jóhanna sem er minn dyggasti lesandi á austurhorni landsins fær að sjálfsögðu bestu kveðjur frá mér.
Óli Njáll  18:15| link


"Til eru miljon sinnum betri menn en ég, tugir á tugi ofan arka lífsins veg" Hvernig dettur nokkrum manni í hug að semja svona texta, aldrei nokkurn tímann myndi ég geta samið svona röfl enda eru ekki til neinir betri menn en ég, hvað þá tugir af þeim.
Óli Njáll  14:19| 
link

Óskajógúrt
Óskajógúrt með blönduðum ávöxtum
er afar góður morgunmatur.
Þótt hún sé betri með melónukokteil
ristað brauð og kaffi sterkt
þá er ég orðinn saddur.

já, ljóðlistinn er skemmtileg. Fari Kári Túliníus fjandans til enda á hann engann aðdáendaklúbb á þessum bænum.
Óli Njáll  10:43| 
link

Orð dagsins
Ár|maður k. 1 umboðsmaður konungs eða stórhöfðingja. 2 verndarvættur, hollvættur í fjalli eða steini: á. í Ármannsfelli. 3 ræðari. -matur k, eins konar skyr.

Þessi færsla var í boði Menningarsjóðs sem gefur út hina stórskemmtilegu íslensku orðabók.
Óli Njáll  00:59| 
link

Ég
Ég er hunangsfluga
og suða í garðinum
bí bí bí
heyrist í fugli
Allt búið!

Já, nú síðustu daga prófmisserisins hef ég ákveðið að skrifa léleg ljóð á þessa síðu. Ef svo slysalega og ólíklega vildi ég að ég myndi yrkja eitthvað sniðugt verður það ekki birt hér enda markmiðið að birta aðeins vond ljóð. Njótið heil.
Óli Njáll  00:49| 
link
------------------

7.5.02

ASAT enn og aftur
Ekki hef ég orðið var við að málfræði ASAT sé á nokkurn hátt ábótavant. Einnig skil ég ekki hvernig sú mýta gengur að ASAT séu fámenn samtök.
Sverrir á að sjálfsögðu að upplýsa fólk um hið sanna í málinu og afneita bróðurskripi sínu sem dirfist að setja út á ASAT samtökin. Annars get ég glaður upplýst fólk um það að heimasíða ASAT verður fljótlega gerbreytt enda standa yfir viðræður við nýja netþjónustu. Það verður að sjálfsögðu bloggsíða og þá munu hjól tyrknesku byltingarinnar fyrst fara að rúlla á fullri ferð.

Kristján Hreinsson er mikill töffari.
Óli Njáll  22:00| link

Veruleikaflótti
Blogg mitt núna er afleiðing þess veruleikaflótta sem þjakar mig mjög á þessari stundu. Einhvern veginn er eitthvað miklu meira heillandi við það að lifa í tölvu heldur en lesa frumheimildir í Mannkynssögu 2. Sá kúrs er gott dæmi um hversu auðvelt er að gera áhugavert efni alveg drepleiðinlegt. Miljón blaðsíður af frumheimildum er tilgangsleysi andskotans og ég bara fæ mig ekki til að lesa þær. Eiginlega er ég bara niðurdreginn yfir þessu öllu saman. En ætli ég bögglist ekki til að lesa einhvað af þessu og klára prófið með skít og skömm.
Tilvitnun dagsins: "Engin takmörk eru fyrir því hve lengi eða hve langt, þetta flug getur orðið- því þetta er minn einkadraumur."
Óli Njáll  14:17| 
link

Bara að hafa það á hreinu...
...að helsta áhugamál mitt er ekki stafsetning. Reyndar er stafsetning engann veginn á lista yfir mín áhugamál. Ég gef því ekki feitan og fúlan kött fyrir barnalegt hjal um y og n reglur. Stafsetningaráhugi er, að mínu mati, helsta ástæðan fyrir því að íslenskufræðingar eru leiðinlegt fólk. Þeir sem vilja væla yfir stafsetningu þessarar síðu mega bara sleppa því að lesa hana og tíma þeirra betur varið í að lesa Orðabók Menningarsjóðs sér til skemmtunar.
Þeir sömu menn og röfla um stafsetningu virðast einnig hafa lítið álit á ASAT, þeim virtu samtökum. Hvar eru aðdáendur Ártíða Merkismanna? Þeir virðast vera vel geymdir undir steini einhvers staðar í Álfheimunum og virðast aðeins sýnilegir skyggnum mönnum. Kanski það sé ástæðan fyrir síendurteknum skrifum um þessi efni, áskoranir og hvatningarorð álfa og huldufólks. Mennskir aðdáendur virðast allavega ekki finnast. Já,
ASAT rúlar og sættið ykkur við það!
Óli Njáll  11:57| link

Bull og vitleysa
Hvaða röfl og rógburður er í gangi um hin virtu samtök ASAT og hæstvirtann formann þeirra???
Heimasíða félagsins var uppfærð síðastliðinn sunnudag og bendi ég heimskum og tregum mönnum á að nota refresh takkann ef þeir sjá ekki nýjustu uppfærslu heimasíðunnar. Farið þið svo öll fjandans til og mun ég grýta trommukjuðum á eftir þeim sem ekki fara sjálfviljugir.
Óli Njáll  01:10| link

Óskiljanlegt
"Prestar safnaðarins vönuðu sig sjálfir og átti það upptök sín í sögum um að ástsveinn Kybelu, frjósemisguðinn Attis, hefði hlotið þann dauðdaga að blæða út við að framkvæma þessa sömu aðgerð á sjálfum sér" Þetta er náttúrulega bara hinn argasti viðbjóður. Og hvað segir það um gyðjuna að ástsveinninn hafi sjálfur ákveðið að vana sig og framkvæma aðgerðina sjálfur??? Að
einhver vilji láta kenna sig við svona viðurstyggð er mér hulin ráðgáta.
Áður en ég bíð góða nótt ætla ég að veita Hilmu titilinn jákvæða manneskja kvöldisins. Fyrirsögnin "Ég þoli ekki fólk" er náttúrulega bara snigld.
Óli Njáll  00:55| link

Kveldblogg
Já, ekki kom dollan heim í kvöld enda tottuðu Valsmenn krböll allt kvöldið út í gegn. Kamönnum óska ég til hamingju með sigurinn sem var fullkomlega verðskuldaður. Þrátt fyrir að mínir menn væru arfaslakir þá var samt gaman á leiknum. Ég held að það sé lögmál að það sé stuð á úrslitaleikjum.(nema ef hitt liðið hefði verið að hirða dolluna). Ég fór reyndar í vondum félagsskap Strumps sem hélt með ka og sátum við ka megin í stúkunni. Eftir á að hyggja var það mjög vond ákvörðun. Í ka stúkunni sátu einnig Björn Bjarnason og Guðlaugur Þór Þórðarsson. Af hverju í fjandanum sátu þeir þar? Þykjast þeir ekki vera að vinna í þágu Reykjavíkur??? SVIKARAR.
Já, handbolti er skemmtileg íþrótt. Sennilega sú allra skemmtilegasta. Þess má einmitt geta að í þeirri íþrótt á ég glæstan feril að baki, t.d. eitt ár í hinni gömlu 2. deild með stórliði Ögra. Það var bara snilld enda var þjálfarinn ekki minni maður en dr. Slavko Helgi Bambir. Einnig hef ég dómararéttindi í þessari göfugu íþrótt. Hef reyndar ekki dæmt leik síðustu tvo vetur. Sagan á bak við það er ansi fyndinn. Málið var nefnilega þannig að Fylkir, sem ég dæmdi fyrir, lenti í dómaravandræðum og hringt var í mig snemma á laugardagsmorgni. Hafði ég verið á haugafylleríi kvöldið áður og var því skelþunnur. En í góðmennsku minni samþykkti ég að skokka upp í Árbæ og redda málunum. Sá sem dæmdi á móti mér þennan morgunn var í svipuðu ástandi. Þunnir, þreyttir og geðstirðir vorum við þann morguninn og dómgæslan eftir því. Alveg arfaslök og hefur annað eins varla sést í háa herrans tíð. Eðlilega fór slíkt í taugarnar á aðstandendum liðana sem urðu fyrir barðinu á okkur. Meðal þáttakenda var lið KA(þetta var annaðhvort 3 eða 4 flokkur kvenna) en þjálfarar og fylgifiskar þess liðs eru alræmdir fyrir að vera dreggjar samfélagsins, óalandi og óferjandi. Þjálfari þeirra að þessu sinni var enginn undantekning frá þeirri reglu og svaraði ég honum með eintómum skætingi mest allan morguninn. Í síðasta leiknum var ég svo orðinn andskoti þreyttur á manndjöflinum, óð að honum og skipaði honum að drulla sér til að halda kjafti það sem eftir var. Hann hlýddi að mestu. Þess má geta að þetta uppátæki mitt vakti mikla gleði allra mótsgesta(nema ka manna). Vikuna eftir birtist svo umfjöllun í DV um þetta ágæta mót þar sem stórum kafla var eitt í að væla yfir dómgæslu sem hefði verið fyrir neðan allar hellur og dómararnir auk þess dónalegir við aðstandendur keppnisliða. Eftir það var ég ekki beðinn um að dæma í heilann vetur og síðan þegar þeir byrjuðu aftur að hringja í mig þá hef ég alltaf verið upptekinn. En þetta er þó iðja sem ég á eflaust eftir að taka upp aftur.
Óli Njáll  00:51| 
link
------------------

6.5.02

Erasmus
"Among the many difficulties encountered in Holy Scripture- and there are many of them-none presents a more perplexed labyrinth than the problem of the freedom of the will." Jæja, best að lesa þennan viðbjóð.
Óli Njáll  15:02| 
link

Dolla í dag
Jæja, nú styttist í síðasta úrslitaleik Vals og KA og í kvöld mun dollan á ný skrá lögheimili sitt að Hlíðarenda. Það verður ofurmennið Sigfús Sigurðsson sem mun herja grimmt á KA menn í þessum leik og ljúka ferli sínum hér heima með stórleik. Ákveðið hefur verið að ég verð á staðnum til að veita mínum mönnum andlegan styrk í baráttunni.
Stærsta badmintonmót ársins verður haldið í TBR núna á eftir þar sem mætast helstu stórmenni í íslensku badmintoni á borð við mig, Lambkála, Ásgeirus og Tommelíus. Samkvæmt veðbönkum er Lambkáli Jónsson talinn sigurstranglegastur en í stórmótum getur allt gerst. Ef þörf krefur mun ég grýta hann með spaðanum til að ná fram sigri. Ég ætla svo að lesa eins og argasti nörd í allan dag fram að leik.Lúther og Erasmus ásamt einhverju fleira leiðinlegu. Og eins og áður segir liggur leiðin svo á handboltann í kvöld.
Óli Njáll  10:32| 
link

Leiðiblogg
Þetta blogg verður nú meiri leiðindalesingin. Tilgangur þess er nákvæmlega enginn. Það vill bara svo til að ég var að kíkja á netið og flestir þeir bloggarar sem ég les eru húðlatir og því tekur það mig óvenjuskamman tíma að lesa allt sem læsilegt er. Skamm, þið lata fólk. Manneskja dagsins er Hilma þó að hún hafi tekið sér helgarfrí í bloggi. Hilma lánaði mér nefnilega lesheftið í Mannkynssögu 2. Já, nú gætu einhverjir velt því fyrir sér hvort ekki hefði nú verið sniðugt hjá mér að fá mér þetta hefti fyrr, t.d. í janúar. Það fólk hefur bara ekki hugmynd um hvernig námið gengur fyrir sér í heimspekideild. Vorönnin hefst í apríl með ritgerðarsmíðum og eftir þær hefst svo lestur. Já, 2 mánuðir eru meira en nógur tími í námið. Hinn einstaklingur dagsins er svo hann Hallur sem nú hefur þreytt próf í almennri lögfræði tvívegis. Hallur fékk þá góðu hugmynd að halda í badminton á morgun sem er hið besta mál. Annars hef ég nákvæmlega ekkert að segja. Nema kanski, mig vantar beintengingu adsl eða eitthvað í ´þá áttina. Góðhjartað fólk má ráðleggja mér í þeim efnum með því að senda mér póst. Skamm dagsins fær Kolla fyrir að svara ekki e-mailum frá strumpi. Strumpurinn er drengur góður sem ber skylda til að svara ef hann sendir manni póst. Hann er reyndar einnig annálað illmenni en það kemur sögunni ekki við. Sauðskur maður dagsins er Ágúst gylndkfergylf fyrir að bera út óhróður um Mekong. Slíkt verður ekki liðið án ofbeldis. Í þessari færslu koma ekki fyrir neinir linkar sökum leti minnar á þessari stundu. Farið að sofa og veltið því fyrir ykkur uppi í rúmi hvers vegna í skrambanum þið lásuð alla þessa færslu þrátt fyrir að í upphafi sé sterklega gefið til kynna að þetta sé fremur leiðinleg lesning, kanski ert þú bara fífl, eftir allt þá er stór meirihluti fólks fífl þannig að þú þarft ekkert að skammast þín. Góða nótt.
Óli Njáll  00:52| 
link
------------------

5.5.02

Praxiteles
Aðsókn á heimasíðu
Praxíteles hefur engann veginn verið ásættanleg að undanförnu. Það er alveg stórundarlegt enda er þetta flottasti aðdáendaklúbbur í geymi. Praxi rokkar!!!!
Óli Njáll  22:40| link

Eina ferðina enn
Jæja, ég kíkti í maga búrhvalsins í fyrsta skipti áðan. Með maga búrhvalsins á ég að sjálfsögðu við skrifstofu Ágústar Brynjólfs Flygenrings olíugreifa í Ármúlanum. Þar á bæ stefna menn að því að fella kolkrabbann og hljóta því eðlilega viðurnafnið búrhvalurinn. Þeir sem ekki skilja nafngiftina þurfa að fríska upp á líffræðikunnáttu sína því auðvitað er búrhvalurinn eina dýrið sem borðar kolkrabbann. Auk þess er búrhvalur afskaplega líkur Ágústi bæði í útliti og háttum. Þessi skepna er náttúrulega stórt og svifaseint flykki og afskaplega letilegur útlits. Jafnframt hefur hann þann eina tilgang í lífinu að borða og helst nógu skrambi mikið. Auk þess hefur Ágúst lengi borið viðurnefnið hvalur eftir sögufræga gettu betur keppni 1999.
Að sjálfsögðu bauð olíugreifinn í kaffi og var það besta kaffi á íslandi? spurning. Kíktum síðan á hinn magnaða stað Mekong þar sem cow pad var stútað(reyndar er tailenska stafsetningin kao pad en framburðurinn er cow pad). Þessi réttur er bara mesta snigld sem fyrirfinnst á Íslandi og auljósasti kosturinn sem ég sé við fjölmenningarsamfélagið. Ég mun ótrauður halda áfram að promota Mekong og þeir sem ég þekki en hafa ekki enn verið neyddir á þann stað munu eiga von á símtölum frá mér á næstunni. Þetta mun sko verða eins og bloggvæðing kommana, það sleppur enginn. ENGINN.
Þegar ég spái í því þá er ég kanski svoldinn búrhvalur í mér líka. Allavega er ég alveg jafn mikið matargat og matgæðingur og Ágúst. Ég hef þó ekki útlitið með mér í að vera búrhvalur. Ég er sennnilega meira svona matgráðugt smáhveli og verð því sennilega slátrað af Færeyingum þegar yfir líkur.
Óli Njáll  20:25| 
link

Linkur vikunnar
Jæja, linkur vikunnar er hinn bráðgeri íhaldskurfur Stefán Einar Stefánsson. Stefán er mikill öðlingsdrengur og fyrrum lærisveinn minn í Gettu Betur. Hann er eini hægrimaðurinn sem nokkru sinni mun verða linkur vikunnar á þessari síðu. Af Stefáni og uppátækjum hans er til margar skemmtilegar sögur og má þar nefna margfræg íþróttameiðsli drengsins en honum tókst að mölbrjóta á sér lappirnar eitt sinn við það að stíga á bandýkylfu!!!! Þess má til gamans geta í lokin að Stefán gengur undir nöfnunum Borgarnesdýrið og Greinar.

Arnar bara hættur að blogga. Ekki veldur það mér miklum kvölum en þó er virðist þróunin núna vera sú að gamlir blogghundar deyja einn af öðrum(Björgvin, Geir, Arnar). Ég leyfi mér að kalla mig gamlan blogghund með 21 mánaða feril en get róað lesendur mína því ég er ekkert að gefast upp (því þeir deyja aðeins ungir sem guðirnir elska.)
Óli Njáll  13:02| 
link

Blogg í morgunsárið
J´ja, nú fer að birta fljótlega sem bendir til þess að nú væri sniðugt að fara að sofa. Var á ágætu rólegu 2 bjóra djammi á Nelly's og Næstabar. Þessir tveir bjórar voru drukknir til heiðurs Ul-Haq og byltingunni, einn á kjaft. Það voru fáir sem ég þekkti á ferli. Reyndar var háttvirtur
formaður að búa sig undir próf á Næstabar. Á næstabar mátti einnig sjá Gumma söngvara TDH sem ég talaði í fyrsta sinn við í klósettröðinni. Hann var að sjálfsögðu afskaplega upp með sér að hitta mig og skil ég hann vel því ég er önnur tveggja máttastoða þessarar hálfdauðu hljómsveitar. Hin stoðin er að sjálfsögðu hinn hundtryggi tyrkneskættaði Þór Steinarsson. Þetta var þó tíðindalítið kvöld þar sem helsta fréttin kom frá Þóri en um hana má ég ekki upplýsa.
Óli Njáll  04:45| link
------------------




Powered by Blogger