Linkur vikunnar
Jæja, linkur vikunnar er hinn bráðgeri íhaldskurfur Stefán Einar Stefánsson. Stefán er mikill öðlingsdrengur og fyrrum lærisveinn minn í Gettu Betur. Hann er eini hægrimaðurinn sem nokkru sinni mun verða linkur vikunnar á þessari síðu. Af Stefáni og uppátækjum hans er til margar skemmtilegar sögur og má þar nefna margfræg íþróttameiðsli drengsins en honum tókst að mölbrjóta á sér lappirnar eitt sinn við það að stíga á bandýkylfu!!!! Þess má til gamans geta í lokin að Stefán gengur undir nöfnunum Borgarnesdýrið og Greinar.
Arnar bara hættur að blogga. Ekki veldur það mér miklum kvölum en þó er virðist þróunin núna vera sú að gamlir blogghundar deyja einn af öðrum(Björgvin, Geir, Arnar). Ég leyfi mér að kalla mig gamlan blogghund með 21 mánaða feril en get róað lesendur mína því ég er ekkert að gefast upp (því þeir deyja aðeins ungir sem guðirnir elska.)
Óli Njáll 13:02| link
Blogg í morgunsárið
J´ja, nú fer að birta fljótlega sem bendir til þess að nú væri sniðugt að fara að sofa. Var á ágætu rólegu 2 bjóra djammi á Nelly's og Næstabar. Þessir tveir bjórar voru drukknir til heiðurs Ul-Haq og byltingunni, einn á kjaft. Það voru fáir sem ég þekkti á ferli. Reyndar var háttvirtur formaður að búa sig undir próf á Næstabar. Á næstabar mátti einnig sjá Gumma söngvara TDH sem ég talaði í fyrsta sinn við í klósettröðinni. Hann var að sjálfsögðu afskaplega upp með sér að hitta mig og skil ég hann vel því ég er önnur tveggja máttastoða þessarar hálfdauðu hljómsveitar. Hin stoðin er að sjálfsögðu hinn hundtryggi tyrkneskættaði Þór Steinarsson. Þetta var þó tíðindalítið kvöld þar sem helsta fréttin kom frá Þóri en um hana má ég ekki upplýsa.
Óli Njáll 04:45| link
------------------