{ Óli Njáll - keikodude@hotmail.com }

[ Naggur | ASAT | UVG | Múrinn | Praxiteles | Gamalt ]

[ Húgó | Thors | Fimmtudagur | Ármann | Sverrir | Hilma ]

[ Kolla | Sigfús | Jóhann | Bendt | Steinunn | Linkur vikunnar ]

4.5.02

Dollan er okkar
Þetta ætti að lækka rostann í
Ka-mönnum. Á mánudaginn tökum við dolluna. Ég tel ansi miklar líkur á að ég muni skella mér á þann leik.
Óli Njáll  19:06| link

æææ
Djöfull þakka ég mínum sæla fyrir það núna að vera ekki frægur eins og
múrverjar. Þess vegna get ég heilshugar stutt FOF stefnuna án þess að bjálfinn á Pressunni skelli á mig link og auglýsi það. Ég efast um að Sverrir sé nú mjög vinsæll í herbúðum r-listans. Reyndar er afskaplega fyndið að sjá að Pressubjálfar hafa tekið upp þann góða sið að linka vitlaust á þá bræður og Stefán Jónsson. Tenglasýkin tröllríður nú húsum.
Óli Njáll  13:26| link

Dagskrá
Nú er einn og hálfur tími í próf og þá er ég að blogga. ÞEtta er stór dagur því klukkan 12 get ég gleymt öllu sem ég hef lært af Helga Þorlákssyni. Það verður ekki mikið verk enda man ég aðeins eftir einum hlut sem Helgi sagði í allan vetur. Það var það að Þjórsá sé nú ekki í Þjórsárdal heldur í Fossárdal. Þessi staðreynd finnst Helga með eindæmum fyndin og skyldi ekkert í af hverju menn kölluðu Þjórsárdal eftir á sem er ekkert í dalnum.
En eftir hádegi er svo mikið að gera. Snildar röksemdafærsla Þórs á msn í gærkveldi sannfærði mig um að ég ætti frekar að mæta á femínistasmiðju vg heldur en horfa á bikarúrslitin. Ekki kemur þó til greina að sitja þessa smiðju á enda þar sem klukkan 4 mun hefjast annar leikur vals og ka þar sem valsmenn munu vinna nauman og óvæntan útisigur. Á mánudaginn kemur svo dollan heim á Hlíðarenda. Spurning um að skella sér á þann leik þar sem ég verð ekki í neinu prófstressi þá.
Í dag er einnig kominn tími á að tala við Lambkála. Lambkáli var í lögfræðiprófi í gær og hef ég því ekkert angrað hann í lengri tíma. Það má því búast við að Káli verði í vondu skapi og fremur leiðinlegur en ég tek þá áhættu.
Í kvöld ætla ég að fá mér bjór. Eins og stendur vantar mig einhvern til að fá mér bjór með en bjór skal það vera. Þar verður að minnsta kosti 1 drukkinn til heiðurs Pakistananum Ul-Haq sem einn og sér skoraði fleiri stig en Nýsjálenska landsliðið um daginn. Annar verður drukkinn fyrir byltinguna. Jafnframt er við hæfi að drekka til heiðurs Brian Lara sem varð 33 ára á fimmtudaginn. Núna kann ég 3 ammælisdaga á krikketleikmönnum, 17. apríl er Murali, 24. apríl er Tendulkar og 2. maí er Lara.

Óli Njáll  08:41| 
link

Eðalstrump
Það er staðreynd að Þórir Hrafn Gunnarsson er einn albesti bloggari í geymi. Ég orðinn heiladauður á siðaskiptalestri er núna í lespásu og snilldarblogg Þóris bjargar minni geðheilsu núna.Sérstök snilld er að Þórir skuli hafa hjólað á vegg, hver annar en Þórir er svo brjálaður að klessa næstum því á gamlar kerlingar en snúast hugur og enda á vegg? Hei, jú.
Þessi manneskja er víst ansi skæð á hjóli.(henni til heiðurs er linkurinn hafður svona)
Einnig er sagan af sundlaugaverðinum góð. Ágætur félagi minn úr sagnfræðinni, Eyþór Halldórsson, hefur einmitt þennan starfa í hjáverkum í Laugardalslauginni. Hangandi uppi í turni og fílar það í botn, í brúnum galla með kíki í hönd njótandi útsýnisins á sólríkum dögum. Hann kann sko allar línurnar: "Ekki hanga á línunni krakkar", "Munið að nota sápu" og allt það. Sú staðreynd að hann vinnur við þetta sannfærir mig um þá gömlu kenningu mína að þetta séu allt saman pervertar.
Eins og sést á þessu bloggi er sjálfstæð hugsun ekki lengur til í mínum haus heldur commenta ég bara á það sem Þórir segir. Ég er sorglegur bloggari.
Óli Njáll  00:37| link
------------------

3.5.02

ASAT
ASAT síðan verður uppfærð um helgina, það er loforð. Aftur á móti fær Þór ákúrur fyrir að segja að nýjasti pistill Sverris sé sá áttundi í röðinni þegar það liggur í augum uppi að hann er sá 13. í röðinni.
En eins og sakir standa er ég aðeins að pústa frá maraþon hraðlestri mínum og hlusta þá á Sálina hans Jóns míns og Kristján Hreinsson. Hérkemur textabrot af einu besta lagi Sálarinnar, þeir sem þekkja lagið mega senda mér póst og verður sigurvegaranum boðið upp á kaffi:

Þó að myrkrið virðist endalaust
vetur, sumar, vor og haust
skaltu minnast þess að lífið er
ýmist fjara eða flóð

já, skilafrestur á réttum lausnum er til 20:00 á morgun og ætla ég rétt að vona að þátttaka verði betri en í síðustu
Praxítelesgetraun!!!
Óli Njáll  20:23| link

Ritning dagsins
"Það ríki sem helst varðist sókn Tyrkja var Ungverjaland. Eftir að ríki Suður-Slava liðuðust í sundur andspænis Tyrkjaveldinu styrkust mið-evrópsku konungsríki til skamms tíma. En ávinningurinn var ekki varanlegur og fljótlega kom röðin að þeim. Árið 1521 náðu Tyrkir loksins yfirráðum yfir Belgrad og áttu nú greiða leið inn í Ungverjaland. Eftir ósigur við Mohacs 1526 leystist ríkið upp. Vesturhlutinn var innlimaður í ríki Habsborgara í Þýskalandi, en austurhlutinn gerðist um skeið tyrkneskt leppríki. Konungarnir í Valakíu og Moldavíu höfðu áður gerst skattskyldir Tyrkjum, Valakía árið 1411 en Moldavía 1513."

Hvaðan skildi þetta vera komið??? Það er allavega ljóst að maður dagsins er Sverrir Jakobsson og í dag eru allir góðir menn í góðu skapi og brosa út að eyrum í sínum próflestri. Jibbý!!!
Óli Njáll  16:26| 
link

Aukið úrval
Jæja, nú rennur út úr prentaranum lokagerð nýjustu ritgerðar minnar sem ber heitið "Upphaf byltingar" og fjallar um atburðarás frönsku byltingarinnar frá 1787-1789. Þetta er vissulega mikið meistaraverk og líkt og önnur meistaraverk er það til sölu hjá Bóksölu Keikodude fyrir krónur 1500.
Til að viðhalda jafnvægi í linkasafni Sverris hef ég ákveðið að skilgreina mig sem fulltrúa Vestfirðingafjórðungs og eiga þar með allir fjórðungar sinn mann í þessu fræga tenglasafni. Nú gætu einhverjir komið með þau mótrök að ég sé nú alls ekki í Vestfirðingafjórðungi þar sem hann hafi afmarkast af Hvítá og Hrútafjarðará og Breiðholtið falli þar með engan veginn undir skilgreininguna. Þeir hinir sömu mega þá bara fara fjandans til með trommukjuða í rassgatinu. Njótið heil.
Óli Njáll  16:13| 
link

Nýjung
Dr. Sverrir bryddar upp á nýjung í tölvuheimum í dag. Það eru margfaldir linkar sem vissulega er stórgóð hugmynd því það sparar manni nú heldur betur tíma að þurfa bara að ýta á einn link til að komast á þrjár síður. En tæknihliðin er ekki alveg að virka. Sverrir á samt hrós skilið fyrir tilraunina.
Og talandi um Sverri. Að sjálfsögðu styður maður Leverkusen fram í rauðann dauðann gegn Real Madrid. Það lýtur betur út fyrir Liverpool ef að þeir verða meistarar. Man.Utd. get ég þó aldrei fengið af mér að styðja sérstaklega ekki þar sem tap þeirra myndi koma sér afskaplega vel fyrir mína menn í baráttunni um 2. sætið. En nú er kominn hádegismatur þannig að best að fara að snæða eitthvað gott. Og hella upp á meira kaffi:)
Óli Njáll  12:59| link

Hið sanna
Hvaða skemmtilega síða skildi þetta vera, sem því miður liggur niðri núna þannig að ég get ekki skoðað hana, sem ber nefnið hið sanna um óla njál. Ég hef sterklega á tilfinningunni að ég muni þurfa að labba niður á lögreglustöð þegar ég sé þá síðu. Það skildi þó aldrei vera að sami maðurinn og slær reglulega inn leitarorðin "óli njáll er ljótur og með stór eyru" á google væri ábyrgur fyrir þessu. Hver skildi það nú vera??? hmmm. Ég kannast bara við einn mann sem er nógu geðveikur.
Óli Njáll  11:02| 
link

Namminamm
Hvað er betra í morgunverð en svart, kalt kaffi og Doritos. Og að sjálfsögðu jógúrt með. Þetta er sko toppurinn!!!
Óli Njáll  10:52| 
link

Föstudagur
Ég er nokkuð viss um að í dag sé föstudgur, annars er ég ekki viss. Undanfarnir dagar gera það að verkum að dagarnir fara í algeran graut. Og þetta er dagur dauðans. ca 450 blaðsíður eftir af frumlestri fyrir morgundaginn. Já, nú sé ég að það hefði kanski verið skynsamlegt að nýta tímann betur. En nú er nákvæmlega ein vika eftir af prófum. EFtir viku, þann 10.maí verð ég frjáls og fer þá í frí út mánuðinn, enginn vinna fyrr en í júní. Þessi tími verður tvímælalaust notaður til góðra verka: Ræktin mössuð eftir alltof langt hlé, nokkrar bækur ætla ég að lesa, spurning með krikketferð, og svo eru kosningar. Ekki nenni ég nú að eyða miklum kröfum í r-listann, því það er nú meira hyskið. En þetta verður gleði, mitt fyrsta frí í 2 ár!!!
Óli Njáll  09:14| 
link

Fari það norður og niður
Loftslag og jarðhræringar á miðöldum eru tvímælalaust mannskemmandi viðfangsefni. Ég tek því þá skynsamlegu ákvörðun að láta þann viðbjóð mæta afgangi. Hvernig datt nokkrum manni í hug að skella þessu í kennslubók í grunnkúrsi eins og Íslandssögu 1. Þetta eru leiðindi og þannig drasli má troða í leiðindaráfanga á borð við "farmenn á íslandi" þar sem nóg er hvort eð er af leiðindum fyrir.
Óli Njáll  00:21| 
link
------------------

2.5.02

Sigur
Já, Valur flengdi KA í framlengingunni líkt og Aftureldingu á dögunum. Í kvöld eru því allir góðir menn glaðir nema kanski hið illa fól
Stefán Pálsson.(já, það er þversögn í þessari setningu)

Annars vil ég bara segja að það myndi gleðja mitt litla og veikbyggða tyrkneska hjarta afskaplega mikið ef menningardálkur Múrsins myndi birta einn góðan pistil á næstunni. Ég á reyndar enn eftir að hrósa Kötu fyrir góða veitingahúsarýni síðast en sá bálkur óð upp virðingarstigann þegar hún hóf að fjalla um alvörumatsölustaði á borð við Kentucky(það kemur sko ekki til greina að ég noti eitthvað asnalegt skammstafananafnahelvíti hér og hana nú). Nú bíð ég eftir að Select og Bæjarins beztu verði gagnrýndir. Já, þetta sýnir að það getur ræst úr bálkum sem byrja illa, kanski fánabloggið eigi sér framtíð!!!
Óli Njáll  23:27| link

Þeytingur
Þá er búið að þeyta plöggum út um allan bæ til að auglýsa vg-smiðju um helgina. Fór með
illkvendinu m.a. í Verzló þar sem ég var eiginlega bara skelkaður að koma inn. Búið að koma fyrir einhverjum verði við útidyrnar og læti. Þetta var mjög spúký. En það er allavega nauðsyn að boða fagnaðarerindið í Verzló enda stuðningsmenn okkar ófáir þar.
Eftir þetta var svo kíkt á hinn undarlega stað THIS í Lækjargötu sem ég hélt að væri venjuleg hamborgarabúlla. Það er hún alls ekki. Þetta er eini hamborgarastaðurinn sem ég hef komið á þar sem ekki eru til franskar. Og afgreiðslumaðurinn var nú bara á einhverjum lyfjum. Röflaði alveg endalausa vitleysu og mjög auðvelt hefði verið að móðgast yfir þessari þjónustu. En honum er fyrirgefið þar sem hann gaf mér kókið á 10 kall fyrst ekki voru til franskar. Skál fyrir því!
Óli Njáll  21:16| link

Af illmennum
Já, það ætti ekki að þurfa snilling til að sjá það að nú er ég orðinn illmennið skv.
ákveðnum aðilum. Það breytir þó ekki því að með þessum fallegu orðum í minn garð tekst henni að minnast á mig í þessari færslum eins og öllum öðrum. Æ, ég er svo frábær:)
Óli Njáll  17:14| link

Stoke er ekkert djók
Hetjan Gaui Þórðar kominn í úrslit. Eins og spekingurinn sagði: they fish who rows!!!

Óli Njáll  12:53| 
link

County cricket
Þá er komið að því að ég velji mér uppáhaldslið í county cricket á Bretlandi. Kemur þar að sjálfsögðu ekki annað til greina en að halda með Durham en með því liði leikur meðal annars Collingwood sem hefur leikið nokkra landsleiki fyrir England. Eftir því sem ég kemst næst þá eru þeir nú ekkert stórlið en lið frá Durham hlýtur að vera magnað. Af hverju Durham? löng, löng saga sem tengist kirkju.

Ef marka má counterinn minn virðist fjöldahreyfing vera vaxandi sem álýtur mig ljótan og með stór eyru. Ég mótmæli að sjálfsögðu algerlega að ég sé með stór eyru.
Óli Njáll  10:19| 
link
------------------

1.5.02

Hjólreiðamenn...
...eru samkvæmt nýjustu heimildum stórhættulegir í umferðinni!!!
Óli Njáll  22:40| 
link

Ís
Þá er ég aftur kominn heim eftir vel heppnaðan ísbúðarúnt í
góðum félagsskap. Það var ísbúðin einhvers staðar rétt hjá Listaháskólanum sem varð fyrir valinu. Hvert leiðin lá næst verður ekki upplýst þótt að líf mitt og limir liggi við, en það var samt stuð. Reyndar þýddi þetta að verkalýðurinn var svikinn og enginn kröfuganga naut krafta minna. Sektarkennd yfir því? Nei, heldur betur ekki. Kratar eru allir saman hyski og óþarfi að láta sig sjást í fylgd þannig ómenna. En nú bíður lesturinn mín, hafið það gott.
ps. ég bíð enn eftir að góðhjartaður tölvunörd upplýsi mig um hvernig ég get komið í veg fyrir að archiveið mitt hverfi. Ég kann að republisha það sko en vil helst geta komið í veg fyrir að það hverfi svona eftir sínum eigin duttlungum.Þakka þó öllum þeim sem þegar hafa send mér póst um þetta mál fyrir hjálpina.
Óli Njáll  16:24| link

archive drasl
Ef einhver getur sagt mér hvers vegna archiveið mitt hverfur alltaf. Þá má hann senda mér póst
Óli Njáll  13:42| 
link

1.Maí
Já, það verða sko engin hátíðarhöld á þessum bænum í tilefni af 1. maí. Hér verður Íslandssaga 1 masteruð auk þess sem gengið verður frá síðustu smáatriðunum varðandi ritgerðina mína. Það styttist svo óðum í próf hjá Helga Þodlákssyni og því kominn fiðringur í menn. Ég sakna Helga!!!
Óli Njáll  10:44| 
link

Kox
ég hef soldið verið að spá í þessum pælingum um það að margir sjálfstæðismenn hafi flúið höfuðborgina vegna stjóranr r-listans. Séu þessar sögur um stórfeldann flótta sannar þá er ljóst að íhaldið mun eiga ærinn starfa fyrir höndum í að fjölga lóðum í Reykjavík fari svo ólíklega að þeir vinni borgina enda hljóta þessir (pólitísku) flóttamenn þá að flykkjast aftur á heimaslóðir með tilheyrandi lóðaskorti í Reykjavík og hækkandi húsnæðisverði. Ergo: Höldum húsnæðisverðinu niðri og flóttamönnunum utan Reykjavíkur, X-R.

Gleðilegan 1. Maí
Óli Njáll  01:05| 
link
------------------

30.4.02

Leiðinlegt
Já, það er nú nokkuð sorglegt að Man. Utd. hafi dottið út á mörkum skoruðum á útivelli. Aumingja Sveppi, hann hefði kanski ekki átt að hlægja jafn mikið að óförum Liverpool gegn hinu þýsk/brasilíska liði Leverkusen!!!!!
Óli Njáll  22:28| 
link

Keane
Roy Keane kom United yfir hér áðan með alveg ótrúlegu heppnismarki. Ég verð nú að viðurkenna að ég held með Leverkusen í þessum leik því fyrst þeir unnu Liverpool þá lítur það best út fyrir okkur ef þeir yrðu meistarar. Þótt líkurnar á því séu hverfandi. Sama hvort þeir myndu vinna United þá er Real alltof stórt fyrir þá. En nú jafnaði Oliver Nauville. Áfram kusurnar.
Óli Njáll  20:33| 
link

Sjálfstæð ritstjórnarstefna
Jæja,
Kolla ákvað um daginn að taka upp sjálfstæða ritstjórnarstefnu óháða háhyrningssíðunni. Eitthvað virðist sú breyting vera léttvæg því í nýjustu færslunni er enn og aftur vísað í mig eins og flestum öðrum. Þetta sannfærir mig náttúrulega bara enn betur um þá staðreynd sem ég hef lengi vitað að ég er nafli alheimsins og í kringum mig snúast himintunglin.
BTW: Hver í skrambanum er Kári Túliníus?????
Óli Njáll  17:38| link

Gott mál
Í stundarpirringi mínum á bókhlöðunni í morgun steingleymdi ég að hrósa
Þór Steinarssyni, þeim mikla öðling, fyrir gott diss á fánagreinar Stefáns. Það átti svo sannarlega rétt á sér. Jafnframt er rétt að hjóla í Sveppa Kobb þann húðlata fræðimann sem hefur ekki skrifað Tyrkjapistil síðan 8 mars og hefur sú slælega frammistaða valdið því að fánablogg(já, þetta eru hinar aumustu bloggfærslur) Stefáns hefur vaðið uppi eins og breimandi köttur undanfarnar vikur.
Að öðru leyti er ég mjög ósáttur við "stelpubloggin" sem ég nýlega bætti á tenglalistann minn en eftir þá aðgerð hafa þær allar lagst í hið argasta letikast. Augljóst að þarna hef ég verið gróflega misnotaður. Fyrst er mikil seremónía við að ganga í augun á mér með öflugu bloggi og svo þegar þær ná fram sínum vilja er manni bara dömpað og bloggið lagt til hliðar. Svona hegðun verður sko ekki liðin til langframa.
Af ritgerðarsmíðavinnu minni er aftur á móti allt hið besta að frétta. Orðin streyma á blaðið á allt leikur í lyndi. Ég entist nú ekki lengi í hlöðunni heldur þaut ég heim rúmlega 10 og sótti í fjallakyrrðina heima hjá mér. Þar er gott að vera enda hefur eki nokkur mannleg sála sést á þessum slóðum undanfarnar 2 aldir ef frá er talinn snjómaðurinn ægilegi.
Að lokum ætla ég svo bara að benda á augljósa kosti alræðisvalds og eftirlits. Hér í morgun tók ég eftir undarlegum link á síðu Þórs og gerði við það athugasemdir. Þetta öfluga eftirlit í alræðislegum anda fékk Þór til að átta sig á þessu og kippa í liðinn. Eftir sitjum við tveir mjög sáttir. Þór með réttan link á sinni síðu og ég ánægður með yfirburði alræðisins. Lifi byltingin!!!!
Óli Njáll  13:54| link

Hlöðublogg
Jæja, þá er ég mættur á hlöðuna þar sem stefnt er að því að skrifa eins og eitt stykki ritgerð. Hér er margt af góðu fólki sýnist mér. Mágkona mín Stína er á svæðinu og einnig sýndist mér hinn gamli blogghundur
Geir Freysson vera hér á vappinu. Aðra þekki ég ekki hér í kringum mig. En þetta verður eflaust stuð. Ég er þegar kominn með hundleið á þessum stað og ekki búinn að vera hér lengur en ca. hálftíma. Þetta er augljóslega góður dagur til að deyja.
Óli Njáll  10:35| link

hver???
Þór! Hver er Steinunn Inga?
Óli Njáll  10:21| 
link

Ég vann
Ætli það sé ekki kominn tími á að játa það að ég vann í Lóttóinu á laugardaginn. Á laugardaginn rölti ég nefnilega út í búð og fjárfesti 375 krónum í lóttómiða eða 5 raðir. Og var það sjálfval.(hef samt aldrei getað sætt mig við orðið sjálfval þegar maður augljóslega velur ekki sjálfur heldur lætur tölvuna gera það fyrir mann). Og viti menn ég vann. Tölurnar 16 og 18 ásamt bónustölunni 5 reyndust vera á mínum miða og því fæ ég 410 krónur í vinnig sem gera 35 krónur í gróða. Já, það borgar sig að spila í lóttóinu.
Óli Njáll  00:37| 
link
------------------

29.4.02

Búið
Þá er kvennahandboltinn búinn og Haukar meistarar. Kanski það sé smá sárabót fyrir hrakfarir karlaliðsins þó ekki syrgi ég örlög þeirra. Núna eiga mínir menn í Val að taka þetta og hirða dolluna með stæl. Enski boltinn er víst líka búinn og Arsenal er meistari. Það er einn ljós punktur við þá staðreynd sem er að United er þá augljóslega ekki meistari. Annars óska ég
GummaJóh og Óla nágranna mínum til hamingju.
Af sjálfum mér er það helst að frétta að ég var að koðna niður hér heima og skrapp því í gönguferð um hverfið. Það var skrambi kalt en ég var sem betur fer vel klæddur þannig að þetta var ekkert mál. Þetta ætti maður að gera oftar. Það er afskaplega sálarlega hollt að rölta um og hugsa um allt og ekkert. Ég kom allavega endurnærður til baka.
Annars mætti ég ekki í prófið í Í4 í dag vegna "veikinda". Það er svoldið fyndið að læknar gefa ekki út vottorð núna þannig að ég þarf að skila miða frá mömmu um að ég hafi verið veikur. 6ára bekkur kominn aftur bara. Rokk.
Óli Njáll  23:17| link

Hagkaup
Jæja, enn og aftur virðist ég vera að hoppa á milli fyrirtækja og verð víst í þjónustu Hagkaups í sumar þar sem Nýkaup er dautt. Það skiptir reyndar engu máli þó vissulega sé Hagkaup algert kúkafyrirtæki.
Óli Njáll  19:56| 
link

Hetjan
Kveikti á imbanum og sá þar mitt gamla goð Dennis Rodman. Dennis Rodman var mín fyrirmynd á mínum 3 vikna körfuboltaferli. Ég hafði þess vegna miklu meira gaman af að spila vörn en sókn. Og fráköst voru mitt uppáhald. Í sókn eigum við Dennis eitt sameiginlegt, skotstíllinn okkar er gersamlega út í hött en ég held þó að ég sé með jafnvel verri skotstíl en hann. Kanski það sé ástæðan fyrir því að ferill minn varð ekki lengri. En þessi mynd um Rodman er nú meira sorpið. Hún fær ekki marga Guðjóna.
Óli Njáll  15:25| 
link

breytt test
já, þetta er miklu betra eftir breytingarnar.
Óli Njáll  12:43| 
link

Aumkunarvert
Toni er nokkuð augljóslega ekki að gera sér grein fyrir stöðu mála á réttan hátt. Menn verða að velja sér andstæðinga við sitt hæfi. Á morgun mun ég senda Skúla sambýlismanni Antons slepjulega fiska vafða inn í pappír.
Óli Njáll  12:14| link

En ekki hver!!!

Þú ert augljóslega fullkomnasti þjóðhöfðingi í veröldinni og sá eini sem byggir þjóðfélagið á réttlátri skiptingu auðæfanna, sem því miður eru ekki mikil því kapitalísk svín hafa ofsótt þjóð þína árum saman. Lýðræðið eru kanski ekki í uppáhaldi hjá þér en hver þarf lýðræði þegar stjórnvöld byggja á hinni einu sönnu stefnu, sósíalismanum? Þú ert kanski ekki jafn flottur og félagi Ché en engu að síður ertu hetja!

What tin-pot dictator are you? Take the "What Dictator am I?" test at PoisonedMinds.com


Óli Njáll  11:40| 
link

Mánudagur
Þá er ný vika byrjuð og styttist óðfluga í fyrsta prófið. Áður en ég byrja að lesa fyrir það verð ég þó að skrifa eitt stykki ritgerð í dag um 14. júlí og upphaf byltingarinnar í Frakklandi. Já, þetta er hundalíf af verstu sort. Það má sumsé búast við miklu bloggi í dag þegar ég í veruleikafyrringu minni reyni að forðast heim ritgerða og kapítalisma. En Eyvindur biður að heilsa öllum til sjávar og sveita og er kominn í hrikalegan 1. maí fíling.
Óli Njáll  10:23| 
link

Ekkert frelsi takk
Svo virðist sem ég sé lang íhaldsamasti komminn miðað við þetta stjórnmálatest þrátt fyrir að -4,46 sé held ég nokkuð gott. Ég ásaka
Manna um að hafa svindlað til að ná einkunn sinni upp í 8,5. Slíkt er bara anarkismi. Áfram alræðið.
Óli Njáll  00:31| link

Á móti
Undir lokin á Silfri Egils var ég farinn að ná því "að vinstri grænir eru á móti öllum framförum". Það hefði þó verið ágætt ef Sigríður Anna hefði sagt þetta einu sinni í viðbót. Þá gæti ég verið viss. Annars var Ögmundur að fara hrikalega illa með greyið konuna, hún hafði augljóslega ekki hugmynd um eitt né neitt. Lifi málþófið!
Óli Njáll  00:27| 
link
------------------

28.4.02

Hjalti
Æ, mér þykir nú leitt ef ég hef verið of stuttur í spunann við Hjalta Snæ í símann í gær. En við hverju bjóst maðurinn eiginlega, ég hef aldrei talað við manninn og hann tekur upp á því að hringja í mig. Ég áleit þetta hina verstu tilraun til fyndni og var ekkert í stuði til að taka þátt í slíku. Hjalti er án efa í hópi lesanda þessarar síðu þannig að núna veit hann að þetta er ekkert persónulegt. En hvernig veit ég að hann les þessa síðu? Jú, um daginn kom leitarorðið Hjalti Snær Ægisson upp á counternum mínum. Ég dreg stórlega í efa að einhver annar sé að nota slík uppflettiorð en eigandi nafnsins.
Óli Njáll  20:06| 
link

Heim
Jæja, nú fer ég að halda heim á leið. Búinn að fara yfir þær heimildir sem ég ætlaði að skoða hér á hlöðunni þannig að tilgangurinn með veru minni hér er enginn. Ég er bara nokkuð stoltur af dugnaðinum í mér. Fann reyndar á tímabili að ég var að falla í djúpt hugsanavíti en reif mig upp úr því og hélt áfram að læra. Óþolandi hvað hugurinn reikar þegar hann á að vera einbeittur á þessar bækur. Nú er ég aftur á móti orðinn alveg skrambi svangur. Stefnan sett á að ráðast á ískápinn heima. Hvað er ég þá að gera hér, veit það ekki. Ég er farinn heim, núna.
Óli Njáll  17:26| 
link

Tók eitthvað test
sem kreml benti á og niðurstaðan er þessi:
Your political compass
Economic Left/Right: -7.50
Authoritarian/Libertarian: -4.46
Óli Njáll  15:12| 
link

Uppgjöf
Ég er innilega ekki í stuði fyrir bókhlöðuna. Þarf samt að eyða meiri tíma hér í dag til að kíkja á 2 rit í viðbót. Kolla fær stóran plús í kladdann fyrir að koma og redda kaffitímanum mínum. Þeir sem neituðu hins vegar góðu boði mínu megi aftur á móti eiga von á því að falla í byltingunni. Manneskja dagsins er þó tvímælalaust hin margfræga mamma hennar kollu sem sendir tölvupósta seint á kvöldin og er mætt aftur á netið árla morguns til að svara tölvupóstum og bjóða mér í kaffi. Það er ljóst að stefnan er sett á Seyðisfjörðinn í sumar.
Óli Njáll  14:19| 
link

Ég leggst á hnén
Ef einhver sem þekkir mig er staddur á hlöðunni þá sárvantar mig einhvern til að kíkja í kaffi með á eftir. Siminn er 899-4979.
Óli Njáll  13:02| 
link

Linkarnir
Jæja, þá er búið að bæta við einni linkalínu og verða þær ekki fleiri. Stíllinn er alveg að fara af síðunni með þessu linkafargani. Þeir sem sóttu um en fengu ekki vist í linkasafni mínu mega flokka það sem pólitískar ofsóknir. Hér ræður sko kommúnisminn ríkjum.
Linkur vikunnar er nýjung og er stefnt að því að uppfæra hann vikulega,döhh. Fyrstur til að hljóta þann heiður er Páll Hilmarsson sem er helst þekktur fyrir það að vera harðasti andstæðingur bloggheimsins sem þó bloggar sjálfur. Hinir nýju linkarnir eru að sjálfsögðu allir mjög vandaðir og menn eindregið hvattir til að kíkja á þá. Öllum þessum nýju linkum er að sjálfsögðu raðað eftir gæðum og það þýðir ekkert að móðgast þótt einhver annar komist inn á undan manni:)
Að lokum vil ég taka það fram að þessi síða er sú besta í geymi og blæs ég því á allt tal um "lakari síðu sem kennd er við háhyrning".
Óli Njáll  12:58| 
link

Nei, takk

Þú ert GummiJóh

Þú ert kvikmyndaáhugamaður og tölvulúði en veist ekki alveg hvort þú þorir að láta nördið skína í gegn á síðunni þinni.

Taktu hvaða bloggari ert þú prófið hér!



Þessu testi svaraði ég samviskusamlega og fæ þessa niðurstöðu sem er greinilega út í hött þar sem ég verð seint kallaður tölvulúði og er enginn sérstakur áhugamaður um kvikmyndir. En
GummiJóh er eðalsíða þannig að ég er bara sáttur við niðurstöðuna.
Óli Njáll  09:54| link

Sofa
Jæja, þá er ég að hugsa um að fara í háttinn. Vaknað verður snemma í fyrramálið og spáð betur í bókinni Prelude to Terror eftir Norman Hampson. Þangað til, passið ykkur á myrkrinu!
Óli Njáll  01:25| 
link
------------------




Powered by Blogger