{ Óli Njáll - keikodude@hotmail.com }

[ Naggur | ASAT | UVG | Múrinn | Praxiteles | Gamalt ]

[ Húgó | Thors | Fimmtudagur | Ármann | Sverrir | Hilma ]

[ Kolla | Sigfús | Jóhann | Bendt | Steinunn | Linkur vikunnar ]

27.4.02

Gjaldþrot
Decode Keikodude hefur lagt niður starfsemi og lýst yfir gjaldþroti í kjölfar hastarlegra mótmæla gegn starfsemi fyrirtækisins. Telja fórnarlömb fyrirtækisins að lög um persónuvernd hafi verið þverbrotnar. Að hætti allra góðra svikamyllufyrirtækja voru öll gögn fyrirtækisins sett í pappírstætara, þar með talin færslan sem birtist hér fyrr í dag. Kalinn á hjarta hefur forstjóri fyrirtækisins hrökklast í útlegð en skildi eftir miða þar sem hann biður alla hlutaðeigandi aðila afsökunar. Já, genafræðin getur leikið menn grátt.
Óli Njáll  23:15| 
link

Strumpstillögur
Jæja, hver skildi hafa verið tillaga
strumpsins að nýjum bloggara? Jú, enginn önnur en hin fræga internetmamma, mamma hennar Kollu. Nú er það svo að þá eflaust ágætu konu hef ég aldrei hitt og finnst því fulllangt gengið í landvinningum að henda henni inn í bloggheima. Þóri til mikillar gleði get ég þó bent á að Jóhanna Gísladóttir, er að hugsa um að setja upp heimasíðu og verður hún auglýst hér þegar sú stund rennur upp. En þó ég hyggist ekki aðhafast neitt í þessari beiðni Þóris þá mun ég að sjálfsögðu bregðast vel við ef frú Jóhanna vill láta gera fyrir sig bloggsíðu. Hún getur þá bara sent mér póst. Netfangið mitt er hægt að finna hér að ofan.(ég geri að sjálfsögðu ráð fyrir að hún lesi þessa síðu fyrst hún les síðuna hans Antons þar sem mín er án efa helmingi frægari og flottari og innihaldsríkari).
Óli Njáll  17:03| link

Kaffi...
...er gott.
Óli Njáll  11:48| 
link

Einum of langt gengið
jæja, ég fékk sms frá Þóri í gærkveldi sem þá hafði verið að spekúlera eitthvað með Antoni og líkt og ávallt þegar þeir koma saman skapast stórhætta. Allavega komu þeir með uppástungu fyrir næstu bloggsíðu sem ég ætti að búa til. Sú hugmynd var vægast sagt út í hött og gersamlega heimsk. Nánar um það síðar, ég er nefnilega að vinna núna.
Óli Njáll  11:17| 
link
------------------

26.4.02

Fyrstu breytingar
Jæja, þá er ég hafinn það verk að uppfæra linkana mína. Atburðir dagsins kölluðu þó á þær breytingar að Stefán Pálsson missir sinn tengil í kjölfar Stefánsjónshafsteinslegra ummæla um aðdáendur tyrkjapistla og mun aldrei öðlast hann aftur. Honum er aftur á móti bent á að aðdáendur tyrkjapistla, betur þekktir sem ASAT, eru blóðheitt fólk sem hefur fjölmargar leyniskyttur á sínum snærum. Jafnframt er það staðreynd að fánaröfl Stefáns er á engann hátt nógu vandað til að standast eðalritröðum Múrsins snúning. Sú sem fyllir hans sess á tenglalistanum er engin önnur en hinn kyngimagnaða sagnfræðigella Hilma Gunnarsdóttir og er hún þar með eina manneskjan á tenglalistanum sem ekki á félagsskirteini í VG, en þar sem hún er Lenínisti er það fyrirgefið. Þess má geta að Hilma er nokkuð "duló" persónuleiki, og hefur áhuga á uppvaski, straumjárnum og garðrækt.
Óli Njáll  22:31| 
link

Vinnan
Ég hef svo ekki tíma til að vera í vinnunni núna né í fyrramálið. Þeim tíma væri mun betur varið við tölvuna í ritgerðarsmíð:( Ef einhver lumar á ritgerð um frönsku stjórnarbyltinguna, nánar tiltekið ritgerð sem sýnir fram á að byltingin hafi ekki byrjað 14. júlí þá má hann senda mér hana og hlýtur í staðinnn úttekt kr. 1500 í bókabúð Keikodude. Nokkuð góður díll það myndi ég segja. Annars er ég í tómu tjóni núna, einbeitingarleysi mitt er algert eða réttara sagt einbeiting mín er á allt aðra hluti en hún ætti að vera á. Ég þarf að fara að vinna í mínum málum nú af krafti, þetta gengur ekki lengur. Fari það allt í fúlan pytt!!!
Óli Njáll  22:18| 
link

Tölvumömmur
Nokkuð fyndið að mamma hennar
Kollu, hafi grafið upp síðuna hans Antons. Þessar múttur eru greinilega algerir netfíklar. Móðir mín t.d. er einn slíkur netfíkill, krúsar bloggsíður daginn út og daginn inn og er sjálf að spá í að fara að blogga(þar með myndi stelpubloggum fjölga Sverri til mikillar ánægju). Auk þess sem hún hrellir Þórir reglulega á msn í mínu nafni, en það fyndna er að hann veit bara af einu slíku tilviki:)
Annars sýnir þetta að ótrúlegasta fólk er að skoða þessar síður. Þetta er því orðið alveg stórhættuleg iðja að blogga. Maður veit aldrei hvenær maður er óhulltur og hvenær eitthvað gæti komið í bakið á manni. Hér verður því tekinn upp sú ritstjórnarstefna að segja ekki slæmt orð um nokkurn mann nema hann sé yfirlýstur krati, framsóknarmaður, íhald, lögfræðingur eða verkfræðingur. Sú bölvunarþörf mín sem við þetta skapast verður svo allri beint gegn frjálshyggjumönnum.
Lifi byltingin!!!
Óli Njáll  16:42| link

Dugnaður
Ég er duglegur í dag. Heimildavinnslan hökktir áfram fyrir byltingarritgerðina mína í m2 og einnig var endanlega klárað að snurfusa Kvislinginn og verður honum skilað inn í dag. Núna er hádegismatur en hann er að klárast, notaði hann til að éta og horfa á Nágranna. Nágrannar eru traustir.
Óli Njáll  13:32| 
link

Staður í nýjum í heimi
Kanski er þessi titilll eitthvað voðalega djúphugsaður hjá Dr. Ármanni en mér sem leikmanni finnst einu í of mikið í þessum titli. En hvað veit ég um þetta?
Óli Njáll  11:48| 
link

Linkar
Jæja, nú styttist óðum í að linkum verði fjölgað á þessari síðu. Við þá aðgerð fara linkar reyndar að verða eiginlega of margir en það verður að hafa það. Spurningin er bara hverjum á að henda hér inn.
Hilma og Kolla eru skemmtileg stelpublogg sem þjóta nokkuð auðveldlega inn. Bendt nálgast einnig og er það hluti af eldgömlu samkomulagi okkar á milli. Sigfús er leiðtogi lífs míns og hlýtur að hoppa inn. Jóhann hefur lagt inn umsókn og verður tekinn til athugunar. Þeir sem vilja stinga upp á einhverjum fleiri verðugum er bent á að senda mér póst.
Óli Njáll  10:12| link
------------------

25.4.02

Umsögn
Áðan barst mér afskaplega hressilegt bréf frá þeim dreng er ég þekkti eitt sinn sem rólyndismanninn Steinþór Heiðarsson. Eftir lestur þess hef ég tekið þá ákvörðun að láta það alveg eiga sig að setja upp bloggsíðu fyrir hann. En hér er bréfið:

Nú þegar klukkan er 17:21 að mínum tíma, ég gef ekki fiddlestick fyrir þennan Greenwich-tíma ykkar heima, þá hef ég fengið aðvörun frá Ármanni sem ég vil nú bregðast við með því að gera þér ljóst að líf þitt og limir munu komast í áður óþekktan háska ef þú svo mikið sem hugsar um að draga mig niður í dagbókasvaðið netvædda sem nú geisar sem ógurlegast og mun ég jafnvel dysja þig sjálfur og reisa yfir steinhellu að hætti Bjarts í Sumarhúsum og áletra hana í kansellístíl þeim hinum sama og einkennnir tilskrif þetta.

Steinþór Heiðarsson
Óli Njáll  23:55| 
link

Hryggur
Nú er ég nýbúinn að borða prýðisgóðann lambahrygg með einhvers konar appelsínu- og sinnepssósu. Ég er persónulega hrifnari af bernesssósunni en hún var víst ekki til í dag. Þess má geta að móðir mín er besti kokkur í geymi og svo virðist sem ég hafi erft slatta af hennar hæfileikum enda er ég ógnvekjandi góður kokkur.

Óli Njáll  21:17| 
link

Frænka
Jæja, núna áðan var verið að skíra frænku mína Guðfinnu Ósk Eiríksdóttur. Ég var ekki viðstaddur enda ekki boðinn. Ég reyndar skil ekkert í því. Ég er nefnilega þekktur fyrir það að vera fríski fjölskyldumeðlimurinn sem dáir fjölskylduboð, mæti fyrstur og fer seinast heim. En Guðfinna Ósk sem sumsé dóttir Guðrúnar Árnadóttur frænku minnar og Eiríks einhversson. hennar ektamanns. Til hamingju með daginn.
Óli Njáll  17:42| 
link

Ómerkilegur
Ég er víst svo ómerkileg persóna að ég er bara "enginn" samkvæmt
vondum mönnum. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að taka þessu.
Óli Njáll  14:01| link

Sumar
Gleðilegt sumar allir saman.
Þórir er eitthvað að skjóta á mína dansfærni. Ég er nú fyrsti maðurinn til að viðurkenna að ég dansa eins og skunkur. Annars er ég ekki ánægður með það ef einhver er farinn að stela mínum stíl. Slíkt er bara mannvonska.
Óli Njáll  13:06| 
link

áskorun
Komið hefur fram sú tillaga að ég setji upp síðu fyrir ofurmennið af Tjörnesinu, Steinþór Heiðarsson. Nú veit ég að Steinþór les þessa síðu og hann fær hér með frest til klukkan 20:00 í kvöld til að senda inn umsögn sína um þessa hugmynd. Eftir það verður ekki aftur snúið.
Óli Njáll  03:32| 
link

Djamm kvöldsins
Ég er kominn heim og að sjálfsögðu kominn á netið til að blogga. Fór áðan á Grand Rokk þar sem hið furðulegasta lið var samankomnir og þar af nokkrir góðir kommúnistar. Ekki ætla ég að telja þá alla upp hér. Þetta var hin besta skemmtun. Reyndar voru fáir mættir þegar ég skakklappaðist inn á staðinn og stemmingin var ekkert svakaleg þegar Rokkslæðurnar áttu að halda uppi stuðinu. Þetta var hið undarlegasta kvennaband, innihélt tvo gítara, bongótrommuleikara og söngkonu. Ágætis lagaval en skelfilegur flutningur. Undir þessum ófögru ómum sötraði ég einn bjór en þar sem það var Holstein tók ég þá ákvörðun að hætta bjórdrykkju eftir einn bjór og fór bara í kókið. Stemmingin batnaði heldur betur þegar besta band í heimi, Tvö Dónaleg Haust, mættu á sviðið og trylltu mannskapinn. Því miður fyrir suma var ég edrú og mun því greina vel frá framhaldinu. Konungur kvöldsins var án efa maðurinn sem dansaði eins og óður maður og trylltist svo þegar TDH tók lagið "killing in the name of" þá reif hann af sér klæðinn og fór að hoppa á allt og alla ber að ofan. Þessi maður tók sig síðar til og greip með sér stól og fór að sveifla honum um dansgólfið. Síðar fengu hann og vinur hans, sem þangað til hafði helst unnið það sér til frægðar að labba milli fólks og berja í það, þá góðu hugmynd að fleyta þeim fyrrnefnda á höndum dansgólfsgesta yfir gólfið. Endaði það þannig að sá fyrrnefndi hoppaði eiginlega ofan á vin sinn sem reyndi að halda honum uppi af litlum mætti. Nú á þessum tímapunkti gætu sumir lesendur verið búnir að fá þá hugmynd að mennirnir sem um ræðir séu þeir
Huginn og Þór en hér verða þó engir menn nefndir á nafn enda myndi það ekki þjóna neinum tilgangi.
En hverjir voru þarna skemmtilegir. Jú, ég, jói, strumpur, stebbi p og frú, sverrir, kata, kolbeinn, sigfús og að sjálfsögðu restin af tdh, kolla, tóti, og einnig herma fréttir að huginn og þór hafi verið á svæðinu. Engum sögum fer þó af því að Einar Skúlason hafi verið viðstaddur en náungi einn skuggalega líkur honum þótti þó sýna skelfilega takta á dansgólfinu. Hann sér þó ekki eftir neinu enda hafði hann mjög gaman af. Takk fyrir kvöldið.
Óli Njáll  03:26| link
------------------

24.4.02

Linkar
Ég virðist þurfa að kenna
Kollu betur að gera linka. Þetta er ekki að virka hjá stúlkunni.
Óli Njáll  22:34| link

Mekong
Ég er orðinn háður Mekong og fór því í kvöldmat þangað núna áðan. Það er alltaf jafn gott. Þess má til gamans geta að Cow pad þýðir á tælensku steikt grjón.
Óli Njáll  21:09| 
link

Alveg ótrúlegt
Þessi gríðarlegi krikketáhugi í þjóðfélaginu er farinn að valda ritstjórn Keikodude miklum heilabrotum. Það má vart líða sá dagur að hér er ekki bloggað um krikket þá fara lesendabréfin að streyma inn. Fyrir þá fróðleiksþyrstu sé ég mig því knúinn til að segja frá því að Indverjar sigruðu Vestur Indíur með litlum mun í öðru testi þjóðanna og staðan í einvíginu þar með orðin 1-0 fyrir Indland en fyrsta testið ringdi út. Þess má geta að þetta var aðeins í þriðja skipti sem Indland vinnur sigur í Vestur Indíum en Indverjar eru einmitt þekktir fyrir að vera alveg skelfilega lélegir á útivöllum. Í baráttu battsmannana, Brian Lara vs. Sachin Tendulkar, verður að segjast að minn maður Tendulkar(sem gengur undir nafninu Little Maestro) hefur vinningin og meðal annars skellt einni Century á Vestur Indíubúa.
Um þessar mundir er einnig í gangi ODI sería milli Pakistana og Nýsjálendinga þar sem staðan er 1-0 fyrir Pakistan og í þessum töluðu orðum stendur annað testið yfir. Í fyrsta leiknum var það hinn magnaði Youssuf Youhana sem gersamlega saltaði Nýsjálendingana, en hann hefur verið sjóðheitur að undanförnu.
En aðalmálið er án efa komandi ferðalag Sri Lanka manna til Englands. Ef allar áætlanir ganga upp verðum við Lambkáli staddir á fyrsta testinu milli þeirra nú um miðjan Maí. Reyndar er það áhyggjuefni að Muttiah Muralitharan meiddist í leik gegn Pakistan um daginn og þurfti að fara í uppskurð á öxl. Vonir eru þó bundnar við að hann verði búinn að jafna sig í tæka tíð og sem betur fer var þetta sú vinstri en Murali er eins og allir vita rétthentur. Þetta verður stuð.
Óli Njáll  18:16| 
link

Djöfulsins annríki
Eftir uppfærlsur og lagfæringar er naggurinn bara orðinn alveg óður og iðandi af lífi. Eignlega of miklu lífi fyrir minn smekk.

Annars var ég að koma af miklum planfundi og útréttingum fyrir Flokkinn. Það er ljóst að kosningarnar verða teknar með gríðarlegu trompi og ljóst að VG mun rústa þessari baráttu út um allt land. Verst að ekki skuli vera VG framboð í Reykjavík enda myndi það framboð taka íhaldið á analinn á hrottafenginn hátt.

Í kvöld er svo ofurgrúppan Tvö Dónaleg Haust að spila á Grand Rokk. Þangað hljóta allir góðir menn að fara.
Óli Njáll  17:59| 
link

Lokaorð
Nú á bara eftir að rita nokkur lokaorð í ritgerðina mína um Snorra Sturluson. Allt annað er búið. Svo er bara að plata múttu til að lesa þetta yfir en eins og kunnugir geta séð þá á ég það til að skella nokkrum stafsetningavillum hér og þar. Þessi ritgerð sem hefur hlotið hið skemmtilega nafn "Kvislingurinn" verður svo að sjálfsögðu fáanlegt hjá hinni sívinsælu bókasölu Keikodude eftir nokkra daga.Vöruúrvalið lýtur því svona út:

Hugsjónamaðurinn e. Óla Njál Ingólfsson kr. 1500
Samfélag á sóttarsæng e. Óla Njál Ingólfsson kr. 1500
Kvislingurinn e. Óla Njál Ingólfsson kr. 1500(væntanleg)
Í leit að konungi e. Ármann Jakobsson kr. 1500


Að lokum lýsi ég yfir að ég legg fæð á einhverja síðu sem kalar sig vefstrump(og fær svo sannarlega ekki link) því augljóslega er bara einn
Strumpur til í bloggheimum og ekki pláss fyrir fleiri.
Óli Njáll  13:38| link

Ammælikveðja
Kolla kommúnisti á ammæli í dag, það 21. í röðinni. Til hamingju með það.
Óli Njáll  12:05| link

Friends test
Friends testið er alveg óheyrilega langt en samkvæmt því er ég Joey. Reyndar svaraði ég öllum spurningunum með því markmiði að fá þá niðurstöðu enda er það minn uppáhalds karakter:)
Óli Njáll  11:25| 
link

MSN djöfull
MSN er einhver stórhættulegasti hlutur í geymi. Í fékk sko heldur betur að kenna á því í gær þegar áður en ég vissi var ég búinn að eyða öllu kvöldinu í eintómt blaður. En kanski þekki ég bara svona skemmtilegt fólk:)
For svo í ístúr með Þóri gelgju og nettöffara. Ísbúðin í Álfheimum kann svo sannarlega að skilgreina stóran ís. Þetta var ógnvekjandi fyrirbæri. Í ísbúðinni var þó ágætis útsýni þar sem mátti sjá handboltagelluna Þórdísi Brynjúlfsdóttur. Hún hefur því miður verið meidd ansi lengi og er það slæmt fyrir kvennahandboltann á Íslandi og dregur mjög úr áhuga mínum á þeirri íþrótt. Af kvennahandbolta er það víst að frétta að Stjarnan er að verða Íslandsmeistari og er það hið besta mál. Haukar eru óáhorflegt lið á meðan Stjarnan hefur í sínu liði Önnu Blöndal sem án efa fær titilinn "ungfrú úrslitakeppni kvennahandbolta 2002"
Óli Njáll  10:58| 
link
------------------

23.4.02

Ástin og Lífið
ég komst að því að það eru fleiri sem þekkja það góða lag með Magnúsi og Jóhanni.
Óli Njáll  23:48| 
link

Fundinn
Já, alþjóðavæðing mín er greinilega skammt á veg kominn því eins og glöggir lesendur sáu vissi ég ekki að ending netfanga í Danmörku er dk. en ég hélt að það væri de sem er víst þýskt fyrirbæri. En
Kim Larsen er sumsé fundinn og fá Lambkáli og Bergþór bestu þakkir fyrir hjálpina.
Óli Njáll  10:33| link

Góðan dag
Já þetta er augljóslega góður dagur því
naggurinn hefur verið tekinn í gegn og það vel. Annars er ég á leiðinni upp á bókhlöðu til Lambkála enda hefur reynsla síðustu daga sýnt mér að heimanám er óhugsandi möguleiki. Það verður því hlöðublogg í dag.
Óli Njáll  10:28| link
------------------

22.4.02

Fífl og fávitar
Þetta fólk sem sér um ítölskunám í HÍ er augljóslega samansafn af hinum verstu skálkum og framsóknarmönnum. Bryjendakúrsinn er kenndur í hádeginu 4 daga vikunnar. Hvílíka og aðra eins vitleysu hef ég aldrei nokkurn tíma séð. Best að skrifa bréf og mótmæla þessu harðlega. Svona argandi heimskulegheit eiga ekki heima í akademísku samfélagi sem byggist upp á hádegismatnum. Hádegismatur er heilög stofnun því maður verður jú að nærast auk þess sem hádegismaturinn hefur allavega í sagnfræðiskor mikla félagslega þýðingu. En þessir helvítis tungumálalúðar í ítölskunni eru eflaust illa lyktandi jussur sem enginn hefur nokkurn tímann nennt að umgangast og skilja því ekki mikilvægi hádegismatarins. Fífl og fávitar.
Óli Njáll  23:48| 
link

Larsen
þetta er ekki heimasíða Kim Larsen. Ekki þetta heldur né þetta. Hvar ætli ég finni heimasíðu Kim Larsen???
Óli Njáll  23:27| link

Fundur
Þetta var þrusugóður fundur í Háskólabíói í dag og mæting alveg glæsileg. Tel ég að hótun mín um að siga Sigfúsi á fólk hafi þar haft mikið að segja. En þetta var áhugavert og fínn fundur í alla staði. Þarna voru mörg stórmennin mætt og nenni ég ekki að linka á þá alla. Einnig voru ungkommúnistar öflugir og dreifðu flyerum fyrir utan fundarstað meðan fólkið var að týnast á staðinn.
Sjálfstæðisflokkurinn var að sjálfsögðu eini stjórnmálaflokkurinn sem ekki studdi þennan fund enda einungis fúlmenni og skúnkar þar innanborðs. Nokkrar villuráfandi geitur úr flokknum svo sem
Ágúst mættu þó og eiga hrós skilið fyrir að hlaupa undan flokksaga. Ágúst olli mér þó töluverðum vonbrigðum með því að neita að kíkja í kvöldmat með mér. Kolla reddaði þó málinu og við kíktum á makkann og ræddum landsins gagn og nauðsynjar.
Óli Njáll  21:39| link

Til hamingju
Ég óska öllum
Lenínistum til hamingju með daginn. Lifi byltingin.
Óli Njáll  16:18| link

Núna
Núna er ég að bulla á netið og harðneita að læra. Lærdómurinn hefur þó mjakast jafnt og þétt í dag. Ég er líka að hlusta á góða tónlist. Nú eru 4 lög á playlistanum hjá mér, Flowers in the window með Travis, jealous guy með Lennon, Yellow með Coldplay og Smukke unge mennesker með Kim Larsen. Allt saman alger snilld.
Svo er það fundur á eftir klukkan hálf sex. Hundskist til að mæta helvítin ykkar. Þeir sem mæta ekki mega eiga von á
Sigfúsi í heimsókn með trommukjuða og guð hjálpi mönnum þá.
Annars eru það ljótar sögur sem maður heyrir af Þóri þessa dagana. Ég veit bara ekki alveg hvernig ég á að snúa mér í þessum málum. Það er allavega deginum ljósara að þessu verður að linna.
Óli Njáll  16:12| link

Mikil skelfing
Ég var að uppgötva að ég mun ekkert sjá Helga Þorláksson næsta hálfa mánuðinn. Ó mig aumann.
Óli Njáll  16:11| 
link

Skeggtíð
Nú þegar próf nálgast tek ég upp þá iðju mína að raka mig ekki. Eða væri kanski réttara að tala um iðjuleysi. Þetta hef ég gert í mörg ár með misgóðum árangri og dettur ekki í hug að hætta þessu. Þetta er líka fín afsökun fyrir því að vera latur við rakstur:)
Óli Njáll  14:22| 
link

Matur
Það hefur verið í tísku að ræða mat á hinum ýmsu bloggsíðum að undanförnu. Ég get að sjálfsögðu ekki verið minni maður og birti því hér uppskriftina að morgunmatnum mínum.

1. bolli haframjöl
2. bollar vatn
góður slurkur af salti

Skellið vatni og haframjöli í pott og skellið á hæsta styrk. Þegar grauturinn er farinn að sjóða skal slurka saltinu út í og hræra vel. Þá er grauturinn tilbúinn. Hægt er að borða þetta á margvíslegan hátt en ég mæli með því að skella rúsínum og púðursykri út á grautinn. Borðist með skeið.

Áhrif
Frjálshyggjuguttar hafa batnað í reikningi í nótt, ætli það tengist eitthvað þessum heimsóknum á þessa síðu frá "www.frjalshyggja.is/admin"
Óli Njáll  11:31| 
link

Góðan dag
Mér finnst einhvern veginn tilheyrandi þegar ég vakna á morgnana að bjóða góðan dag. Þar sem foreldrar mínir eru fyrir löngu mættir í vinnu þá er ég einn og yfirgefinn og get því einungis sagt góðan dag við Eyvind en hann er morgunfúll skrambi sem nennir sjaldnast að eyða orðum á mann svona snemma dags. Því blogga ég bara um það meðan Eyvindur syndir í hringi.
Í dag er líka gott veður í Hvítufjöllum. Hið ómögulega hefur gerst að snjóa hefur leyst og hafa elstu menn gengið af göflunum í undrun sinni enda enginn dæmi um þetta áður á sögulegum tíma. Það sanna ísótóparannsóknir hér á jöklinum. Núna er sumsé sólskin og logn. Ég reyndar ætla að taka þá skynsamlegu ákvörðun að láta ekki glepjast af þessu gluggaveðri því reynsla undanfarinna ára hefur sýnt mér að hér er aldrei gott veður og um leið og ég stíg út fyrir hússins dyr laumast að manni hvirfilbylir og haglél. Ég verð því inni og reyni að ritgerðast aðeins.
Skyr virðist ekki vera virkasta heimasíðann á netinu. Ég krefst þess að skyrið hefji regluleg skrif.
Óli Njáll  10:09| link

Friðbjörn fyndni
Eins og áður hefur komið fram á þessari síðu þá er
frjálshyggjuguttar.is hin besta skemmtun. Sérstaklega skemmtilegur pistill Friðbjarnar Orra um verðmerkingar í búðum sem reyndar er nær einungis tilvitnun í Heyek, sem er alveg út úr kú eins og hver einasti lesandi sér. Einnig er sérlega gaman að reiknikunnáttu frjálshyggjunnar þar sem greinin klikkir út með því að 24,5% af matvöruverði renni til ríkisins í formi virðisaukaskatts sem er einfaldlega kolrangt þar sem allir upplýstir menn vita að á íslandi eru tvö skattstig á matvöru 14 og 24,5% og einnig sjá talnaglöggir menn að ef vsk er 24,5% þá fara 19,68% af andvirði vörunnar til ríkisins en ekki 24,5%. Flókið reiknidæmi? spreytið ykkur á því þangað til þið sjáið ljósið.
Óli Njáll  01:00| link

Sannkallaður sunnudagur
Eftir alveg ótrúlega leti í dag ákvað ég að dagurinn væri ónýtur námslega séð og ákvað að taka kvöldið rólega. Hringdi því í
Strump og kíktum á rúntinn. Þar sem veðrið var einkar íslegt fórum við og fengum okkur ís. Mig hefur einmitt langaði í ís frá því í gær þegar gústhaus reyndi að draga mig í ísbúð. Að auki gerðum við Þórir heiðarlega tilraun til að reyna að villast gangandi í vesturbænum en komumst að þeirri niðurstöðu að það er ekki hægt.
Á rúnti okkar um vesturbæinn sáum við svo kunnuglegt andlit á gangi og reyndist það við nánari athugun vera félagi Jónsson(hann er ekki enn kominn með síðu þannig að ég get ekki linkað á hann). Við keyrðum því upp á gangstétt til að spjalla aðeins við hann. Síðar rúntuðum við um bæinn og þar keyrðum við svo aftur framhjá Jónsson þar sem hann arkaði Austurstrætið. Á öðrum rúnti okkar um miðbæinn sáum við svo Jónsson á harða spretti upp Laugarveginn. Ekki sáum við meira af Jónsson á ferðum okkar.
Nú áðan ákvað ég að taka til hjá Eyvindi. Fyrir þá sem ekki vita er Eyvindur gullfiskurinn minn(hann er ekki enn kominn með síðu þannig að ég get ekki linkað á hann). Eftir langa mæðu komst ég að því að búrið er í raun og veru gegnsætt en sú vitneskja hafði fallið í gleymsku. Mér fannst einmitt brúni liturinn alveg sérlega ljótur þannig að ég er ánægður með skiptin. Þetta ætti einnig að gleðja rúsínusystkinin Agnesi og Þorgeir sem nú geta séð Eyvind mun skýrar og greinilegar en þau systkin hafa að ég held stofnað aðdáendaklúbb sem ber þá væntanlega skammstöfunina AEG, Aðdáendaklúbbur Eyvinds Gullfisks.(Sá klúbbur er ekki kominn með síðu þannig að ég get ekki linkað á hann).
Að lokum ætla ég svo að lýsa yfir áhyggjum af að versta þjóð í heimi, Frakkar, séu að verða nasistar.
Óli Njáll  00:29| link
------------------

21.4.02

Helvítis Arsenal
ég hef ekkert meira um það mál að segja.
Óli Njáll  18:36| 
link

Bendt
Bendt er búinn að laga síðuna sína og fær því fljótlega aftur link. Hann verður þó að bíða af sér smá reynslutíma.
Óli Njáll  16:18| 
link

Útgáfa
Ég legg til að Sverrir Jakobsson taki að sér það hlutverk að gefa út Andrarímur hinar eldri, þar sem það er eflaust ekki mikið verk. Þá gæti maður kynnt sér þetta verk þannig að næst þegar Sverrir hefur eintal um þetta meistaraverk íslenskrar bókmenntasögu þá geti maður skilið um hvað hann er að tala.
Úr "musteri illskunnar" bersta svo þær fréttir að
Kolla sé að taka síðuna sína í gegn og farinn að bölva mér ennfrekar. Það er hið besta mál. Þar með eru allir mínir bloggungar farnir að vera virkir í þessu en félagi Sigfús hefur einnig verið að hressast mjög að undanförnu. Einnig er gaman að frú Pálsson er farinn að hlýða bónda sínum og bloggar daglega. Einnig(ég er að ofnota þetta orð núna, ég veit það) hefur sá orðrómur borist eftir göngum Árnagarðs að Lambkáli Jónsson sé farinn að stefna á blogg. Það eru bjartir tímar fram undan í bloggheimum:)
Óli Njáll  15:17| link
------------------




Powered by Blogger