{ Óli Njáll - keikodude@hotmail.com }

[ Naggur | ASAT | UVG | Múrinn | Praxiteles | Gamalt ]

[ Húgó | Thors | Fimmtudagur | Ármann | Sverrir | Hilma ]

[ Kolla | Sigfús | Jóhann | Bendt | Steinunn | Linkur vikunnar ]

20.4.02

Skarpur strákur
Gaman að sjá Andrarímur eldri hjá Sverri. Þetta er augljóslega hin mesta og besta skemmtun. Einnig er gott að sjá að Sverrir hefur áttað sig á því að besserviss hans um Andrarímurnar var ekki að skora mörg stig í gærkveldi, hann hefði reyndar mátt uppgötva það áður en hann hélt hálftíma tölu um Andrarímurnar:)
Skemmtilegasti karakter kvöldsins eins og Hilma bendir á var einhver kona sem eeinhver sagði mér að væri frú Eggi Be. Áður en ég heyrði það hafði ég komið með þá tilgátu að þetta væri kynskiptingur. Manneskjan óð á okkur Hilmu og spurði á dramatískan hátt hvort til væri ógeðslegra orð en DRASL. Eggi sjálfur var aftur á móti í essinu sínu og söng "hæ,hó, jibbí, jei" líkt og ávallt þegar maður hittir hann á fylleríi, auk þess sem hann nýtti tækifærið til að hlæja að þjálfunarafrekum okkar Halls. Einnig sagði hann okkur stórskemmtilega sögu um hegðun þjálfara mr-inga á úrslitum Gettu Betur síðast. Það var bara fyndið. Greinilegt að mringar og mhingar eiga ýmislegt sameiginlegt hvað varðar geðveiki og kærumál.

Óli Njáll  18:20| 
link

Neysluhættir Guðmundar
jamm, nú er víst búið að færa kúrsinn hans Guðmundar Jónssonar yfir á haustönn. Það er hið besta mál þar sem haustönnin innihélt ekki skemmtilega kúrsa. Kanski er ég kominn þarna með afsökun líka til að fresta fýlunni:)

Liverpool vs. Derby núna. Við vinnum.
Óli Njáll  14:55| 
link

Póló
Söluturninn
Póló er með heimasíðu. Það finnst mér nokkuð fyndið miðað við það að þetta er svona lítill skúr við Bústaðaveginn. En þetta er góð sjoppa. Þarna hef ég í gegnum tíðina keypt ófáar kók í gleri og neftóbak fyrir afa gamla og fengið bland í poka fyrir afganginn. Lengi lifi Póló.
Óli Njáll  12:26| link

Er Stefán landráðamaður?
Ekki vissi ég að
Stebbi hefði þjálfað mhinga í morfís. Kom mér nokkuð á óvart. Sérstaklega með tilliti til að ég hélt að Stefán áliti mhinga jafn slæma og pestina, sem þeir vissulega eru!!! En þó að morfís sé skítleg og leiðinleg keppni þá finnst mér slæmt að mh hafi sigrað, mh er staður sem ég myndi ekki syrgja ef Osama kæmi á flugvél.
Óli Njáll  12:24| link

Magnús Hitler dagurinn
Í dag er fæðingardagur tveggja manna sem skipa þó mjög mismunandi sess í mínu lífi. Annars vegar Adolfs Hitlers og hins vegar afa míns Magnús Hagalíns Gíslasonar. Eflaust eiga einhverjir fleiri afmæli en ég man ekki eftir þeim. Þess má geta að Muttiah Muralitharan átti afmæli á miðvikudaginn síðasta.
Óli Njáll  12:09| 
link

Af hverju...
...er ég að pæla í gersamlega óframkvæmanlegum hlutum um miðja nótt? Kominn tími til að hætta slíkum bullpælingum og feisa raunveruleikann.

En annars er það að frétta að ég var að koma af sagnfræðinemadjammi í kjölfar kvikmyndasýningar sagnfræðinema. Þetta var ágætt, nema hvað ég var edrú og hafði nagandi áhyggjur af því að ég ætti að vera að læra. Afrekaði það þó að kynna landsbyggðardömurnar Þóru og
Hilmu fyrir hinum frábæra stað Devitos við hlemm sem án efa er besti pítsuskúr í veröldinni.

Fróðleikur kvöldsins: Sverrir Jakobsson er eini maðrinn í geymi sem á Andrarímur hinar eldri enda eru þær víst ófáanlegar með öllu. Slíkt vakti að sjálfsögðu mikla öfund hjá sagnfræðinemum,(þ.e.a.s. ef þeir hefðu haft einhverja hugmynd um þessar blessuðu Andrarímur).
Óli Njáll  02:30| link
------------------

19.4.02

Verzló
Var í
Verzló áðan í margþættum tilgangi. Fór til að skila Steinunni bókum sem ég var með í stuldi frá bókasafninu og spjallaði svo við þá Inga og Baldur. Ég er alltaf að átta mig betur og betur á því hvað Baldur er einn mesti snillingurinn í þessari stofnun. Þetta var maðurinn sem maður óttaðist hvað mest í 3. bekk ásamt Þórði Hauks, sem gekk undir nafninu djöfullinn. En þegar maður kynnist Baldri þá er þetta hinn mesti öðlingur. Auk þess sem Baldur greiðir á sér augabrúnirnar.
Óli Njáll  14:54| link

Sveddi
Sveddi skrifar pælingu um bloggið sem vert er að lesa. Hann hittir naglann á höfuðið enda smiður í eðli sínu.
Óli Njáll  14:49| link

Ha ég???
Nei, ég er ekki að blogga núna né ráfandi um netið. Slíkt er hin argasta lygi spunnin upp af illgjörnu fólki. Ég er augljóslega að skemmta mér hörkuvel við að skrifa um Snorra Sturluson. Ég afneita internetinu.
Óli Njáll  12:12| 
link

Meiðsladjöfull
Murali meiddur á vinstri öxl og þarf í uppskurð. Áranns vandræði það enda þýðir þetta að hann gæti misst af hluta Englandstúrsins sem hefst fljótlega. Helvítis Pakistanarnir.
Óli Njáll  10:57| 
link

Stuð
Í dag verður stuð, sannkallað Snorrasturlusonarstuð. Nú skal mér takast það að gera eitthvað af viti í þessari ritgerð. Ef það tekst ætla ég að verðlauna sjálfan mig með því að kíkja á bíósýningu sagnfræðinema þar sem nemendur í heimildamyndakúrsinum sýna afrakstur vetrarins. Alls verða sýndar 6 myndir og ber þar án efa hæst stórmyndina "Kveðandinn snýr aftur" í leikstjórn Vésteins Valgarðssonar sem er alger snillingur. Annars held ég að
þessi og þessi þyrftu að hittast. Þeir gætu spjallað um mat fram í rauðann dauðann.
Óli Njáll  10:52| link

Dauði og djöfull
Á kosningafundi á hinum mjög svo ömurlega Thorvaldsens bar var dauði og djöfull við völd. Saman voru komnir Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Dagur Eggertsson og Árni Þór Sigurðsson og ræddu um borgarmálin. Í salnum var svo allt fullt af leiðinlegu fólki t.d. kremlverjar og fullt af heimskulegum hægrimönnum og heimdellingum. Þetta var leiðinda fundur og ég er glaður að hann er búinn.
Kosiningavefir eru ljótir og leiðinlegir þetta árið.
Hér og hér. Aftur á móti hef ég gaman af síðunni Heimur.is þessa dagana. Ég hef gaman af skoðanakönnunum og þeir greinilega líka. Þær mættu samt vera með skemmtilegri niðurstöðum.
Að lokum tek ég fram að ég hyggst kæra Ármann Jakobsson til samkeppnisráðs fyrir það að spilla viðskiptum mínum á ólögmætan hátt!!!
Óli Njáll  02:30| link
------------------

18.4.02

Skráning
Eftir að hafa þurft að þola tuð og nöldur Sverris dögum saman skráði ég mig á söguþingið í dag. Og þar með mun fjöldi uppfærslna á heimasíðu Sverris minka um helming enda hefur hann ekkert lengur að tala um. Nema kanski þá staðreynd að ég sé nú búinn að skrá mig á söguþingið.
Óli Njáll  20:10| 
link

Feitur úti
Er
Guðmundur Daði feitur úti? Það getur vel verið enda hef ég ekki hugmynd um hvaða maður þetta er. En það veit guð að breiður faðmur kommúnismans er öllum opinn, líka verkfræðinemum.
Óli Njáll  20:08| link

Lokað
Jæja, í dag fór hin nýja stjórn Fróða að virða fyrir sér húsakynni félagsins. Reyndar vissi ekki nokkur maður að Fróði hefði einhver húsakynni fyrr en í gær enda það húsnæði aldrei nokkurn tímann notað. Og kanski ekki furða enda staðsett á óvinalandi, vitlausu megin við Suðurgötuna í einhverjum skúr sem nefndur er Sumarhúsið. Ég var semsagt staddur á vondu svæði í leit að skrifstofunni áðan og komumst við þá að því að þetta svokallaða Sumarhús er lokað og læst vegna umgengnisvandamála. Halló!!!!!
En okkur var þá bent á að spjalla við einhvern húsvörð í VR2 og því neyddist ég til að halda í musteri illskunnar í þessum heimi til þess eins að komast að því að maðurinn var ekki við. Þar hitti ég reyndar nokkra góða menn á borð við Adda, Hjalta og Rabba(reyndar einu mennirnir sem ég hitti) þannig að ekki var þess ferð alslæm. En skrifstofa Fróða er jafn mikill leyndardómur eftir sem áður.
Óli Njáll  19:01| 
link

Krikketblogg
Já, það fór víst svo að Pakistanar með Youhana í fararbroddi söltuðu Sri Lanka í nótt með 215 hlaupum. Það verður að teljast Sri Lanka til málsbóta að ofurmennið Muralitharan meiddist og gat hvorki bowlað né battað. Það er þó engin afsökun fyrir því að skora einungis 78 hlaup í öllum leiknum en fyrrnefndur Youhana skoraði einn, sér og sjálfur meira en allt lið Sri Lanka. Ég er gríðarlega ósáttur við mína menn.
Óli Njáll  10:30| 
link

Hvað eiga...
Halldór Ásgrímsson, Steingrímur Hermannsson, Eysteinn Jónsson, Hermann Jónasson og Á. Brynjólfur Flygenring sameiginlegt?
Óli Njáll  01:57| 
link
------------------

17.4.02

Fróði 2002-2003
Mér líst vel á starfið í Fróða á næsta vetri. Stjórnin er góð blanda af fólki. Eva formaður er svona ábyrga týpan enda stelpan í hópnum. Bjössi er snillingur sem mun sjá um að fræðilega hliðin á starfsemi Fróða verði kröftug. Við Jói erum svo bjálfarnir í hópnum sem sjáum um að gera þetta skemmtilegt auk þess sem ég mun að sjálfsögðu sjá um fjármálin og stjórna sjóðsstreyminu með harðri hendi. Einnig lýst mér mjög vel á Alþjóðanefndina sem var kjörin en stefnan er sett á að halda til Kúbu næsta vor. Slíkt er náttúrulega bara snigld. Annars held ég að Bragi, fráfarandi formaður, hafi tekið að sér öll önnur embætti sem í boði voru, hann er skorarfulltrúi, trúnaðarmaður, endurskoðandi reikninga og eitthvað fleira. Bragi er svona Alfreð Þorsteinsson innan Fróða.

Þórir er tölvubjáni og ég kann meira en hann enda kominn með óheyrilega reynslu í stofnun bloggsíða, að ógleymdri snigldarforrtiun minni fyrir ASAT heimasíðuna.
Óli Njáll  23:15| 
link

Ég er sniglingur
Valdboðið heldur áfram og vefþjónusta Keikodude vinnur enn einn stórsigurinn. Nú er það hún
Kolla sem æðir fram á ritvöllinn. Ég verð að viðurkenna að ég var nú alls ekki bjartsýnn á að þetta myndi virka og beið því með að auglýsa þetta en það virðist sem allt sem ég taki mér fyrir hendur þessa dagana virki(nema Snorri Sturluson).
En kíkið á Kollu, þetta verður eflaust áhugavert blogg þar sem Kolla er eina manneskjan í gervöllum heiminum sem sameinar það að vera verkfræðinemi og kommúnisti. Rokk.
Óli Njáll  20:19| link

Sigur
Jæja, þá er búið að kjósa nýja stjórn Fróða og er hún á þann veg að ég er gjaldkeri en bókhaldið er víst í einhverju bulli þannig að ég fæ það ekki strax í hendurnar. Aðrir í stjórn eru svo Eva Formaður, Jói ritari og Bjössi meðstjórnandi. Þeir sem ekki þekkja þessi nöfn, aumingja þið því hér kemur engin nánari skýring á þessu fólki. Þetta verður rokk.
Óli Njáll  16:53| 
link

Ekkert nöldur
Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að grein mín um múrinn í gær hafi ekki verið neitt nöldur heldur uppbyggileg gagnrýni þar sem jöfnum höndum var bent á það sem vel er gert og það sem miður hefur farið að mínu mati. Jafnframt lagði ég fram tillögur til úrbóta. Samfylkingarmenn og framsóknarmenn eru svo sem þekktir fyrir að kalla þess háttar hluti nöldur og kanski er
Þór eitthvað farinn að smitast eftir að hafa umgengist slíkt hyski.
Staðreyndin er að Menning Múrsins er takmörkuð auðlind sem býður aðeins upp á 2 pistla á viku. Það verður því að nýta hana skynsamlega. Vissulega geri ég mér grein fyrir því að stofna verður reglulega nýjar ritraðir og t.d. bíð ég spenntur eftir næsta pistli um þýðingarsögu barnabókmennta. Það er þó nauðsyn að hlúa vel að þeim gömlu og rótgrónu ritröðum sem allir kannast við t.d. Sögubrot af Tyrkjum! Sú ritröð á mikið eftir líkt og Ártíðir merkismanna. Þetta er vinsæla stöffið.
Annars vil ég taka undir þá tillögu Þórs að flokka ritraðirnar til að auðvelda aðgengi að þeim. Þess má reyndar geta að óháðir aðilar hafa gert það upp á eigin spýtur hvað varðar Sögubrot af Tyrkjum og má finna það allt hér. Kostir einkaframtaksins:)
Óli Njáll  11:50| link

SHG
Sigurður Hólm samfylkingarnjóli hefur augljóslega ekkert að gera í vinnunni eða frítíma sínum fyrst hann er farinn að telja ritstjórnarmeðlimi á öllum vefritum landsins. Annars er athyglisvert að uvg.vg sem er augljós sigurvegari í jafnréttiskönnun Sigurðar með 4 konur og 5 karla fær ummælin "lélegur árangur fyrir vinstrasinnað vefrit". Jæja hvernig hægt verður að ná hlutföllunum 4 og 1/2 móti 4 og 1/2 veit ég ekki. Á sama tíma er hans eigið rit politik.is með einungis 36% hlutfall kvenna sem ætti þá eðlilega að fá ummælin "Við sjúgum feitan" en fær í staðinn málsbætur fyrir hárprýði Sigurðar.
En þetta er samt atriði sem vert er að pæla í. Af hvurju nenna engar konur að skrifa á þessi vefrit. Af þessum fjórum hjá okkur er aðeins 1 sem er virk og önnur hálf virk. 2 eru einhvers staðar týndar uppi á þaki. Breytir þó ekki þeirri staðreynd að uvg.vg er langflottast og alltaf á uppleið.
Óli Njáll  10:51| 
link

Helvítið hann Snorri
Þessi morgunn er að fara í tóma vitleysu. Allavega gengur ritgerðin um Snorra ekki neitt. En hún skal klárast í dag.

Síðan eru kosningar í hádeginu, þar sem ég verð í framboði að ég held ekki á móti neinum, ef einhver er andstæðingurinn þá fer hann mjög leynt með áform sín. Í formanninn verður aftur á móti hörð barátta þar sem Jón Skapti og Eva berjast blóðugum leðjuslag en þau eru bæði sigurviss. En þetta kemur allt í ljós á eftir. Lifi byltingin.
Óli Njáll  10:33| 
link

Leyndardómurinn
Stebbi spekúlerar í stjórnmálaskoðunum Flygenring. Mér finnst nokkuð fyndið að Stebbi hafi ekki séð hina augljósu staðreynd sem æpir á mann. Ágúst Brynjólfur Flygenring er framsóknarmaður.
Óli Njáll  00:54| 
link
------------------

16.4.02

Söguþing
Nú þar sem ég er með ritteppu eins og stendur er best að raða saman líklegri dagskrá hjá mér á söguþinginu. Hún er svona.
Föstudagur:
Fyrstu málstofur hefjast klukkan níu. Á þeim tímapunkti verð ég sofandi enda ekkert nógu áhugavert til að vekja mig. Klukkan 10:45 mun ég sennilega birtast í einhverju sem nefnist "heilbrigðissaga í 200 ár" það verður þó eflaust ekkert voðalega spennandi, ég myndi frekar vilja hafa málsstofu um sjúkdóma og hörmungar. Eftir hádegi hefst svo gleðin fyrir alvöru þar sem "Vísindi og tækni í sögu Íslands um og eftir 1900" er án efa áhugaverðasta málsstofan þann daginn. Þar á eftir mun maður svo kíkja á Jurgen Kocka sem á víst að vera frægur maður. Um kvöldið verð ég fullur og sef því yfir mig á laugardeginum.
Laugardagur:
Eins og áður segir sef ég yfir mig en missi ekki af neinu því öllu leiðinlega stöffinu er pakkað á fyrstu tímana. klukkan 10:45 verð ég sennilega í "hagrænar forsendur trúariðkunar í íslenska bændasamfélaginu" þó að "Ritmenning, lestur og samfélag" togi líka í mig en þar verður minn uppáhalds prófessor Ingi Sigurðsson staddur. Eftir hádegi verð ég að sjálfsögðu í "Minni og vald" enda Helgi Þorláksson með erindi þar og að lokum er það "Þorskastríð og kalt stríð".

Jamm, svo mörg voru þau orð. Söguþingið er bara cool.
Óli Njáll  22:40| 
link

Vandræðafólk
Hvað á maður að gera við fólk sem svara hvorki tölvupósti né sms-um???

Þessi
maður undrast að Helgi skuli ekki vera að slá í gegn hjá sagnfræðinemum. Í hvaða sólkerfi ertu staddur Sverrir? Hér er hver lofrullan um Helga búinn að birtast undanfarna mánuði. Að halda öðru fram er augljóslega fráleitt og gersamlega út í hött! Söguþingið! það styttist víst í það. Ég verð þar sem ætti að vera góð ástæða fyrir allt gott fólk að mæta. Sé það ekki næganleg ástæða fyrir fólk að hundskast á þingið er rétt að benda á þetta spennandi erindi hér "Manna alvitrastur og hófsamastur. Sagnaritarinn Sturla Þórðarson, minni og vald." Og hver skyldi flytja þetta erindi annar en Helgi nokkur Þolláksson.
Óli Njáll  22:25| link

Hvers lags bull er þetta
Þetta er vondur dagur. Fyrirliði vor, Jamie Redknapp, hefur yfirgefið Liverpool og gengið til liðs við Tottenham. Þetta finnst mér ekki sniðugt. Þó að Jamie hafi verið lengi meiddur þá vitum við gamla fólkið hversu góður hann er þegar hann er heill og Liverpool hefði tvímælalaust átt að framlengja samninginn við hann þótt einhver áhætta fylgdi slíkum meiðslagrip, þessar launagreiðslur eru smámunir. Miðjan hjá liðinu er tvímælalaust veikasti hlekkurinn og heill og sprækur Jamie Redknapp myndi styrkja hana til muna.
En þó þetta séu slæmar fréttir þá er mér enn verr við fréttir um að Hamann vilji fara frá félaginu. Þann mann má alls ekki selja. Punktur, útrætt mál.
Kanski maður ætti bara að fara halda með einhverju vonlausu þriðju deildar liði, engar áhyggjur af svona veseni og enginn sem böggar mann yfir slæmu gengi liðsins. Shrewsbury hljómar ágætlega.
Óli Njáll  20:29| 
link

Af rusli og drasli
Einn besti hluti hins ágæta vefrits Múrinn.is er án efa menningardálkurinn sem oft hefur veitt manni mikla gleði við lestur. Þarna hafa í gegnum tíðina birst öflugar ritraðir s.s. Múrar mannkynssögunnar, Ártíðir merkismanna, sjúklega hornið að ógleymdum Sögubrotum af Tyrkjum! Þetta eru góðar ritraðir sem vert er að halda áfram með og gefa meiri gaum. Nú eru menn farnir að starta alltof mörgum svona ritröðum s.s. Af fánum, veitingahúsarýni auk hins arfaslaka Sögubrot af Tyrkja. Mér finnst þessir smábálkar vera farnir að eitra menningardálkinn, það ætti frekar að leggja meiri rækt við góðu bálkana. Eða jafnvel að hafa tvo menningardálka, einn fyrir svona "legend" ritraðir og annan fyrir ómerkilegar ritraðir og pistla sem tengjast engum ritröðum. Eða jafnvel að hefja útgáfu sérstakrar menningarsíðu.
æja, bara pæling.
Óli Njáll  17:24| 
link

Fjör
Hallur illmenni neitaði að mæta í Íslandssögu 1 til að skemmta samnemendum sínum. Honum verður seint fyrirgefið en jafnframt er þetta hans missir því Helgi er að brillera
"Vill ekki stiðja við bakið á þeim á neinn hátt heldur leggja stein í götu hmm þeirra hmm, á 14. öld, hmmmmmmmmm, löng þögn, síðan er vikið að stjórnskipan eftir 1262, þurfið þið ekki að spyrja neit,meiri þögn, fyrir 1262, af hverju tölum við ekki mikið um hreppa, mjög merkilegt fyrirbæri, gunnar karlsson hefur tjáð sig um það, eru þeir 10. aldar fyrirbrigði..." bara til að veita ykkur innsýn í heim Helga.
Óli Njáll  14:33| 
link

Agureyri
VG rokkar á Agureyri með 23% fylgi og 3 menn inni. Agureyringar eru alvöru fólk.
Óli Njáll  12:44| 
link

einfaldleikinn
Vissulega eru fóstureiðingar ekki einfalt mál en það var heldur ekki það sem ég sagði. Það sem er einfalt er sú pæling hvort fóstureyðingar eigi að vera leyfilegar eður ei. Það að nota fóstureyðingar sem getnaðarvörn vekur upp vissar siðferðislegar spurningar en breytir ekki þeirri skoðun að möguleikinn verður altaf að vera fyrir hendi. Einnig held ég að fæstir leiki sér að því að fara í fóstureyðingu enda eflaust ekki eftirsóknarvert hlutskipti.
Óli Njáll  12:33| link

Hugleiðing
Eru fóstureyðingar réttar eða rangar? Fyrir mér er þetta afskaplega einfalt mál. Að sjálfsögðu á að leyfa fóstureyðingar. Fóstur er bara fóstur, það er ekki manneskja fyrr en á þeim tímapunkti sem það er orðið nógu þroskað til að geta lifað utan líkama móðurinnar. konur eiga að hafa umráðarétt yfir sínu lífi og möguleikinn á fóstureyðingum er mikilvægur fyrir frelsi þeirra. Það á ekki að neyða konur til að eignast börn sem þær vilja ekki eignast og eiga kanski ósköp litla möguleika á að skapa þeim almennilegt líf. Hver er betur settur með því?
Óli Njáll  11:42| 
link

o.k.
Ég játa ósigur, ég nennti ekki að mæta klukkan 8 í morgun. Mæti bara klukkan 10 til Önnu og svo enginn annar en Helgi Þolláksson eftir hádegi. En þessi dagur byrjar ágætlega, það er bjart og fallegt hér uppi á hálendinu og ég er bara hress. Best að skella sér í sturtu, fá sér að borða og hundskast svo af stað út í lífið.
Óli Njáll  10:00| 
link

ó jú
Fólk kemst nú ekki upp með að gefa í skyn að ég sé ekki duglegur að mæta í tíma klukkan 8. Ég verð fyrsti maður á staðinn í fyrramálið!!!!!
Óli Njáll  00:36| 
link
------------------

15.4.02

Matargat
Snýst tilvera Hugins Freys Þorsteinssonar um eitthvað annað en mat?????

b.t.w. ég át plokkfisk í kvöldmat.
Óli Njáll  22:44| 
link

Svindl
Það er nú eitthvað skrítið að Jerzy Dudek, besti markmaður í geymi, hafi ekki verið valinn í lið ársins í ensku deildinni. Það mætti halda að framsóknarmenn hefðu séð um valið.
Óli Njáll  20:12| 
link

gallupbull
Þetta er nú eitthvað dúbíus að fyrsta könnunin sem sýnir íhaldið í sókn skuli vera unnin fyrir Sjálfstæðisflokkinn sjálfan og auk þess með minna úrtaki og lélegri svörun en fyrri kannanir.
Óli Njáll  19:20| 
link

Stoltur faðir talar
Nú þegar smá reynsla er farinn að koma á þessi kommablogg sem nú spretta upp eins og gorkúlur og ég leyfi mér að þakka sjálfum mér að stórum hluta er ég bara mjög ánægður með þróunina. Það virðist ætla að rætast vel úr þessu og þar með fjölgar bloggsíðum sem ég nenni að lesa stórlega. Þær voru nefnilega orðnar ansi fáar, teljandi á fingrum minni handa. Reyndar er það kanski svolítið ýkt, þær sem ég les daglega eru mjög fáar, svo eru svolítill hópur sem ég rúlla yfir ca. vikulega. En kommar standa undir nafni sem skemmtilegasta fólkið og blogga skemmtilega, þó ég hefði alveg getað verið án upplýsinga um magavandræði drykkjubræðranna
Hugins og Þórs. Einnig er síðan hennar Hilmu (enga leynibloggara, takk fyrir) skemmtileg sem stafar sennilega af því að hún er Lenínisti og þ.a.l. í hópi skemmtilega fólksins.
Nú þyrfti ég að geta búið mér til svona síðu svipaða þessari þannig að ég geti séð hvenær þær síður sem ég les utan naggsins eru uppfærðar. Góðhjartaðir einstaklingar mega senda mér póst og hjálpa mér.
Óli Njáll  16:26| link

Grímur
Að líkja útgeislun Björns Bjarnasonar við skjalavörð er móðgun við alla skjalaverði.
Óli Njáll  14:08| 
link

Skrýtið
Hvernig nokkur maður getur misskilið Þóri Hrafn er mér gersamlega hulin ráðgáta:)
Óli Njáll  13:58| 
link

Ósammála
Nei,
Palli!! Danival getur engann veginn talist svalt nafn, þetta er hinn mesta ónefni. Sé umræddur maður aftur á móti frumbyggji Tasmaníu þá er þetta fyrirgefið.

Ef einhver með þessu nafni les þessa síðu þá má hann bara móðgast. Eflum mannanafnanefnd.
Óli Njáll  13:16| link

ÉG


which children's storybook character are you?
this quiz was made by colleen

Óli Njáll  12:29| link

Dagur
Jamm, mánudagur. Og af krikket er það að frétta að leikur Indlands og Vestur Indía er að fara í jafntefli þar sem 4 dagar eru búnir og fyrsta innings Indverja enn í gangi. Af Sri Lanka er það að frétta að þeir rúlluðu upp Nýja Sjálandi með 64 hlaupum og maður leiksins, Marvan Atapatu.

Af mér er það að frétta að ég er morgunlatur í dag(aldrei þessu vant) en í dag verður mikið skrifað um Snorra enda á það verk að klárast á morgun. En nú ætla ég að fá mér eitthvað að éta.
Óli Njáll  11:59| 
link
------------------

14.4.02

Ljóð dagsins
Þar sem ég var að glugga í Spégrímuna mína ákvað ég að birta eitt snilgdarljóð eftir stórskáldið Don Svan

Svanasöngur

Allar vilja þær mig fá
en því markmiði munu fæstar ná
því um leið og þær hetjuna sína sjá
bráðna þær og falla í heljardjúpt dá.

Af drottningum stafar hætta þegar nærri ég er
því umkringir mig oftast 1000 manna her
sem gríðarlega stæltan líkama minn ver
og tekur frá gyðjur sem þóknast gætu mér

Það kemur fyrir að ég er einn í bænum
en konurnar vita að ég er flottasti fiskurinn í sænum
því ráðast þær á mig í einum grænum
en af baki mínu ég slæ þær með viðarbúti vænum

Á milli kvenna ég fæ mér oft kríu
til að hlaða batteríið upp að nýju
svo hringi ég í einhverja þrusu flotta píu
og klæði mig í þrönga bolinn frá Gym 80

Stundum verð ég vitni að hurðaskellingum
því ég neita ætíð konum sem stoltar eru af sínum fellingum
því samdi ég fyrir þær bók með hinum ýmsu stellingum
vááá, merkilegt hvað maður veður í kellingum

Þess má geta að höfundur þessa ljóðs, Kristinn Svanur Jónsson, er án efa undarlegasti karakter sem ég hef nokkurn tímann kynnst.
Óli Njáll  22:39| 
link

Praxiteles
Praxiteles er með stórgóða getraun í gangi og vegleg verðlaun í boði. Kíkið
þangað.
Óli Njáll  22:31| link

Einar Göbbels
Samkvæmt heimasíðu r-listans(nei, ég linka sko ekki á hann) hefur Einar nokkur Skúlason umsjón með kynningar og áróðursmálum. Þetta hljómar nú svipuð starfslýsing og hjá Jósef nokkrum Göbbels á sínum tíma. æ bara bull.

Ég eldaði mér hafragraut í morgunmat og át hann með rúsínum, púðursykri og mjólk. Það er gott.

Ritgerðin mín um Vilmund er fullkláruð og fæst því á tilboðsverði líkt og tilraunaútgáfan 1500 krónur. Einnig býður bóksala Keikodude stórritið "Í leit að konungi" á sérstöku tilboðsverði eða 1500 krónur sem er 25% ódýrara en hjá
höfundi. Hafið samband í síma: 899-4979
Óli Njáll  18:26| link

dfffsd
Óli Njáll  16:37| 
link

Fjölbýli
Hilma (nú linka ég helling á hana sem refsingu fyrir það að vera leynibloggari) er á móti fjölbýlishúsum og ég skil hana ósköp vel. Það er stundum mjög pirrandi. Það hefur reyndar líka sínar ljósu hliðar og getur oft verið gaman. Nágrannar eru nefnilega stundum afskaplega furðulegir. Ég veit ekki hvort ég hef einhvern tímann minnst á minn ágæta nágranna, hann Óla uppi. Hann er einmitt alger snigld. Óli hefur afrekað margt á sinni ævi, t.d. var hann einu sinni settur í bann á heimaleikjum Vals fyrir að hóta dómara að kveikja í húsinu hans. Það sem eftir var leiktíðar stóð Óli því hjá Keiluhöllinni og horfði niður á Hlíðarendann. Það fannst Óla hart, og mjög ósanngjarnar aðgerðir því dómarinn hafði þrátt fyrir allt verið hið argasta fífl og eyðilagt leikinn. Reyndar eyðilögðu dómarar ansi marga leiki fyrir stórliði Vals það árið því Valur féll með lítilli sæmd.
Kanski ég segi fleiri sögur af Óla uppi á næstunni. Þær eru ámóta margar og hinar víðfrægu sögur af Þóri Fimmtudegi.
Óli Njáll  16:35| link

Keikodude um allan heim
Nú er Keikodude lesinn í 4 heimsálfum samkvæmt counternum og aðeins Afríkubúar og latínólufsur í Suður-Ameríku sem ekki rata inn á þessa síðu(Antartíka ekki talin með). Það er ljóst að farið verður í heljarinnar markaðsátak á þessum svæðum og verður farið fram á ríkisábyrgð við það.
Óli Njáll  15:09| 
link

Ryk og flasa
Verkfræðineminn
Jón Skírnir, sem einmitt er bróðir hans Mása félaga míns í sagnfræðinni, ásakaði sagnfræðinga um það að vera ryk og flösustétt í gærkveldi. Glaður samþykkti ég rykið enda er ryk stórmerkilegur hlutur, ekki var ég jafn sammála flösunni og að lokum át drengur allt ofan í sig og játaði að verkfræðingarnir væru sjálfir flösustéttin eftir stuttar rökræður við mig og lögfræðing minn. Jamm, við eigum rykið en þið hinu megin við suðurgötuna getið átt flösuna sjálf.
Óli Njáll  14:08| link

Bannað
Nú sit ég og krúsa netið, hlusta á
Tvö dónaleg haust og fylgist með öðru auganu með formúlunni. Mér finnst stórfurðulegt að það eigi að banna að spila geisladiska í tölvum eins og einhverjir durtar og dusilmenni boða núna. Ef ég náði þessu rétt á tölvan að fara fjandans til ef maður setur einhverja diska í hana. Það hlýtur að vera ólöglegt því slíkt er níðingsverk.
Óli Njáll  13:30| link

Hið ágætasta kveld
Jæja, þá er ég kominn heim eftir erfiða ferð upp fjallvegina hingað í Hvítufjöll. Þetta kvöld var hið ágætasta. Fór fyrst í matarboð með mútter og pabba til Inga Gunnars og Kristjönu sem var bara næs. Og hvaða fólk er þetta? Jú, þetta er vinafólk mömmu og pabba og eiginlega eins og frændfólk, nei eiginlega mun nánari heldur er flest allt frændfólk mitt enda sé ég það lið alveg afspyrnu sjaldan.
Fór síðan í bíó á hina stórgóðu mynd Showtime sem fær 3 og hálfa stjörnu enda alveg frábær mynd þar á ferðinni, Eddie Murphy kominn aftur í sitt orginal hlutverk ekki einhver dýralæknisvitleysa.
Fór síðan í afmælið hans
Antons sem var fámennt og fáa þekkti ég þar, sennilega hefur ofsaveður og blindbilur átt sinn þátt í því. Það var því haldið niður í bæ þar sem rúntað var um fámennan bæinn og í leiðinni kíkt inn á Dubliners þar sem Tvö Dónaleg Haust voru að spila. Þarna bjóst ég við að sjá einhverja Praxiteles meðlimi en þeir voru greinilega að svíkjast um. En bærinn var hundleiðinlegur og því er ég kominn heim.
Nú þegar ég les þetta blogg yfir sé ég að það er einstaklega leiðinlegt aflestrar. góða nótt.
Óli Njáll  04:30| link
------------------




Powered by Blogger