Bannað
Nú sit ég og krúsa netið, hlusta á Tvö dónaleg haust og fylgist með öðru auganu með formúlunni. Mér finnst stórfurðulegt að það eigi að banna að spila geisladiska í tölvum eins og einhverjir durtar og dusilmenni boða núna. Ef ég náði þessu rétt á tölvan að fara fjandans til ef maður setur einhverja diska í hana. Það hlýtur að vera ólöglegt því slíkt er níðingsverk.
Óli Njáll 13:30| link
Hið ágætasta kveld
Jæja, þá er ég kominn heim eftir erfiða ferð upp fjallvegina hingað í Hvítufjöll. Þetta kvöld var hið ágætasta. Fór fyrst í matarboð með mútter og pabba til Inga Gunnars og Kristjönu sem var bara næs. Og hvaða fólk er þetta? Jú, þetta er vinafólk mömmu og pabba og eiginlega eins og frændfólk, nei eiginlega mun nánari heldur er flest allt frændfólk mitt enda sé ég það lið alveg afspyrnu sjaldan.
Fór síðan í bíó á hina stórgóðu mynd Showtime sem fær 3 og hálfa stjörnu enda alveg frábær mynd þar á ferðinni, Eddie Murphy kominn aftur í sitt orginal hlutverk ekki einhver dýralæknisvitleysa.
Fór síðan í afmælið hans Antons sem var fámennt og fáa þekkti ég þar, sennilega hefur ofsaveður og blindbilur átt sinn þátt í því. Það var því haldið niður í bæ þar sem rúntað var um fámennan bæinn og í leiðinni kíkt inn á Dubliners þar sem Tvö Dónaleg Haust voru að spila. Þarna bjóst ég við að sjá einhverja Praxiteles meðlimi en þeir voru greinilega að svíkjast um. En bærinn var hundleiðinlegur og því er ég kominn heim.
Nú þegar ég les þetta blogg yfir sé ég að það er einstaklega leiðinlegt aflestrar. góða nótt.
Óli Njáll 04:30| link
------------------