Prófblogg
Núna sit ég yfir prófi hjá 6-S í mannkynssögu. Það að spila tetris og horfa á nemendur brjóta heilann er bara gaman. En með tilliti til þess að ritgerðarefnið er Rússland 1860-1922 hvað er þá meira við hæfi núna en "LIFI BYLTINGIN".
Óli Njáll 14:29| link
Stolt
Nú er ég ferlega ferskur og stolltur af sjálfum mér. Vaknaði klukkan hálf átta í morgun til að fara að kenna einn tíma og náði að standast freistinguna að leggja mig eftir hann, á ekki að kenna aftur fyrr en hálf eitt og er bara í tsjilli með Milli Vanilli þangað til. Annars kíkti ég í bíó í gær á þá ágætu mynd Svartur haukur niður sem var hinn ágætasta skemmtun. góðar stríðsmyndir eru alltaf í uppáhaldi hjá mér og þessi fellur undir þá skilgreiningu. Hin vonda síða kvikmyndir.com gefur þrjár stjörnur sem er alveg sanngjarnt og stórmerkilegt miðað við að Guðjón kallinn dæmir myndina. Honum tekst þó að hafa gagnrýnina leiðinlega að vanda en ég held bara að maðurinn geti ekkert við þessu gert.
Óli Njáll 11:18| link
------------------