{ Óli Njáll - keikodude@hotmail.com }

[ Naggur | ASAT | UVG | Múrinn | Praxiteles | Gamalt ]

[ Húgó | Thors | Fimmtudagur | Ármann | Sverrir | Hilma ]

[ Kolla | Sigfús | Jóhann | Bendt | Steinunn | Linkur vikunnar ]

9.3.02

Kennsluskráin
Þá er kennsluskráin loksins komin fyrir næsta ár. Þarna er að finna nokkra áhugaverða kúrsa í sagnfræðinni þó að vissulega sé það sorglegt að hinn magnaði skreiðarkúrs Íslandssaga 2 sé ekki kennd á næsta ári. Annars held ég að ég muni skella mér einnig aðeins í stjórnmálafræði og taki jafnvel fýluhelvítið.
Óli Njáll  15:13| 
link
------------------

8.3.02

Uppfærsla
Eins og venja er á gleðidögum þá hefur hin magnaða heimasíða
ASAT verið uppfærð. Að þessu sinni var ráðist í stórtækar breytingar og allir hvattir til að skoða og leggja mat á verkið.
Óli Njáll  18:51| link

Gleði
Í dag er góður dagur. Af hverju? Lesið
Múrinn og finnið svarið.
Óli Njáll  17:43| link

óspennandi
Það er ekki spennandi leikir í gangi þessa dagana í krikketinu. Pakistanar eru alveg glataðir og Muralitharan er bara að flengja þá. Maður leiksins ásamt honum hlýtur svo að teljast hinn magnaði Sangakkar sem skellti einum 230 hlaupum á pakistanina. Ef einhver skilur ekki hvílíkt afrek það er þá skoraði allt pakistanska liðið 234 í sínu fyrsta innings. Af öðrum vígstöðvum þá er það stórleikur Suður-Afríku og Ástralíu sem virðist ætla að vera jafn óspennandi og síðasti leikur þessara liða. Sá leikur éndaði einmitt með næst stærsta mun í sögu krikketsins. Afríkumennirnir eru alveg á hælunum og Glenn McGrath er að leika sér að þeim. Sá kappi er einmitt næstum jafn góður bowler og Muralitharan. En lítil spenna í gangi þessa dagana en það stendur til bóta þar sem í næstu viku hefst viðureign Nýja Sjálands og Englands í fyrrnefnda landinu. Þau lið eru áþekk að styrkleika og því von á hörkuleik dauðans þar.
Óli Njáll  17:35| 
link
------------------

7.3.02

Mæli með því
Ha! Með hverju? jú, Brothers in arms með Dire Straits frá 1985. Þessi plata inniheldur aðeins 9 lög sem er góð lengd á plötum. Ansi margir falla í þá gryfju að halda að það verði að vera mikið af lögum á plötunum og troða því inn allskonar uppfyllingarefni. Flestir eru sammála um að slíkt er gersamlega óþolandi, maður verður að vera með fjarstýringuna í hendinni til að hlaupa yfir ruslið. Þessi ágæta plata inniheldur lítið af slíkum uppfyllingum. Á þessari plötu er að finna margann konfektmolann. Hver hefur ekki heyrt um Money for nothing og Walk of life? Sígildar perlur þar á ferðinni. Annars er ég meira að fíla rólegu lögin á þessari plötu eins og titillagið, Brothers in arms, Your latest trick og why worry. Þægileg lög sem líða í rólegheitum framhjá. Mjög gott að hafa þau í bakgrunni meðan maður er að gera eitthvað annað í leiðinni.
Í heildinna litið mjög góður diskur í alla staði. Einkunnagjöf: 8,5 wicket af 10 mögulegum.
Óli Njáll  21:47| 
link

Ferskur
Þá er það komið á hreint að ég ætla í nokkra daga að feta í fótspor merkra manna og reyna að troða einhverjum fróðleik inn í heimska hausa framhaldsskólanema, nánar tiltekið í VÍ. Þar verður leyndardómum siðaskipta, trúarbragðastyrjalda og Englands ásamt síðari heimstyrjaldinnar uppljóstrað fyrir þá fróðleiksfúsu. Öðru pakki verður að sjálfsögðu hent út um gluggann. En þetta verður eflaust stuð og ég hlakka til.
Óli Njáll  16:41| 
link

Jamm
Það hefur verið lítið skrifað um krikket hér að undanförnu en nú getur maður vart orða bundist mikið lengur. Nú stendur nefnilega yfir leikur Pakistan og Sri Lanka í úrslitum svokallaðrar Asíukeppni. Nú þegar 1 dagur af 5 er búinn þá er málið ekkert flóknara en að mínir menn frá Sri Lanka eru að valta yfir Pakistani. Fyrsta innings Pakistana endaði illa með einungis 234 hlaupum og fyrir stumps náðu Sri Lanka menn 94/1 sem er náttúrulega mjög gott og þeirra besti battari Mahela Jayawardene er ekki enn byrjaður. En það sem felldi pakistani var ekkert annað en undrið sjálft, Muttiah Muralitharan, sem tók 4 wicket auk þess sem þau fáu skipti sem Pakistanir hittu boltann skoruðu þeir sama og ekkert. Það er því von á skemmtilegum dögum framundan í krikketinu þó að mín spá sé að pakistanir endist ekki út alla 5 dagana heldur klárist þetta á 4. degi.Fylgist með
hér.
Óli Njáll  08:09| link
------------------

6.3.02

Vinna
Ég er sennilegast að fara að taka aðmér smá aukavinnu í næstu viku og það í Verzlunarskóla Íslands við afleysingar í sögukennslu. Það verður eflaust stórskemmtilegt.
Óli Njáll  18:03| 
link

Andleysi
Jæja, nú þarf ég að fara að fá hugmyndir að góðri grein áður en ég verð tekinn af lífi af hinum ágæta ritstjóra uvg-síðunnar. Ég býst við honum með hríðskotabyssur og gaddakylfur fljótlega á hælunum á mér.
Óli Njáll  13:33| 
link

Enn og aftur
Væri ekki fyndið að skella þriðja link dagsins á annars linkalausa síðu mína. Og í ofanálag þriðja linknum á sömu síðuna.
Hér.
Óli Njáll  13:32| link

Samkeppni
Nú eru
vissir menn farnir að stæla færslurnar mínar um dásemdir Næstabars, Celtic Cross og Tveggja Dónalegra Hausta. Ég er semsagt ekki lengur síðasti móhíkaninn í þessum efnum í bloggheiminum. Gott mál.
Óli Njáll  11:36| link

Linkur
Bloggurum heldur stöðugt áfram að fjölga og nú hefur hinn ágæti gallabuxna- og anti-nato stuttermabolaaðdáandi af Hringbrautinni, sérfræðingur í sögu Gasstöðvar Reykjavíkur og Svarta-dauða, og umfram allt millistjórnandi hjá Orkuveitunni, Stefán Pálsson, bæst í hópinn. Hann má finna
hér.
Óli Njáll  02:08| link
------------------

5.3.02

Nema hvað
Það eru víst úrslit í spurningakeppni grunnskólanna klukkan 20 í kvöld á rás 2. Það verður eflaust nokkuð magnað.
Óli Njáll  14:31| 
link

Dýrið
Það virðist vera í tísku hjá frambjóðendum að stofna heimasíður þessa dagana skiptir þá engu máli í hvað þeir eru að bjóða sig fram. Nú hefur lærlingur minn hann Stefán Einar gert slíkt en drengur býður sig fram til féhirðis NFVÍ. Það er því ljóst að menn leggja mikla vinnu í framhaldsskólapólitíkina. Síðuna er að finna
hér. Ég óska drengnum svo bara alls hins besta í komandi baráttu.
Óli Njáll  12:10| link
------------------

4.3.02

Sammi eða Stebbi
Þeir eru nokkuð magnaðir þessir varnarjaxlar 2 í Liverpool um það þarf ekki að deila. Ég hef verið að spjalla svolítið að undanförnu við hina ýmsu aðila hvor sé betri. Mér finnst samt eiginlega ekki hægt að setja dæmið þannig upp. Þeir eru nefnilega frábærir hvor á sinn hátt. Stephane Henchoz er meira fyrir rosalegar tæklingar og svona hardcore varnarvinnu meðan að Hyypia er rólegri og tekur þetta á yfirveguninni, stendur bara rólegur og tekur boltann af mönnum, auk þess sem hann stjórnar vörninni eins og hershöfðingi. Og þetta gerir það að verkum að þeir passa svo vel saman, eru mjög ólíkir og bakka þannig hvorn annan upp. Útkoman er hrein snigld.
Óli Njáll  20:44| 
link

Þar sem ég er nirfill...
...þá elska ég 2 á 2000 geisladiska(sem nú eru reyndar 2 á 2200, sem hljómar alls ekki jafnvel). Fór í dag og keypti mér 4 stykki. Snilldarverkið Brothers in arms, annað snilldarverk Appetite for destruction og svo tvö snilldarverk í viðbót ...baby one more time og oops i did it again. Brothers in arms verður sá diskur sem tekur við af Clapton núna sem síðasti diskur fyrir svefninn, argandi gargandi snigld.
Óli Njáll  20:21| 
link

Í gær
Brynjólfur átti ammæli í gær en þar sem ég var allan daginn í vinnunni, þá komst ég ekki í tölvu og hér kemur ammæliskveðjan degi of seint.
Óli Njáll  13:53| 
link

Erfið helgi
Helgin var stremmbin. Vinna á föstudaginn, hörkuárshátíð á laugardaginn og svo 12 tíma vinna í gær. Í dag ætla ég að gera nákvæmlega ekki neitt.
Óli Njáll  13:52| 
link
------------------




Powered by Blogger