Undir feldi
Nú 2 dögum fyrir kosningar ligg ég undir feldi og reyni að gera upp hug minn varðandi mitt atkvæði. Vaka er að sjálfsögðu útilokað vegna þess einfalda lífsmottós að "allt sé skárra en íhaldið" en spurningin er á að kjósa Röskvu eða skila auðu. Annars finnst mér vanta fleiri valkosti í þessar kosningar. Tveggja flokka(fylkinga) kerfi er í eðli sínu leiðinlegt. En af hverju á ég að kjósa Röskvu? Þeir hafa stjórnað í 10 ár sem er dágóður tími en ef ég lít á stöðuna núna þá er lánasjóðurinn rusl og stúdentagarðar allt of fáir. Vissulega veit ég að þarna er við stjórnvöld þessa lands að sakast aðallega en hefði Röskva ekki getað verið búinn að ná einhverju meira fram. Þetta eru mál sem skipta máli og á að leggja áherslu á. Mér er skítsama um mestalla restina af stefnumálunum, rafvæðing háskólans og fótboltamót stúdenta, matarsjálfsalar og kaffikort. Ef fólk vill spara þá kemur það bara með kaffið á brúsa í skólann. Það yrði sennilega miklu betra kaffi líka. En ég hef samt meiri trú á að röskva geri eitthvað af viti í stúdentaráði en vaka. Einnig þekki ég engan á vökulistanum en þekki aftur á móti nokkur nöfn á röskvulistanum. Þarna eru eðalmenn s.s. Björgvin Ingi og félagi Sigfús(sem reyndar er í 17. sæti) sem er treystandi til góðra verka. Spurningin er því hvort Röskva sé ekki nógu ásættanleg til að hljóta mitt atkvæði og hindra þar með að vaka komist til valda. Endanleg niðurstaða mun birtast hér í kvöld eða fyrramálið!!!!
Óli Njáll 15:50| link
Messenger
Nú er ég kominn með messenger.
Óli Njáll 09:25| link
------------------