Afþakka
Já, ef einhver hefur hugsað sér að senda mér e-mail jólakort þá er honum ráðlagt að sleppa því. Ég er harður andstæðingur slíkra gjörninga. Jólakort eru gamaldags góður siður sem á að viðhalda sama hvað tækninni líður. Aftur á móti má fólk gjarnan senda mér jólaemail ef í honum stendur eitthvað skemmtilegt. En svona típísk með mynd af jólatré og jólasvein og einhver klisjutexti t.d. gleðileg jól og farsælt komandi ár, kveðja Jóakím, eru ekki til þess fallinn að gleðja nokkurn mann. Núna er ég aftur á móti að hlusta á jólakveðjur á RÚV(bestu útvarpsstöð í geymi enda er hún ríkisrekin). Þetta ætla ég að gera einhvern tímann, "kveðja frá Breiðholti, sendi öllum vinum og ættingjum innilegar jólakveðjur og takk fyrir bolludaginn, Óli Njáll".
Óli Njáll 21:29| link
Jólin
Þau eru á morgun. En nú er það skatan.
Óli Njáll 13:21| link
------------------