Á fornum slóðum
Nú er ég á bókhlöðunni, á flótta undan sjónvarpinu og tölvunni heima. Gengur nokkuð vel. Ég er byrjaður á Arthur Marvick, sem er skárri en ég hélt. Það þýðir þó ekki að hann sé skemmtilegur. Annars er ég mjög óánægður með Leeds í dag. Þeir unnu Blackburn sem er nátturulega slæmt auk þess sem Fowler skoraði ekki. Allir Leeds leikir eiga að fara 3-4(leeds 3- einhverjir aðrir 4) og Fowler á að skora þrennu.
Óli Njáll 14:57| link
Marvick
Ég á enn eftir að lesa Arthur Marvick. Ákvað í gær að lesa nokkra aðra kafla í bókinni og geyma Marvick. Tilhugsunin um Marvick er dauði og djöfull. Og prófið er á morgun.
Óli Njáll 10:44| link
------------------