{ Óli Njáll - keikodude@hotmail.com }

[ Naggur | ASAT | UVG | Múrinn | Praxiteles | Gamalt ]

[ Húgó | Thors | Fimmtudagur | Ármann | Sverrir | Hilma ]

[ Kolla | Sigfús | Jóhann | Bendt | Steinunn | Linkur vikunnar ]

14.12.01

Allt er nú til
Undirheimar er einhvers konar djammvefur Austurlands. Halló, er líf á Austurlandi??????
Óli Njáll  21:40| link

Pælingar
Samkvæmt fréttablaðinu verður sjálfstætt framboð VG í Reykjavík og hefur röð efstu manna þegar verið ákveðinn og er hún þessi:

1. Halldór Ásgrímsson
2. Stalín
3. Trotský

Að vísu ku enn vera deilur um hvort Stalín eða Trotský verði í öðru sæti en búist er við að þær deilur verði leystar með friðsamlegum hætti.
Óli Njáll  16:23| 
link

Samsæri
Já, heimurinn er fullur af þeim og ég hef gaman af þeim.
Ég hef reyndar ekki gaman af Popptíví samsærinu þar sem Tvö dónaleg haust náðu fjórða sæti í kosningu á vinsældalista. Með dyggri aðstoð minni. Þegar listinn var svo kynntur var lagið ljóti kallinn ekki á honum. Slíkt er dauðans samsæri og ég legg fæð á popptíví.
Óli Njáll  10:27| 
link

Bilað
Allar tripod síður virðast vera bilaðar. Í það minnsta á minni tölvu. Það þýðir að enginn getur lesið þessa færslu fyrr en einhvern tíman löngu seinna. Til hvers er ég þá að skrifa þetta. Það er spurning?
Að lokum vil ég lýsa yfir ánægju minni með hallarbyltingu hjá frelsi.is. Björgvin bara búinn að henda ruslinu út og skrifar nú bara heimspeki í gríð og erg. Góð þróun þar á ferð.
Óli Njáll  08:18| 
link
------------------

13.12.01

Velkommen
Félagi Steinþór var væntanlegur til landsins í dag. Velkominn heim, Steini.

Þetta þýðir jafnframt það að vefritið múrinn hefur nú engan fréttaritara á erlendri grundu. Það er ekki nógu gott.
Óli Njáll  20:18| 
link

Bara fyndið
Gaman að horfa á Gettu betur í gærkveldi. Sérstaklega hafði ég gaman af að sjá í fyrsta skipti mannfjanda að nafni Jens og Stefán sem í mörg ár voru á dauðalistanum hjá mér. Einnig fannst mér stórkostlega fyndið að sjá Stebba Páls með teina. Einnig var ekki leiðinlegt að horfa á Sigurð Kára Kristjánsson tapa, þó að hann hafi reyndar verið algert nobody í þessu liði. Já, hér er að lokum játning. Þó að ég sé verzlingur þá hélt ég aldrei með Verzló áður en ég byrjaði í skólanum. Í öllum úrslitaviðureignum Hauks Eggertssonar við Torfkofabúa þá studdi ég lopapeysugengið. Maðurinn var bara eitthvað svo óþolandi og með þessa líka ljótu kerlingarrödd.
Óli Njáll  20:17| 
link

Slap
Indverjar duttu út eftir 291 hlaup. Skelfileg frammistaða og róður þeirra verður þungur í framhaldinu. Þeirra bestu menn voru Tendulkar, Laxman auk þess sem Das stóð sig ágætlega. Aðrir voru í tómri steypu.
Óli Njáll  12:04| 
link

Hvað er að gerast???
Indverjar eru ekki að standa sig. Hafa nú 228-5. Sachin Tendulkar stóð sig reyndar með prýði og náði century nánar tiltekið 103 stigum. Menn eins og Dasgupta, Rahul Dravid og fyrirliðinn Ganguly(já, maðurinn heitir þetta í alvöru) náðu til samans aðeins 29 stigum sem er ekki ásættanlegt. VVS Laxmann er núna að batta ágætlega og kominn með 37 stig. Ljóst er að það verður erfitt framhaldið fyrir Indverja...
Óli Njáll  09:47| 
link
------------------

12.12.01

Hommasíða aldarinnar
Hommalegasta síða þessa árs hlýtur að vera jólaútgáfa kvikmynda.com. Tommi, hvað ertu að spaaaaaaááááá??????
Óli Njáll  22:16| 
link

Auli
Grafarvogsbúar sem ekki fíla krikket eru annars flokks þjóðfélagsþegnar!!!!! Nokkur góð orð til að lýsa þannig skepnum: Laganemar, rottur, strumpar, Jónassynir, framsóknarmenn, satansgeitur, Flugenring, Fljúgíhring, Fljúgaíkring, Fluggermann, Ágúst, Ágkúst. Ég ber jafn mikla virðingu fyrir þeim og norskri knattspyrnu.
Óli Njáll  22:10| 
link

Labúb
æ, ég hef eiginlega ekkert að segja. En nú eru bara 2 sólarhringar þar til ég verð kominn í jólafrí. Leiðrétting: Jólavinnu.
Óli Njáll  16:10| 
link

Maður vikunnar
Maður vikunnar á cricket365.com er enginn annar en Chaminda Vaas, Sir Lanka. Hann er bowler og setti heimsmet gegn Zimbabve þegar hann náði 8 wickets á móti aðeins 19 hlaupum. Sri Lanka menn eru helst þekktir fyrir það að bera löng og fáránleg nöfn en þessi maður virðist skera sig úr í fljótu bragði. Chaminda Vaas er nokkuð stutt og þjált nafn. En reynið að muna fullt nafn kappans en það er: Warnakulasooriya Patabendige Ushantha Joseph Chaminda Vaas.

En Indverjar náðu 71-2 fyrir dagslok og því verður spennandi að fylgjast með á morgun. Deep Dasgupta var jafn lélegur að batta og hann var á field fyrr um daginn og datt út eftir aðeins 17 hlaup. En Rahul Dravid og Sachin Tendulkar eru byrjaðir að batta og halda áfram í fyrramálið. Þessir menn eru báðir taldir með 10 bestu batsmönnum í heimi og verður fróðlegt að fylgjast með þeim. Ég mun fylgjast spenntur með.
Óli Njáll  11:54| 
link

White
Englendingar stóðu sig miklu mun betur í fyrsta innings en von var á og er það Craig nokkrum White að þakka en hann skoraði hvorki meira né minna en 121 stig sem er all svakalegt. Englendingar enduðu því með 407 stig. Það er því erfiður róður framundan hjá Indverjum og alls ekki öruggt að þeir sigri þetta test. Mín spá núna er jafntefli. Maður dagsins er þó tvímælalaust ekki Deep Dasgupta sem klúðraði víst öllu sem hægt var að klúðra í morgun. En minn maður kemur án efa fílelfdur til leiks nú á eftir.
Óli Njáll  09:00| 
link
------------------

11.12.01

Kveld
Það er dulsmálakveld núna. Eftir langan og strangan dag á bókhlöðunni verður slappað af uppi í rúmi og stórskemmtileg dulsmálabók Más Jónssonar(en sá maður er níðingur í einkunnagjöf) höfð sem skemmtilestur.

Lifi byltingin.
Óli Njáll  20:05| 
link

Kumble
Kumble var að drepa Flintoff sem skoraði ekki eitt einasta stig. Nú spái ég hruni Englendinga.
Óli Njáll  09:44| 
link

Stuð
Já, annað testið milli Indverja og Englendinga er byrjað. Það eru Englendingar sem byrja að batta og gengur sæmilega eru komnir með 176-4. Reyndar eru blikur á lofti. Trescotick var að falla út eftir að hafa skorað 99 stig. Butcher byrjaði einnig vel og skoraði 51. Aðrir hafa ekki náð að sýna neitt. Fyrirliðinn Nasser Hussein datt út með aðeins eitt stig og Voughan sem spilar í staðinn fyrir Graham Thorpe, sem fór heim vegna persónulegra ástæðna(mjög slæmt því hann er bestur), skoraði aðeins 11 stig. Nú er svo enginn annar en Mark Raven Ramprakash kominn með kylfu í hönd ásamt Andy Flintoff og verður spennandi að sjá hvernig það gengur. Það slæma í stöðunni er það ef að Englendingar haga sér eins og í síðasta testi. Þá hrundu þeir alltaf eftir ágætis byrjanir. Hjá Indverjum virðist maður síðasta tests, Anil Kumble vera í ofurformi og hefur bowlað alla fjóra menn englendinga út. Ef hann heldur svona áfram þá geta Englendingar gleymt þessu. *Nýjustu fréttir, Ramprakash skorar 4 stig*
Óli Njáll  09:42| 
link
------------------

10.12.01

Væmni dauðans
Er annað hægt en að æla yfir þessum faðmlögum á Stöð 2 núna. Næstum dáni sjómaðurinn hittir bjargvættinn sinn í fyrsta skipti í beinni útsendingu. Amerískt, klisjukennt og viðbjóður!!!!!
Óli Njáll  19:08| 
link

Próf
Þá er klukkutími í próf. Og nú er bara að treysta á guð og lukkuna.Áfram feitir kettir.
Óli Njáll  12:32| 
link

Ljóti kötturinn
Þetta er víst ég:


Take the What Cat Are You? test by webkin!

Óli Njáll  09:22| link
------------------

9.12.01

Kúba
Kúbanski bjórinn Manacas er bara hinn ágætasti drykkur, af lager bjór að vera. Allt er gott sem kemur frá Kúbu, eins og spakmælið segir!!!
Óli Njáll  23:20| 
link

Morgen
Er nú búinn að renna yfir heimildafræðina sem þýðir að tölfræði er næst á dagskrá hjá mér. Það er tvímælalaust auðveldi hluti prófsins á morgun og því ekki mikill tími lagður í hana. Ég hef meiri áhyggjur af Arthur Marvick.
Óli Njáll  21:37| 
link

AM
Ég tek til baka allt jákvætt sem ég sagði um Arthur Marvick. Maðurinn er viðbjóður. ps. Ég hata Arsenal.
Óli Njáll  18:13| 
link

Á fornum slóðum
Nú er ég á bókhlöðunni, á flótta undan sjónvarpinu og tölvunni heima. Gengur nokkuð vel. Ég er byrjaður á Arthur Marvick, sem er skárri en ég hélt. Það þýðir þó ekki að hann sé skemmtilegur. Annars er ég mjög óánægður með Leeds í dag. Þeir unnu Blackburn sem er nátturulega slæmt auk þess sem Fowler skoraði ekki. Allir Leeds leikir eiga að fara 3-4(leeds 3- einhverjir aðrir 4) og Fowler á að skora þrennu.
Óli Njáll  14:57| 
link

Marvick
Ég á enn eftir að lesa Arthur Marvick. Ákvað í gær að lesa nokkra aðra kafla í bókinni og geyma Marvick. Tilhugsunin um Marvick er dauði og djöfull. Og prófið er á morgun.
Óli Njáll  10:44| 
link
------------------




Powered by Blogger