{ Óli Njáll - keikodude@hotmail.com }

[ Naggur | ASAT | UVG | Múrinn | Praxiteles | Gamalt ]

[ Húgó | Thors | Fimmtudagur | Ármann | Sverrir | Hilma ]

[ Kolla | Sigfús | Jóhann | Bendt | Steinunn | Linkur vikunnar ]

8.12.01

Allt dáið
Kvikmyndasíða Jónasarbarna(þessi auma síða) er bara dauð þessa stundina. Græt ég það? Það er spurning!!!
Óli Njáll  20:07| 
link

Nú tekur maður test
Hvaða viðbjóðssjúkdómur skyldi ég vera. Giskið einu sinni. Ef þú veist ekki svarið þá ert þú bjáni. Að sjálfsögðu.....

Take the Affliction Test Today!
Óli Njáll  18:31| link

Ég
Ég á að vera að lesa. Ég er að fara að lesa. En hversu lengi ætli ég nenni að lesa? Arthur Marvick er ekki mjög spennandi kafli:(
Óli Njáll  14:00| 
link

Hahaha
Eftir að menn fóru að benda mér á hversu slæmur þessi Ormstunga væri þá fór ég og breytti einu svari hjá mér. Það er spurningin með skeggið. Sem í raun var alveg rétt enda er ég ekki búinn að raka mig í viku eins og góðra manna er siður í prófum. Og hver skildi niðurstaðan vera, jú jú, hver annar en:

Saruman

Saruman

If I were a character in The Lord of the Rings, I would be Saruman, Wizard, the leader of the council of wizards.

In the movie, I am played by Christopher Lee.

Who would you be?
Zovakware Lord of the Rings Test with Perseus Web Survey Software


Óli Njáll  07:20| 
link
------------------

7.12.01

Og enn tekur maður test
Wormtongue

Wormtongue

If I were a character in The Lord of the Rings, I would be Wormtongue, Man of Rohan, the chief counselor of Theoden.

In the movie, I am played by Brad Dourif.

Who would you be?
Zovakware Lord of the Rings Test with Perseus Web Survey Software



Ég hef ekki lesið þessar bækur þannig að ég veit ekkert hvort þetta er gott eða slæmt.
Óli Njáll  19:52| 
link

Gott eða ekki
Nú er öllum snjónum bara að rigna í burtu. Það hefur jákvæðar hluti í för með sér, t.d þægilegra að keyra og engin hætta á að maður festi sig í skafli(ekki að það sé mikil hætta á að minn risavaxni bíll taki upp á slíkum andskota) vondu hliðar rigningarinnar eru að slabb er alveg ótrúlega hvimleitt og líka hættan á því að jólin verði rauð, sem er hið versta mál. Stopp rigning, stopp!!!!!
Óli Njáll  17:48| 
link

allt í gúddí
Þá er kominn tíundi pistillinn í þeim merka bálki "Sögubrot af Tyrkjum". Múrnum er því fyrirgefið fyrir sinn lélega flugumferðastjórapistil og fær að halda tengli á þessari síðu.
Óli Njáll  12:34| 
link

Rugl, bull en umfram allt vitleysa
Á dauða mínum átti ég von en ekki varnargrein fyrir flugumferðarstjóra á múrnum.
Flugumferðarstjórar eru ein af þeim stéttum sem á að halda kjafti og vera ánægð með sín kjör. Hvað sem einhverju röfli lýður um 170000 króna grunnlaun (sem er nú hærra en hjá mörgum öðrum stéttum) þá segir það ekki nema 1/3 af sögunni. Það er staðreynd að meðallaun flugumferðarstjóra eru hálf miljón á mánuði.(upplýsingar frá þeim sjálfum). Og eins og kemur fram í þessari fréttagrein múrsins í dag, þá er námið ekki nema eitt og hálft ár sem er um það bil helmingi styttra en flest allt grunnnám á háskólastigi.
Flugumferðarstjórar segjast hafa verri laun en stéttir með sambærilega menntun. Hvaða skrambans stétt með eins og hálfs árs menntun hefur hálfa miljón að meðaltali í mánaðarlaun????? Kennarar t.d. eru með helmingi lengri menntun, lágmark, og ekki veit ég til þess að laun þeirra séu hálf miljón á mánuði. Leikskólakennarar eru líka með lengri menntun en flugumferðarstjórar og guð veit að þeir fá ekki hálfa miljón. Og að mínu mati er ábyrgð þeirra í starfi engu minni en flugumferðarstjóra.
Það sér því hver maður í gegnum þennan aumingjalega barlóm flugumferðarstjóranemans. Sumum finnst greinilega sjálfsagt að þeir fái allt upp í hendurnar án þess að eiga það skilið. Ég legg fæð á væl flugumferðarstjóra. Þessi grein er múrnum til minkunar!!!
Óli Njáll  10:51| 
link

flappídíflopp
Þegar ég settist niður við tölvuna þá ætlaði ég að skrifa eitthvað rosalega merkilegt. Nú bara man ég ekkert hvað ég ætlaði að skrifa. En þá stendur eftir spurningin: Getur þetta hafa verið merkilegt fyrst ég gleymdi því? Sennilega ekki, en samt. Ef ég hefði munað þetta, þá væri heimurinn kanski betri staður fyrir vikið!!!
Óli Njáll  10:30| 
link
------------------

6.12.01

Nýtt
Það er kominn nýr tengill á síðuna. Bíótengillinn hefur verið fjarlægður og í staðinn er kominn góður krikkettengill. Tsjékkið á honum.
Óli Njáll  22:36| 
link

Ein að hætti Gústa
...umh, rétt að benda á góð skrif á uvg.vg:)
Óli Njáll  22:33| 
link

Hvílík orka
Eftir að ég kom úr Ræktinni þá er ég alveg búinn að vera óður í lestrinum. Hörmangarar, skreiðarverkun og annað verzlunarfélagið er búið að fljúga í gegn eins og hnífur í gegnum smjör. Annars er þessi jólafílingur alveg búinn að ná tökum á mér. Á svona hálftíma fresti skelli ég pottþétt jól í spilarann og hlusta á eitt jólalag. Það er reyndar alltaf sama jólalagið og er að sjálfsögðu Jólahjól með Sniglabandinu. Það er bara besta jólalag allra tíma. Og hér með ítreka ég þá tillögu sem ég setti fram hér í fyrra um að risastórt jólahjól verði sett upp við hliðina á jólatrénu á Austurvelli. Nú er það bara prófalestur í 8 daga í viðbót og svo getur maður farið að leika jólabarn. Jólavinna, jólapakkakaup, jólakortaritgerðir, jólaþreytaeftirtuttugutímavinnuáþorláksmessu, og svo bara jól!!!!!!!
Óli Njáll  16:40| 
link

Allt búið
Indverjar þurftu aðeins 2 bolta til að skora sín 5 stig og leikurinn er þar með búinn. Staðan er því 1-0 fyrir Indverja en alls verða leikin 3 test og hefst það næsta á þriðjudaginn kemur. Á föstudaginn þar á eftir þann 14.des verður aftur á móti mikil hátíð í krikketheiminum þegar að fyrsta test Ástrala og Suður-Afríku hefst en það eru tvær bestu krikketþjóðir í heimi um þessar mundir. Það verður gaman að fylgjast með því. Annars er það mikil nauðsyn að efla krikketlíf á Íslandi sem er í stuttu máli ansi bágborið. Hér eru víst einhverjir tveir klúbbar starfræktir og er það alls ekki nóg. Reyndar er út frá veðurfarslegum sjónarmiðum algerlega útilokað að hér á landi verði einhverntímann spilað test krikket. Test tekur nefnilega 5 daga og á krikketvöll má ekki rigna. Ef það byrjar að rigna meðan að leikur stendur þá er leiknum einfaldlega aflýst. Og ég held að það hafi aldrei gerst í sögu landsins að 5 rigningalausir dagar hafi komið í röð:(
Óli Njáll  12:41| 
link

Ógnvaldurinn
5. kafli er næstur á dagskrá í "Upp er boðið Ísaland". Það er sá alræmdi kafli sem inniheldur meðal annars nákvæma lýsingar á verkun skreiðar fyrr á öldum. Og, já það er til prófs!!!!!!!!!!!
Óli Njáll  11:26| 
link

Meir test
Þá er það ljóst að ég er Herra Baun, eða 85% breti. Ég er líka herra Hvítur.
Óli Njáll  09:16| 
link

Slæmar fréttir í morgunsárið
Þá er það ljóst að Englendingar eru búnir að tapa í Indlandi. Englendingar stóðu sig hörmulega í dag og náðu aðeins 235 hlaupum. Enginn náði sérstökum árangri, og lykilmenn eins og Nasser Hussein(12) og Mark Ramprakash(28) voru bara ekki að standa sig. Annars er þetta mest allt að þakka Anil Kumble sem náði 6 wickets fyrir Indverja. En þetta lélega skor Englendinga þýðir að Indverjar þurfa að skora heil 5 stig í sínu seinna innings sem hefst nú eftir téhlé, til að sigra testið. Og ég spái að það verði Deep Dasgupta sem muni klára þennan leik.
Óli Njáll  08:59| 
link
------------------

5.12.01

Enn eitt testið
Jæja, þá er ég risavaxinn ananas, samkvæmt nýjustu heimildum. Einnig ef ég væri persónuleikapróf þá væri ég Lord of the ring test.
Óli Njáll  22:29| 
link

Dr.
Samkvæmt James Bond testinu þá er ég Dr. No. Ekki amalegt það. Annars var ég að skoða síðuna hans Þóris, þar sem fram kemur að hann sé fæðing Venusar eftir Bottichelli og hafi gaman af að sýna nekt sína. Mjög svo ógnvekjandi, já ógnvekjandi tilhugsun.
Óli Njáll  22:21| 
link

Furðuverk
Samkvæmt art testinu þá er ég eitthvað furðulegt málverk sem heitir Lizards og ég hef aldrei heyrt um. Ég er alveg jafn óviss um stöðu mína í þessum heimi með þessa vitneskju og án. Eftir allt, hvað er ég nema lítill krikketkall í hinum stóra heimi????
Óli Njáll  22:12| 
link

Leikur
Nú eftir klukkutíma keppir Liverpool við Roma. Við vinnum!!!!!!
Óli Njáll  18:52| 
link

Ó, mig auman
Hvenær ætlar hann að hætta að snjóa hér í efri byggðum??????? Ég er alveg búinn að fá nóg af þessu.
Óli Njáll  15:11| 
link

Merkilegt
Merkilegt hvað allt annað en lestur verður áhugaverður á prófatíma. Í því tilfelli má minnast á að Englendingar náðu loks að drepa Indverja í 469 stigum. Englendingar náðu því að byrja á öðru innings sínu fyrir lok dagsins og náðu 34-0. En það verður spennandi að sjá á morgun hvort Englendingar batta jafn skelfilega illa og í fyrsta innings. Ég spái að hinn magnaði Harbhajan Singh eigi eftir að reynast þeim ansi illskeyttur.
Óli Njáll  12:54| 
link

Svínarí og svínabest
Stóra svínakjötsmálið er algerlega út í hött, um það þarf ekki að deila. Mér finnst í raun fáránlegt að taka svínakjöt af matseðli skólamötuneytis til að taka tillit til trúarlegra sérþarfa lítils minnihlutahóps. Mér finnst það jafngáfulegt og að hætta að bjóða upp á nokkurn mat sem hugsanlega gæti verið ofnæmisvaldandi. Ekki það að ég vilji endilega neyða svínin ofan í þessa krakka heldur finnst mér bara eðlilegt að matarræðið sé sem allra fjölbreyttast á svona stöðum. Fyrir þá sem ekki mega borða svín af trúarástæðum er einfaldlega hægt að bjóða upp á eitthvað annað þá daga sem svín er á matseðlinum. Einföld lausn og málið leyst.
Óli Njáll  09:30| 
link

Nýjustu fréttir
Já, Indverjar halda áfram siglingunni ogeru nú komnir með 430-7 í sínu fyrsta innings. Eins og áður sagði munar þar mest um Deep Dasgupta sem skoraði 100 stig en einnig vega þeir Rahul Dravid (86)og Sachin Tendulkar (88) þungt á metunum. En nú eru bara slökustu batsmen Indverja eftir og ekki von til að þeir bæti við neinum óheyrilegum fjölda stiga. En ljóst að Englendingar verða að skora gríðarlega í sínu öðru innings. Og er í raun alveg vonlaust fyrir þá að vinna þetta test.
Óli Njáll  09:26| 
link
------------------

4.12.01

Allt á kafi
Já það er ekki tekið út með sældinni að búa á landsbyggðinni. Nú er hér allt á kafi í snjó eftir mikla ofankomu í kveld. Og hann virðist bara ætla að halda áfram að snjóa. Úr krikketheiminum er það helst að frétta að Suður Afríka á möguleika á að slá Ástrali úr efsta sæti heimslistans þegar þjóðirnar mætast á næstunni. Ástæðan fyrir því er lélegt jafntefli Ástrala við Nýsjálendinga 0-0 í þriggja testa leik sem lauk í dag. Einnig er maður vikunnar á cricket365.com að þessu sinni Brian Lara batsman frá Vestur Indíum sem náði alls 668 hlaupum í 3 testa leik við Sri Lanka í síðustu viku. Það dugði þó ekki til og Sri Lanka vann. Já eins og Marley söng, I don't like cricket, i love it!!!!!
Óli Njáll  22:26| 
link

Afi
Afi minn er 94 ára gamall í dag. Til hamingju, afi!!!!!
Óli Njáll  19:44| 
link

Jólakort
Nú fer að styttast í það að maður fari að dæla út jólakortum. Þeir sem hafa fengið jólakort frá mér áður vita að ég skrifa langskemmtilegustu kortin enda flest í steiktari kantinum. Þeir sem vilja komast á jólakortalistann minn geta sent mér póst og fært rök fyrir því hvers vegna ég ætti að senda þeim jólakort. Jólakort eru stórskemmtilegur hlutur.
Óli Njáll  15:40| 
link

Skysports
Var að horfa á myndir frá viðureign Englendinga og Indverja. Englendingar eru alveg glataðir og maður skammast sín fyrir að halda með þeim.
Óli Njáll  15:37| 
link

Dasgupta
Deep Dasgupta þá loksins dottinn út en helvítið náði alls 100 hlaupum, sem ku vera hans besti árangur hingað til. Indverjar eru nú á góðri leið með að rústa testinu, hafa 262-3 eins og stendur og ansi miklar líkur á að þeir bæti við sig þónokkrum hlaupum, allavega er Rahul Dravid kominn með 78 hlaup þannig að líkur Englendinga eru hverfandi eins og stendur. En við vonum það besta.
Óli Njáll  13:38| 
link

Englendingar í slæmum málum
Já, þetta virðist nokkuð dæmt til að tapast hjá greyið Englendingunum ef þeir fara ekki að herða sig í testinu á móti Indverjum. Indverjar eru nú komnir með 142-2 en englendingar náðu aðeins 238-10 í gær. Dasgupta er búinn að vera nokkuð öflugur hjá Indverjum og er kominn með 70 hlaup.
Óli Njáll  08:36| 
link
------------------

3.12.01

Á morgun
Er 4. desember og aðalspurning dagsins hlýtur náttúrulega að vera hvort Ámi Jay hafi farið í bíó um helgina. Ef ekki þá er gleðidagur á morgun.
Óli Njáll  20:28| 
link

Áfram Sharon
Já, nú bombar Sharon alveg grimt á Betlehem og fleiri staði. En þetta er allt í lagi, svona flugskeyta og loftárásir eru sennilega bara gerðar í sjálfsvörn!!!!!!
Óli Njáll  20:25| 
link

Krikket
Það blæs ekki byrlega fyrir Enska krikketlandsliðið í dag. 238 hlaup og allir dottnir út á fyrsta degi er ekki gott. Sérstök vonbrigði fyrir mig er frammistaða Mark Ramprakash sem náði aðeins 17 hlaupum. En maður dagsins er tvímælalaust indverski kastarinn Harbhajan Singh sem sendi 5 menn út. Nánari upplýsingar á cricket365.com
Óli Njáll  17:28| 
link

Jólaæði
Það virðast allir vera að komast í hvílíkan jólafíling í þessu þjóðfélagi að það er alveg sjúkt. Desember rétt byrjaður og annar hver maður farinn að dæla jólaseríum út um allan bæ. Meira að segja pabbi gamli búinn að brölta út á svalir með seríuna, ca. 20 dögum fyrr en venjulega. Þetta er nú samt ágætt, þó að þetta sé jafnframt mjög óþægilegt því maður fer svona sjálfkrafa að hugsa um jólin þegar maður á að vera hugsa um eymd og volæði 17. aldar. Auk þess þoli ég ekki hvað sömu hugsanirnar leita á mann aftur og aftur í þeim eina tilgangi að trufla prófalesturinn minn. Þráhyggja mín virðist ekki eiga sér nokkur takmörk þessa dagana.
Óli Njáll  09:21| 
link
------------------

2.12.01

Laglega geðbilaður
já, ég er farinn að hallast að því.
Óli Njáll  21:18| 
link

Varúð
Tapas er stórhættulegur matur. Ég borðaði reyndar mjög lítið í gærkveldi en samt sem áður varð maður skelþunnur í morgun. Einnig vil ég mótmæla leigubílaokri í Reykjavík en það kostaði 1700 kall að fara heim. En síðan var hrikalegt að vakna í vinnuna klukkan sjö og vera svo að vinna til sex. Þriggja tíma svefn, þynka og heill sunnudagur í kringulunni er ekki mín uppskrift að fjöri.
Óli Njáll  18:48| 
link
------------------




Powered by Blogger