Helgin í stuttu máli
Já, þetta er búinn að vera nokkuð mögnuð helgi á landsfundi VG. Þessi fundur vár stórskemmtilegur og fínn í alla staði. Helst fréttnæmt á fundinum er náttúrulega sú staðreynd að mér tókst að kljúfa flokkinn þegar ég mælti fyrir tillögu um stöðu ungs fólks í flokknum. Reyndar unnum við bardagan með 70 % atkvæða. Aðrar kosningar voru flest allar rússneskar og t.d. fékk Steingrímur 100% kosningu sem sjálfur Stalín hefði verið stolltur af.
Laugardagskvöldið var án efa eitt af magnaðri djömmum ársins. Þetta hófst á hátíðarkvöldverði í Rúgbrauðsgerðinni þar sem boðið var uppá dýrindis hlaðborð auk magnaðra skemmtiatriða t.d. Kristján Hreinsson sem flutti snilldarlag sitt "Við Sjálfstæðismenn". Eftir borðhald var svo mikil gleði þar sem einhver lélegasta hljómsveit í geymi spilaði fyrir dansi en þar þóttu Jón Bjarnason og gamall sköllóttur kall stela senunni með miklum danstilþrifum. Einnig var Ragnar skjálfti öflugur í tvistinu. Eftir þetta lá leiðin svo niður í bæ þar sem áfangastaðurinn var sjálfur Næstibar, besti bar í bænum. Ég valdi reyndar ekki alveg algengasta ferðamátann niður eftir en við Kolla fórum saman á hjóli niður laugaveginn, þannig að ef einhver hefur séð tvo bjána á reiðhjóli í sparifötum þá vorum það við. Reyndar sá Kolla aðallega um hjólamennskuna þar sem sökum ofölvunar var ég ekki í rétta forminu til þess. Ég gerði samt heiðarlega tilraun sem endaði með því að ég datt næstum því á bíl. Næstibar var svo bara gleði en þar voru landsins gagn og nauðsynjar ræddar allítarlega. Á næsta bar fundum við einnig Eggert Þór Bernharðsson, aka. Eggi Be. Sá maður var algerlega á eyrunum og verður gaman að hitta hann á morgun í tíma:) Að lokum enduðum við nokkrir byltingarsinnar svo rúntandi um borgina í leigubíl allt frá Rekagranda og uppí Breiðholt. Sá bíll var dýr:( Það var heldur ekki gaman að vakna klukkan hálf níu í morgun.
Óli Njáll 18:10| link
------------------