{ Óli Njáll - keikodude@hotmail.com }

[ Naggur | ASAT | UVG | Múrinn | Praxiteles | Gamalt ]

[ Húgó | Thors | Fimmtudagur | Ármann | Sverrir | Hilma ]

[ Kolla | Sigfús | Jóhann | Bendt | Steinunn | Linkur vikunnar ]

13.10.01

Snjór
Það er bara kominn snjór í borgina. Það er ekki gaman þar sem óumflýjanlegir fylgifiskar eru hálka og rúðuskaf í skítakulda á vetrarmorgnum. Annars var farið á Rauðu Mylluna í gær og fær hún ca. 3 stjörnur en lasersjó íslandsbanka tottaði feitastan og mun ég í framtíðinni ekki eiga nein viðskipti við þann banka. Annars vil ég taka það fram að hagfræði er að mínu mati ekki vísindagrein, hagfræði er einungis pólitískt tæki þar sem allir geta reiknað út niðurstöðu sem passar við þeirra skoðanir.
Óli Njáll  17:51| 
link
------------------

12.10.01

Sæla
Klukkan 5 í morgun henti ég gamla settinu út á flugvöll og hef því ættaróðalið út af fyrir mig næstu vikuna. Það er ágætt, reyndar stór galli að það þýðir að sama skapi enginn kvöldmatur í heila viku. En bakið á mér á eftir að þakka kærlega fyrir þessa viku þar sem mömmu og pabba rúm er mun þægilegra en þessi helvítis svefnsófi sem ég er búinn að hýrast á undanfarna viku. Kanski neita ég bara að skila því þegar þau koma til baka og sendi þau í svefnsófann:)
Óli Njáll  14:49| 
link

Abú
Þá er maður hættur á nesinu. Þeir sem vilja ráða mig í vinnu og borga miljón á mánuði er bent á að hafa samband með tölvupósti á oni@hi.is. Aftur á móti þá sem vantar vinnudýr sem er til í að vinna fyrir 150 krónur á tímann er bent á iaflyg@if.is
Óli Njáll  00:09| 
link
------------------

11.10.01

Stærðfræðigleði
Þessa dagana er svokölluð talnanotkun í aðferðakúrsinum mínum. Þetta er bara frábærasti kúrs í geimi. Meðaltöl, staðalfrávik og miðgildi. Og það besta er nú að sumir hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að gera í þessum tímum.
Óli Njáll  13:09| 
link

Silent Bob
Jay and Silent Bob strikes back er argasta snilld, um það verður ekki deild. Ég fór einmitt í smárabíó í gær til að tékka á herlegheitunum ásamt hinum virta
kvikmyndagagnrýnanda Lambkála. Og í fyrsta skipti á ævinni átti maður í vandræðum með að komast út úr bíóinu og bíógestir ráfuðu um bygginguna í leit að útgönguleið, það tókst sem betur fer um síðir en þá tóku ekki skárri vandamál við sem var að komast á rétt bílastæði. En maður komst samt heilu og höldnu heim á leið. En þessi mynd er eitt það besta sem rekið hefur á fjörur bíóhúsanna á þessu ári og gef ég henni hiklaust 3 og hálfa stjörnu. Smárabíó er líka nokkuð töff staður með hrikalega þægilegum sætum og stórum tjöldum og einnig nóg fótapláss. Eina vandamálið er að staðurinn lítur út eins og geimskip en þetta er óumdeilanlega besta bíóið í bænum.
Óli Njáll  10:18| link
------------------

10.10.01

Grímsbær
Já við töpuðum fyrir Grímsby í gær í framlengdum leik þrátt fyrir að gamla hetjan Gary hefði komið okkur yfir úr vítaspyrnu í framlengingunni. 1-2 voru lokatölur og syrgi ég það alls ekkert. Að losna út úr þessari keppni er bara góður hlutur og léttir álagið á leikmönnum til muna og ekki vanþörf á. Annars er ég skíthræddur við leikinn gegn leeds um helgina þar sem útlit er fyrir að Jamie Carragher verði miðvörður í leiknum en í gegnum tíðina hefur hann jafnframt verið besti framherji andstæðinganna þegar hann spilar þá stöðu og hefur skorað að ég held ca. 10 mörk í eigið mark. Í stuttu máli ef "el capitan" verður í hjarta varnarinnar þá skíttöpum við þessum leik.
Óli Njáll  13:59| 
link

Nú styttist í...
...smáralindaropnun. Ég verð svo sannarlega ekki á staðnum.
Óli Njáll  11:11| 
link
------------------

9.10.01

Föstudagur í dag?
Nei, það er ekki föstudagur í dag en ég fór aftur á móti á fridays í dag í ókeypis mat. Einhvers konar þjálfunardagur hjá starfsfólkinu. Þarna var hinn fínasti matur og át ég steik með bakaðri kartöflu og einhverju grænmetisjukki. ca. 3 stjörnur. Stórir skammtar og gott á bragðið. Þarna var ég í góðra manna hópi og hitti í fyrsta skipti hana Gyðu sem er nýjasta leikfangið hans Tómasar sem nú ber nafnið Tommi hözzl. Stjörnur ca. , nei ég held ég sleppi því að gefa henni stjörnur:)

En annars skil ég ekki hvernig menn ætla að geta opnað þarna í fyrramálið þar sem allt var á rúi og stúi þarna í kópavoginum og vægast sagt allt í kexi. Kanski er þar djöfullinn að verki?????
Óli Njáll  22:42| 
link

Sumir sem ég er að tala við....
...akkúrat núna eru svoldið miklar gelgjur:):):)

Nú verð ég laminn.
Óli Njáll  18:32| 
link

Kvótakerfisþankar
Ég er nú í morgun búinn að kynna mér sérálit Árna Steinars í endurskoðunarnefndinni nokkuð vel. Þetta var sent til allra vg-inga og beðið um umsögn um tillögurnar. Nú er bara að henda pósti í manninn og mótmæla algerlega tillögum um leigu eða útboð á kvóta. Ég mótmæli!
Óli Njáll  14:12| 
link
------------------

8.10.01

Eitthvað óhreint í pokahorninu
Ég kíkti á politik.is áðan, síðu gjaldþrota jafnaðarmanna og ritþjófa. Þar kom nokkuð áhugavert í ljós og hef ég feitletrað það hér fyrir neðan sem mér þykir áhugaverðast:

Málefnavika Ungra jafnaðarmanna

Málefnavika UJ, þar sem lagðar verða línurnar fyrir landsþing UJ, er haldin í þessari viku og eru allir velkomnir. Allir fundirnar hefjast kl. 20:00 á heimili Samfylkingarinnar að Austurstræti 14, 4. hæð.

Mánudagur 8. október:
Jafnréttismál undir stjórn Ágústs Flygenring
Lýðræðis- og mannréttindamál undir stjórn Katrínar Júlíusdóttur


Óli Njáll  18:32| 
link

Ragnheiður leiðinlega
Hvurjum dettur eiginlega í hug að skíra hljómsveit þessu furðulega nafni?????

Þetta er spurning dagsins!
Óli Njáll  18:08| 
link

Ljóð
"Hvar hafa dagar lífsins lit sínum glatað"
Jóhann Jónsson
Óli Njáll  12:56| 
link

Takk fyrir mig
Ég vil þakka öllum sem sendu mér ammælispóst kærlega fyrir. Ég nenni ekki að replay á alla þannig að þetta er fljótlegra.
Óli Njáll  12:54| 
link
------------------




Powered by Blogger