Nú bólar
Já, loksins bólaði á mínum ástkæru tyrkjum eftir langt hlé, nánar tiltekið slétta 2 mánuði. Ég er alveg afskaplega glaður með nýjasta pistilinn sem er sá 8. í röðinni. Takk fyrir, Sverrir.
Óli Njáll 16:57| link
Þjóðarhlaðan, ekki meir
Annar dagur minn í HÍ og ég held áfram að skoða umhverfið. Í morgun var það Þjóðarfjósið þar sem stefnan var sett á að lesa Sverrissögu fram að tíma klukkan 13:15. Eftir 10 kafla fékk ég þó nóg og hélt heim á leið.Þetta er leiðindapleis, vondir stólar, vont loftslag og allt eitthvað bara óaðlaðandi. Reyndar er ég einn af þeim sem aldrei hef getað lært á bókasöfnum og það virðist ekkert vera að eldast af mér. Ég les bara heima áfram.
Óli Njáll 12:57| link
------------------
3.9.01
Þættir af gömlu fólki og misfríðu kvenfólki
Svona gæti titill góðrar bókar um fyrsta dag minn í heimspekideild hljómað. Þetta var nefnilega ansi merkilegur dagur. Ég er sumsé búinn að fara í 2 fög. Í fyrsta lagi Sagnaritun 1 hjá Dr. Áma J. sem er greinilega bara snilld þó að lesefnið sé alveg gersamlega alltof mikið og í öðru lagi var það Aðferðir hjá Önnu og Eggert sem eru líka töluverð snilld. Í þeim tímum er reyndar ein alveg gersamlega óþolandi og heimsk gömul kerling sem fer afskaplega í taugarnar á mér. Hún röflar óendanlega og skilur ekki stakt orð af því sem kennarinn segir. Mér finnst einmitt alltof mikið af gömlu fólki þarna, kanski er ég bara sjálfur gamall.
Óli Njáll 16:03| link
------------------