{ Óli Njáll - keikodude@hotmail.com }

[ Naggur | ASAT | UVG | Múrinn | Praxiteles | Gamalt ]

[ Húgó | Thors | Fimmtudagur | Ármann | Sverrir | Hilma ]

[ Kolla | Sigfús | Jóhann | Bendt | Steinunn | Linkur vikunnar ]

25.8.01

Litlir sætir strákar
Fylgdarsveinaþjónusta Óla Njáls ehf. hefur ráðið til sín nýjan starfsmann og er það enginn annar en Ágústus Flúgenhring. Ágúst er hér með boðinn velkominn til starfa.
Það er skemmtilegt að skoða síðu drengs í dag enda eru þar geysileg kommaeinkenni sem brjótast út hjá honum. Águstu blöskrar úrval af morgunkorni og þvottarefni og það eina sem vantar er yfirlýsing af hans hálfu um að taka upp ríkisþvottarefnið og ríkismorgunkornið. Ég er honum hjartanlega sammála.
Óli Njáll  18:53| 
link
------------------

24.8.01

Hrein snigld
Þeir sem eiga gæludýr og versla í Hagkaup hafa kannski tekið eftir litlum miðum sem settir hafa verið við hliðina á verðmiðunum hjá katta og hundafóðrinu.(Ég veit ekki hvort þetta er í fleiri búðum) Á þessum ágætu miðum stendur eitthvað á þessa leið:

"Þetta fóður inniheldur dýraafurðir. -óheimilt er að gefa það dýrum sem gefa af sér afurðir til manneldis."

Mér finnst afskaplega nauðsynlegt að vara kattaeigendur við þessu ef ske kynni að einhver þeirra væri svangur og langaði í kött.
Óli Njáll  05:29| 
link

Dortmund...
...Dinamo Kiev og Boavista. Við rústum þessu.

LIFI BYLTINGIN OG LIFI LIVERPOOL
Óli Njáll  03:06| 
link

Til hjamingju
Blogger fær hjartanlegar afmæliskveðjur frá mér. Einnig má í framhaldi minnast á það að ég á ammæli eftir vel rúman mánuð, næstum einn og hálfan.
Óli Njáll  03:05| 
link
------------------

23.8.01

Krrrrrrrrrr
Nú er illt í efni eftir að kringar náðu að vinna grindavík í kvöld. Það var að sjálfsögðu valsarinn Einar Þór sem reddaði málunum fyrir þá. En nú er ljóst að falldraugurinn bankar fast á hlíðarendaenn aftur og enn. Það er löngu orðið tímabært að reka það illfygli í safamýrina og vesturbæinn og fara að spila eins og menn. En koma tímar, koma ráð.
Óli Njáll  03:18| 
link
------------------

22.8.01

Bíllinn minn
Þá er ég búinn að fá bílinn minn aftur úr viðgerð. Það var verið að sprauta afturstuðarann eftir að tjaldvagnabíllinn klessti á hann um daginn. Þessi árekstur reyndist vera mjög hagstæður fyrir mig þar sem í leiðinni var líka gert við gamla beyglu á stuðaranum sem einhver bleyða hafði skilið eftir og stungið af. Ég græddi því á þessum árekstri, best að gera meira af þessu:)
Óli Njáll  19:03| 
link

Heimkoma
Klukkan 22:05 lenda mínir elskulegu foreldrar í Keflavík eftir hálfsmánaðar dvöl á Krít. Það þýðir að ég þarf að hunska mér til Keflavíkur ca. 21:30.


Kanski ég hringi í verkstæðið og tékki hvort bíllinn minn sé tilbúinn!!!!!!!
Óli Njáll  17:00| 
link

Síðhærður pottverji
Í gær vorum við Sigga að skoða gamlar gettu betur keppnir sem ég átti á spólu frá árinu 1997. ÞArna var um að ræða keppni mr og me í undanúrslitum sem mringar unnu nauðmlega með 2 stiga mun. Við rákum augun sérstaklega í einn klappliðsmann mringa sem var með sítt ljóst hár niður á axlir og sáum ekki betur en þarna væri á ferðinni Tómas nokkur Hafliðason pottverji. Já, þungarokkararnir leynast víða.
Óli Njáll  02:13| 
link
------------------

21.8.01

Fjölskyldumafía
Jamm, nú er enn eitt Jakobsbarnið farið að skrifa á múrinn, nokkuð góðan pistil um RÚV og er ég henni algerlega 100% sammála í þessum efnum.
Óli Njáll  14:09| 
link

Bögg
Ég nennti ekki að skrölta með strætó alla leið upp í breiðholt og blogga því nú á miklubrautinni. Ferðin hingað úr vesturbænum tók hátt í hálftíma:(

Þessi bílavandræði komu einnig í veg fyrir að ég færi í ræktina og það er miður. Þess má einmitt geta að í gær æfði ég með Bibba Morthens. Já við stórstjörnurnar hittumst þarna öðru hverju:)

Nú væri skynsamlegt að fara að sofa en síðan hvenær er maður skynsamur.
Óli Njáll  13:57| 
link

Strætó
Á eftir fer ég heim með strætó. Það er virkilega ekki heillandi tilhugsun enda tekur vel á annan klukkutíma að komast heim með því móti og kostar að auki 200 krónur.
Óli Njáll  08:05| 
link

Fjandinn laus
Við töpuðum fyrir helvítis fimleikafélaginu, skrambinn sjálfur. Næsti leikur er gegn Kr og aðeins munar 6 stigum á liðunum. Ef við töpum honum þá erum við í virkilega vondum málum enda hefur liðið verið eins og linur skítur í undanförnum leikjum. Ég er ekki sáttur.
Óli Njáll  08:02| 
link
------------------

20.8.01

Valur
Jafnt í hálfleik. Við bara verðum að taka þetta í seinni hálfleik og senda Kr niður í aðra deild.
Óli Njáll  21:18| 
link

Ég hata Nistelrooy
Já fyrirsögnin segir allt sem segja þarf. Ég lifði í von í dag að Fulham myndi negla þessa andskota en Nistelrooy var eini maðurinn með viti hjá aulunum og reddaði þessu fyrir þá. Annars held ég að Stam sé á leið úr fótboltanum og í rithöfundabisnessinn. Hann var arfalélegur og Neville bróðirinn var náttúrulega bara eins og hann á að sér. Ég legg til að þeir kaupi sér Frode Kippe sem er klassaleikmaður og betri en allir varnarmenn þeirra til samans.
Óli Njáll  06:06| 
link
------------------




Powered by Blogger