{ Óli Njáll - keikodude@hotmail.com }

[ Naggur | ASAT | UVG | Múrinn | Praxiteles | Gamalt ]

[ Húgó | Thors | Fimmtudagur | Ármann | Sverrir | Hilma ]

[ Kolla | Sigfús | Jóhann | Bendt | Steinunn | Linkur vikunnar ]

14.7.01

Misskilningur
Strumpurinn Þórir hefur eitthvað ruglast í skrifum sínum um Ól í peking. Því að sjálfsögðu mun Fljú í Kri Ng einungis horfa á sundkeppni karla þar sem nóg er af hálfnöktum og rökuðum karlmönnum. Strandblak kvenna, ekki að ræða það.
Óli Njáll  15:38| 
link

Bæði betra?
Hvort er betra, kókómjólk eða trópí? Svar óskast
Óli Njáll  15:29| 
link

Indverjinn
Mér finnst það nokkuð spaugilegt að vinna með indverja sem heitir Steinar.
Óli Njáll  15:28| 
link
------------------

12.7.01

Yfirburðir
Það er staðreynd að þýskir og sænskir bílar bera höfuð og herðar yfir aðra bíla. Allt asískt blikk er drasl og frakkar eru ámóta slæmir. Um ítalska bíla ætla ég að hafa sem fæst orð þar sem foreldrar mínir ástkærir brúka einn slíkan.
Óli Njáll  03:06| 
link
------------------

11.7.01

Frægðin
Já, leiklistin er mér í blóð borinn, Ágúst minn. Ætli ég verði ekki bara stórstjarna eftir nokkur ár.
Óli Njáll  17:46| 
link

Nafnleysi
Senn líður að því að litli frændi minn verði skýrður. Eins og komið hefur fram hér á síðunni hef ég fulla trú á að snáðinn hljóti nafnið Þorgeir. Eitthvað virðast þó foreldrarnir glotta út í annað þegar ég nefni þetta. Til að auka líkurnar á að Þorgeirsnafnið verði fyrir valinu þá eru lesendur beðnir um að senda póst á brynjar@nykaup.is og lýsa yfir stuðningi sínum við nafnið þorgeir.
Óli Njáll  05:57| 
link

Hin sorglegu áhrif bygðaþróunarinnar
Hinn mikli fólksflótti til Reykjavíkur hefur haft margt slæmt í för með sér á undanförnum árum. Eitt er þó sem stendur upp úr að mínu mati og það er fækkun knattspyrnuliða á landsbyggðinni. Í þá tíð er ungur ég var voru nefnilega starfrækt knattspyrnulið í hverju krummaskurði á landinu en nú er öldin önnur. Hver man ekki eftir fræknum knattspyrnuveldum á borð við Einherja, Súlunni, Geislanum, Tjörnesi, Agli Rauða, Hildibröndum og svo mætti lengi telja. Þessi lið hafa nú öll lagt upp laupana og er það miður. Nú er meira að segja svo komið að norður og austur riðlar 3. deildar telja bara 4 lið hvor riðill sem er skammarlega fámennt. Í austulandsriðlinum heita líka öll liðin einhverjum arfaslökum nöfnum sem stafa af sameiningu knattspyrnuliða en áberandi versta nafnið er þó Huginn/Höttur sem eins og nafnið gefur til kynna er samstarf félaganna Hugins og Hattar. En eitt er þó það félag sem ég sakna sérstaklega úr 3. deildinni og það er Kormákur frá Hvammstanga. Þetta var einfaldlega langflottasta lið í geimi og sérstaklega nafnið. Manni sem dettur í hug að skíra fótboltafélagið sitt Kormák á að veita verðlaun.

Lifi landsbyggðarboltinn
Óli Njáll  05:53| 
link
------------------

10.7.01

Helvítis blogger
Tómt vesen með þennan blogger núna. arg.

Annars held ég að Ágúst Flygenring sé orðinn ástfanginn af þessum Guðlaugi enda hefur dreng orðið ansi tíðrætt um hann að undanförnu.

Að lokum vil ég taka fram að sjónvarpsþátturinn Charmed er hrein snilld þó aðallega vegna Alissu Milano sem er algert beib. 4 stjörnur þar á ferðinni.
Óli Njáll  02:08| 
link
------------------

9.7.01

Blautt
Jamm við fórum í Syðra Langholt(sem er svona nokkra kílómetra frá Flúðum) um helgina. Lögðum af stað seint á föstudaginn og flúðum í bæinn á laugardagskvöldi þegar að tjaldið var farið að blotna all ískyggilega í ausandi rigningu sem þarna geisaði. Annars var þetta ágætt á föstudeginum en ekki jafn gott á laugardeginum þar sem þá var rigning og þynka sveif yfir vötnum og varpa ég ábyrgðinni á Eggert nokkurn sem var um daginn kosinn gimp vikunnar á þessari síðu. Hann tók nefnilega með sér brennivín sem virðist ekki fara neitt altof vel í mig. Ég ætla samt að taka titilinn gimp vikunnar af Eggerti enda er hann bara ágætis náungi þó skrítinn sé hann vissulega, hann er nú einu sinni í lögfræði!!!!
Arftaki Eggerts sem gimp vikunnar er lagadeild HÍ, enda eru lögfræðingar svín og fúlmenni.
Óli Njáll  12:32| 
link
------------------




Powered by Blogger