Cambell
kemur víst ekki til Liverpool, ekki mikið svekkelsi en ég hefði samt verið ánægðari ef hann hefði farið eitthvert annað en til Arsenal eða eins og gamalt máltæki segir: "Allt er skárra en Arsenal".
Óli Njáll 21:45| link
Jim...
..Morrison lifir. Enginn spurning um það.
Óli Njáll 21:43| link
------------------
2.7.01
Klikk
Arnar Loftsson er undarlegur maður.
Breiðablik mun falla í 1.deild í haust. Þeir sem hafa séð fyrstu 20 mínútur í leik þeirra við ÍBK sem nú stendur yfir hljóta að vera sammála mér. Aftur á móti mun Valur ekki falla þrátt fyrir hrakspár óvandaðra manna enda liðið fyrnagott og minni ég á að við völtuðum yfir kr um daginn(sem telst vart fréttnæmt þessa dagana).
Að lokum finnst mér að G.Houllier þurfi að fara að taka hendur úr vösum og snara upp veskinu á næstunni, bara búinn að kaupa einn nojara sem er ekki nóg. Ég vil fá Cambell og Viera til bítlaborgarinnar.:)
Óli Njáll 21:31| link
------------------
1.7.01
Schumi
Schumacher vann enn einu sinni í dag og það nokkuð öruggt. Maðurinn er einfaldlega bestur. Annars er litli bróðir hans að verða skelfilega öflugur og mun sennilega taka við konungstigninni af bróður sínum seinna meir. En nú er svo komið að þetta er hætt að vera spennandi enda M.S kominn með óheyrilega mikla forystu og í liðakeppni er keppnin bara djók. Að lokum vil ég hlægja að þeim aulum sem enn halda fram að M.Hakkinen sé frábær ökumaður. (Brynjar, þetta á sérstaklega við um þig)
Óli Njáll 21:17| link
------------------