Ekki minnist ég þess að hafa hrósað skattlausa degi heimdallar og skilgreini ég mig þó í hópi hans erkifjenda. Auk þess veit ég ekki til þess að neitt af flokksistkynum mínum hafi hrósað þessu framtaki enda enginn ástæða til. Annars er það full ástæða að gagnrýna vaxandi ríkisútgjöld þar sem að þessir peningar hafa aðallega verið að fara í bull og vitleysu eins og Kristnihátíð, Þjóðmenningarhús og fleiri mjög svo undarleg verkefni. Ef ríkisútgjöld hefðu vaxið vegna göfugra málefna s.s. eflingu velferðarkerfisins, auknum samgöngubótum og sómasamlegra launagreiðslna til lægst launuðu ríkisstarfsmannanna þá væri aftur á móti rétt að fagna þeim. En svona sýndarmenska öfgahægrimanna er aðeins hallærisleg leið til að pota sér í fréttirnar. Skattadagur dallsins fær sömu falleinkunn og ryðkláfur dauðans sjálfur.
Óli Njáll 06:45| link
Þar féll Houllier
Gerard Houllier sem hingað til hefur þótt nokkuð sleipur í leikmannakaupum féll í stóra gryfju í dag er hann samdi við John Arne Riise. ÞEssi maður er eins og nafnið gefur til kynna Norðmaður, já NORÐMAÐUR. Þarf ég að rifja það upp fyrir fólki hvernig norðmenn hafa staðið sig hjá félaginu, nokkur dæmi, Frode Kippe, B.T. Kvarme, Stig Inge Björnebye, Ö. Leonhardsen og Vegard Heggem. Sá síðastnefdi er reyndar sá eini sem getur eitthvað í boltanum en á móti kemur að hann er meira á meiðslalistanum en Jamie Redknapp. Einnig mynni ég menn á styrk norskrar knattspyrnu með því að athuga gengi landsliðs þeirra. Þeir hafa nefnilega ekki unnið leik í undankepnni HM. Bravó Norge
Óli Njáll 03:34| link
------------------
18.6.01
Allt búið???
Enginn Ramstein í gær. Skrambinn sjálfur. Nú bíð ég spenntur eftir því að fara ekki á Coldplay þegar þeir koma hingað.
Óli Njáll 05:22| link
------------------
17.6.01
Vááááááááá
Ramstein voru aftur í gær. Ég fór heldur ekki þá.
Óli Njáll 15:23| link
------------------