Skegg aldarinnar
Þessi maður, miðað við skeggvöxt, hlýtur að vera bóndi af hornströndum, fæddur um aldamótin 1800 og var einn af stofnendum framsóknarflokksins við upphaf síðustu aldar. Ef hann færi á þing núna myndi hann ógna stöðu Jóhanns Ársælssonar(Abe Lincoln íslendinga) sem mesti skeggtöffarinn á þingi. Bartar dagsins fá 3 og 1/2 stjörnu og ég er farinn að raka mig.
Ætli ég verði nokkuð sendur í ónáð fyrir þessa færslu?
Óli Njáll 18:04| link
Vakandi en næstum dauður
Það ætlar að ganga illa hjá mér að komast í almennilegan gír aftur en það stendur allt til bóta.
En nú er ég búinn að ná mér eftir laugardaginn sem var bara nokkuð góður fyrst vann mitt lið fyllilega óverðskuldaðan sigur á Arsenal 2-1 og Íslendingar töpuðu svo fyrir dönum ca. 150 - 3 sem lætur 14-2 tapið líta bara nokkuð vel út. Á morgun er það svo Alavez sem verður tekið í bakaríið. Það gerist þó ekki nema frakkafjandinn breyti byrjunarliðinu frá síðasta leik. Gary og Fowler eiga að byrja þennan leik og þá er sigurinn vís. Ef ekki þá verður þetta ansi tvísýnt. Að lokum óska ég Hr. Ólafi Ragnari Grímssyni innilega til hamingju með afmælið í gær og einnig henni tengdamóður minni frú Henný Júlíu Herbertsdóttur sem á einmitt afmæli sama dag.
Óli Njáll 07:41| link
------------------