{ Óli Njáll - keikodude@hotmail.com }

[ Naggur | ASAT | UVG | Múrinn | Praxiteles | Gamalt ]

[ Húgó | Thors | Fimmtudagur | Ármann | Sverrir | Hilma ]

[ Kolla | Sigfús | Jóhann | Bendt | Steinunn | Linkur vikunnar ]

19.5.01

Allt búið
Já og jamm. Enski boltinn er búinn og uppskera ársins nokkuð góð, þrjár dollur og sæti í meistaradeildinni. En hvílíkur leikur á móti Charlton áðan þarna sannaðist það endanlega að það er bara einn Robbie Fowler og hann er guð almáttugur. Annars voru þeir Sami og Sander alveg ótrúlegir í þessum leik og raunar mest allt liðið í seinni hálfleik en að sama skapi voru flestir alveg arfaslakir í þeim fyrri. Mér fannst samt alger óþarfi hjá markvarðardruslunni að verja flotta skotið hans Gary, hann átti skilið að ljúka tímabilinu með marki. En niðurstaða tímabilsins hlýtur samt að vera: (jú rétt giskað hjá þér) Gary er hetja.


En nú er það íslenski boltinn. Mínir menn eru á aðeins öðrum stað í deildinni núna en ég bjóst við, nefnilega í fyrsta sæti eftir glæstan sigur á fram í fyrstu umferð. Þetta finnst mér mjög skemmtilegt og sérstaklega með tilliti til þess að lufsurnar úr vesturbænum eru í 10. sæti og ætla ég hér með að nota tækifærið og lýsa yfir að kr sé kúkalið og ég hía líka á menn eins og
Lambakála sem halda með þeim. Lambakáli er samt ágætur því hann er einnig Liverpoolmaður af bestu gerð og fyrirgefst þannig króþverrinn.
Óli Njáll  17:29| link
------------------

15.5.01

Skegg aldarinnar


Þessi maður, miðað við skeggvöxt, hlýtur að vera bóndi af hornströndum, fæddur um aldamótin 1800 og var einn af stofnendum framsóknarflokksins við upphaf síðustu aldar. Ef hann færi á þing núna myndi hann ógna stöðu Jóhanns Ársælssonar(Abe Lincoln íslendinga) sem mesti skeggtöffarinn á þingi. Bartar dagsins fá 3 og 1/2 stjörnu og ég er farinn að raka mig.


Ætli ég verði nokkuð sendur í ónáð fyrir þessa færslu?
Óli Njáll  18:04| 
link

Vakandi en næstum dauður
Það ætlar að ganga illa hjá mér að komast í almennilegan gír aftur en það stendur allt til bóta.

En nú er ég búinn að ná mér eftir laugardaginn sem var bara nokkuð góður fyrst vann mitt lið fyllilega óverðskuldaðan sigur á Arsenal 2-1 og Íslendingar töpuðu svo fyrir dönum ca. 150 - 3 sem lætur 14-2 tapið líta bara nokkuð vel út. Á morgun er það svo Alavez sem verður tekið í bakaríið. Það gerist þó ekki nema frakkafjandinn breyti byrjunarliðinu frá síðasta leik. Gary og Fowler eiga að byrja þennan leik og þá er sigurinn vís. Ef ekki þá verður þetta ansi tvísýnt. Að lokum óska ég Hr. Ólafi Ragnari Grímssyni innilega til hamingju með afmælið í gær og einnig henni tengdamóður minni frú Henný Júlíu Herbertsdóttur sem á einmitt afmæli sama dag.
Óli Njáll  07:41| 
link
------------------




Powered by Blogger