{ Óli Njáll - keikodude@hotmail.com }

[ Naggur | ASAT | UVG | Múrinn | Praxiteles | Gamalt ]

[ Húgó | Thors | Fimmtudagur | Ármann | Sverrir | Hilma ]

[ Kolla | Sigfús | Jóhann | Bendt | Steinunn | Linkur vikunnar ]

3.5.01

Gary...
...er hetja. Fimmti leikurinn í röð! Þetta er ekki mannlegt.

Þessi færsla er einungis sett inn fyrir æsta aðdáendur sem voru farnir að sakna þessarar setningar. Og hér kemur hún aftur, Gary er hetja.
Óli Njáll  07:42| 
link

Varði
Í dag er það Þorvarður!!!!!!!!
Óli Njáll  07:40| 
link

Mikil skelfing
Hagkaupsfótboltinn byrjaði í kvöld með miklum látum. Nú hef ég yfirgefið lið Nýkaups sem varð meistari á síðasta ári og genginn í raðir Hagkaups dreifbýlis, ég er ekkert altof sáttur við umskiptin en verð bara að sætta mig við þau. En þetta lið er alger skelfing í geimi. Við kepptum við 1011 í fyrsta leik og töpuðum illa 5-2. Óli Njáll Ingólfsson stóð í marki og stóð sig bara vel, varði 5 eða 6 sinnum einn á móti einum og hirti öll langskot andstæðinganna sem voru 1. Ég fékk samt á mig 4 mörk og öll voru þau nokkuð óverjandi fyrir mig enda frí skot úr markteig og algerlega sök varnarinnar sem vægast sagt tottar feitastan. Eftir að 1011 skoruðu sitt 4 mark fékk ég svo nóg og labbaði út af í vægast sagt vondu skapi. En næst er það mitt gamla lið ´Nýkaup. Ég er að velta fyrir mér hvort ég tilkynni veikindi eða læt slátra mér eins og kýr með gin og klaufaveiki. Það er allavega ljóst að ef ég tek þátt þá mun ég spila úti og hafa það eina markmið að líkjast átrúnaðargoðinu Neil Ruddock "break his leg in the first tackle". Já þegar menn hafa ekki hæfileikana þá er það harkan sem gildir
Óli Njáll  07:38| 
link
------------------

30.4.01

Jafnt
Staðan er jöfn í hálfleik hjá Charlton og Isspiss 1-1 en djöfull var jöfnunarmark isspiss manna ljótt. En áfram með leikinn!
Óli Njáll  21:05| 
link

Leiðindasilfur
Mér fannst Silfrið hans Egils alveg skelfilegt í gær. Í fyrsta lagi fannst mér að Egill hefði alls ekkert átt að vera þarna út af skiptidögunum, ég hefði viljað sjá DJ Sóley sjá um allan þáttinn. Auk þess var þátturinn fullur af leiðinlegu fólki. Hver er ekki búinn að fá sig fullsaddan af Hannesi og Merði. Að auki var Jónína Bjartmars þarna en hún er án efa einhver leiðinlegasta og hrokafyllsta manneskja á þingi núna og slær þar út verstu samfylkingarþurkunntur. Best var þó þegar hún neitaði algerlega að það væri ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar um Landsímann, heldur manneskjan að fólk sé algert fífl. Guðmundur árni er síðan altaf bara Guðmundur og altaf slappur. Svo var Þórunn sveinbjarnar í steglunni asnaleg að vanda. Ég er á móti rauðhærðu kvenfólki það passar bara ekki í pólitík. Ágúst Flygenring gæti þó passað inn:)
Óli Njáll  14:24| 
link

Síg hæl, part 2
Já, í dag eru 56 ár liðin frá því að Addi kallinn Hitler svipti sig lífi í neðanjarðarbyrgi sínu. Ég verð að viðurkenna að ekki syrgi ég þann atburð neitt voðalega en ætli þessi maður sé sammála mér?


Óli Njáll  12:18| 
link
------------------




Powered by Blogger