jólaplatan í ár?
Fregnir herma að Ágúst Fljúgíhring hafi skroppið í hljóðver á meðan verkfalli framhaldsskólakennara stóð. Platan sé væntanleg á markað rétt fyrir jólin, enda sé það eini tíminn sem hægt er að græða á plötusölu á Íslandi. Aðspurður sagði Ágúst um málið:
Ó:Er rétt að þú sért að fara gefa út plötu Gústi?
Á:Jú, jú ekki get ég neitað því.
Ó:Af hverju?
Á:Þetta er búið að vera draumur minn lengi, að gefa út bestu lög Leonard Cohens á íslensku
Ó:Nú eru mörg stór nöfn aftan á cd-hulstrinu, er satt og rétt að Bob Dylan hafi re-mixað "Svo tökum við Berlín" fyrir þig?
Á:Já, þetta er lokalagið og ég vildi hafa það soldið sérstakt. Síðan syng ég dúett með Sverri Stormsker en ég gef ekki upp hvaða lag það er. Fólk verður bara að kaupa plötuna.
Ég þakka Ágústi fyrir viðtalið og vona að plötusalan gangi vel. Kannski verður Ágúst næsti Hebbi? hver veit....
Óli Njáll 22:25| link