Duran
Gleðilegan konudag. Þetta er fallegur dagur, heitt og gott úti og ég var kominn út klukkan 11. Ótrúlegt en satt. Ástæðan nokkuð augljós maður fór í blómabúð að sjálfsögðu. Þar var þegar slatti mikið að gera en ég hélt að ég myndi sleppa við traffíkina ef maður mætti fyrir hádegi. Augljóslega ekki. Annars er merkilegt hversu mikið af karlmönnum virðist bara kaupa hvaða blómarusl sem er bara til þess að kaupa eitthvað þarna inni. Hvílíka samansafnið af ljótum blómvöndum hef ég aldrei áður séð. Allt sami arfinn að mínu mati. Þannig að ég hélt mig bara við rauðu rósina eins og venjulega og hvet karlmenn til að falla ekki í þá gryfju að láta selja sér arfarusl á uppsprengdu verði heldur velja sjálfir í vöndinn.
Óli Njáll 12:48| link
meta hvað?
Hvað í fjáranum er þetta meta?
Óli Njáll 12:43| link
------------------