Óumdeilanlega bestir
Já, eftir að hafa lesið Múrinn í dag er ekki annað hægt en að dást að því hvílíkt yfirburða vefrit þetta er. Ber höfuð og herðar yfir önnur slík.
Annars vil ég ítreka kröfur mínar um ríkispizzuna.
Óli Njáll 16:58| link
Þjóðfélag dauðans
Er virkilega hvergi hægt að fá eitthvað sent heim að éta klukkan 9 á virkum degi? Ég er nú búinn að hringja í alla pizzastaði landsins og hvergi vill nokkur maður tala við mig. Annars kom smá vonarglæta í huga minn í 34.tilraun þegar loksins var svarað. Sú von dó þó fljótt þegar konan upplýsti mig um það að hún væri bara að skúra þarna og þeir opnuðu klukkan 12. Hverslags fjandans þjónustuleysi er þetta? Ég mótmæli og legg til að stofnaður verði ríkispizzastaðurinn sem verði opinn allan sólarhringinn.
Óli Njáll 09:29| link
------------------
5.2.01
Er fimmtudagur í dag?
Nei en þar sem ég gleymdi að blogga hamingjublogg til hans Þóris í gær þá lýsi ég því yfir að hjá mér verður fimmtudagur í heila viku. Og er þá ekki viðeigandi að skella inn einni splúnkunýrri Þórissögu.
Svo er nefnilega mál með vexti að ég var að slappa af eitt kvöldið með bók í hönd þegar síminn hringir. Hver annar en Þórir að segja mér að sækja systur mína upp í Öskjuhlíð ásamt vinum hennar. Jahá, málið er nú bara það að ég á alls enga systur þó að bróðir minn sé að vísu ansi mikil kelling oftast nær. En þarna um kvöldið hafði einhver vinur Þóris sem ég nota bene þekki ekki neitt, hringt í hann og beðið hann um að hringja í mig þar sem ég svaraði aldrei í símann minn. (Spurning dagsins: Ef ég svara ekki í símann minn, hvernig ætti þórir þá að ná sambandi við mig frekar en hann?????) Og Þórir kærleiksbjörn að venju hringir í mig. En Þórir veit það jafnvel og ég að ég á enga systur, samt hringir hann segir þessi skilaboð, segir bless og skellir á.
Nú býst ég ekki við að lesendur skilji upp né niður í þessari sögu en það er nefnilega málið. Það tók mig líka heillangan tíma að skilja þetta. Og niðurstaðan er sú að Þórir er sniglingur.
Óli Njáll 23:15| link
------------------