{ Óli Njáll - keikodude@hotmail.com }

[ Naggur | ASAT | UVG | Múrinn | Praxiteles | Gamalt ]

[ Húgó | Thors | Fimmtudagur | Ármann | Sverrir | Hilma ]

[ Kolla | Sigfús | Jóhann | Bendt | Steinunn | Linkur vikunnar ]

10.2.01

Dagur dauðans
Þetta er með ömurlegri dögum lífs míns enda er ekki fimmtudagur í dag. Ég nefnilega vakna, fer í vinnunna, fer heim og sofna. Búið, ekkert annað. Mjög svo ekki skemmtilegt. Ég veit því ekki hvort ég skelli mér á efalaust stórskemmtilega borgarmálaráðstefnu VG á morgun. Ég efast um að ég geti vaknað.
Svo er stórleikur í sjónvarpinu á morgun en því miður ekki Liverpool vs. Sunderland. Það er önnur ástæða fyrir því að ég nenni ekki að vakna á morgun. Kanski sef ég bara til ca. 17, hver veit?
Ég mæli með Heinz spagetti úr dós í dag?
Óli Njáll  04:05| 
link
------------------

8.2.01

Fimmtudagur
Bara minna á að í dag er fimmtudagur.
Í dag er einnig nemódagur hjá Verzlingum (já Guðmundur, þetta er Zeta) sem þýðir að ég er að fara með Siggu og 6-B út að borða eftir rúman hálftíma. Eitthvað mexíkódæmi sem verður eflaust betra en viðbjóðurinn sem Hótel Holt bauð mér og bekkjarfélögum í 6-Y uppá í fyrra. Hótel Holt fær 1 stjörnu fyrir hóruhúsaskiltið sitt en ekki stjörnu meira en það.
Að lokum mæli ég með efnalauginni Hreini í Hólagarði. Það kostaði bara 1300 kall að hreinsa fötin en ég hélt að það kostaði meira auk þess sem það tók bara 1 dag. Hreinn fær 4 stjörnur.
Óli Njáll  17:55| 
link


Það er nokkuð ljóst að ég styð Guðna Ágústsson í baráttunni um varaformannsstólinn enda er Guðni fyndnasti framsóknarmaðurinn( reyndar er ekki mikil samkeppni um þann titil).

Hvern ætli
framsækna vefritið Veðurfölnir styðji?????
Óli Njáll  17:44| link

óvænt, nei
Þá er búið að velja dómara í Hæstarétt. Það kemur ekkert voðalega á óvart að það skuli vera kona. Ef Solla domm hefði ekki valið konu þá hefði hún allt eins getað framið pólitískt sjálfsmorð inni á sínu 5 miljón króna klósetti. Ég verð reyndar að viðurkenna að ég bjóst ekki við Ingibjörgu Ben heldur fannst mér Rafnar kerlingin mun líklegri. En svo bregðast krosstré sem önnur tré og meira að segja ég get haft rangt fyrir mér.
Óli Njáll  05:57| 
link
------------------

7.2.01

kalt
Það er of kalt úti, ég vil sumar
Óli Njáll  06:54| 
link
------------------

6.2.01

Ó nei
Ef mat Gústa er það að ég sé hægrikrati þá lýsi ég því yfir að hann sé framtíðar flokksbróðir Greinars í ónefndum ríkisstjórnarflokki sem virðist vera deyjandi. (Ég þori ekki að segja nafnið þar sem ég hef fengið morðhótanir að undanförnu)
Óli Njáll  22:02| 
link

Óumdeilanlega bestir
Já, eftir að hafa lesið
Múrinn í dag er ekki annað hægt en að dást að því hvílíkt yfirburða vefrit þetta er. Ber höfuð og herðar yfir önnur slík.

Annars vil ég ítreka kröfur mínar um ríkispizzuna.
Óli Njáll  16:58| link

Þjóðfélag dauðans
Er virkilega hvergi hægt að fá eitthvað sent heim að éta klukkan 9 á virkum degi? Ég er nú búinn að hringja í alla pizzastaði landsins og hvergi vill nokkur maður tala við mig. Annars kom smá vonarglæta í huga minn í 34.tilraun þegar loksins var svarað. Sú von dó þó fljótt þegar konan upplýsti mig um það að hún væri bara að skúra þarna og þeir opnuðu klukkan 12. Hverslags fjandans þjónustuleysi er þetta? Ég mótmæli og legg til að stofnaður verði ríkispizzastaðurinn sem verði opinn allan sólarhringinn.
Óli Njáll  09:29| 
link
------------------

5.2.01

Er fimmtudagur í dag?
Nei en þar sem ég gleymdi að blogga hamingjublogg til hans Þóris í gær þá lýsi ég því yfir að hjá mér verður fimmtudagur í heila viku. Og er þá ekki viðeigandi að skella inn einni splúnkunýrri Þórissögu. Svo er nefnilega mál með vexti að ég var að slappa af eitt kvöldið með bók í hönd þegar síminn hringir. Hver annar en Þórir að segja mér að sækja systur mína upp í Öskjuhlíð ásamt vinum hennar. Jahá, málið er nú bara það að ég á alls enga systur þó að bróðir minn sé að vísu ansi mikil kelling oftast nær. En þarna um kvöldið hafði einhver vinur Þóris sem ég nota bene þekki ekki neitt, hringt í hann og beðið hann um að hringja í mig þar sem ég svaraði aldrei í símann minn. (Spurning dagsins: Ef ég svara ekki í símann minn, hvernig ætti þórir þá að ná sambandi við mig frekar en hann?????) Og Þórir kærleiksbjörn að venju hringir í mig. En Þórir veit það jafnvel og ég að ég á enga systur, samt hringir hann segir þessi skilaboð, segir bless og skellir á.
Nú býst ég ekki við að lesendur skilji upp né niður í þessari sögu en það er nefnilega málið. Það tók mig líka heillangan tíma að skilja þetta. Og niðurstaðan er sú að Þórir er sniglingur.
Óli Njáll  23:15| 
link
------------------




Powered by Blogger