frelsi
Ásgeir frelsari vor hefur miklar áhyggjur af skósveini Jóns Ólafssonar, Sigurði Guðjónssyni þessa dagana og óttast að ef hann verður hæstaréttardómari þá ráði Jón Ólafsson hæstarétti. En hvað er í rauninni vandamálið. Jú, frelsarar geta ekki hugsað sér að hæstiréttur sé ekki bara skipaður málpípum og stólpípum Sjálfstæðisflokksins eins og Garðari Gíslasyni. Persónulega held ég að það skipti ekki miklu máli hvort íhaldið eða Jón ráði hæstarétti enda hver er munurinn á kúk og skít. Hæstiréttur er einfaldlega alveg að missa sína virðingu með forkastanlegum vinnubrögðum og eina rétta væri að forseti hæstaréttar segði af sér. En að sjálfsögðu veit maður að Sigurður verður ekki ráðinn heldur einhver kvenmaður og þá sennilegast Ingibjörg Rafnar enda fáar ættir meira inngrónar í íhaldið en Rafnararnir. Reyndar veit ég ekkert hvað hún hefur til brunns að bera til að hljóta embættið en síðan hvenær skipta hæfileikar máli í pólitískum ráðningum.
Jæja, þá er maður búinn að losa um smá pirring sem bærðist innra með mér og ég fer sáttur að sofa. Góða nótt.
Óli Njáll 11:30| link
Grænt,grænt,grænt
Allt sem er grænt,grænt, fynnst mér vera fallegt fyrir vin minn, Össur mannleysu. Eitthvað á þessa leið hljómar lag sem ég kunni í barnæsku og á vel við í dag. Allavega eru Vinstri grænir að ræna Össur greyið öllu fylgi í DV í dag. En það sorglega fyrir samfylkingaraulana er það að framsókn klípur 5% af þeim líka. Er hægt að vera aumkunarverðari en þetta.
Skilaboð:Össur, þú verður að fá þér slaufu aftur.
Óli Njáll 11:18| link
Fljúgaíhring
Þessi færsla er aðeins ætluð Ágústusi hafnarfjarðarkeisara en ég fæ smá lánað hjá Vísi.is
Eftirlitsmyndavél kom að góðum notum
Ráðist var á mann í miððbæ Reykjavíkur í nótt. Lögreglan sá árásina í gegnum eftirlitsmyndavél og kom fórnarlambinu til hjálpar. Þá var búið að bíta manninn og skera hann í andlitið. Hann var fluttur á slysadeild en árásarmaðurinn gistir fangageymslur.
Já, Ágúst það er skelfilegt að lögreglan skuli vera að fylgjast með borgurunum með myndavélum. Þetta getur nefnilega hjálpað fólki.
Óli Njáll 11:15| link
------------------