Svarið
Það eru að sjálfsögðu þær stöllur Sonja Nef frá Sviss og Janica Kostulic frá Króatíu sem spurt var um.
Óli Njáll 11:41| link
Hægri öfgamenn
HÖB heimdellingur skrifar merkilegan pistil á frelsi.is um hægri öfgamennsku. Ég verð að viðurkenna að oftast nær hef ég lítið álit á þeim pistlum sem birtast þarna þó ekki neiti ég að stundum eru góðir punktar í einstaka grein. En eftir lestur þessarar greinar getur maður ekki annað en efast um gáfnafar Hauks litla laganema. Vinstrimennska gengur út á það að brjóta mannréttindi á einum til að þjóna öðrum. Hvaða rök hann vill færa fyrir þessu veit ég ekki enda gerir hann ekki tilraun til þess, skiljanlega. Ég held bara áfram að hrista hausinn. En annars er fóbía hans við öfgahægrimannahugtakið alveg kostulega fyndið. Nú vill hann gera fasista og nasista að vinstrimönnum en ekki hægri öfgamönnum eins og íslenskir fjölmiðlar hafa því miður haldið til að hans mati. Af hverju er honum svo í mun að losna við fasistana af öfgahægrivængnum. Ætli heimdellingar vilji ekki bara einoka hægriöfgamennskuna sjálfir? Eða eru fasistar svona eins og óhreinu börnin hennar Evu í öfgafjölskyldunni sem verður að fela? En hvað veit ég svo sem.
En þegar ég var búinn að undrast þessi skrif hans rak ég svo augun í síðustu efnisgreinina. Þar líkir maðurinn skattheimtu við kynþáttafordóma. Við svona pistli er bara eitt gott svar:LIFI BYLTINGIN
Óli Njáll 02:21| link
------------------
21.1.01
Spurning dagsins
Tvær konur hafa nær einokað tvær af alpagreinum skíðaíþrótt á þessum vetri. Önnur í svigi og hin í stórsvigi. Hvaða konur eru þetta og frá hvaða löndum eru þær?
Óli Njáll 14:04| link
------------------