{ Óli Njáll - keikodude@hotmail.com }

[ Naggur | ASAT | UVG | Múrinn | Praxiteles | Gamalt ]

[ Húgó | Thors | Fimmtudagur | Ármann | Sverrir | Hilma ]

[ Kolla | Sigfús | Jóhann | Bendt | Steinunn | Linkur vikunnar ]

27.1.01

Lýðveldi, nei takk
Ég mótmæli tillögu
Flyggermans um vestfirskt lýðveldi enda alveg augljóst að íslendingar geta ekki án vestfirðinganna verið.


Þess má geta að undirritaður er að ansi stórum hluta vestfirðingur.
Óli Njáll  02:49| link
------------------

26.1.01

Quiznos
Þeir fá
link.
Óli Njáll  17:47| link

Mjögsvogleymdurmaður
Stefán Pálsson skrifar skemmtilegan pistil um þá félaga Blair og Mendelson á Múrnum. Þar segir hann frá John nokkrum Smith sem ku hafa leitt Verkamannaflokkinn fyrir nokkrum árum. Ok, ég er maður með töluvert gott minni en þessum manni var ég alveg skelfilega mikið búinn að gleyma enda skil ég ekki hvernig nokkur maður getur munað eftir honum. Nafnið John Smith er einfaldlega þannig nafn að maður gleymir því mjög fljótt, þetta er næstum jafn ógrípandi nafn og Jón Jónsson. Vonandi hefur þessi maður ekki átt sér drauma um að verða minnst í sögubókum. Já, ef maður á þannig drauma og heitir John Smith þá mæli ég með því að skipta um nafn.
Óli Njáll  04:41| 
link
------------------

25.1.01

Portugal
Þetta var magnaður sigur á Portúgölum í gær. Skemmtilegt að sjá landsliðið gera eitthvað af viti eftir hörmungina á síðasta evrópumóti. Töpuðum við ekki öllum leikjunum þar? Annars fannst mér eitt vanta rosalega í íslenska liðið og það kallast skipulagður sóknarleikur. Það var ótrúlegt að horfa á margreynda atvinnumenn klúðra sóknum hvað eftir annað og meðaltími sókna sem Patrekur tók þátt í var ca. 8 sekúndur. En vörnin var aftur á móti góð og Gummi gamli feitur að venju stóð sig með prýði og fær 4 stjörnur. Sóknarmenn dagsins eru svo Ólafur Stefánsson og Róbert Sighvatsson. En næst er það formsatriði, Marokkó?
Óli Njáll  03:52| 
link
------------------

23.1.01

Forsetinn
Á forsetin Íslands að neita að skrifa undir öryrkjalögin þegar að því kemur? Ekki veit ég það. Er samt ekki málskotsréttur forseta einmitt ætlaður til nota í slíkum málum. Ljóst er að stór hluti almennings er mjög mótfallinn aðgerðum ríkisstjórnarinnar í þessu máli. Myndi þjóðaratkvæðagreiðsla ekki leiða til þess að almenningur myndi kynna sér málið til hlítar enda myndu báðir aðilar án efa reyna að skýra sinn málstað eftir bestu getu. Niðurstaðan væri svo þjóðarviljinn. Og er það ekki svo að í lýðræðisríkjum á vilji fólksins að ráða?
Óli Njáll  05:48| 
link
------------------

22.1.01

Spurning/hugleiðing dagsins
Eru Íslendingar rasistar upp til hópa?
Óli Njáll  11:56| 
link

mhingar
Lítill fugl sagði að mhingar væru enn að gráta yfir tapinu í Gettu betur. Og það styttist í að kvennaskólinn geti grátið með þeim.
Óli Njáll  11:45| 
link

Langloka
Ég fékk alveg hrikalega góða langloku áðan, svokallaða king arthur með rostbeef og einhverju gumsi. Mæli með henni en ekki verðinu enda kostaði þetta eitthvað um 350 krónur. Annars væri sniðugt að halda áfram með bókmenntaglósumeistarverkið mitt en ég verð að viðurkenna að í dag er ég latur.(aldrei þessu vant, hahaha)
Óli Njáll  11:44| 
link

Svarið Það eru að sjálfsögðu þær stöllur Sonja Nef frá Sviss og Janica Kostulic frá Króatíu sem spurt var um.


Óli Njáll  11:41| 
link

Hægri öfgamenn
HÖB heimdellingur skrifar merkilegan pistil á frelsi.is um hægri öfgamennsku. Ég verð að viðurkenna að oftast nær hef ég lítið álit á þeim pistlum sem birtast þarna þó ekki neiti ég að stundum eru góðir punktar í einstaka grein. En eftir lestur þessarar greinar getur maður ekki annað en efast um gáfnafar Hauks litla laganema. Vinstrimennska gengur út á það að brjóta mannréttindi á einum til að þjóna öðrum. Hvaða rök hann vill færa fyrir þessu veit ég ekki enda gerir hann ekki tilraun til þess, skiljanlega. Ég held bara áfram að hrista hausinn. En annars er fóbía hans við öfgahægrimannahugtakið alveg kostulega fyndið. Nú vill hann gera fasista og nasista að vinstrimönnum en ekki hægri öfgamönnum eins og íslenskir fjölmiðlar hafa því miður haldið til að hans mati. Af hverju er honum svo í mun að losna við fasistana af öfgahægrivængnum. Ætli heimdellingar vilji ekki bara einoka hægriöfgamennskuna sjálfir? Eða eru fasistar svona eins og óhreinu börnin hennar Evu í öfgafjölskyldunni sem verður að fela? En hvað veit ég svo sem.
En þegar ég var búinn að undrast þessi skrif hans rak ég svo augun í síðustu efnisgreinina. Þar líkir maðurinn skattheimtu við kynþáttafordóma. Við svona pistli er bara eitt gott svar:LIFI BYLTINGIN

Óli Njáll  02:21| 
link
------------------

21.1.01

Spurning dagsins
Tvær konur hafa nær einokað tvær af alpagreinum skíðaíþrótt á þessum vetri. Önnur í svigi og hin í stórsvigi. Hvaða konur eru þetta og frá hvaða löndum eru þær?
Óli Njáll  14:04| 
link
------------------




Powered by Blogger