{ Óli Njáll - keikodude@hotmail.com }

[ Naggur | ASAT | UVG | Múrinn | Praxiteles | Gamalt ]

[ Húgó | Thors | Fimmtudagur | Ármann | Sverrir | Hilma ]

[ Kolla | Sigfús | Jóhann | Bendt | Steinunn | Linkur vikunnar ]

16.12.00

Kvikmyndir
Já, hér mun ég loksins tjá mig um
kvikmyndasíðu Jónassonbræðra. Þarna er undarlega mikið batterí í kringum ekki neitt. Síðan er samansafn af kvikmyndagagnrýni Guðjóns Helgasonar sem gefur öllum myndum á bilinu 2 og hálf til 3 stjörnur. Þrátt fyrir þetta hefur síðan 5 manna starfslið sem inniheldur ritstjóra( til að stýra þessum eina gagnrýnanda), vefstjóra(sem er óumdeildur snillingur), aðalgagnrýnanda(gh), aðstoðargagnrýnanda( sem hingað til hefur dæmt eina mynd) og lögfræðilegan ráðgjafa( Hello, McFly).
Þessi síða er vissulega enn á byrjunarreit og á eflaust eftir að þróast til muna, mér finnst að bræðurnir ættu að skrifa eitthvað sjálfir en ekki bara láta Guðjón um alla rýnina. Mér finnst líka að það verði að vera eitthvað meira en bara rýni til að halda úti síðu, t.d eitthverjar fréttir og linkar eða eitthvað. Stjörnur: ** 1/2
Óli Njáll  15:53| link

Hí á Valgerði
Núna er ég enn að hlæja að ríkisstjórn þessa lands eftir að Samkeppnisstofnun flengdi þá á glæsilegan hátt. Álit mitt á Valgerði Sverris og bændaflokknum er alveg í sögulegu lágmarki (eins og fylgi flokksins í könnunum).
Óli Njáll  15:39| 
link

Aftaka
Á morgun er aftakan og verður hún haldin á Óld Trafford. Ég þori varla að horfa. Houllier finnur eflaust einhverja skelfingar leikaðferð til að nota gegn united og uppáhaldið hans Carrager skorar vafalaust þrennu og allt í eigið mark. En Houllier er glaður maður því að hann er enn með í Worthless Cup. Skilaboð: Houllier, þú munt deyja.
Óli Njáll  15:35| 
link
------------------

13.12.00

Bjánar
Húrra, húrra. Snillingar fengu þá hugmlynd að loka Reykjanesbrautinni til að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda. Ég skil sjónarmið þessa fólks mjög vel að vilja gera eitthvað í slysagildrunni en djöfulsins barnaskapur og heimska að ákveða að loka götunni. Er ekki allt í lagi með fólk?????? Annars eru þessi mótmæli enn ein sönnun þess hvaðan allt slæmt er ættað. Hvaða þjóð er það nefnilega sem er duglegust við slíkar heimskuaðgerðir og þá oftast trukkabílstjórar? Jú, jú sjálfir Frakkar. Ég ætla rétt að vona að við séum ekki að smitast af heimsku þeirrar þjóðar
Annars held ég að tvöföldun Reykjanesbrautarinnar sé ekkert forgangsverkefni. Málið er nefnilega það að þessi slys stafa flest öll af sömu ástæðunni. Og hver skyldi hún vera? Jú, það er andi Ágústar Flyggermanns sem svífur á bilstjóra á þessari leið þannig að bensínið er stígið í botn og oftast langt fyrir ofan leyfilegan hámarkshraða. Ég man að einu sinni keyrði ég þessa leið á fullkomlega löglegum hraða (hefur reyndar bara gerst í þetta eina skipti) þe. 90 km/klst og hvað gerðist´? Ég held að allir bílarnir á götunni hafi farið fram úr mér, samt var þetta að vetri til og hálka á götunni. Það sem þarf til að fækka slysum á Reykjanesbrautinni er því hugarfarsbreyting en ekki tvöföldun (eða þá að láta Ágústus flytja í burtu frá veginum þannig að ára hans hafi þar enginn áhrif lengur). Fjármagni til vegagerðar er betur varið í mislæg gatnamót t.d. Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.
Óli Njáll  01:18| 
link
------------------

11.12.00

Bætum jólin
Þá er ég búinn að taka saman smá lista yfir atriði sem myndu bæta jólin:
1: Bönnum Helgu Möller og Siggu Beinteins. Slíkar lesbískar þurrkuntur gargandi jólalög fer í mínar fínustu taugar.
2: Burtu með Kalla biskup, hann er bara vælulegur.
3:Engar barnalúðrasveitir, bjöllukóra í miðbæinn og Kringluna. Krakkar vælandi í blokkflautu eru ekki mín hugmynd um jólagleði.
4: Setjum upp stórt Jólahjól við hliðina á jólatrénu á Austurvelli og fáum Stebba Hilmars til að syngja um jólahjólið síðustu dagana fyrir jól.
5:Höldum skötuveislu á Lækjartorgi og kæfum miðbæinn í skötulykt.
6: Fleiri jólasveina. Það er ekki nóg að hafa 13 eða u.þ.b. 12 fleiri en aðrar þjóðir. Látum þá byrja að koma í nóvember þannig að þeir verði svona ca. 30 talsins. Hægt væri þá að halda nafnasamkeppni fyrir nýju jólasveinana. Ég styng upp á nafninu Bendt.

Góða nótt og lifið heil
Óli Njáll  04:49| 
link

Houllier
Á morgun flýg ég til Liverpool. Mér er sama þó að hálfvitinn sé ekki búinn að selja Fowler, hann skal samt deyja. Þessi maður er auli, fífl og fáviti. Þannig að ef Houllier finnst dauður á morgun þá tek ég fulla ábyrgð á því, stoltur.
Hvernig er annars hægt að tapa á heimavelli gegn Hemma hreiðars og ámóta aulum. Og það að skora ekki mark í leiknum er forkastanlegt. Ég er sjokkeraður, svekktur og sár.
Óli Njáll  04:40| 
link
------------------

10.12.00

Morð
Það er nokkuð ljóst að ef Gerard Houllier sem er franskur hommatittur minnist einu sinni aftur á þá heimsku hugmynd sína að selja Guð almáttugan, Robert Bernard Fowler, þá mun ég myrða hann. Houllier er enn eitt atriðið sem styður þá kenningu mína að frakkar séu ábyrgir fyrir öllum hörmungum undanfarinnar aldar.
Óli Njáll  12:10| 
link

Gangráðar og Gerry
Ekki get ég svarað spurningu Ragnars um Gerry og einhverja friðarhreifingu sem kallast peacemakers og er búinn til af mbl.is en aftur á móti er hljómsveitin Gerry and the pacemakers alger argandi snilld, leidd af snillingnum Gerry Marsden. Ég ráðlegg öllum sem ekki hafa kynnt sér verk þessarar sveitar að þramma á napster og næla sér í lög á borð við "i like it", "You'll never walk alone", "How do you do..." og fleiri meistaraverk. Svo er líka hægt að kaupa þrusugóða safndiska með þeim.
Óli Njáll  12:01| 
link


Gummi Hauks
Sorry ef ég hef strítt þér of mikið í nótt, það var fyllilega meiningin.
Óli Njáll  11:17| 
link

ó seisei, mikil ósköp!
Ég hef fengið nýjan sjúkdóm. Ég er farinn að taka upp á þeim ósóma að vakna fyrir allar aldir daginn eftir gott fyllerí. Ég vaknaði einmitt klukkan 9 í morgun eftir að hafa gengið til náða um 6 leytið. Og ég komst að því að heimilið var kóklaust, ó seisei, mikil ósköp. Þannig að ég lölla mér af stað og ætla í hverfissjoppuna, Hlíðakjör. Hún er þá bara ekki búinn að opna. skammskamm hlíðakjör. Þannig að Óli Njalli röltir sér út á Select á Bústaðaveginum. O my god. Afgreiðslukonurnar horfðu á mig eins og ég væri eitthvað frík. Eftir á að hyggja skil ég það alveg. Í fyrsta lagi hafði ég farið í sömu reykingarangandi fötinn og ég var í um kvöldið, ég hef ekki rakað mig í viku og hárið svona venjulega morgunúfið(Hárið mitt er reyndar ávallt úfið). Með öðrum orðum, ég var eins og Davíð Þór, átrúnaðargoð mitt. Og ég kom labbandi á Select klukkan 10 að morgni til. Já, kanski er ég bara framtíðar róni, ráfandi um bæinn í leit að kókflösku.
Annars var hörkustuð á mér í gærkveldi. Svo maður haldi sig við bloggarasmábæjafílinginn er best að segja hverja maður rakst á. En eins og Arnar hitti mig og kynnti mig og Siggu fyrir Gummajóh þá hitti ég Arnar og var kynntur fyrir Gummajóh. Að auki fær Ágúflugen betur þekktur nú sem Grinch, skamm fyrir að vera kvöldsvæf kelling og neita að koma á Bæjarins bestu með mér. Í staðinn fór ég á nýja næst uppáhalds búlluna mína, (í fyrsta sæti er BB, að sjálfsögðu), en það er Kebabhúsið. Dönerinn var flottur og góður í skítakulda þegar farið var að renna af manni. Og nú gleðst ég yfir því að vera ekki þunnur.

Óli Njáll  11:16| 
link
------------------




Powered by Blogger