Snorrastaðir
Um helgina héldum við til Snorrastaða, gimpin úr spurningabatteríi Verzló. Þetta var mögnuð ferð og bóndinn á bænum var einnig mjög magnaður en á laugardaginn skrapp hann einmitt á aðventukvöld og kom rammskakkur til baka. Ég og Hallur héldum í venjuna um kvöldið og vorum langbestu leikararnir í aktíonarý og unnum ávallt. Það verður reyndar að viðurkennast að Sigga var langbesti giskarinn í hópnum en við unnum hennar lið samt. Annars hlakka ég óheyrilega til að fá myndirnar úr ferðinni framkallaðar. Ónefndur aðili sem stundum er kallaður borgarnesdýrið, var nefnilega skrautlegur mjög. Þannig að þegar ég fæ myndirnar í hendur mun ég njóta þess að pína hann með þeim. hahahahaha.
Óli Njáll 09:01| link
Sumir hafa ekki heila...
....og samtök þess fólks kallast ungir jafnaðarmenn, allavega ef miðað er við þessa mögnuðu formannslufsu þeirra. Hvernig dettur manneskjunni í hug að vilja leggja niður Rás 2? Fyrir því eru ekki nokkur jarðnesk rök. Menn eru vissulega ósammála um það hvort að ríkið eigi að reka slíka útvarpsstöð sem Rás 2 en það er ekki það sem ég er að hugsa um núna. Að leggja stöðina niður er bara svo fáránlegt. Þessi stöð hefur gríðarmikla hlustun meðal almennings og býður oft upp á mjög vandaða þætti. Menn eins og Gestur Einar og Ólafur Páll eru alveg magnaðir. En Katrín Júlíusdóttir vill bara pakka saman og loka. Af hverju, af hverju og enn og aftur af hverju? Af þörf ríkisins til að losna við rás 2 er svona óskaplega mikil, af hverju ekki frekar að selja hana? Ég er ekki í vafa um að fjölmargir hefðu áhuga á að reka stöðina. Annars finnst mér bara ágætt að ríkið reki hana áfram. Nei, hendum henni bara í ruslið er lausn jafnaðarmanna. Hvernig ætli þeir skemmti sér á útborgunardögum? Hendi peningum út um gluggann?
Óli Njáll 01:33| link
------------------