UVG
Jæja, þá er loks búið að stofna formlega ungliðahreyfingu VG, það var gert á stórskemmtilegum fundi á Hótel Lind í gær. Einhverra hluta vegna tók ég að mér fundarstjórn þarna og held að þetta hafi allt gengið stóráfallalaust. Það eina sem olli mér einhverjum vandræðum var það að ég hef aldrei mætt á neina slíka fundi áður og var ekki viss á skipulaginu en með hjálp góðra manna tókst þetta allt saman. Annars höfðu fjölmiðlar ekki mikinn áhuga á þessum fundi, ætli eina leiðin fyrir ungliðasamtök til að ná athygli felist ekki í hálfbarnalegum fíflaskap svo sem skera á evrópuhnútinn niðri á torgi og annað í þeim dúr. Guð forði okkur annars frá slíkum aðgerðum og ég vona að Ungir Vinstri Grænir verði málefnaleg samtök.
LIFI BYLTINGIN (smá djók)
Óli Njáll 09:50| link
Netaflækja
Hvað er í gangi með þetta net núna og bloggerinn er eitthvað að klikka hjá manni
Óli Njáll 09:41| link
------------------